Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 35 Fréttir Sveitarfélög kaupa jörð á 13 milljónir: Sorp verður urðaö í Fiflhotti DV.Vesturlandi: Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi gengu í gær frá kaupum á jörðinni Fíflholti fyrir hönd sveit- arfélaganna á Vesturlandi og er kaupverðiö 13 milljónir. Búist er við að í byrjun næsta árs verði byrjað að urða sorp í Fíflholti á Mýrum í Borgarbyggð en búið er að auglýsa deiliskipulag fyrirhug- aðs urðunarsvæðis í Fíflholti. Framkvæmdin er nú þegar komin í umhverfismat og á að skila tillög- um og leggja fram athugasemdir við deiliskipulagið fyrir 3. október til Skipulags ríkisins. „Við vonumst til þess að öll sveitarfélög á Vesturlandi taki þátt í þessu. Þetta eru tímamót í holl- ustumálum Vestlendinga því þama er komin ein stór lausn í staðinn fyrir margar smáar. Urðun á sorpi hefur veriö vandamál hér á Vesturlandi og nú er það leyst,“ sagði Pétur Ottesen, sem sæti á í sorpnefnd Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Ekki mun vera búið að taka ákvörðun um hvernig félagsform verður á þessu sorpfélagi en menn munu hallast mjög mikið að hluta- félagsformi. -DVÓ. Hjartasjúklingar í Eyjafirði: Hafa fært sjúkrahúsinu tæki fyrir um 10 milljónir DV, Akureyri: Félag hjartasjúklinga á Eyja- fjarðarsvæöinu færði lyflæknisdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri um helgina að gjöf mjög fullkomið gangráðsgreiningartæki fyrir hjartasjúklinga að verðmæti um hálf milljón króna, auk þess sem fé- lagið gaf deildinni farsíma til notk- unar fyrir lækna deildarinnar. Fé- lagið, sem er sex ára um þessar mundir, hefur stutt vel við bakið á lyflæknisdeildinni þar sem hjarta- sjúklingar eru meðhöndlaðir og á þessum sex árum fært deildinni tæki sem samtals eru að verðmæti um 10 milljónir króna. „Þetta tæki gefur okkur mögu- leika á að nota mun fullkomnari gangráða en til þessa, bæði við að koma gangráðunum fyrir og eins til að stilla þá eftir þörfum hverju sinni. Þetta tæki bætir og eflir þá þjónustu sem við getum veitt,“ seg- ir Bjöm Guðbjömsson, yfirlæknir lyflæknisdeildar sjúkrahússins, sem veitti tækinu viðtöku. Félag hjartasjúklinga á Eyjafjarð- arsvæðinu hefur barist fyrir þvi að ráðinn yrði annar hjartasérfræðing- ur að Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri, en einn sérfræðingur starfar Björn Guðbjörnsson yfirlæknir t.v. veitir gangráðsgreiningartækinu viðtöku úr hendi Gísla Eylands, formanns Félags hjartasjúklinga við Eyjafjörð. DV-mynd mó þar og sinnir í raun og veru öllu Norðurlandi og austur á firöi eða svæði þar sem búa um 40 þúsund manns. Bjöm Guðbjömsson yfir- læknir segir að læknaráð sjúkra- hússins sé sammála um nauðsyn þess að ráðinn verði annar hjarta- sérfræðingur við sjúkrahúsið og í því sambandi hafi það farið fram á heimild fyrir nýrri stöðu við lyf- læknisdeildina. -gk Slitlag lagt í Skötufirði og á Flateyrarveg DV, ísafirði: Þessa dagana er verið að ganga frá lagningu bundins slitlags á ný- uppbyggðan veg úr Ögumesi áleiðis inn í Skötufjörð við ísafjarðardjúp. Þar mun vera um 12 km kafla að ræða sem gjarnan hefur veriö tal- inn sá leiðinlegasti í öllu Djúpinu fram til þessa. Guðmundur Krisfjánsson, rekstr- arstjóri hjá Vegagerðinni á Isafirði, sagði að flokkur sem unnið hefur að lagningu slitlags á Barðaströnd komi til þessa verks, sem og lagn- ingar slitlags á Flateyrarvegi. Tals- verðar endurbætur hafa verið gerð- ar á veginum frá Flateyri þar sem hann tengist veginum upp Breiða- dal. Þar var þröng brú fjarlægð og sett