Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 21
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Aætlun sjónvarpsins um leikgerð 1983: Þrjú verk tekin upp í ár Tvíleikur Kempinski og verk eftir Kjartan Ragn- arsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson Áætlunumleikgerð sjónvarpsins fyrir árið 1983 var samþykktásíðastafundi útvarpsráðs og var ákveðið að í ár verða unnin þrjú leikrit til flutnings í sjónvarpi. Hér er um að ræða leikrit eftir Kjartan Ragnarsson, Sveinbjörn Baldvinsson og svo verður tekinn upp Tvíleikur Kempinski sem Þjóðleikhúsið sýndi fyrri part vetrar á Litla sviðinu. Framlag sjónvarpsins til leiklistarmála í ár er með rýrara móti, en talið er að efni tengt leiklist unnið á þessu ári taki um 160 mínútur í flutningi, en í meðalári erflutningstími u.þ.b. 400mínútur. HinrikBjarnason forstöðumaður Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins var spurður hverju það sætti að svo mikið væri gengið á hluta leiklistarinnar. „Því er ekki að neita að leiklistar- efni verður í algeru lágmarki í ár og man maður tæplega eftir öðru eins. Ég geri ráð fyrir að hin bága staða sjónvarpsins leiki þarna stóra rullu. A.m.k. verður tekið upp efni sem tekur alls 160 mínútur í flutn- ingi en þar er þó ótalið barnaleikrit sem vonandi verður unnið í ár þó svo engar ákvarðanir hafi verið teknar um það ennþá“, sagði Hinrik. Enn á eftir að sýna nokkur verk frá síðasta ári s.s. Ofvitann í leik- gerð Kjartans Ragnarssonar, Ás- geir, eftir Ásu Sólveigu og Hver er sinnar gæfu smiður, eftir Þorstein Marelsson. Ekki er loku fyrir það skotið að þau verk sem tekin verða upp i ár verði sýnd í sjónvarpinu seinni part árs. Sveinbjörn Bald- vinsson hefur skrifað verk sem heitir Allt í lagi og Kjartan Ragn- arsson á eftir að fullvinna aðra af tveimur hugmyndum sínurn um leikverk. Þemað Faðir og sonur: og Matreiðslunámskeið mun standa Sveinbjörn I. Baldvinsson Kjartan Ragnarsson honum næst hvað framlag hans varðar. Gert er ráð fyrir að upptökur á öllum þrem verkunum fari fram í stúdíói. - hól. Nýtt fyrirtæki: Marel h.f. Sem kunnugt er hefur fyrirtækið Framleiðni sf. unnið ötullega að því á undanförnum árum að þróa hverskonar tölvubúnað til nota í frystihúsum og öðrum flskvinnslu- stöðvum. Hefur starfsemin þró- ast svo ört að hún rúmast nú ekki lengur innan ramma fyrirtækisins. Hafa m.a. borist tilmæli um framleiðslu og þjónustu á þessu sviði frá öðrum atvinnugreinum en fiskvinnslunni svo sem slátur- húsum og iðnaðarfyrirtækjum. Því hefur nú verið ákveðið að stofna sérstakt fyrirtæki unt þessa starfsemi, sem þjónað gæti sam- vinnuhreyfingunni í heild. Var fyrirtækið stofnað 17. mars og nefnist Marel hf.. Eigendurnir eru Sambandið, Samvinnusjóður ís- lands hf. og flestöll frystihúsin, sem selja framleiðslu sína á vegum Sjá- varafurðadeildar. Er þetta fyrsta ! fyrirtækið, sem Samvinnusjóður- inn gerist aðili að, en hann var, sem kunnugt er, stofnaður á sl. ári. Tilgangur þessa nýja félags er að vinna að alhliða hönnun, fram- leiðslu, kaupum og sölu á rafeinda- tækjum og skyldum búnaði, innan- lands og utan, svo og tilheyrandi