Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 17
16 MIÐVKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 íþróttir Frjálsar íþróttir: Sunna og Bjarni voru sigursælust Bjami Þór Traustason úr FH og Sunna Gestsdóttir úr USAH urðu sigursælust á meistaramóti íslands 15-22 ára sem fram fór á Laugardalsvellinum um síöustu helgi. Bjami sigraði í fjórum grein- um, 100 og 200 m hlaupum, 110 m grindahlaupi og langstökki, og auk þess var hann í sigursveit- um FH bæði í 4x100 og 4x400 m boðhlaupum. Sunna sigraði í 100 og 200 m hlaupum og í 100 m grinda- hlaupi. Magnús Aron Hallgrímsson, FH, sigraði bæði í kúluvarpi og kringlukasti. Guðleif Harðardóttir, ÍR, setti stúlknamet í sleggjukasti, 35,10 metrar. Þá setti sveit HSK sveinamet í 4x100 m boðhlaupi, 46,55 sekúndur. FH-ingar unnu til 10 íslands- meistaratitla á mótinu og USAH kom næst með 4 titla. -VS Hestaíþróttir: Suöurlandsmót- inu ekki frestaö Sá orðrómur hefur farið um landið að Suðurlandsmótinu í hestaíþróttiun, sem haldið verð- ur um næstu helgi, hafi verið frestað. Að sögn Steinunnar Gunnars- dóttur, sem er í framkvæmda- nefnd, hefur verið hringt í knapa sem ætla aö keppa á Suðurlands- mótinu og þeim sagt að heyrst hafi að mótinu hafi verið frestað. En það er ekki rétt. Mótiö verður haldið. Reynt verður að halda mótið á laugardeginum eingöngu og verður keppt á tveimur völlum. Um sömu helgi verður haldið metamót á Kjóavöllum, velli Andvara í Garðabæ. -E.J. Semur Pallister? Forráðamenn Manchester United eru hikandi þessa dagana hvort þeir eigi að framiengja samning sinn viö Gary Pallister um eitt ár og gæti sá samningur verið upp á 100 milljónir. Pallist- er hefúr ekki náð sér að fullu af bakmeiðslunum en hann hefur samning út þetta tímabil. Keane ekki með Allt bendir til þess að Manchester United verði án þriggja sterkra leikmanna þegar það leikur gegn Juventus í meistaradeildinni síðar í mánuð- inum. Eric Cantona tekur út leikbann og þeir Phil Neville og Roy Keane eru meiddir. Keane fór í uppskurö á dögunum og vonaðist Alex Ferguson, stjóri United, til að hann yrði ldár fyr- ir leikinn en svo verður ekki. Ferillinn í hættu Ferili Nígeríumannsins Kanu, sem nýverið gekk í raðir Inter Milan frá Ajax, gætið verið í hættu. Kanu, sem er 20 ára gam- ail, hefur átt við veikindi að stríða í hjarta og gæti þurft að framkvæma á honum hjarta- skurö. Hvað gerir Keegan? Roy Evans, stjóri Liverpool, óskaði eftir því við forráðamenn Newcastle að fá Les Ferdinand til liðs við félagið. Evans bauð Newcastle Neil Ruddock fyrir 5 milljónir punda og 1,5 milljónir punda að auki ef Ferdinand kæmi. Svariö sem Kevin Keegan gaf Liverpool var aö hann væri aðeins tilbúinn að skipta á leik- mönnum ef Stan Collymore væri inni í myndinni. DV Boltagjöf DV í 1. deildinni í knattspyrnu: Gunnar efstur með 14 bolta - Baldur Bjarnason og Ólafur Gottskálksson koma næstir Gunnar Oddsson, fyrir- liði Leifturs, hefur verið besti leikmað- ur 1. deildar- innar í knatt- spymu í sum- ar, að mati íþróttafrétta- manna DV. Hann er með flesta bolta í einkunnagjöf blaðsins, hefur feng- ið 14 bolta í jafnmörgum leikjum Ólafsfirðinga. Forysta Gunnars er þó naum því á hæla hans koma Baldur Bjama- son úr Stjömunni og Ólafur Gott- skálksson úr Keflavík með 13 bolta hvor. íþróttafréttamenn DV gefa leik- mönnum 1. deildar 1 bolta ef þeir leika vel, 2 bolta ef þeir leika mjög vel og 3 bolta ef þeir eiga frábæran leik. Þrír meö þrjá bolta Það er sjaldgæft að leikmenn fái 3 bolta og þaö hefur aðeins þrisvar gerst í sumar. Heimir Guðjónsson úr KR (gegn ÍBV), Rastislav Lazorik úr