Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.03.1983, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 31. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 í Reykjavík 4. Ólafur RagnarGrímsson f. 14.5.'43, alþingismaður, Barðasfrönd5 Ólafur lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði við háskólann í Manchester árið 1970. Hann var prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Islands þar til hann var kjörinn á þing 1978. Ólafur Ragnar er formaður þingflokks Alþýðubandalagsins. 8.' Álfheiður Ingadóttir f. 1,5.’51, blaðamaöur, Tómasarhaga 19. Álfheiður lauk B.Sc. prófi í líffræði frá Háskóla Islands 1975 og kenndi líffræði einn vetur við Menntaskólann i Reykjavík. Álfheiður hefur verið blaðamaður á Þjóðviljanum frá 1977. Hún hefur verið varaborgarfulltrúi í Reykjavík frá 1978. Álf heiður á sæti í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins. 12. Margrét Pála Olafsdóttir f. 13.10.'57, fóstra, Hjarðarhaga36. Margrét laukfóstrunámi 1981 og hóf þá störf á Hagaborg en hef ur verið forstöðumaður í Steinahlíð haustið 1982. Margrét var kjörin varaformaður Fóstrufélagslslands I maí 1982, og er fulltrúi starfsmanna í stjórn dagvistarheimila í Reykjavík. Margrét á sæti í fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykjavíkurborgarog í ritnefnd Ásgarðs. Þááhúnsætiínefnd menntamálaráðuneytisins um gerð starfsáætlunar fyrir dagvistarheimili. 16. Hulda S. Ólafsdóttir f. 20.8.’27, sjúkraliði, Básenda 1. Hulda útskrifaðist úr Sjúkraliðaskóla Islands 1976 og hefur síðan starfað sem sjúkraliði áGrensásdeild Borgarspítalans. Hulda hefur átt sæti í stjórn Sjúkraliðafélags Islands s.l. þrju ár og er fulltrúi félagsins í stjórn Sjúkraliðaskóla Islands. Á síðasta aðalfundi var Huldn kjörin í stjórn Starfsmannafélags Reykjavlkur. 20. Þorleifur Einarson f. 29.8.'31, jarðfræöingur, Langholtsvegi 138. Þorleifur lauk prófi í jarðf ræði frá háskólanum í Köln 1960 og doktorsprófi þaðan sama ár. Hann starfaði á Atvinnudeild Háskóla íslands og Rannsóknastofnun Iðnaðarins 1965-196E og við Raunvísindastofnun Háskólans 1969-1974, er hann var skipaður prófessor í jarðfræði við Háskóla Islands. Þorleifur hefur skrifað fjölmargar greinar og bækur um jaröfræðileg efni. Þorleifur hefur verið formaður Máls og menningar frá 1974 og formaður Landverndar frá 1979. 24. EinarOlgeirsson f. 14.8.1902, fyrrverandi alþingismaður, Hrefnugötu 2. Einar lauk stúdentprófi 1921 og las bókmenntirvið háskóla í Kaupmannahöfn og Berlin. Hann var ritstjóri Þjóðviljans frá 1936-1941, formaðurSameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins, 1939-1968 og alþingismaður 1937-1967. Einar var ritstjóri Réttar 1926-1940 og siðan óslitið frá 1946. Hann hefurskrifaðfjölda tímaritsgreinaog bóka. Ríkisútgjöld sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu 1970—1982 Útgjöld skv. A-hluta ríkisreiknings. Rekstrargrunnur Heildarúlgjöld % Þar af framlög til almannatrygginga og niðurgrciðslna °/o Útgjöld að frátöldum framlögum til almannatrygginga og niðurgreiðslna % 1970 7,2 14,6 1971 9,3 15,3 1972 26,9 10,8 16,1 1973 26,0 10,6 15,4 1974 29.1 10,8 18,3 1975 30,4 11,4 19,0 1976 26,5 9,4 17,1 1977 27,0 .7,6 19,4 1978 28,6 9,5 19,1 1979 10,5- 19,0 1980 9,9 18,6 198) 29.8 10,6 19,2 1982‘) 30,1 10,8 19,3 I) Skv. bráðabirgðatölum ríkisbókhalds á greiðslugrunni og miðað við 31 000 m. kr. áætlaða verga þjóðarfram- leiðslu 1982. Alhygli er vakin á að VÞF dróst saman uin 2,0% 1975 og 3,5% 1982, sem skýrir að hluta háar hlutfallstölur þessi ár. Ekki aukin skattheimta Hlutur ríkisútgjalda af þjóðar- framleiðslu helst nokkuð stöðugur Sjálfstæðismenn og Framsókn- armenn hafa haldið því fram að skattheimta ríkisins hafi aukist gíf- urlega í fjármálaráðherratíð Ragn- ars Arnalds, og sé það skýringin á góðri afkomu ríkissjóðs. Þetta er alls ekki rétt. Umsvif þ. e. útgjöld ríkisins, mæld sem hlut- fall af þjóðarframleiðsu, hafa hald- ist nokkuð stöðug á undanförnum árum. Og það er staðreynd, að hæsta hlutfall ríkisútgjalda af þjóðarframleiðslu var árið 1975, þegar Matthías Á. Mathiesen var fjármálaráðherra. Skattheimtan var nokkru lægri það ár, en mis- munurinn tekinn að láni, og mynd- aðist þá megnið af hinni stóru skuld við Seðlabankann. Á því ári, þ. e. 1975 varð hins- vegar samdráttur í þjóðarfram- leiðslu og er það skýringin á hinu háa hlutfalli ríkisútgjaldanna. Hið sama á við á árinu 1982, enþá dróst þjóðarframleiðslan saman um lið- lega 3%, en um 2%'árið 1975. Á meðfylgjandi töflu, úr yfirlit- inu um stöðu ríkissjóðs má sjá, að heildarútgjöld ríkisins voru 30% af vergri þjóðarframleiðslu árið 1982, en það þykir lágt á mælikvarða ná- lægra þjóða. - eng Samvinnubankinn nrmmTTj nð mmmm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.