Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 22
Irr / Q[f> - YáVA. IÍVOÓW 5 9,1 í ''"i i'i . luaahulfiiifii'í 22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. mars 1983 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Slakir Englendingar töpuðu stígi gegn Grikkjum Smáþjóðimar þvældust fyrir en voru þó allar sigraðar að lokum Hörmulega slakt enskt landslið mátti sætta sig við jafntefli, 0-0, á heimavelli sínum, Wembley- leikvanginum í London, gegn lé- legum Grikkjum í Evrópukeppni landsliða í gærkvöldi. Það var aldrei glæta í leik enska liðsins, helst að Steve Coppell sýndi og reyndi eitthvað af viti. Trevor Fra- ncis fékk þó gott færi snemma í síð- ari hálfleik en gríski markvörður- inn varði vel. í síðari hálfleik reyndi Bobby Robson að lífga upp á leik liðsins með því að setja Graham Rix og Luther Blissett inná fyrir Tony Woodcock og Alan Devonshire en allt kom fyrir ekki og Englendingar misstu dýrmætt stig á heimavelli. Þórdís áfram íslenska unglingalandsliðið í ba- dminton hafnaði í 3. sæti í sínum riðii í Evrópukeppninni sem nú stendur yfir í Finnlandi. ísland vann Frakkland 5-0 og Sviss 4-1 en tapaði 0-5 fyrir Póllandi og 2-3 fyrir Finnlandi. í gær var keppt í einliðaleik og féllu allir íslensku keppendurnir út í fyrstu umferð nema Þórdís Edwald. Hún sigraði finnska stúlku og keppir í annarri umferð í dag. -VS Þróttur vann Val Tveir leikir fóru fram í gærkvöldi í fallkeppni l.deildar karla í hand- knattleik, báðir í Keflavík. Þróttur sigraði Val 22-21 og Fram vann ÍR 28-23. Staðan í fallkeppninni er þá þannig að Valur og Þróttur hafa 23 stig hvort, Fram 18 en ÍR ekkert. Hvert lið á eftir að leika fjóra leiki. Staðan í 2. riðli: England.............4 2 2 0 14-2 5 Danmörk.............2 110 4-3 3 Grikkland...........3 111 2-3 3 Ungverjaland........1 1 0 0 6-2 2 Luxemburg...........4 0 0 4 3-19 0 Nicholas byrjar vel Það leit ekki vel út hjá Skotum sem fengu Svisslendinga í heim- sókn í Hampden Park í Glasgow. Þeir svissnesku komust í 0-2 með mörkum Egli og Hermann og allt stefndi í öruggan sigur þeirra. Tuttugu mínútum fyrir leikslok blés John Wark lífi í brjóst Skota með góðu marki og það sem eftir var leiks sóttu þeir látlaust. Ný- liðinn Charlie Nicholas jafnaði á stórglæsilegan hátt fjórtán mínút- um fyrir leikslok og Kenny Dalg- lish átti alla möguleika á að færa Skotum sigur. Fyrst hitti hann ekki markið úr opnu færi og síðan horfði hann uppá svissneska markvörðinn slá knöttinn í þverslá eftir skalla á síðustu mínútu leiksins. Þá léku einnig Austur- Þýskaland og Belgía og unnu Belg- ar góðan sigur, 1-2. Þeir komust í 0-2 með mörkum Francois Van Der Elst og Erwin Vanberbergh og síðan var mark dæmt af Der Elst. Joachim Streich náði að laga stöðuna fyrir A-Þjóðverja 7 mínút- um fyrir leikslok. Staðan í 1. riðli: Belgía...............3 3 0 0 8-3 6 Skotland.............4 112 6-73 Sviss................3 1114-53 A-Þýskaland..........2 0 0 2 1-4 0 Erfitt í Albaníu Vestur-Þjóðverjar lentu í mestu erfiðleikum gegn Albönum í Ti- rana. Heimamenn börðust vel og ekkert mark var skorað í fyrri hálf- leik. í byrjun þess síðari skoraði Rudi Völler fyrir V-Þjóðverja og Karl-Heinz Rummenigge kom þeim í 0-2 á 67. mínútu. Targas lagaði stöðuna fyrir heimaliðið og Vestur-Þjóðverjar sluppu með skrekkinn og 2-1 sigur. í sama riðli lentu Norður-frar í vandræðum með Tyrki í Belfast. Þeir fengu þó óskabyrjun og voru komnir í 2-0 eftir 17 mínútur með mörkum Martin O’Neill og John McClelland. Tyrkir gáfust ekki upp og í byrjun síðari hálfleiks skoraði hinn 18 ára gamli Metin, 2-1. Norður-írar gerðu ékki meir en að halda báðum stigunum, Tyrkir veittu þeim harða keppni allt til leiksloka. Staðan í 6. riðli: Austurríki............ 