Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 14
Hmmtudagur 31. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 14 SÍÐA Paco Camino er án vafa frægasti nautabani Spánar í dag af þeim sem enn fara í hringinn, en fyrir 3 árum varð hann fyrir slysi í hringnum og er ekki samur og jafn eftir. nota þau tæki sem þeir notast við í dag, „capote“ sem er dula gul og bleik að lit, einskonar ermalaus herðaslá, en stór og þung úr sterku efni, að nota sverð í stað lensu, og rauðu duluna, sem notuð er þegar kemur að því að drepa nautið, og nefnist „muleta“. Hann samdi einnig hinar „Tíu gullnu reglur“ sem svo heita og hver nautabani verður að fara eftir. Auk þess er allt sem fram fer í nautatinu stranglega tímasett og nautabaninn verður að framkvæma allt sem hann gerir innan þeirra tímamarka, annars eru ráðin tekin af honum af forseta nautaatsins. Þessa nútíma aðferð fann Pedro Romero upp og hann og synir hans útbreiddu hana og þeim varð vel ágengt, því hún þykir skemmtilegri á að horfa, auk þess að vera mun hættulegri fyrir nautabanann. Pedro Romero er lang frægasta nafn í sögu nautaats á Spáni og sagan segir að hann hafi barist við 5500 naut án þess að særast, og fellur slíkt undir þjóðsögu. Hann lést árið 1839. Mikill undirbúningur Hvert nautaat krefst mikils undirbúnings. Segja má að það byrji daginn áður en sjálft atið fer fram. Þá verða öll nautin að vera komin í nautageymslu þá sem eríhverjum hring. Sérstakur yfirmaður frá lögregluvöldum staðarins kemur þá og skoðar nautin. Ekki má snerta við hornum nautanna, ekki saga oddinn framan af, þau verða að vera á réttum aldri - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. mars 1983 Margir af þeim tugþúsundum íslendinga, sem komið hafatil Spánar, hafa séð nautaat, þjóðaríþrótt eða list Spánverja. Menn greinir á um hvort nautaat er íþrótt eða list, ekki Spánverja að vísu, hjá þeim er nautaat list, en útlendinga greinir á um málið. Mjög margir íslendingar vilja alls ekki fara og horfa á nautaat, dæma það fyrir fram sem ógeðslegan atburð, þar sem verið er að murka lífið úr nautinu á hinn ógeðslegasta hátt. Þeir sem aftur á móti fara að sjá nautaat fyllast annað hvorttakmarkalítilli aðdáun, ellegar þá viðbjóði. Fari fólk með kunnáttumanni, sem getur útskýrt hvað um er að vera hverju sinni hrífst það yfirleitt af nautaati. Hinum sem ekki vita hvað er um að vera fallast oftast hendur. En hvað er nautaat og hvernig er það tilkomið? Trúarlegathöfn Talið er að nautaat sé uprunalega trúarathöfn og að hún sé upprunnin frá eyjunni Krít. Er talið að nautaat hafi veri iðkað einu sinni á ári, þegar menn fögnuðu hækkandi sól, nær þeim tíma sem við höldum jól nú til dags. Athöfnin var til heiðurs sól-guðnum og þá voru prestar í hlutverki nautabanans að því er sagan segir. Þeir voru þá ljósklæddir og voru því tákn rísandi sólar, nautið aftur á móti svart og tákn myrkursins. Því hefur alltaf verið uppi krafan um að nautabaninn dræpi nautið, eða með öðrum orðum, birtan sigraði myrkrið. Þetta er í fáum orðum sagt uppruni nautaats. Fundist hafa minjar um að nautaat hafi verið iðkað í flestum löndum við norðanvert Miðjarðarhaf til forna, en einhverra hluta vegna urðu það Spánverjar