þjónusta og starfsemi. Félagið tekur yfir þá starfsemi í framleiðslu rafeindatækja, sem verið hefur hjá Framleiðni sf. frá 1979, þ.e. framleiðslu á vogurn og tölvubún- aði fyrir fiskvinnslustöðvar, sem selt hefur verið undir fram- leiðslumerkinu MAREL. Formaður stjórnar hins nýja fyrirtækis er Þorsteinn Ólafsson, fulltrúi, en framkvæmdastjóri er Gylfi Aðalsteinsson. Aðsetur þess er að Suðurlandsbraut 32. _______- nihg. r Gigtarfélag Islands: Gigtlækn- ingastöð senn ígagnið Aðalfundur Gigtarfélags íslands var nýlega haldinn. Á fundinum kom fram að aðal verkefni félags- ins síðastliðið ár var innrétting Gigtlækningastöðvarinnar í Ár- múla 5. Það verkefni er nú það vel á veg komið, að ef ekkert óvænt tefur mun stöðin taka til starfa með haustinu. , Fjölmörg félög, fyrirtæki og ein- staklingar hafa stutt þetta verkefni með myndarlegum fjárframlögum. Erfðafjársjóður hefur síðan fjár- magnað þetta verkefni og fleiri op- inberir aðilar. Öllum þessum aðil- um voru færðar þakkir á fundinum. í skýrslu stjórnar kom fram að skuldir eru félaginu þungur baggi og einnig mun innbú allt kosta mik- ið fé. I tilefni þessa vill félagið minna alla stuðningsmenn á gíró- reikning félagsins nr. 304050. í Gigtlækningastöðinni sannast málshátturinn að „Margt smátt gerir eitt stórt“. Píslarsaga 1983 Marianella García- Villas Ljóð eftir Ingólf Sveinsson: Einhverntíma þegar pálmablöðin bœrast í kvöldkyrrðinni og góðlynd nóttin kemur með frið og öryggi verður þín minnst. Einhverntíma þegar jörðin grœr upp af blóði þínu og ungir draumar svífa inn í nýja veröld verður þín minnst. Einhverntíma segir gömul kona sögu um unga stúlku sem lét lífið í von þess að lítil börn mœttu vaxa til frelsis Pá verður þín minnst Marianella García-Villas. Marianella García-Villas var myrt í heimalandi sínu El-Salvador 13. mars 1983. TILBOÐ Páskaegg Nóa páskaegg Leyft Okkar verð verð nr. 2 40.- 31.40 nr. 3 79.- 62.00 nr. 4 130.- 102.00 nr. 5 189.- 148.30 nr. 6 336.- 263.60 Mónu páskaegg nr. 2 60.- 46.60 nr. 4 120.- 93.15 nr. 6 160.- 125.50 nr. 8 210.- 164.70 nr. 10 315.- 247.00 OPIÐ TIL HÁDEGIS LAUGARDAG MATVÖRUBÚÐIR KRON ~|Q)) KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS Opið hús í kosningamiðstöð Alþýðubandalagið á Seltjarnarnesi og 1. deild Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík gangast fyrir oþnu húsi í kosningamiðstöð Aljpýðubandalagsins að Hverfis- götu 105, fimmtudaginn 7. apríl kl. 20.30. Gestir kvöldsins: Elsa Kristjánsdóttir og Svava Jak- obsdóttir. Nánar auglýst síðar Jndirbúningsnefndin Kaffiboð V/*/#' fyrir Iðjufélaga 65 ára og eldri verður í Súlnasal, Hótel Sögu sunnudaginn 10. apríl n. k. kl. 15. Miðar verða afhentir á skrifstofu félagsins Skólavörðustíg 16. Iðja, félag verksmiðjufólks. Kosningastarf um páska Kosningamiðstöð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður opin sem hér segir um há- tíðirnar: Skírdag kl. 10-19 lokað. Föstudaginn langa lokað. Laugardaginn 2. apríl kl. 10-19. Páskadag lokað. Annan í páskum 13-17. UMFERÐAR RÁO Góö orö ^ duga skammt. Gott fordæmi skiptir mestu máli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.