Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 Afmæli Númi Þorbergsson Númi Þorbergsson, textahöfund- ur, dansstjóri og verslunarmaður, Furugerði 1, Reykjavik, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Númi fæddist í Grafarholti í Staf- holtstungum í Borgarfirði en ólst upp hjá ömmu sinni í Tandraseli í Borgarhreppi til tíu ára aldurs. Þá fór hann í vinnumennsku og var á ýmsum bæjum í Stafholtstungun- um. Hann var vinnumaður í Stapa- Seli í Stafholtstungum 1925-28, í Litla-Skarði í sömu sveit 1928-29 og verkamaður á Álafossi í Mosfells- sveit 1929-37. Númi kom til Reykjavíkur 1937 og hefur átt þar heima síðan. Þar starfaði hann við húsbyggingar en vann síðan við vikurverksmiðju Jóns Loftssonar í sautján ár þar sem hann var verkstjóri lengst af. Þá stundaði hann verslunarstörf í fjölda ára, fyrst hjá Bílanausti en síðan hjá Saab— umboðinu eða þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir 1981. Númi er landskunnur textahöf- undur en samdi texta við ýmis þekktustu dægurlög sjötta og sjö- unda áratugarins, þ.á m. nokkur verðlaunalög dægurlagakeppni SGT. Meðal sígildra dægurlaga, sem Númi hefur samið texta við, má nefna lögin Nú liggur vel á mér, Landleguvalsinn og Sigurður er sjómað- ur. Þá er Númi mikill áhugamaður um dans en hann var lengi dansstjóri, m.a. í Mjólkurstöðinni, Breiðfirðingabúð og Þórskaffi. Hann hefur starfað í Átthagafélagi Borgfirðinga í mörg ár og sat í stjóm félagsins um skeið. Fjölskylda Númi kvæntist 26.11. 1938 fyrri konu sinni, Mörtu Mariu Þorbjam- ardóttur, f. 16.3. 1914, húsmóður. Foreldrar hennar voru Þorbjörn Guðmundsson og k.h., Guðríður Jónsdóttir frá Skiphyl í Hraun- hreppi. Númi og Marta María skildu. Börn Núma og Mörtu Maríu em Þórdís, f. 22.10. 1939, starfsmaður Landspítalans og á hún sjö börn; Bjöm Sævar, f. 26.11. 1942, múrara- meistari í Garðabæ, kvæntur Þór- unni Ingólfsdóttur húsmóður og eiga þau þrjá syni; Guðrún Guðríð- ur, f. 10.10. 1944, hús- móðir í Keflavík, gift Hlöðveri Hallgríms- syni sjómanni og eiga þau þrjár dætur; Haf- steinn Óskar, f. 26.7. 1946, múrari í Reykja- vík, kvæntur Sigrúnu Steinþóru Magnúsdótt- ur húsmóður og eiga þau þrjú börn; Sigríð- ur, f. 31.1. 1948, húsmfreyja í Miðgarði í Stafholtstungum, gift Erni Einarssyni, b. þar og eiga þau fjögur börn; Inga, f. 5.9. 1949, hús- móðir í Reykjavík, gift Guðmundi Helgasyni bifreiðcU'stjóra og eiga þau þrjá syni; Þorbjörn, f. 25.7. 1951, rennismiður í Vestmannaeyjum, kvæntur Sæfinnu Ástu Sigurgeirs- dóttur og eiga þau þrjú böm. Seinni kona Núma var Valgerður Sigtryggsdóttir, f. 8.7. 1926, d. 5.10. 1977, húsmóðir. Hún var dóttir Sig- tryggs Helgasonar og k.h., Guð- bjargar Friðriksdóttur frá Kumbla- vik á Langanesi. Foreldrar Núma voru Þorbergur Guðmundsson, vinnumaður í Tan- draseli í Borgarhreppi, og Ingiríður Guðjónsdóttir. Ætt Þorbergur var sonur Guðmundar, b. á Litla-Fjalli í Borgarhreppi, Guð- mundssonar, b. í Múlakoti í Staf- holtstungum, Ásbjörnssonar, b. í Melhúsum og ættföður Melhúsaætt- arinnar, Erlendssonar, b. í Skipa- nesi, Narfasonar. Móðir Ásbjöms var Þuríður Sveinsdóttir. Móðir Guðmundar í Múlakoti var Sigríður Jónsdóttir, b. í Teigakoti, Jónsson- ar, og Guðrúnar Magnúsdóttur. Móðir Guðmundar á LitlaFjalli var Sigríður Guðmundsdóttir. Móðir Þorbergs var Sigríður