Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 9 Utlönd Belgíska lögreglan fann lík unglingsstúlknanna tveggja sem saknaö var: Grafnar í málmkassa á Plaktatið þar sem auglýst er eftir Eefje Lambracks og An Marchal en þær hurfu í ágúst í fyrra. Lík þeirra fundust graf- in í húsagarði í gær. Símamyndir Reuter Belgíska lögreglan fann í gær lík tvegja unglingsstúlkna, An Marchal og Eefle Lambrecks, sem rænt var af barnanauðgurum í ágúst í fyrra. Líkin fundust í málmkassa sem grafinn hafði verið í garði við hús í eigu bamanauðgarans Marcs Dutroux. Hafði greftrunarstaðurinn verið hulinn með litlum skúr. Dutroux hefur viðurkennt að hafa rænt stúlkunum tveimur 22. ágúst í fyrra ásamt félaga sínum, Michel Lelievre, sem einnig er í haldi lögreglu. Bemard Weinstein, félagi Dutroux, bjó áður í húsinu en Durtroux hefur viðurkennt að hafa myrt hann í sumar. Kennir Dutroux Weinstein um morðin á stúlkunum tveimmr og einnig um að hafa svelt tvær átta ára stúlkur í hel í neðan- jarðarbyrgi en lík þeirra fundust fyrir tveimur vikum. Hollenskur sérfræðingur, sem verið hefur belgísku lögreglunni til aðstoðar i leitinni að unglingsstúlk- unum, sagði að greiðslukort í eigu Dutroux hefði fundist meðal lík- anna. Ekki tókst að bera kennsl á líkin í fyrstu en armbandsúr annarrar stúlkunnar og tannlæknaskýrslur komu lögreglu á sporið. Líkin voru flutt í hvítum kistum til heimabæj- ar stúlknanna, Hasselt. Almenning- ur i Belgíu er harmi sleginn í aimað skipti á aðeins tveimur vikum. Jean-Luc Dehaene, forsætisráð- herra Belgíu, sendi foreldrum stúlknanna samúðarkveðjur og hét því að enginn mundi framvegis mæta sömu örlögum og stúlkumar tvær. „Þetta er hræðilegt. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stend- ur til að tryggja að svona lagað ger- ist ekki aftur,“ sagði Dehaene. Paul Marcal, faðir An, sagði greinilegt að stúlkurnar hefðu látið lífið fyrir þó nokkru. Hermt var eft- ir belgískri fréttastofu að þær hefðu látið lífið í fyrrahaust, skömmu eft- ir að þeim var rænt. Enn er kastljósum beint að Belgíu en hryllingur fór um íbúa Evrópu og víðar þegar lík tveggja átta ára stúlkna fundust grafin í húsagarði í eigu Dutroux 17. ágúst síðastliðinn. Þeim hafði verið misþyrmt kynferð- islega og sveltar í hel meðan Dutroux sat inni fyrir þjófnað. Skömmu áður höfðu tvær unglings- stúlkur fundist lifandi í neðanjarð- arbyrgi í eigu Dutroux og höfðu þær einnig orðið fyrir kynferðisofbeldi. Yfirmaður fangelsisins þar sem Marc Dutroux er i haldi segir að fylgst sé afar náið með honum og lit- ið til hans á sjö mínútna fresti. Vilja yfirvöld koma í veg fyrir að hann femji sjálfsmorð, minnug örlaga breska fiöldamorðingjans Freds Wests sem hengdi sig í fangaklefa sínum á nýársdag í fyrra, áður en réttað var í máli hans. Mál þetta hefur leitt til víðtækrar rannsóknar á starfsemi meints barnaklámhrings í Evrópu. Hafa komið fram kröfur um að reglur varðandi lausn kynferðisafbrota- manna úr fangelsi verði endurskoð- aðar. Þykir furðu sæta að Dutroux skyldi einungis afplána þrjú ár af þrettán ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir bamanauðgun 1989. Lög- reglan hefur verið sökuð um klúður í málinu og leitt er getum að því aö háttsettir menn tengist voðaverkun- um. Einn lögreglumaður er í haldi vegna málsins. Reuter Bílsprengja varö einum að bana í Algeirsborg Einn maður lét lífiö og tíu særöust þegar bílsprengja sprakk fyrir utan hótel í mið- borg Algeirsborgar, höfuðborgar Alsírs, í gærmorgun. Miklar skemmdir