sem varðveittu þessa list, sem aflagðist meðal annarra þjóða. Þó er nautaat iðkað í Portúgal, en með öðrum hætti en á Spáni, og einnig í syðsta hluta Frakklands. Svo er nautaat að sjálfsögðu iðkað um alla Mið- og Suður-Ameríku í hinum spánska heimi þar. Aðeins á sunnudögum Nautaat á Spáni fer aðeins fram á sunnudögum og ekki ólíklegt að það séu leifar frá þessum tíma, að það var trúarathöfn. Nautaat hefst ævinlega á tímabilinu 17 til 19, nokkuð eftir því hvar í NAUTAAT landinu það fer fram. Verð aðgöngumiða á nautaat er hátt, svona 1.000 til 2.500 pesetar og fer verðið eftir ýmsu. Það er til að mynda ódýrara að kaupa miða í sætum á móti sól, svo er svæði í nautaatshringnum sem heitir „sól og skuggi" þá skín sólin í andlitið þegar nautaatið hefst en um það bil sem atið er hálfnað hefur sólin lækkað þannig að menn sitja í skugga. Dýrustu miðarnir eru í skugga allan tímann. Svo getur miðaverð hækkað nokkuð ef allra bestu nautabanar landsins eru meðal þátttakenda. A hverju nautaati eru ávallt þrír nautabanar og hver þeirra berst við tvö naut. Það eru því 6 naut sem barist er við og tekur nautatið um tvo klukkutíma, oftast rétt innan við tvo tíma. Vegna þess hve verð aðgöngumiða er orðið hátt hefur aðsókn Spánverja að nautaati nokkuð minnkað, einkum á Suður-Spáni, en þær miljónir ferðamanna sem þangað sækja ár hvert annað hvort vekur það takmarka- litla aðdáun eða hrylling bæta það upp, sérstaklega þegar frægu nautabanarnir koma í heimsókn. Nautin Nautin sem notuð eru í nautaati eru af sérstökum kynstofni, sem er að mörgu leyti nokkuð frábrugðinn hinum algenga, sem notaður er til kjötframleiðslu eða mjólkurframleiðslu. Grimmd þessara nauta er einstök, þau ráðast á allt kvikt, sem fyrir þeim verður og hætta ekki fyrr en þau hafa tætt það í sundur með sínum hárbeittu og stóru hornum. Horn þeirra eru um það bil hálfur metri hvort og oddur þeirra beittur sem hnífsoddur. Spánverjar segja að nautastofninn sé að úrkynjast, vegna þess að ekki er hægt að blóðblanda stofninn frá öðrum nautategundum, þá yrðu þau of gæf. Vegna þessa gerist það æ erfiðara að fá mjög góð naut til atsins, en grimm og árásargjörn naut þykja best og gefa nautabananum best tækifæri til að sýna snilli sína. Naut sem fara í nautaat eru alltaf 4ra ára gömul, hvorki yngri né eldri. Þau eru talin of lítil þriggja ára en aftur á móti eru þau talin vera orðin of vitur 5 ára, þannig að þau myndu ekki hlýða rauðu dulu nautabanans sem á spönsku nefnist „muleta" og því rjúka beint á manninn sjálfan sem þá ætti ekkert tækifæri. Einstaka sinnum kemur það fyrir að nauti er gefið líf, það er þó mjög sjaldan. Það er gert ef nautið þykir afburða gott, og því líklegt til að gefa af sér afkvæmi, sem yrðu góð í nautaati. Hafi nautið verið sært þegar því er gefið líf, þá eru sár þess grædd, enda alltaf dýralæknir á hverju nautati. Þetta naut má aldrei framar koma í hringinn. Það veit þá að maðurinn en ekki múletan er óvinurinn og nautabaninn á enga möguleika gegn því. Vanur nautabani sér það strax, ef reynt er að smygla slíku nauti í hringinn, en þess eru dæmi. Nautin erufrá450 til 580-600 kg. að þyngd, en þyngd þeirra er alltaf gefin upp fyrir áhorfendur. Þau eru afskaplega