Leiftri (gegn ÍA) og Kjartan Sturluson úr Fylki (gegn KR) em þeir einu sem hafa náð því marki í fyrstu 14 umferöum 1. deildarinnar. Fjórir hafa þrisvar veriö „menn leiksins" DV velur ennfremur „mann leiks- ins“ í hverjum leik 1. deildarinnar. Fjórir leikmenn hafa hlotið þann titii þrivegis en það era þeir Guð- mundur Benediktsson úr KR, Bald- ur Bjamason úr Stjömunni, Ólafur Gottskálksson úr Keflavík og Zoran Ljubicic úr Grindavik. Hér á eftir koma þeir leikmenn sem flesta bolta hafa fengið í sumar í hveiju liði fyrir sig. í sviga fyrir framan er hve oft viðkomandi hefur verið maður leiksins: Akranes Bjami Guðjónsson..............(2) 12 Alexander Högnason............(1) 10 Ólafur Þóröarson..............(2) 10 Haraldur Ingólfsson...........(2) 9 Zoran Miljkovic ...................7 Steinar Adolfsson..................6 Jóhannes Harðarson.................6 Þórður Þórðarson...................6 KR Brynjar Gunnarsson................12 Heimir Guðjónsson.............(1) 10 Einar Þór Danielsson..........(1) 10 Guðmundur Benediktsson .......(3) 9 Ríkharður Daöason ............(1) 9 Þormóður Egilsson..................9 Leiftur Gunnar Oddsson ...............(2) 14 Sverrir Sverrisson............(1) 10 Pétur Bjöm Jónsson.................9 Baldur Bragason ..............(1) 7 Gunnar Már Másson.................7 Auöun Helgason.....................7 ÍBV Hermann Hreiðarsson.............(1) 11 Hlynur Stefánsson...............(2) 9 Ingi Sigurðsson ..............(1) 7 Friörik Friðriksson ..........(1) 7 ívar Bjarklind................... 5 Steingrímur Jóhannesson.........(1) 4 Stjarnan Baldur Bjamason.................(3) 13 Bjami Sigurösson .............(2) 9 Goran Kristófer Micic.............8 Reynir Bjömsson ...................8 Helgi Björgvinsson..............(1) 8 RagnarÁmason......................5 Valur Láms Sigurðsson.................(1) 10 Jón Grétar Jónsson ...........(1) 8 Sigþór Júlíusson..................8 Gunnar Einarsson................(1) 6 Salih Heimir Porca ...........(1) 6 Kristján Halldórsson .........(1) 6 Fylkir Ólafur Stígsson..................11 Þórhallur Dan Jóhannsson.........10 Finnur Kolbeinsson..............(1) 9 Kjartan Sturluson ............(1) 9 Enes Cogic ....................... 7 Aðalsteinn Víglundsson ............7 Kristinn Tómasson...............(1) 7 Keflavík Ólafur Gottskálksson............(3) 13 Jóhann B. Guðmundsson...........(2) 9 Haukur Ingi Guönason..............7 Kristinn Guöbrandsson.............6 Gestur Gylfason.................(2) 5 Karl Finnbogason................5 Eysteinn Hauksson...............5 Grindavík Guöjón Ásmundsson................10 Zoran Ljubicic................(3) 9 Albert Sævarsson..............(1) 8 Ólafur öm Bjamason................6 Milan Stefán Jankovic ............5 Hjálmar Hallgrímsson..............5 Breiöablik Hgjmdin Cardaklija...........(2) 11 Pálmi Haraldsson..................9 Sævar Pétursson...................9 Hreiöar Bjamason .................7 Amar Grétarsson...............(1) 6 Kjartan Einarsson.................6 KR-ingar meö flesta bolta KR-ingar hafa fengið flesta bolta samanlagt, 90 talsins, en Skagamenn era aðeins einum bolta á eftir þeim. Boltamir hafa skipst þannig á liðin, fjöldi leikmanna sem fengið hafa bolta er í svigum: KR.............................90(14) Akranes........................89 (15) Leiftur........................86 (14) Fylkir.........................76 (12) Breiðablik ....................71 (12) Stjaman........................67 (13) ÍBV ...........................65(17) Valur..........................64(13) Keílavík.......................61 (13) Grindavík .....................60 (13) -VS Launahæstir í bresku knattspyrnunni Fabrlzlo Ravanelll, Mlddlesboro Alan Shearer, Newcastle Glaniuca Vlalli, Chelsea Ruud Gullit, Chelsea Dennis Bergkamp, Arsenal 2.060.000 2.060.000 2.060.000 Branco, Middlesboro 1.854.000 Faustino Asprilla, Newcastle 1.648.000 Paul Gascoigne, Rangers 1.648.000 Juninho, Middlesboro 1.648.000 David Glnoia, Newcastle 1.545.