Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINAV limmtudagur 31. mars 1983 „Dalvík er og hefur lengi verið mitt heimapláss“, scgir Svanfríður Jónasdóttir á Dalvík, en þessa mynd tók Ijósmyndari Þjóðviljans, Atli Arason við Dalvíkurhöfn. „Yil leggja mitt af mörkum“ „Ég hef í raun alltaf litið á mig sem Dalvíking, enda þótt lög- heimilið hafí til skamms tíma verið fyrir sunnan. Hér dvaldist ég löngum hjá ömmu og afa á sumrum, og það var venjulega beygur í mér þegar dró að hausti og ég þurfti að fara suður aftur. Seinna hef ég svo lært að mestu skiptir að maður sé ánægður með það sem við er fengist hverju sinni; að búsetan skiptir ekki öllu máli. En Dalvík er og hefur lengi verið mitt heima- pláss“. Það er Svanfríður Jónasdóttir kennari og bæjarfulltrúi á Dalvík, og um þessar mundir í framboði til alþingiskosninga, sem þetta mælir. Við Þjóðviljamenn brugðum okkur fyrir skömmu til þessa þekkilega sjávar- pláss við Eyjafjörðinn í þeim tilgangi að kynnast frambjóðandanum Svanfríði Jón- asdóttur, en umfram allt manneskjunni á bak við nafnið. Við spyrjum einsog landans er siður hvert hún eigi ættir að rekja. Hittust í Grímsey „Langamma mín var Inga Jóhannsdótir frá Kussungstöðum í Þorgilsfirði, sem flutt- ist til Grímseyjar með sínu fólki fyrir stríð. Hún var ein systranna frá Kussungstöðum og Einar frá Hermundarfelli sagði mér að menn hefðu ort um þær ljóð sakir fegurðar þeirra, án þess jafnvel að hafa litið þær augum! Þessi langamma mín lést í hárri elli í Grímsey og var um tíma formóðir allra barna í skólanum í eynni. Dóttir hennar Svanfríður Bjarnadóttir, var amma mín, sem ég heiti eftir. Afi minn Jakob Helgason var ættaður úr Svarfaðardal, en fólkið hans fluttist einnig til Grímseyjar og þar kynntust afi og amma og settust síðar að hér á Dalvíkinni.“ Þú ert ekki fædd hér á Dalvík? „Nei, ég fæddist árið sem herinn kom segir Svanfríður Jónasdóttir á Dalvík sem skipar 2. sœti G-listans í Norðurlands- kjördœmi eystra „Við þurfum að nýta betur það sem til feliur. því við megum aldrei gleyma því að auð~ lindir jarðar eru ekki ótæmandi“. hingað aftur, og eins og ég hef stundum sagt er ég ekki Kanabarn, heldur vertíðarbarn. Þannig var að hér áðm fyrri fóru menn gjarnan á vertíð suður með sjó og það gerðu einmitt afi og amma, svo og þeirra börn, þar á meðal móðir mín, Elín Jakobsdóttir. Þar kynntist hún föður mínum Jónasi Sigur- björnssyni og þau stofnuðu heimili upp úr því. Við bjuggum fyrir sunnan, og eftir lát föður míns ólst ég upp hjá fósturföður, Oddi Brynjólfssyni, í Kópavoginum, elst 5 systkina. Ég dvaldist löngum á Dalvík yfir sumartímann hjá ömmu og það varð til þess að ef ég fékk heimþrá á annað borð, þá var það hingað“. Alkomin á Dalvík „Það var svo árið 1974 sem ég settist hér að á Dalvík fyrir fullt og allt og hef verið kenn- ari í Dalvíkurskóla síðan. Eg útskrifaðist úr Kennaraskólanum 1971, tók stúdentspróf árið eftir og lét þá af frekara námi í bili hvað svo sem síðar verður. Hér í skólanum hef ég fengist við kennslu flestra árganga, en í fyr- ra byrjaði ég með 7 ára bekk og í vetur hef ég þann bekk áfram. Þar er um nýja og skemmtilega reynslu að ræða. Ég held nefnilega að miklu skipti fyrir þá að hafa sama kennarann og ekki síður mikilvægt fyrir mig að öðlast þekkingu og tilfinningu fyrir nemendunum með aukinni kynningu í gegnum alla skólaskylduna". Lenti fljótt í pólitík Hvenær fórstu að vasast í pólitíkinni hér nyrðra? „Það var strax eftir að ég settist hér að og stofnaði heimili. Ég gekk í Alþýðubanda- lagið hér á staðnum veturinn 1975, en þá var afar sérkennilegt ástand hér í pólitík- inni. Best gæti ég trúað að hvergi á landinu hafi þá verið fleiri pólitískir munaðar - leysingjar en hér á Eyjafjarðarsvæðinu, því þá var nokkuð um liðið síðan Hannibal og Björn Jónsson klufu Alþýðubandalagið, en gengi klofningsmanna þá mjög dvínað. Björn Jónsson var hins vegar og er virtur hér um slóðir, og fjöldi manna fylgdi hon- um áfram vegna persónuvinsæída, enda þótt litlir möguleikar væru til að fá útrás í skipulögðu pólitísku starfi. Það var því tals- verður hópur nianna utanveltu pólitískt og er ef til vill enn hér um slóðir, þótt margir hafi nú gengið aftur til liðs við sína gömlu flokka. Það var svo ekki fyrr en eftir kosninga- sigur okkar 1978, sem ég lenti í trúnaðar- stöðum fyrir Alþýðubandalagið hér í bæjar- pólitíkinni. Á síðasta kjörtímabili sat ég í félagsmálaráði, en þá höfðum við Alþýðu- bandalagsmenn tvo bæjarfulltrúa, framan af þá Óttar Proppé og Rafn Arnbjörnsson, en síðar kom Otto Jakobsson inn í stað Óttars þegar hann fluttist burt. Frá því í sumar hef ég svo verið bæjarfulltrúi". Gæti þetta ekki óstudd Hvernig hefur svo gengið að samræma hlutverkin í pólitíkinni, kcnnslunni og í fjöl- skyldunni? „Það hefur gengið vel, en ekki nema vegna þess að ég hef notið hvatningar og stuðnings míns ágæta maka, Jóhanns Ant- onssonar, svo að við leysum heimilisverk og gæslu barna með góðu móti. Þá er ég einnig svo heppin að bróðir minn, sem er skip- stjóri á Blika EA 12, býr hér hjá okkur, og hann hvatti mig einnig mjög til að fara í kosningaslaginn og bauðst meira að segja til að taka sér frí af bátnum í eina viku til að annast strákana mína. Þeir eru þrír á aldrin- um 4-12 ára, þannig að það er í mörgu að snúast og gott að hafa góða að þegar kosn- ingabaráttan kemst í algleyming“. Þrefalt hlutverk kvenna Heldurðu að möguleikar kvenna til að taka þátt í stjórnmálum hafi batnað hin síð- ari árin? „Ég reikna nú með að skilningur hafi aukist á aðstöðu kvenna, en hitt er svo ann- að mál að mikið vantar á að við konur höf- um sömu möguleika og karlmenn til starfa í félagsmálum. Nútímakonan, sem gjarnan er með starfsmenntun, vill og þarf að taka þátt í félagslífi, en á henni eru á móti ýmsar kvaðir varðandi fjölskylduna og barn- auppeldið, skyldur sem liggja þyngra á kon- um en körlum, hvað sem öllu jafnrétti líður. Það hefur auðvitað í för með sér vinn- uálag, sem íþyngir konum í þeirra félags- málastarfi og ég held að við eigum talsvert í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.