kraftmikil og sterk, þau sterkustu fara létt með það að taka upp hest og mann á hornunum og velta þeim um koll. Slíkt gerist oft á nautaati, þegar svo kallaðir „picadores" menn á hestum koma inní hringinn og stinga spjóti í spiklag á herðakambi nautsins, en við komum að því . Hraði þeirraer mikill, þau hlaupa uppundir það eins hratt og hestur, og grimmdin er ómæld. Hér áður fyrr sat nautabaninn ævinlega á hesti og atti þannig kappi við nautið og þessi tegund nautaats er enn til, en þá aðeins sem sýningaratriði. Seint á 18. öld var nautaati breytt í það horf sem það er nú iðkað í. Heiðurinn af þeirri breytingu átti maður að nafni Pedro Romero, sem fæddist í bænum Ronda ekki langt frá Malaga árið 1754. Hann fann upp að láta nautabana „Nino de la Capea“, eða Pedro Moya eins og hann heitir réttu nafni, kannski besti nautabani Spánar í dag. , JEl Cordobes“ eða Manuel Benitez eins og hann heitir einn nafnkunnasti nautabaninn utan Spánar. og réttri þyngd, allt samkvæmt ströngum lögum. Ef eitthvað er athugavert, sem ekki er hægt að kippa í lag, er nautaatið stöðvað. Ef löggæslumaðurinn gefuf leyfi til að nautaatið fari fram, állt sé samkvæmt lögum, þá fara eigandi nautahringsins og umboðsmenn nautabanans yfir atriði eins og að spjót „picadoranna“ sé ílagi, hestarnir séu heilir og hraustir, pflurnar sem stungið er í herðakamb nautanna, og nefnast „banderillas“ séu í lagi, oddurinn ekki of stór né of lítill, dregið er um naut fyrir nautabanana, tvö fyrir hvern og fleira í þessum dúr. Nú orðið eru nautin flutt í sérstökum flutningavögnum til nautahringanna, en hér áður fyrir voru þau rekin milli staða og þá alltaf á nóttunni, vegna þess að allt sem hreyfist á vegi nautanna, ráðast þau á. Nautarekarnir voru á gæðingum og voru sérfræðingar í að umgangast þessi hættulegu dýr. Sjálft nautaatið Hver sá sem ætlar á nautaat, ætti að gæta þess að vera kominn vel fyrir auglýstan tíma til að missa ekki af neinu í sambandi við þá stórbrotnu athöfn sem fram fer, áður en sjálftatið hefst. Á hver j u nautaati er forseti og hans vald er mjög mikið. Hann situr í sérstakri stúku, sem þekkj a má af því að þar ýfir blaktir spánski fáninn, eini fáninn á nautahringnum. Forsetinn hefur mismunandi lita klúta til að gefa sín merki. Hann hefur hvítan, grænan, rauðan og bláan klút. Hvíta klútinn notar hann til að opna nautaatið, til merkis um sigur nautabanans og með honum gefur hann merki ef nautabani er of lengi að drepa nautið, en þá er það tekið af honum og öðrum falið að aflífa það. Græna klútinn notar hann ef senda þarf nautið aftur á stallinn vegna þess að það er áhugalaust, ekki nógu grimmt og því ónothæft og eins þegar hann hefur lyft hvíta klútnum þrisvar til aðvörunar nautabananum um að tími hans til að drepa nautið er útrunninn. Rauða klútinn notar hann til merkis um að nota eigi stærri tegundina af pílum (,,banderillas“) til að æsa nautið upp og þann bláa notar hann þegar dautt nautið er dregið einn hring um völlinn, til merkis um að nautið hafi verið sérlega gott. Inngangan Nautaatið sjálft hefst á því að forsetinn lyftir hvítum klút til merkis um að það sé hafið. Þessu næst byrjar hljómsveitin að leika, lúðrarogtrumbusláttur. Svo