( 4.326.000 3.090.000 Ravanelli fær 17 milljónir á mánuði Margir leikmenn í ensku úrvals- deildinni í knattspymu fá svimandi há laun. Fáir komast þó í háifkvisti við ítalska „silfurrefinn", Fabrizio Ravanelli, sem er á sannkölluöum forstjóralaunum hjá Middlesboro. Ravanelli fær hvorki meira né minna en rúmar 4,2 milljónir ís- lenskra króna í laun á viku, eða um 17 milljónir í mánaðarlaun. Næsti maður, sem er sjálfur dýr- asti knattspymumaður heims, Alan Shearer, má sætta sig við að vera í öðru sæti með „aðeins" rúmar 12 milljónir á mánuði. Hér að ofan gefur að líta tíu launahæstu leikmennina í úrvals- deildinni í vetur. -VS Öll 1. deildar liðin með á opna Reykjavíkurmótinu ÖU 1. deildarliöin, 12 að tölu, taka þátt í opna Reykjavíkurmótinu í handknattleik karla sem hefst á fimmtudaginn og lýkur á sunnudags- kvöldið. Auk þess verða fimm lið úr 2. deild með, Víkingur, Fylkir, KR, Breiðablik og Hörður frá ísafirði. Liöunum 17 hefúr verið skipt í fjóra riðla sem era þannig skipaðir: A-riðill: Valur, Fram, Selfoss, Víkingur og Fylkir. B-riðill: KA, ÍR, KR og Afturelding. C-riðill: Stjaman, FH, HK og Afturelding. D-riðill: Haukar, Grótta, ÍBV og Hörður. Mótið hefst klukkan 17.30 á morgun, fimmtudag, og er leikið bæði í Seljaskóla og Austurbergi. Tvö efstu liðin í hveijum riðli komast áfram og 8-liða úrslitin verða leikin klukkan 18 og 19.30 á laugardagskvöld. Lokaleikimir verða síðan í Austurbergi á sunnudaginn og þá verða und- anúrslitaleikimir klukkan 13 og 14.30, leikurinn um þriðja sætið kiukk- an 18.15 og sjáifur úrslitaieikurinn hefst klukkan 20. -VS Austfjaröaliðin í 3. deild Tvö Austfjarðaiið tryggðu sér í gær sæti í 3. deildinni í knattspymu að ári en síðari undanúrslitaleikimir í 4. deild vora þá spilaðir. KVA vann stórsigur á Bolungarvík, 8-2, á heimavelli sínum og samanlagt, 11-2. Róbert Haraldsson skoraöi 4 mörk og þeir Aron Haraldsson, Atli Kristinsson, Dragan Stojonovic og gamia brýnið Bjami Kristjánsson skoruðu mörkin fyrir KVA. • Á Höfn unnu heimamenn í Sindra 2-1 sigur á Létti og samanlagt 4-2. Gunnar Ingi Valgeirsson og Hermann Stefánsson gerðu mörk Sindra en Engilbert Friðriksson fyrir Létti. -GH Tveir Blikar fengu leikbann Á fundi aganefndar KSÍ í gærkvöld voru fjórir leikmenn úr 1. deild úrskurðaðir I leikbann. Breiðabliksmennimir Hajrudin Cardaklija og Radendko Maticic, Gylfi Einarsson úr Fylki og Vaismaðurinn ívar Ingimarsson. í 2. deild var Davíð Garðarsson, Þór, úrskurðaður í tveggja leikja bann og þeir Davíð Ólafsson, FH, Sævar Guðjónsson, Fram, Ólafur Brynjólfsson, ÍR og Siguröur Sighvatsson, Víkingi, í eins leiks bann. -GH MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 33 í íþróttir Ólafur Jóhannesson, sem hefur gert gófia hluti meö lifi Skallagríms, gefur hér lærisveinum slm gófi ráfi I Laugardalnum í gær. DV-mynd Brynjar Gauti Torrey John til Njarðvíkinga: „Við vorum mjög ánægöir með Tor- rey John á æfingunni og viljum endi- lega fá hann til liðs við okkur. Ég geri mér mjög góðar vonir um að við skrif- um undir samning við hann í hádeginu á morgun," sagði Hrannar Hólm, þjálf- ari Njarðvíkinga í körfuknattleik í