Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 15 200 ár: Tilefni til að fagna „Ég sé fyrir mér aö þennan dag yrðu t.d. einungis íslensk leikrit á fjölum leikhúsanna," segir Árni Ibsen meöal annars í grein sinni. Þann 5. desem- ber næstkomandi verða liðin rétt 200 ár frá fæðingu ís- lenskrar leikritun- ar. Þann dag árið 1796 frumsýndu skólapiltar í Hóla- vallaskóla við Reykjavík Slaður og trúgimi eða Hrólf, fyrsta leik- rit Sigurðar Pét- urssonar sýslu- manns, en með réttu ber hann sæmdarheitið fyrsta leikskáld ís- lands. Að vísu er ekki ósennilegt að Bjarglaunin, leikrit Geirs Vídalíns (síðar biskups), hafi verið sýnt einhverjum árum áður af skóla- piltum á sama stað, en um það höf- um við engar öruggar heimildir. Einnig hefur því verið haldið fram að leikritið Sperðill, fyrsta frum- samda leikritið á íslensku, eftir Snorra Bjömsson á Húsafelli hafi verið leikinn fyrr, en þó er ekkert sem bendir til þess. Verður að telja víst að Sperðill hafi aldrei verið leikinn á leiksviði. Hvað sem því líður, þá er það óumdeilt að Sigurður Pétursson er sá sem hefur merki leikritunar á loft í þessu landi og verk hans era okk- ar elsta klassík í þeirri tegund bókmennta. Vitaskuld er hér kær- komið tilefni til að efna til fagnaðar. Við höfum þrjá mánuði til undir- búnings. Merkilegt efni Hvernig væri vert að minnast þvílíkra tíma- móta? Atvinnuleikhúsin hlytu að leggja sitt af mörkum, þ.e. Þjóðleik- húsið, Leikfélag Reykja- víkur og Leikfélag Akur- eyrar sem og svonefndir „frjálsir leikhópar"; einnig áhugaleikfélög, Leiklistarskóli íslands, Háskóli Islands, aðrir háskólar, framhaldsskólarnir, Rit- höfundasamband íslands, Félag leikskálda á íslandi og Leiklistar- samband íslands. Útvarpsleikhús- ið ætti auðvitað að fá töluvert svigrúm í dag- skrá Ríkisút- varpsins þenn- an dag, þar er að minnsta kosti mikið til af mjög merki- legu íslensku efni í leikformi auk agnarlítils svigrúms til ný- sköpunar, en ekki væri rétt- látt að gera meiri kröfur til sjónvarpsstöðv- anna en að þær legðu metnað sinn í að hafa alla dagskrána á íslensku þennan eina dag, enda hefur sjón- varpsleikritun aldrei komist á legg í þessu landi og vonlítið að það gerist úr þessu. Einungis íslensk leikrit Það ætti að vera auðvelt fyrir þessa aðila að koma sér saman um að minnast þessara tímamóta með þeim sóma sem hæfir. Vilji er allt sem þarf, eins og skáldið sagði. Ég sé fyrir mér að þennan dag yrðu t.d. einungis íslensk leikrit á fjöl- um leikhúsanna. Mér sýnist á vetrardagskrá leikhúsanna að það væri lafhægt auk þess sem 5. des- ember ber upp á fímmtudag að þessu sinni, sem er nothæfur sýn- ingadagur að minnsta kosti í Reykjavík. Að auki væri hægt að efna til leiklestra á eldri leikrit- um, allt frá verkum Sigurðar Pét- urssonar til leikrita samtimans, efna til fyrirlestra og málþings, og veita okkur þannig ofurlitla yflr- sýn 200 ára. Þá væri hér kærkomið tilefni til þess að gefa nú loksins út safn allra elstu leikritanna okkar, allt frá Sperðli Snorra Bjömssonar til leikrita Magnúsar Grímssonar. Þar með væru komin á eina bók öll framsamin íslensk leikrit eldri en Skugga- Sveinn Matthíasar Jochumssonar. Slikt safn yrði ekki nein stórbók, þvi flest leikrit- in sem þar ættu heima era það sem við mundum kalla einþát- tunga, en of mörg þeirra hafa aldrei verið prentuð og er það okk- ur til mikils vansa. Gerum 5. desember næstkom- andi að degi íslenskrar leikritun- ar. Oft var minna tilefni til að fagna. Árni Ibsen Kjallarinn Árni Ibsen rithöfundur .en ekki væri réttlátt að gera meiri kröfur til sjónvarpsstöðv■ anna en að þær legðu metnað sinn í að hafa alla dagskrána á íslensku þennan eina dag..." Ólympíuleikar heilbrigðra og fatlaðra Ekki alls fyrir löngu kepptu menn á ólympíuleikum heil- brigðra í öllum sköpuðum hlutum nema pokahlaupi sem var vinsælt í minu ungdæmi og mikið stund- að. í pokahlaupi klæddu menn sig í strigapoka og hoppuðu síðan til- tekna vegalengd. Þeir sem duttu hættu ekki heldur héldu áfram hoppinu. Sumir í öfuga átt vegna ákafans að komast í mark hvað sem tautaði og raulaði. Á ólympíuleikum nútímans stunda menn keppni í mörgum greinum en þar er ekkert poka- hlaup og ef menn detta í hlaupa- greinum standa menn ekki upp heldur hætta og fara að gráta. Ég fylgdist með ólympíuleikum heilbrigðra frá morgni og þangað til ég lognaðist út af ekki alls fyrir löngu og bar þar margt á góma. Hestaíþróttirnar svæfðu mig með tvöföldum hraða hljóðsins. Sigl- ingamar líka. En þegar komið var að hundrað metra hlaupi og allir höfðu þjófstartað nema einn fór ég sjálfkrafa inn í rúm og hallaði mér. íþróttaáhugi Það eru ekki allir sem