Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 13
B MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 menning m Valinn úr stórum hópi Áskell Másson tónskáld, sem lesendum DV er að góðu kunn- ur fyrir tónlistargagnrýni sína, á verk á tón- listarhátíð Alþjóða- samtaka um sam- tímatón- list, ISCM, í Kaup- manna- höfn á laugar- daginn kemur. Verk Áskels, „Elja“, var frumflutt af Caput-hópnum í fyrra. Aðstandendum hátíðar- innar bárust mörg hundruð tónverk og var „Elja“ meðal þeirra fáu sem valin voru til flutnings á hátíðinni. „Guð er kona" Anna Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður hefur að undanfomu sýnt myndir í ein- um af þrem sölum Billedværk- stedet í Brovst á Norður-Jót- landi og hefur fengið góðar viðtökur. Hún vinnur með akrýlliti sem hún blandar með sandi og glerdufti og nær góðri fyllingu í myndir sínar, að dómi danskra gagnrýnenda. Anna sýnir eingöngu myndir af konum og yfirskrift sýning- ar hennar er „Guð er kona“, enda segist hún vilja líta á ímynd guðs sem blíða, ástríka og sterka konu en ekki sem refsiglaðan karlguð. Alþjóðleg kvikmyndahátíð FEMINALE, alþjóðlega kvennakvikmyndahátíðin, verður haldin í áttunda sinn í Köln 2.-6. október. Þar verða sýndar rúmlega 100 bíómyndir frá 23 löndum i ýmsum flokk- um. Ein yfirskriftin er Myndir sem virða engin landamæri, annar flokkur heitir Lesbíu- myndir, í þriðja flokknum eru myndir sem fjalla sérstaklega um ísrael og Palestínu og þeim fjóröa heimildarmyndir um konur í stríði. Einnig verður haldinn fundur með fimm kvenkyns kvikmyndagagnrýn- endum sem verður sérstaklega boðið á hátíðina. Spánskt kvöld Kaffileikhúsið í Hlaðvarp- anum við Vesturgötu er að undirbúa Spánskt kvöld til að fylgja eftir Grísku kvöldunum sem vinsælust urðu í vor sem leið. Leikstjóri er sá sami, Þór- unn Sigurðardóttir, en dag- skráin er öllu umfangsmeiri. Kristinn R. Ólafsson útvarpsmaður leikur Sigurð A. Magnús- son og seg- ir frá Spáni, landi og þjóð, Pét- ur Jónas- son og Einar Kr. Einarsson leika á gítar og Lára Stefáns- dóttir dansar. Stórstjarna sýn- ingarinnar verður svo Sigríðiu' Ella Magnúsdóttir söngkona sem búsett er í Englandi og hefúr ekki sungið heima óra- lengi. Hún mun syngjá hæði á íslensku og spönsku en ís- lensku textarnir verða eftir Þorstein Gylfason heimspeking og skáld. íslensk barnabók til Bandaríkjanna DV. Akranesi:______________________ Árið 1994 kom út á Akranesi bamahókin Ármann og Blíða sem fjallar um stam. Hún er eftir Akur- nesingana Elmar Þórðarson tal- meinafræðing, Bjarna Þór Bjama- son myndlistarmann og Kristínu Steinsdóttur rithöfund. Þegar fréttist að verið væri að gefa bókina út í Sví- þjóð og Bandaríkjunum leitaði DV til Kristínar til að fræðast um hók- ina. Upphaflega langaði Elmar Þórðar- son, talkennara á Akranesi, til að fá hók sem fjallaði um vandamálið stam, segir Kristín. Hann hafði er- lendar fyrirmyndir en vildi fremur fá íslenskt efni en láta þýða það út- lenda. Hann leitaði þá til mín og spurði hvort ég gæti skrifað bók með stamara í aðalhlutverki. Ég sló til og það gerði Bjami Þór lika sem Elmar bað um að myndskreyta verkið. Þetta varð bók upp á 20 síður, með mynd á hverri siðu og aðgengilegu letri fyrir börn sem eru