opnast dyr á hringnum og þeir sem taka þátt í nautaatinu „Toreros" ganga inn. Fyrstir koma nautabanarnir, sá yngsti í miðjunni, honum til hægri handar sá elsti, en sá í mið til vinstri. Á eftir koma „banderillas" og síðan aðrir þátttakendur í nautaatinu. Allir þátttakendur ganga fram fyrir forsetastúkuna og heilsa. Áð því loknu standa nautabanarnir og aðstoðarmenn þeirra.og sveifla „lacapote", svona til að taka úr sér mestu taugaspennuna. Áður en þeir gengu inn höfðu þeir beðið bænar í kapellu nautahringsins, vitandi um að það sem framundan er hjá þeim, er uppá líf og dauða, minnugir þeirra mörgu sem hafa særst eða látið lífið í nautahringnum. Á meðan menn taka úr sér taugaæsinginn, er sléttað úr sandinum, sem þekur steypt gólf nautahringsins. Þá er komið að því að tveir menn komi á hestum inní hringinn, þeir ríða að forsetastúkunni og biðja um lykil að nautageymslunni. Síðan fara þeir og opna. Þegar það hefur verið gert byrjar hljómsveitin að leika, forsetinn lyftir hvítum klút og fyrsta nautinu er hleypt inn. Nautaatið hafið Nautið sem hefur verið í einangrun í einn sólarhring, er vanalega tryllt af reiði þegar það kemur út. Um leið og fyrsta nautið birtist, má segja að nautaatið sé hafið. Aðstoðarmenn nautabanans koma fram fyrir hlífðarskildina, serm eru á hverjum nautahring og veifa dulum og láta nautið hlaupa tvo eða þrjá hringi um völlinn. Á meðan bíður nautabaninn bak við girðinguna og skoðar nautið. Hann þarf að sjá hvernig nautið er vaxið, hvort það er árásargjarnt, snerpu þess og önnur viðbrögð. Naut með stuttan háls er yfirleitt snarara í snúningum og því flj ótara að snúa sér við en naut með langan háls, og margt annað við nautið þarf hann að skoða. Þegar svo nautabaninn hefur skoðað nautið fer hann sjálfur inná völlinn með „la capote“ og byrjar að leika listir sínar, allt eftir settum ströngum reglum. Allar hans hreyfingar hafa sérstakt nafn og í hinu klassíska nautaati verða nautabanar að hlíta ströngum reglum. Svo eftir ákveðinn tíma koma tveir menn á hestum inná völlinn, hestar og menn vel brynvarðir. Þessir menn nefnast „picadores“. Þeir hafa löng spjót í höndum, með stuttum en alldigrum oddi á. Þessum oddi er stungið á hálsvöðva nautsins. Sárið er grunnt, en stundum blæðir allmikið úr því. Að þessu loknu er nautið vanalega æstara og reiðara en nokkru sinni. Þá eru settar í herðakamb þess „los bandarillas“ sex í hvert naut. Þetta eru skrautlegar pílur með litlum oddi. Að særa nautið á sterkasta vöðva þess, hálsvöðvann hefur tvennan tilgang. í fyrsta lagi að æsa það upp og í öðru lagi að þreyta þennan vöðva, vegna þess að til þess að hægt sé að drepa nautið að lokum með sverðstungu í hjartað þarf að fá haus þess niður, þar sem bletturinn sem sverðinu er stungið niður í hjarta þess er aðeins lófastór og opnast ekki nema haus nautsins sé niður við jörð. En meiraþarf til, því að rauða dulan, „muletan“, er dregin eftir jörðinni þegar að því kemur að nautabaninn drepi nautið, til þess að fá haus þessniður. Leyfiforseta Allt sem gerist er háð tímamörkum eins og áður segir og takist það, þarf nautabaninn leyfi forseta nautaatsins að drepa nautið. Nær undantekningarlaust fær hann það leyfi, en það kemur