Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 3 Fréttir Verulegur hluti rækjuverksmiðjanna rekinn með tapi: Vona að ekki komi til gjaldþrota DV, Akureyri: „Rækjuverksmiðjurnar í landinu, sem hafa einhvern umtalsverðan rekstur, eru 22 talsins og því miður er verulegur hluti þeirra rekinn með tapi. Ég vona að ekki komi til gjaldþrota en við bjuggum við góð- æri siðari hluta ársins 1994 og fram á árið 1995 þannig að ég vona að menn hangi eitthvað lengur en þetta,“ segir Pétur Bjamason, for- maður Félags rækju- og hörpudisks- framleiðenda, um ástandið í rækju- vinnslunni. Pétur segir að því miður hafi góð- ærið i rækjuvinnslunni staðið allt of stutt og verðið erlendis farið að lækka og haldið áfram að lækka allt fram undir þennan dag. Hins vegar hafi hráefnisverðið verið mjög hátt og sjómenn hafi búið við sannkall- aða „gósentíð". „Verðið hefur lækkað verulega og nú er svo komið að allt eins er hægt að fara að flytja rækju til Bandarikj- anna. Markaðurinn þar hefur til þessa ekki verið samkeppnisfær en nú er rækjuverðið í Evrópu komið niður í það sem Bandaríkjamenn vilja borga. Hins vegar er ekki óliklegt, ef við horfum fram á næsta ár, að útlitið sé bjartara. Við eigum von á að heildarveiðin á okkar svæði verði minni á næsta ári og líklegt að minni veiði fylgi hærra afurðaverð. Það er a.m.k. sú staða sem við leyf- um okkur að vona að komi upp og það er líka ljóst að hráefnisverðið verður að lækka.“ - En mun nást eitthvert sam- komulag við útgerðina um lækkun á afurðaverði? Hækkar það ekki bara ef aflinn minnkar? „Það standa víða yfir viðræður núna um hráefnisverð og ég á von á því að þær viðræður leiði til þess að verðið lækki. Ég hef þá tilfinningu að það sé skilningur fyrir því hjá út- gerðum og sjómönnum sem hafa Nýr umboðs- maður DV í Eyjum DV, Vestmannaeyjum: Svanbjörg Gísladóttir hef- ur tekið við umboði DV í Vestmannaeyj- um af Auróru Friðriksdóttur sem á langan starfsaldur að baki fyrir blað- ið. Svanbjörg segir að sér lít- ist vel á starfið þó því fylgi mikil vinna. „Það er gam- an að kynnast krökkunum sem bera blaðið út og þó starfið sé talsvert bindandi er kosturinn að geta verið heima með eigin börnum á daginn," sagði Svanbjörg. Hún segir að Auróra hafi skilað góðu búi fyrir DV í Eyjum og það hafi gert henni léttara aö taka við. „Ég vonast eftir að eiga gott sam- starf við. áskrifendur og blaðburðar- böm og að mér takist að auka veg blaðsins enn frekar í Vestmannaeyj- um.“ -ÓG dóttir, nýr umboðs- maður DV í Vest- manneyjum. DV-mynd ÓG - en hráefnisverð verður að lækka, segir Pétur Bjarnason búið við góðæri. Það hefur verið menn hafa teygt sig allt of langt. það á að vera einhver framtíð í mjólka kúna,“ segir Pétur Bjarna- mikil samkeppni um hráefnið og Menn verða að átta sig á því að ef rækjuvinnslunni þýðir ekki að blóð- son. STAÐFESTING Á GÆÐUM! 323 Sedan Samkvæmt nýlegum skýrslum þýsku skoðunarstofunnar DEKA, sem árlega framkvæmir skoðanir og mengunarmælingar á um 7 milljónum bíla, eru bílar af MAZDA gerð í besta ástandi allra þriggja til sjö ára bíla. Þetta er enn ein staðfestingin á góðri endingu og vandaðri smíð MAZDA. The ISO 9001 Certificate MAZDA er að auki fýrsti og ennþá eini japanski bifreiðaframleiðandinn, sem veitt hefur verið ISO 9001 gæðavottun, en það er æðsta viðurkenning sem ífamleiðandi getur hlotið. Við bjóðum nú 1997 árgerðirnar af MAZDA með nýjum innréttingum og auknum búnaði á betra verði en nokkru sinni fýrr! MAZDA 323 kostar frá kr. 1.298 þús. BÍLASALAN OPIN LAUGARDAGA 12-16 323 F 323 Coupé - Óbilandi traust! SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK SÍMI 561 9550 Netfang:www.hugmot.is/mazda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.