farin að lesa svolítið sjálf. Sagan segir frá 6 ára dreng sem stamar, og það vandamál hans er m S| \A 'T'- ili. |;!;l H' í H m íi' L i r pj i S i * Bilai 31 ekki leyst í sögunni. Við vildum velta því upp og segja frá barni sem reynir það á sjálfu sér til að auðveld- ara yrði að ræða það, til dæmis í bekkjum. Ef einhver stamar í bekkn- um er gott að opna umræðuna um það með því að lesa bókina upphátt fyrir krakkana. Á eftir sögunni gef- ur Elmar ráðleggingar um frekara lestrarefni og hvernig eigi að með- höndla böm sem stama. Svo sendi Elmar bókina í hrárri danskri þýðingu á ráðstefnu til Sví- þjóðar. Þar fengu Svíar áhuga á henni og tóku hana til útgáfu. Aftur á móti var það bandarískur kennari hér á landi sem sá bókina og setti sig í samband við einhverja aðila í Bandarikjunum sem vilja líka gefa hana út. Bandaríska útgáfan verður líklega alveg eins og sú íslenska en Svíam- ir vildu leggja svolítið aðrar áhersl- ur en við höfðum gert, og Bjarni Þór varð góðfúslega við því að teikna að hluta til aðrar myndir fyrir þá. Sví- amir vom mjög ánægðir með þær og þær verða í sænsku útgáfunni. -DVÓ Sumar á Sýrlandi: Meira stuð! Fyrir tuttugu árum sendu Stuð- menn frá sér eina vinsælustu plötu íslandssögunnar, Sumar á Sýrlandi. Síðasta vetur sýndi Fjölbrautaskól- inn í Breiðholti söngleik byggðan á plötunni í íslensku óperunni. Nú sýnir Ég leikhúsið nýtt og endur- bætt verk byggt á plöt- unni í Loftkastalanum. Nýr leikstjóri og hand- ritshöfundur Sumars á Sýrlandi er Valgeir Skagfiörð en aðstoðar- leikstjóri Guðmundur R. Kristjánsson sem var leikstjóri sýningarinnar í FB. Útlitshönnun er í höndum Rebekku A. Ingimund- ardóttur. Afglöp og eiturlyf Söguþráðurinn er á þá leið að Karl fréttir að faðir hans, sem ekk- ert hefur skipt sér af honum, vilji hitta hann. Karl er að útskrifast úr framhaldsskóla og þetta kemur miklu róti á huga hans, enda vill hann ekkert vita af pabba gamla sem honum finnst vera bara út- brunninn rokkari og dópisti. En í glaumi útskriftarteitis leiðist Karl sjálfur út í eiturlyfianeyslu. Hann endar á sjúkrahúsi eftir að hafa tek- ið of stóran skammt. Á sjúkrabeði sonar síns rifia foreldrarnir svo upp eigin afglöp í æsku. Orri Huginn Ágústsson leikur Karl. Föðurinn á eldri árum leikur Hrólfur Sæmundsson. Stella G. Kristjánsdóttir leikur móðurina. ívar Harðarson leikur rokkarann á yngri árum en Þóranna K. Jón- björnsdóttir móðurina unga. Hrólf- ur, Stella og Orri virka stundum óörugg í sínum hlutverkum og gild- ir það reyndar um flesta aðra leik- ara. Þó eru Arnór G. Jónsson og Sverrir Þ. Sverrisson skemmtilegir í hlutverkum Lilla og hins kaldrifi- aða umboðsmanns, Skafta Kúld. Undantekningin er Bjartmar Þórðarson sem leikur sýrlenska guðinn Meskalídó. Jafnvel þegar röddin brást hon- um 1 einu laginu lét hann sér hvergi bregða. Þar er á ferðinni góð- ur leikari. Þrátt fyrir mis- jafnan leik er Sumar á Sýrlandi skemmtileg sýning. Eina umkvört- unarefnið er söngurinn, hann mætti vera kraftmeiri. Hljómsveitin er hins vegar þétt og góð. Sviðsmyndin er afar dauf og stundum er ansi fá- tæklegt um að litast á sviðinu en því bjargar mjög flott tölvugrafik og litskrúðugir búningar. Vel þess virði að sjá Sagan í söngleiknum er