3 3 0 0 11-0 6 N-írland................4 2 11 3-3 5 V-Þýskaland.............2 1 0 1 2-2 2 Tyrkland.............. 3 1 0 2 2-6 2 Albanía...............4 0 13 1-8 1 Stapleton bjargaði írum Fleiri „smáþjóðir” þvældust fyrir í gærkvöldi. Möltubúar tóku á móti írum, sem ávallt gengur brösug- lega á útivelli, og heimaliðið var sterkara í fyrri hálfleik. í þeim sfð- ari sóttu írar stíft en markalaust jafntefli virtist uppi á teningunum. Víðavangs- hlaup / Islands Víðavangshlaup íslands fer fram laugardaginn 9. apríl í nágrenni Borgarness. Keppt verður í eftir- töldum flokkum: Karlar (8 km), konur (3 km), drengir og sveinar (3 km), telpur (1,5 km), piltar (1,5 km), strákar (1,5 km) og stelpur (1,5 km). Þátttökutilkynningar þurfa að berast Ingimundi Ingimundarsyni fyrir miðvikudagskvöldið 6. apríl í síma 93-5175 og vinnusíma 93- 5172. Þátttökugjald er 30 krónur í fullorðinsflokkum og 15 krónur í yngri flokkunum. Spennandi fallkeppni Mikil og hörð barátta á sér nú stað í fallkepni 2. deildar karla í handknattleik. Um síðustu helgi fór fram heil umferð mínus einn leikur. Úrslit urðu þessi Ármann-Afturelding...31:20 ÞórVe.-HK............19:16 Þór Ve. -Áfturelding.24:20 Ármann-ÞórVe.........19:19 Afturelding-HK.......24:20 Staðan í fallkeppninni er nú þannig: ÞórVe............20 6 6 8 410-426 18 Ármann...........19 5 5 9 397-414 15 Aftureldlng.....20 6 3 11 425-448 15 HK...............19 7 1 11 392-416 15 Trimmmót Hrannar Skíðadeild Hrannar gegnst fyrir trimmmóti í skíðagöngu laugar- daginn 2. apríl kl. 13 í Skálafelli. Keppt verður í öllum aldursflokk- um karla og kvenna og aldurstak- mörk engin, hvorki efri né neðri. Yngsti flokkur er 9 ára og yngri, sá elsti 61 árs og eldri. Þátttaka til- kynnist á staðnum en þátttöku- gjald er 100 krónur fyrir eldri en 12 ára en 50 krónur fyrir þá yngri. Frank Stapleton bjargaði málun- um, hann skoraði sigurmarkið, 0- 1, með síðustu spyrnu leiksins. Staðan í 7. riðli: Holland..................4 2 119-35 írland...................4 2 117-55 Spánn....................3 2 1 0 5-3 5 Malta....................3 1 0 2 2-8 2 Island...................4 0 1 3 2-6 1 ísland vann tvöfaldan sigur á Færeyingum í síðustu landsleikjum þjóðanna í blaki að þessu sinni þeg- ar leikið var í Hagaskólanum í gær- kvöldi. Bæði íslensku liðin, karla og kvenna, sigruðu 3-2 eftir hörk- uspennandi leiki. Kvennaleikurinn var einkum tví- sýnn og stóð hann í 104 mínútur. ísland vann tvær fyrstu hrinurnar, 15-6 og 15-6 en Færeyingar þá þriðju 17-15 ög þá fjórðu 15-5. í lokahrinunni virtist færeyskur sigur vera innan seilingar, staðan orðin 14-7 fyrir frændkonur vorar, en íslensku stúlkurnar sýndu mik- inn baráttuvilja, sigruðu hrinuna 19-17 og leikinn þar með 3-2. Jó- hanna Guðjónsdóttir var best í ís- lenska liðinu en Finngerd Solbjörg í því færéyska. Akurnesingar voru í sérflokki á Unglingameistaramóti