ræsi í staðinn og vegurinn breikkaður og vegarstæði lagfært. Á þennan kafla verður nú lagt bundið slitlag. -HK Tafir á kennslu í Austurbæjarskólanum: Enginn ánægður en menn láta sig hafa það - segir Héðinn Pétursson yfirkennari „Málið er að það var hafist handa um síðustu páska við gagn- gera endurnýjun á húsnæði Austur- bæjarskólans. Vandamálið nú er að viö fáum ekki unglingadeildarstof- urnar fyrr en í lok þessarar viku, sem er nokkuð á eftir áætlun. Það þýðir það að unglingamir okkar eru í annars konar prógrammi á meðan. Yngri deildimar era búnar að fá sínar stofur og kennsla hafln þar. Enda þótt við hefðum viljað að lag- færingunum yrði lokið áður en skólastarfið hófst þá er það nú svo að lífíð býður ekki alltaf upp á það sem maður óskar sér og þá er bara að taka því,“ sagði Héðinn Péturs- son, yfirkennari Austurbæjarskól- ans, en þar era framkvæmdir við endurbætur á skólahúsnæðinu orðnar á eftir áætlun. Héðinn segir að enda þótt það pirri fólk eitthvað að húsnæðið skuli ekki vera tilbúið á réttum tíma sé hér um svo mikla og vel heppnaða endumýjun og bætta að- stöðu að ræða að umburðarlyndi fóiks sé æði mikið þess vegna. „Það er aftur á móti alveg rétt að þegar kennaramir komu að sínu húsnæði til að hefja undirbúning skólastarfsins vora aðstæður þeirra mjög erflðar. Þeir samþykktu hins vegar á fundi að setja bara undir sig hausinn og hefjast handa hvað sem húsnæðinu liði. Auðvitað var eng- inn ánægður en þetta veröur allt í lagi,“ sagði Héðinn Pétursson. -S.dór Sunna Borg og Þráinn Karlsson hafa leikiö fieiri hjón en þau hafa tölu á. DV-mynd gk Samtals á fjölunum í sjö áratugi: Við erum búin að leika ótalmörg hjón DV, Akureyri: Leikarar Leikfélags Akureyrar, Þráinn Karlsson og Sunna Borg, sem um árabil hafa verið í hópi helstu máttarstólpa félagsins, eiga saman- lagt 70 ára leikafmæli á þessu ári. Þráinn hefur 40 ára leiklistarferil að baki og 30 ár era síðan Sunna steig í fyrsta skipti á fjalirnar. Þau hafa ekki leikið saman hjá LA allan þennan tíma en þó frá ár- inu 1979 eða í 17 ár og oftar en ekki borið uppi sýningar í gamla Sam- komuhúsinu. Sunna hóf leiklistarferil sinn 19 ára á Akureyri en flutti um tíma til Reykjavíkur en Þráinn hefur haldið tryggð við Akureyrarleikhúsið allan tímann. Og oft hafa þau leikið „sam- an“ ef svo má segja. „Við höfum a.m.k. mjög oft leikið hjón og kærustupör, enda sérðu bara hvað við eram samrýmd," segfe-. ir Sunna. Þau voru sammála um það að sennilega sé Bar-Par eitt af eftirminnilegustu leikritum þeirra en það léku þau hátt í 100 sinnum og fóra einnig með það verk sem hefur aðeins tvo leikara innanborðs til Reykjavíkur. Og ávallt gerðu þau stormandi lukku í þessu verki þar sem þau léku reyndar 14 hlutverk allt í allt. „Við lékum líka mjög eft- irminnileg hjón í Horft af brúnni en við höfum ekki tölu á hvað við höf- um leikið oft í sama leikritinu. Ætli það sé ekki a.m.k. 40 sinnum og það á eftir að gerast oftar ef okkur end- ist líf og heilsa og samkomulagið verðrn- alltaf svona gott,“ sögðu þau Sunna og Þráinn. ÍSLÍENSKA ÓPERAN __mn GALDRA LOFTUR Ópera eftir Jón Ásgeirsson 7. sýning laug. 14. sept. 8. sýning laug. 21. sept. Sýning hefst kl. 20.00. Miöasala er opin kl. 15-19 nema mánudaga og til kl. 20 sýningarkvöld. Sími 551-1475, bréfsími552-7384. -•r LOTTOsiaw 9 0 4 - 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Lottósíma DV tii að fá nýjustu tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó og Kínó ♦ LOTTÓsMw 9 0 4 * 5 0 0 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.