sæmileg svo langt sem hún nær. Boðskapur- inn um skaðsemi eiturlyfia missir að vísu marks því þeir sem ánetjast þeim í sögunni sleppa nokkuð óskaddaðir. Það má samt ekki gleyma því að hér er ætlunin að skemmta fólki en ekki að senda það út í nóttina með þunga raunasögu á bakinu. Vilji fólk sjá kaldranalegan veruleika eit- urlyfianeyslu skal því bent á kvik- myndir eins og Trainspotting eða bókina Dýragarðsbörnin. Sumar á Sýrlandi á fátt skylt með sliku. Söngleikurinn er fullur af söng, lifs- gleði og krafti. Meira stuð! Ég leikhús sýnir Sumar á Sýrlandi Handrit og leikstjórn: Valgeir Skagfjörð Leiklist Jón Heiðar Þorsteinsson Tíu þúsundasti gesturinn á Stone Free eftir Jim Cartwright fékk hlýjar við- tökur á miðnætursýningu á laugardaginn. Þaö var Kristrún Guðmundsdótt- ir frá Akranesi sem hlaut ekki aðeins góöar gjafir, blómsveig og blómvönd heldur einnig elskulegt faðmlag frá Emilíönu Torrini eins og sjá má á mynd- inni. Hefðu eflaust margir viljaö vera í sporum Kristrúnar. Stone Free verður sýnt áfram í Borgarleikhúsinu eitthvað fram eftir vetri. Danskt vísnapopp Föstudaginn 30. ágúst voru haldnir tónleikar í Þjóðleikhús- kjallaranum með dönsku söng- konunni Anne Dorthe Michelsen. Tónlist hennar mætti flokka und- ir vísnapopp. Textarnir eru haganlega gerð stemning- arljóð um eitt og annað: Kaupmannahöfn, ástina, það að vera manneskja - eða öllu heldur kona, hvort sem það er „karrí- er“ kona eða húsmóðir sem þarf að vakna til smábarna að morgni klukkan kortér í sex - þeg- ar hún „ligner et heks“! Lög Anne Dorthe eru samin af góðri kunnáttu og hin bestu þeirra hrífa hlust- andann með sér um fiölbreytilegar hljómaslóðir sem eru þó vel og vandlega innan ramma popptónlistar. Það má líkja þeim við skemmtiferð, en ekki ævintýraferð, því enginn er hrekktur með óvæntri uppá- komu. Eiginlega öll lögin hennar voru í dúr, en ekki í moll, og virt- ust til lengdar vera í dálítið svip- uðu fari í tempó og hrynjandi. Það er líka greinilegt að með hljómsveit hefði verið hægt að koma fram með fleiri blæbrigði í útsetningum en hægt er með pí- anóleik eingöngu. Reyndar var hann aldeilis ekki ónýtur á pí- anóið undirleikarinn, Jacob Chri- stoffersen, sem spilaði rokk/popp pianó eins og sá sem valdið hef- ur. Eins og Bruce Hornsby án djasstilbrigða. Rödd Anne Dorthe er ekki mikil en hún fer afar vel með lög og texta og lék líka smávegis á gítar og flautu. Það fer ekki milli mála að hún er fundvis á góðar laglínur. Sá sem þetta ritar hreifst sérstaklega af fyrstu lögunum sem flutt voru, „Jeg husker" og „Sne under lugt- en“, og enn frem- ur „Midnatsdrik" og „Kalder mig tilbage“. Ég vona að rétt sé farið með heiti lag- anna. Nýrri lögin hljómuðu betur en hin eldri í eyrum þess sem aldrei hefur heyrt neitt af þessu efni áður. „Ungdómslagið" var til að mynda heldur klént. Þau lög sem skáru sig aðeins úr hinum í hrynjandi og hljómauppbyggingu voru „Lykkelig familie" og þriðja lag tónleikanna sem hefði getað stokkið beint í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, og svo næstsíðasta lag fyrir hlé, sem var langbest og reyndist þegar til kom vera eftir Carl Nielsen. Tónlist Ingvi Þór Kormáksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.