skilja áhuga fólks á íþróttum. Varðandi hina göfugu sundíþrótt veit ég um marga sem halda því fram að það geti ekki verið heil- brigt að hafa gaman af því að horfa á vatn, jafnvel þótt ein- hver sé að busla í því. Einnig hefur fólk ýmislegt við tímatökuna nú til dags að athuga og gamalt fólk heldur því fram að það sé fáránlegt að mæla eitthvað í hundruðustu hlutum úr sek- úndu. Þegar þetta fólk var ungt datt engum í hug að gera neitt á skemmri tima en svo sem hálfum mánuði. Og svo stökkva menn orðið þá vegalengd i þrístökki sem engum heilvita íslendingi dytti í hug að fara nema í strætó. En okkar fólk er langt frá þvi að vera á heimsmælikvarða á ólympíuleikum af því að þar er hvorki keppt í viðskiptahall- anum við útlönd né skuldastöðu heimil- anna. En við stöndum okkur vel í farar- stjórn. Fatlaöir Okkar menn stóðu sig samt vel á ólymp- iuleikunum í Atlanta þótt við sæjum þá ekki oft á verð- launapalli. En við sáum tugþraut- armanninn oft sem hafði látið mála skegg sitt í íslensku fánalit- unum sem var út af fyrir sig ágæt- is afrek. Þar að auki stóð hann sig vel í þrautinni. Og svo tókst ungri og fallegri stúlku að flýta sér dálítið í fjögur hundruð metra hlaupi. En mér finnst alltaf jafnundarlegt með þessa þjóð, sem alltaf er að flýta sér, að hún skuli almennt ekki geta gert það í sprett- hlaupum. Fatlað fólk getur stundum ekki flýtt sér mjög mikið af eðlileg- um ástæðum en á ólympíuleikum fatl- aðra, sem nýlega eru afstaðnir, hljómaði ís- lenski þjóðsöngurinn mörgum sinnum og stafaði það af því að okkar menn unnu til verðlauna. Við eignuðumst marga ólympíumeist- ara og heimsmeistara á ÓL fatlaðra i Atl- anta en einhverra hluta vegna vakti það miklu minni athygli fj ölmiðlabyltingar- innar en gráfur og gnístran tanna heilbrigðra sem ætluöu sér að sigra í fjórum sinnum hundrað metra boðhlaupi en gerðu það ekki. Fjölmiðlabyltingin sannaði það enn einu sinni að í heiminum era ekki allir jafnir. Sumir era jafnari en aðrir. Ætli hún hefði tekið almenni- lega við sér nema ef handalaus maður hefði sett heimsmet i því að klappa saman lófunum? Benedikt Axelsson „Okkar menn stóðu sig samt vel á ólympíuleikunum í Atlanta þótt við sæjum þá ekki oft á verðlauna- palli.“ Kjallarinn Benedikt Axelsson kennari Með og á móti Eru snertilendingar hættulegar? Ekki að- ferð til að æfa nauð- lendingar Karl Elriksson, fyrr- vorandl formaöur rannsóknarnefndar fludslysa. „Það gefur augaleið að til þess að fleyta kerlingar með snertingu hjóla flugvélar við vatnsflöt þarf öruggan flughraða sem þýðir að mótor vélarinnar er á miklu afli. Slíkt flug er alls ekki hægt að kalla nauðlend- ingaræfingu. Þetta er „stöntflug" og ekkert annað. Nauðlendingar á vatni eða sjó þarf ekki að fram- kvæma nema vélin sé aflvana. Til þess að gera sem öruggasta nauðlendingu þarf að ofreisa vél- ina upp í vindinn á lægsta mögu- lega hraða niður við vatnsflöt- inn. Snertilendingar verða því að teljast hættulegar, það er engin spurning. Það getur verið að í höndum góðs flugmanns þá sé hægt að leika sér að þessu á með- an allt er í lagi, mótor og annað. Það er ábyrgðarhluti fyrir vel þjálfaða menn að hafa þetta fyrir nýliðum i flugi.“ Hættu- laust „Að láta hjól landflugvélar snerta jdir- borð vatns hef- ur nú verið dæmt hættu- laust. Dómm' í slíku máli var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur I júni sl. og komu að honum bæði tveir yfir- verkfræðingar NASA og prófess- or í straumfræöi vatna við Há- skóla íslands. Umræddir flug- menn vora sýknaöir af ákæru Flugmálastjómar og Flugmála- stjórn hefur nú sætt sig við þann dóm meö því að áfrýja honum ekki. Það var mikill áfellisdómur en þeir geta sjálfum sér um kennt, ekki ræddu þeir málið við okkur heldur kærðu þeir málið bara umsvifalaust. íslenskir skattborgarar borga allan kostn- að við for NASA-mannanna hing- að, svo og ýmsan annan kostnað. í dóminum segir: „Reyndur flug- maður ræður væntanlega vel við þetta." Það er merkilegt við þetta mál að þetta hefúr verið marg- reynt bæði hér á landi og erlend- is og er reyndar sýningaratriði víða erlendis. Þetta hefur margoft verið sýnt í sjónvarpi þótt það virðist hafa farið fram hjá íslensku flugmálastjóminni. Vegna vankunnáttu sinnar og lé- legra ráðgjafa fór Flugmálastjóm fram með þetta mál sem hefur kostað íslenska skattborgara stórfé. Kostnaður á eftir að aukast enn þá meira af því að við ætlum i skaðabótamál. Við skatt- borgarar megum samt þakka fyr- ir að það var búið að finna upp bakfaílslykkjur (loop) og fleiri listflugsatriði fyrir mörgum árum.“ -RR Örn Johnson einka- flugmaöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.