þó fyrir að forseta þyki ekki það tímabært. Að drepa nautið með sverðstungu er hættulegasta augnablik nautaatsins. Ef slys verða í nautaatinu er það oftast við þá athöfn að drepa nautið með sverðstungu. Stundum tekst nautabana að drepa naut við fyrstu stungu. Mistakist honum að drepa það í þremur tilraunum er notað sérstakt sverð og nautið mænuskorið alveg upp við haus. Sú aðferð við að drepa naut mistekst næstum aldrei, en sá nautabani sem þarf að beita henni þykir hafa staðið sig illa við eina aðal athöfn nautaatsins, drápið. Eyra, eyru, hali Sá nautabani sem þykir standa sig illa fær orð í eyra, á hann er öskrað og pípt. Standi hann sig viðunandi fær hann lófaklapp, ef hann þykir standa sig vel fær hann að launum annað eyra nautsins, en standi hann sig mjög vel fær hann bæði eyrun og þá hendir fólk til hans allskonar hlutum í virðingarskyni. Blómum, sígarettupökkum og raunar hverju sem er. Öllu því sem hent er niður á leikvanginn er skilað aftur nema blómum og sígarettum. En standi nautabani sig eins vel og hugsanlegt er fær hann bæði eyrun og hala nautsins líka. Það er mesti heiður sem nautabana getur hlotnast. Það gerist afar sjaldan að nautabani fái hala nautsins, en það er forsetinn sem ákveður hvaða heiður nautabananum skuli falla í skaut. Ef fólkið er ánægt, veifar það hvítum klútum og hrópar stanslaust húrra (olé) fyrir nautabananum og það lætur óánægju skýrt í ljósi, þyki því forseti ekki verðlauna nautabana eins vel og það vill. Nautabani sem hlýtur bæði eyrun, svo ekki sé talað um fái hann hala líka er borinn á öxlum aðstoðarmanna sinna hring eftir hring á vellinum og fagnaðarlátum ætlar aldrei að linna. Þetta er í grófum dráttum það sem fram fer á nautaati, gangur mála er eins við hvert hinna sex nauta sem barist er við á hverju nautaati. Nautabanareru mjögmisgóðirog jafnvel þeir frægustu og bestu eru afskaplega misgóðir. Það er engin trygging fyrir góðu nautaati að nautabanarnir séu frægir. Aftur á móti, þegar þeim bestu tekst vel upp þá er það stórkostlegt á að horfa. Það sem oftast veldur því að nautabanar standa sig ekki nógu vel er að kjarkur þeirra bilar við þá ógnar hættu sem þeir eru í eða þá það, sem er jafnvel algengara að nautin eru ekki nógu góð, löt og lítið árásargjörn. Við slík naut geta jafnvel þeir bestu lítið gert. Þess eru dæmi að alónýt naut séu send inn aftur og til þess að ná þeim útúr hringnum er notaður kúahópur, sem sendur er inná á völlinn. Margir spyrja eftir að hafa séð 6 naut uppá 500 kg. hvert, eða um 3 tonn samtals, drepin, hvað er gert við kjörið. Því er til að svara að núorðið er því að mestu hent eða notað í dýrafóður. En hér áður fyrr voru það óskráð lög að þeir fátæku gátu farið í sláturhús nautahringanna og fengið gefins kjöt af atnautum. Það þykir hinsvegar afar vont, bæði seigt og bragðvont. Ef þú lesandi góður átt eftir að koma til Spánar, skaltu ekki láta nautaat fara fram hjáþér. Kannski munt þú fylla þann hóp á eftir, sem fyrirlítur nautaat, en allt eins getur verið að þú fyllir flokk okkar hinna sem vitum fátt stórkostlegra en gott nautaat. - S.dór. ****d"<?- Þjóðaríþrótt Spánverja: ‘NiNO DE 11 CftPEft

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.