samtali við DV í gærkvöld. Almenn ánægja var með frammi- stöðu Torrey John á æfingunni og segja má að almennt séu Njarðvíkingar mjög ánægðir með að fá þennan snjalla leikmann í sínar raðir. „Það er auövitað of snemmt að segja að þetta sé klappað og klárt fyrr en blekið er komið á pappírinn. Báðir að- ilar vora hins vegar mjög jákvæðir eft- ir æfinguna," sagði Hrannar enn frem- ur. Samkvæmt heimildum DV er ör- uggt að gengið verður frá samningnum í hádeginu í dag. Torrey John mun leika fyrsta leik sinn meö Njarövíkingum er Njarðvík mætir Keflavík í Reykjanesmótinu annað kvöld kl. 20.00. Keflvíkingar fá liðsstyrk Hjörtur Harðarson, sem lék með Grindvikingum í fýrra, er genginn til liðs við Keflvíkinga og leikur meö þeim í vetur. -ÆMK/-SK Ásgeir Elíasson og strákarnir hans í Framlifiinu stefna hrafibyri upp í 1. deildina afi nýju eftir sigurinn á Skallagrími í gær kvöld. DV-mynd Brynjar Gauti Staðan orðin sterk hjá Frömurum - eftir 3-0 sigur á Skallagrími í toppslag 2. deildarinnar í gærkvöld 1- 0 Þorbjöm A. Sveins (35.) 2- 0 Þorvaldur Ásgeirs (56.) 3- 0 Sævar Guöjónsson (70.) „Við stefndum að þessu og nú ætlum við bara að klára mótiö með stæl og vinna þá þijá leiki sem eftir era. Við duttum svo- lítið niður í fyrri hálfleik en eftir að við skoraðum fór þetta að ganga betur og við lékum vel í síðari hálfleik,“ sagði Þorbjöm A. Sveinsson, leikmaður Fram, við DV eftir sigur á Skallagrími, 3-0, í toppslag 2. deildarinnar í knattspymu á Laugar- dalsvellinum í gær. Með sigrinum stigu Framar- ar stórt skref i átt að 1. deild- ar sætinu sem þeir misstu í fyrra en Skallagrímsmenn, sem hafa komið svo mikiö á óvart í sumar, eru langt frá því að vera úr leik i baráttunni um 1. deildar sætið. Fram er meö 34 stig í efsta sæti, Þróttur 32 og Skallagrímur 30 þegar þremur umferöum er ólokið. Borgnesingar voru vel inni í leiknum I fyrri hálfleik. Framarar byrjuðu að visu betur en um hálfleikinn miðj- an fóru Skallagrímsmenn aö bita frá sér og fengu nokkur ágæt færi. Þorbjöm Atli kom Frömurum á bragðið með lag- legu skaUamarki eftir fína fyrirgjöf Ásgeirs Halldórsson- ar og snemma i síðari hálf- leik bætti Þorvaldur við öðm marki eftir góðan undirbún- ing Þorbjöms. Þetta mark sló gestina út af laginu og Safa- mýrarpiltamir höfðu leikinn í hendi sér eftir það. Sævar Guðjónsson innsiglaöi svo sigurinn með skallamarki eft- ir homspymu. Framarar þurftu svo sem engan stórleik til að innbyrða þennan sigur. Gestimir stóðu vel í þeim 1 fyrri hálfleik en gáfúst snemma upp í þeim síðari og því gátu Framarar leikið afslappað eftir það. Bestur í jöfiiu liði Fram var Þorbjöm Atli, sem ávallt skapaði hættu með hraða sín- um. Hólmsteinn Jónasson var á köflum sprækur og Ant- on Bjöm og Þorvaldur Ásgeirsson stóðu fyrir sínu. Hjá Skailagrími var Björn Axelsson einna bestur og þeir Valdimar Sigurðsson og Frið- rik markvörður léku ágæt- lega. Borgnesingar stóðu vel uppi í hárinu á toppliðinu í fyrri hálfleik en eftir að hafa lent undir fór að haila undan fæti. Ætlum aö berjast til þrautar „Fyrri möguleikinn er nú úti en viö eigum þann síðari eft- ir sem er leikurinn gegn Þrótti um næstu helgi. Við höfum alls ekki gefið 1. deild- ar sætiö upp á bátinn og ætl- um að berjast til þrautar. Við fengum fyrstu 2 mörkin á okkur á slæmum tima og það sló okkur út af laginu," sagði Valdimar Sigurðsson, fyrir- liði Skallagríms, eftir leikinn. Maður leiksins: Þorbjöm • Atli Sveinsson, Fram. -GH Runar Kristinsson hefur verifi afi gera gófia hluti hjá Ör- gryte. Samningur hans við sænska lifi- ifi rennur út í haust og þjálfari Örgryte