Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 31. mars 1983 JÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Stutt spj all við sex listamenn sem sýna í Listmunahúsinu Ekki er annað hægt að segja en gróska ríki í íslenskri myndlist. Listunnendur mega hafa sig alla við að fylgjast með athyglisverðum sýningum á höfuðborgarsvæðinu. I Listmunahúsinu er nú samsýning 7 ólíkra listamanna sem allir eru í fremstu röð. Blaðamaður hitti þá að máli nú í vikunni. Listamennirnir eru Guðrún Auðunsdóttir sem sýnir tauþrykk, Eyjólfur Einarsson vatnslitamynd- ir, Ragna Róbertsdóttir skúlptúr úr hör og manilla, Guðrún Gunn- arsdóttir vefnað, Árni Páll skúlp- túr, Sigrún Eldjárn vatnslitamynd- ir og Daði Guðbjörnsson olíumálv- erk. Hér er því um ákaflega fjöl- breytta sýningu að ræða. Sýningin var ákveðin s. 1. haust og eru allar myndirnar unnar í vet- ur með þessa sýningu í huga. Þær eru til sölu og verðið er frá 3500 krónum upp í 55.000 krónur. Við spyrjum hvað listamennirnir séu að fara í list sinni: Sigrún: Það er erfitt að segja um það, þetta eru svona hugmyndir hjá mér og það er fararsnið á þeim. (Peysufatakonur, töskur og fljúg- andi stúlkur og menn eru áber- andi.) Ragna: Umhverfið skiptir mig miklu máli, það er það eina sem ég get sagt. Spjallað við sex af listamönnunum. í baksýn má sjá tauþrykksmyndir blaðamaður, Sigrún Eldjárn, Ragna Róbertsdóttir, Guðrún Auðuns Guðrúnar Auðunsdóttur. Á myndinni eru f.v.: Eyjólfur Einarsson, dóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Árni Páll. Ljósm.: eik. Brynjólfur: Myndir mínar eru abstraktiónir sem eru unnar ákaf- lega hratt. Vatnslitirnir krefjast þess. Ég er að reyna að ná ákveðn- um ferksleika með þeim. Að vinna með vatnslitum er eins og að tefla hraðskák. Árni Páll: Ég er með skúlptúra m. a úr hross- og nautshúðum og hákarli. Ég trúi létt á skrímsli og þessir skúlptúrar mínir eru dálítið draugalegir. Þetta eru þó allt viðráðanlegir draugar sem hægt er að drepa. Þannig vilja íslendingar hafa drauga. Guðrún Gunnarsdóttir: í mínum myndum er eitthvað sem þarf að brjótast út hjá mér, kannski draumar. Það er erfitt að útskýra það. Það eru kannski örlaganorn- irnar sem stjórna þessu. Guðrún Auðun&dóttir: Ég er mikið í einu og sama forminu, tjái það sem ég þarf að tjá hvort sem nokkur skilur það eða ekki. Daði Guðbjörnsson var ekki viðstaddur þannig að ekki var hægt að spyrja.hann en hann er fulltrúi nýja málverksins á sýningunni. Við látum því sitja við þessi hraðsoðnu viðtöl. En sýningin er skemmtileg. Hún er opin yfir páskadagana nema á föstudaginn langa og páskadag. - GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.