Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 31. mars 1983 WÓÐVILJINN SÍÐA 5 r Seljalandsdalur á Isafiröi: Paradís skíðamanna Viðtal við Sigrúnu Grímsdóttur sem rekur skíðaskóla og skíðaskála Eitthvert skemmtilegasta skíða- land hérlendis er á Seljalandsda) í Skutulsfírði en þar verður einmitt skíðalandsmótið haldið um þessa páska. Á fögrum degi er dásamlegt að vera þar uppi, brekkur við allra hæfí, óteljanlegir möguleikar til göngu og frábært útsýni. Blaða- maður kom þangað fyrir skömmu og hitti að máli Sigrúnu Grímsdótt- ur sem rekur skíðaskóla á staðnum og einnig Skíðheima, skíðaskálann á Seljalandsdal. Sigrún var í fremstu röð íslenskra skíðamanna en er nú hætt keppni. Þess skal get- ið að ekki viðraði til myndatöku í sjálfu skíðalandinu þegar viðtalið fór fram. Þar var mugga. - Hvernig fer starfsemi skíða- skólans fram? - Við erum 3 kennarar og hér kennt frá kl. 9 á morgnana og langt fram eftir kvöldi. Börn á aldrinum 7-9 ára eru fyrst á morgnana en eftir hádegi er kennsla fyrir þá sem eru í skólanum fyrir hádegi. Á kvöldin er svo fullorðinskennsla. - Hvað geta ungir krakkar verið í skólanum. - Yngsti flokkurinn er fyrir 6 ára og yngri en aldurslágmark er þriggja og hálfs árs. Þá verður hér skíðagarður með gæslu fyrir yngstu börnin um páskana. Þar verða smá hólar og brautir fyrir þau yngstu meðan foreldrarnir bregða sér á skíði. - Hvaða lyftur eru á boðstólum? - Við erum með tvær Puma- lyftur, sú lengri er 1200 metrar en sú styttri er 800 metrar. Auk þess er togbraut fyrir krakka. - Það er mikill skíðaáhugi hér á ísafirði? - Já, alveg geysilegur. Það má segja að hver einasti krakki alist meira eða minna upp á skíðum og á veturna er það helst togstreita milli tónlistarskólans og skíðanna sem setur sitt mark á þá. Mjög margir stunda einnig tónlistarnám. Mest- ur áhugi hefur verið fyrir sviginu en nú er stöðugt meiri áhugi á göngu, sérstaklega eftir að við fengum nýj- an troðara. - Fer þjálfurí keppnisfólks fram á vegum þíns skíðaskóla? - Nei, það er Skíðaráð ísafjarð- ar sem sér um þá þjálfun og hefur sérstakan þjálfara á sínum snærum. - Hvað með skíðaskálann? Hvaða þjónustu veitir hann? - Við getum tekið 38 manns í koju en 70 hafa gist hér með því að pakka sér saman. Við erum hér með veitingasölu og góða setustofu og í kjallaranum er skíðaleiga. Þar er hægt að fá á leigu allan skíða- búnað m.a.s. galla ef mikið liggur við. - Er mikil aðsókn í skálann yfir vetrarmánuðina? - Hér er alveg troðfullt um allar helgar- og í miðri viku koma hér hópar af skólakrökkum áð sunnan og víðar að. \ - GFr Ákaflega glæsilegt útsýni er frá skíðaskálanum yfir Skutulsfjörð og ísafjarðarkaupstað. Ljósm.:GFr Gamli skíðaskálinn á Seljalandsdal er stór, gamall og traustur. Myndin er tekin í setustofu en skálinn rúmar 38 manns í kojur. Ljósm.:GFr Veitingasalan í Skíðhcimum. Sigrún Grímsdóttir er til hægri. Ljósm.:GFr Lærið Knattspyrnu og ensku í Engiandi Þriðja árið í röð bjóðum við unglingum í knatt- spyrnunám í Englandi. í Birmingham þar sem leikið verður í æfingabúðum Aston Villa og knattspyrnumenn þeirra og West Bromwich Albion þjálfa nemendur. En auk þess bjóðum við upp á dvöl í Exmouth og Swansea, þar sem einnig gefst tækifæri til þess að iðka alls konar íþróttir við sjó, svo sem köfun, siglingar, sjóskíðaíþróttir o.s.frv. Þar eru einnig þekktir íþróttamenn sem þjálfa. Nemendur fljúga með Flugleiðum til London og aka síðan með langferðabifreiðum til þess- ara staða, þar sem tekið verður á móti þeim og þeir gista á enskum heimilum. Þar borða þeir og dveljast með heimilisfólkinu. Kennt er alla virka daga frá mánudegi-föstudags og standa námskeiðin hálfan mánuð hvert, en hægt er að framlengja þau um eina eða tvær vikur. Farið verður í keppnisleiki við heimamenn, skoðunarferðir, sýndar kvikmyndir af þekktum leikjum o.s.frv. Nemendum gefst ennfremur tækifæri til að stunda enskunám 1-2 tíma á dag. Námskeiðin hefjast 20. júní-4. júlí-18. júlí- l.ágúst og 15. ágúst. Þátttaka er takmörkuð. Verð fyrir hálfan mán- uð er kr. 7300- á mann og er innifalið kennsla, gisting og fæði. En flug kostar í dag kr. 6422- auk flugvallargjalds kr. 250- og er þá átt við rauðan Apex, sem gildir lágmark viku, hámark mánuð. Enskunámið er aukalega og kostar kr. 1480- fyrir hvert námskeið. Hver aukavika í knattspyrnu kostar kr. 3420- og eru öll verð miðuð við gengi í dag. Ferðaskrifstofa KJARTANS HELGASONAR H.F. Gnoðarvogur 44 Sími 86255 Opiö alla virka daga frá kl. 8-17, og laugardaga frá kl. 8-12.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.