vill ólmur halda I hann og gera nýjan samning vifi KR-ing- inn fyrrverandi. r- DV-mynd EJ / Forráðamenn Örgryte eru mjög ánægðir með Rúnar Kristinsson: Vilja ólmir semja aftur við Rúnar Kalle Björklund, þjálfari sænska úrvalsdeildar- liðsins Örgryte, er yfir sig ánægður með rammistöðu Rúnars Krist- inssonar hjá fé- laginu. í viðtali við DV í gær hældi hann Rún- ari á hvert reipi og segir íslending- inn hafa tekið mikl- um framforum frá því hann kom til félagsins í fyrra. Að mínu mati liggur það alveg ljóst fyrir að Rúnar er mun betri leikmaður en hann var í fyrra. Erlendum leik- mönnum hefúr oft gengið erfið- lega að fóta sig í All Svenskan fyrstu árin og þaö var einnig þannig hjá Rúnari í fyrra er hann kom fyrst til okkar. Þá átti hann sljömuleik í fyrsta leiknum með Örgryte en eftir það var leikur hans mjög gloppóttur. Á þessu keppnis- tímabili hefúr hann sýnt mun meiri stöðugleika og er án efa ein af stjömunum í liði Ör- gryte,“ sagði Björklund í sam- tali við DV í gær. „Einkunnir Rúnars segja meira en mörg orö“ Björklund sagði enn fremur í gær að Rúnar hefði fengiö mjög góðar einkunnir hjá sænskum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína í leikjum með Örgryte. „Hann er í 2.-4. sæti yfir þá leikmenn sem bestar einkunn- ir hafa fengið og það segir meira en mörg orð um frammi- stöu hans. Rúnar hefúr verið aö skora mikið af mörkum fyr- ir okkur þrátt fyrir að hann hafi leikiö nokkuð aftarlega á vellinum eða í stöðu vinstri miö’jumanns og vinstri bak- varðar. Ég hef að vísu notað hann sem þriðja sóknarmann í nokkrum leikjum gegn ákveðn- um andstæðingum okkar í deildinni.. Það fer alveg eftir því við hvaða lið við erum að leika hvar á vellinum ég nota Rúnar.“ „Viljum ólmir semja aft- ur viB Rúnar“ - Nú rennur samningur Rúnars við Örgryte út í haust. Ætlið þið að halda í hann? „Framhald Rúnars hefur ekkert verið rætt en það er al- veg Ijóst að við viljum ólmir halda i hann og gera við hann annan samning. Rúnar er það góður leikmaður. Rúnari og hans fjölskyldu virðist líða mjög vel hér í Gautaborg og hann hefur fallið mjög vel inn í leikmannahópinn hjá okkur.“ - Hafa önnur lið verið að spyijast fyrir um Rúnar hjá Örgryte? „Nei, ekki svo ég viti. til. Eins og staðan er nú kemur r ekkert annað til greina en semja aftur við Rúnar og erum við staðráðnir í að gera allt sem i okkar valdi stendur til að hafa hann áfram innan okk- ar raða,“ sagði Kalle Björk- lund. íslenska landsliöið í knattspyrnu: Mætir liöi Tékklands í fyrsta skipti íslendingar mæta Tékkum í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fer í Jablonec í Tékklandi í dag og hefst klukkan 15 að íslenskum tíma. Ljóst er að uni afar erfiðan leik verður að ræða fyrir íslenska liðið því eins og kunnugt er slógu Tékkar hressilega í gegn í Evr- ópukeppninni í sumar með þvi að hreppa þar silfurverölaunin. í leiknum í dag tefla þeir fram sex leikmönnum sem spiluðu úrslitaleik EM gegn Þýskalandi. íslendingar hafa ekki áöur mætt Tékkum eftir að þeir urðu sjálfstæöir fyrir nokkrum áður en léku hins vegar fimm sinnum gegn liði Tékkóslóvakíu. Þar var yfirleitt um jafnar viðureignir að ræða, fyrsti leikurinn, árið 1981, tapaðist reyndar 6-1, en síö- an gerðu liðin jafntefli, 1-1, og Tékkóslóvakía vann síðan 2-1, 1-0 og 1-0. íslenska liðið kom til Tékkóslóvakíu í fyrrakvöld og hefur æft þrisvar saman þai'. Þetta er síðasti leikur íslands fyrir leikina í undankeppni HM síðar í haust en þeir eru gegn Litháen 5. októ- ber, Rúmeníu 9. október og írlandi 10. nóvember. -VS 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.