urðu á hótelinu. Þetta var þriðja sprengjutil- ræðið á tiu dögum. Enginn lýsti ábyrgð á verknaðinum á hendur sér en allt þykir þó benda til að bókstafstrúar múslímar hafi ver- ið þarna að verki. Styttan af Michael Jackson í Prag. Símamynd Reuter Stytta af popp- goðinu í stað styttu Stalíns Bandaríski popparinn Michael Jackson kom tU Prag í Tékk- landi í gær við upphaf fyrstu tónleikaferðar sinnar í tvö ár. Samtímis afhjúpuðu tónleika- haldarar stóra styttu af poppgoð- inu á hæð þar sem útsýni er gott yfir borgina. Áður stóð þar stytta af Kremlarbóndanum Jósef Stalín. Mörg hundruð aðdáendur tóku á móti Jackson á flugvellin- um í Prag og fengu nokkrir þeirra að faðma hann áöur en hann settist upp í Rolls Royce lúxuskerru og hélt inn til borg- arinnar. Tónleikarnir í Prag verða á laugardag og er búist viö að 130 þúsund manns sæki þá. Kistu An Marchal er hér ekiö aö útfararstofu í heimabæ hennar, Hasselt, í gærkvöld. Á brattann aö sækja fyrir breska íhaldsmenn: Eiginkonan Norma er nýja leynivopnið hans Majors Norma Major ætlar aö hjálpa eiginmanninum í komandi kosningabaráttu og veitir sjálfsagt ekki af. Símamynd Reuter John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur gripið til nýjasta leynivopns síns i þeirri von að vinna aftur hug og hjörtu kjósenda: Normu, eiginkonu sinnar. Þegar átta mánuðir í mesta lagi eru til næstu þingkosninga hafa forustu- menn íhaldsflokksins talið Normu á að koma fram úr skugganum og fylgja bónda sínum á tveggja vikna kosn- ingaferðalagi sem hefst í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hef- ur farið í slíka ferð en hún hefst meö ræðu á fundi kaupsýslumanna í Glasgow. Ef eitthvað er að marka lofroll- una mn Normu, sem birtist í leiðara breska blaðsins Daily Telegraph, er hún óframfærin, húsmóðurleg og góðhjörtuð og þar með algjör and- stæða bandarískra eiginkvenna stjómmálamanna á borð við þær Hillary Clinton forsetafrú og Eliza- beth Dole forsetaframbjóðandafrú. Og það er einmitt mergurinn málsins í augum íhaldsmanna sem eiga í mesta basli með að saxa eitt- hvað á tuttugu prósentustiga for- skot Verkamannaflokksins í skoð- anakönnunum. Þeir líta svo á að hversdagsleg og viðkunnanleg ímynd hennar sé kjörin til þess að veiða atkvæði. „Hún er frábær kona, mjög svo dáð innan íhaldsflokksins og hún hefur staðið við hlið Majors í mörg herrans ár. Það gleður mig að marg- ir virðast núna viðurkenna þá stað- reynd,“ sagði Brian Mawhinney, formaður íhaldsflokksins, í viðtali við breska útvarpið BBC. Norma tók þátt í kosningabarát- tirnni 1992 en henni leið ekkert allt of vel þegar eiginmaður hennar klifraði upp á kassa og það sem hendi var næst til að hvetja kjós- endur til að kjósa íhaldsflokkinn. Nú gegnir dálítið öðra máli en það mun þó ekki vera stefnan að láta hana líkja eftir Hillary Clinton og mjög svo áberandi hlutverki henn- ar. Reuter Lond á kr. 3. okt. sfóustu siítin r Flug og hótel kr. 24.930 London - vinsælasta borg Evrópu Londonferðir Heimsferða hafa fengið ótrúlegar undirtektir og hundruð sæta hafa nú selst til þessarar vinsælustu borgar Evrópu. Nú eru fyrstu ferðirnar uppseldar. Glæsilegir gististaðir í boði og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborginni. Verð frá kr. 19.930 FlugsætitilLondonmeð flugvallarsköttum. Verð frá kr. 24.930, verð •erl M.v. 2 í herbergi, Butlins Grand, 3 nætur, 30. sept, 14/21 okt. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð, sími 562 4600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.