íslands í bad- minton sem fram fór á Akureyri um síðustu heígi. Þeir hlutu 20 gull af 24 en keppt var í flokkum hnokka/táta, meyja/sveina og drengja/telpna. Hin fjögur gullin sem afgangs voru fóru til TBR. Oliver Pálmason, ÍA, og Árni Þór Hallgrímsson, ÍA, hlutu flest íslandsmót fullorðinna í borðtennis verður haldið í Laugar- dalshöllinni í dag, skírdag, og á laugardag. í dag hefst keppni kl. 9.15 með tvíliðaleik karla og síðan verður haldið áfram fram eftir degi. Þráðurinn verður tekinn upp að nýju með tvenndarkeppni kl. 9.30 á laugardagsmorgun en síðasti hlutinn, úrslit í meistaraflokki kvenna, hefst kl. 18.30. Á þessu íslandsmóti geta úrslitin í punktakeppni vetrarins farið {angt með að ráðast. í mfl. karla íefur Tómas Sölvason, KR, 113 stig, Hilmar Konráðsson, Víkingi, í fyrrakvöld voru leiknir fjórir leikir í Evrópukeppninni fyrir leik- menn 21 árs og yngri. Úrslit urðu þessi: Albanía-V-Þýskaland...............1-1 A-Þýskaland-Belgía................2-1 England-Grlkkland.................2-1 Skotland-Sviss....................2-1 tslenska karlaliðið hafði undir- tökin og vann fyrstu hrinuna 15-6. Þá kom færeyskur sigur, 15-17, ís- lenskur 15-6, færeyskur 5-15, en lokahrinuna unnu íslensku strák- arnir 15-13 eftir að þeir færeysku höfðu leitt 7-11. Leikurinn var nokkuð góður af íslands hálfu en þó komu slæmir kaflar inná milli. Leifur Harðarson átti einna bestan leik og Sveinn Hreinsson stóð honum ekki langt að baki. Hjá Færeyingum voru Jo- hannes Ejdesgard og Eyðstein Jensen bestir. í dag kl. 13 fer fram hraðmót í Hagaskóla með þátttöku Þróttar, ÍS, íslenska unglingalandsliðsins og færeyska liðsins Fleyr sem myndar uppistöðuna í karlaliðinu þarlenska. gull, þrjú hvor, með því að sigra í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í sínum flokkum, Oliver í hnokka- flokki en Árni Þór í drengjaflokki. María Guðmundsdóttir, IA, fékk tvö gull í tátuflokki, Guðrún Gísla- dóttir, ÍA, Ása Pálsdóttir, ÍA, og Þórhallur Jónsson, ÍA, tvö gull pvert í flokkum meyja og sveina og Guðrún Júlíusdóttir, TBR, hlaut tvö gull í flokki teplna. 95 og Tómas Guðjónsson, KR, 94, en þessir þrír skera sig nokkuð frá öðrum keppendum. Fyrir sigur á íslandsmótinu eru veitt 30 stig, 15 fyrir annað sætið en 7 fyrir þriðja og fjórða, svo sigur þar skiptir gíf- urlega miklu máli. Ragnhildur Sigurðardóttir, UMSB, ogÁstaM. Urbancic, Ern- inum, heyja einvígi í meistara- flokki kvenna. Ragnhildur hefur hlotið 27 stig í vetur gegn 25 hjá Ástu en sigurvegarinn um helgina hlýtur 9 stig gegn 4 hjá þeim sem lendir í öðru sæti. - VS SKJÖLDUR SIGLUFIROI w Guðrún Pálsdóttir, íþróttamaður ársins á Sigluflrði. Guðrún valin á Sigló Guðrún Pálsdóttir, margfaldur íslandsmeistari í skíðagöngu kvenna, var kjörin íþróttamaður Siglufjarðar 1982 af Kiwanisklúbbn- um Skildi sem undanfarin ár hefur staðið fyrir samskonar kjöri. Annar varð knattspyrnukappinn Oli Agnarsson, sem var markakóng- ur íslandsmótsins sl. sumar, þriðja Gíslína Salmannsdóttir, sund- og skíðakona, og í fjórða sæti voru jafnir Baldvin Kárason, göngumaður, og Óskar Einarsson, sund- og skíðamaður. -VS íslenskir sigrar í spennandi leikjum -vs Akurnesingar í algerum sérflokki Islandsmót í borðtennis: Ráðast úrslitin í punktakeppninni?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.