Stef- ánsdóttir, b. á Litla-Fjalli, Þorkels- sonar, og Steinvarar Þorbergsdótt- ur. Ingiríður var dóttir Guðjóns á Uppsölum í Norðurárdal og víðar Jónssonar, b. í Múlakoti í Lundar- reykjadal, Sigurðssonar, og Guðríð- ar Jónsdóttur, b. í Höll í Þverárhlíð, og k.h., Halldóru Auðunsdóttur, systur Bjöms, sýslumanns í Hvammi og ættfóður Blöndalsættar- innar. Móðir Ingiríðar var Kristín Magnúsdóttir, b. á Litla-Kroppi í Flókadal, Magnússonar, og Ingiríð- ar Finnsdóttur. Númi verður að heiman á afmæl- isdaginn. Númi Þorbergsson. Guðrún Steinsdóttir Guðrún Steinsdóttir, húsfreyja á Reynistað í Staðarhreppi I Skaga- firði, er áttræð i dag. Starfsferill Guðrún fæddist á Hrauni á Skaga og ólst þar upp. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum á Blönduósi 1938. Guðrún var ráðskona við Reykjaskóla í Hrúta- firði í eitt ár, stundaði verslunarstörf í Reykja- vik i sjö ár en hefur ver- ið húsfreyja á Reynistað frá 1947. Guðrún starfaði í Ungmennafé- laginu Æskunni var í mörg ár for- maður Kvenfélags Staðarhrepps, var formaður sóknarnefndar Reyni- staðarkirkju um árabil auk þess sem hún hafði umsjón með Reyni- staðakirkju í áraraðir. Fjölskylda Guðrún giftist 18.9.1947 Sigurði Jónssyni, f. 4.9. 1917, bónda á Reyni- stað. Hann er sonur Jóns Sigurðssonar, bónda og alþm. á Reynistað, og Sigrúnar Pálmadóttur húsfreyju. Synir Guðrúnar og Sig- urðar eru Jón, f. 26.9. 1948, bifreiðastjóri á Sauðárkróki, kvæntur Sigurbjörgu Guðjóns- dóttur og eiga þau þrjú börn og tvö bamaböm; Steinn Leó, f. 2.2. 1951, bifreiðastjóri og bóndi á Mel í Skagafírði, kvæntur Salminu Tausen Pétursdóttur og eiga þau þrjú böm; Hallur, f. 11.5. 1953, bif- vélavirki hjá Kaupfélagi Skagafjarð- ar á Sauðárkróki, kvæntur Sigríði Svavarsdóttur og eiga þau þrjár dætur; Helgi Jóhann, f. 14.2. 1957, bóndi á Reynistað, kvæntur Sigur- laugu Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú börn. Systkini Guðrúnar: Gunnsteinn Sigurður Steinsson, f. 10.1. 1915, bú- settur á Sauðárkróki; Rögnvaldur Steinsson, f. 3.10. 1918, búsettur á Hrauni á Skaga; Svava Steinsdóttir, f. 17.11. 1919, búsett á Skagaströnd; Guðbjörg Jónína Steinsdóttir, f. 30.1. 1921, búsett í Reykjavík; Tryggvína Ingibjörg Steinsdóttir, f. 7.4. 1922, búsett í Reykjavík; Krist- mundur Steinsson, f. 5.1. 1924, bú- settur í Reykjavík; Svanfríður Steinsdóttir, f. 18.10. 1926, búsett á Sauðárkróki; Sveinn Steinsson, f. 8.9. 1929, búsettur í Geitagerði í Skagafirði; Ásta Steinsdóttir, f. 27.11, 1930, búsett í Reykjavík; Haf- steinn Steinsson, f. 7.5. 1933, búsett- ur í Reykjavík; Hrefna Steinsdóttir, f. 11.5. 1935, d. 19.8. 1935. Foreldrar Guðrúnar vom Steinn L. Sveinsson, f. 17.1. 1886, d. 27.11. 1957, bóndi og hreppstjóri á Hrauni á Skaga, og k.h., Guðrún Sigríður Kristmundsdóttir, f. 12.10. 1892, d. 24.10. 1978, húsfreyja. Ætt Steinn var sonur Sveins Jón- atcmssonar, útvegsb. á Hrauni, og Guðbjargar Jónsdóttur. Guðrún var dóttir Kristmundar Guðmundssonar og Guðrúnar Guð- mundsdóttur sem bjuggu að Ketu og Selá. Guðrún tekur á móti gestum í Fé- lagsheimilinu Melsgili í dag frá kl. 16.00. Guðrún Steinsdóttir. Fréttir Lundavertiðinni lokið: Heildarveiöi um 60 þúsund fuglar DV, Vestmannaeyjum: Lundakarlar era þokkalega ánægðir með veiðina í sumar þó engin met hafi verið slegin. Eins og svo oft áður er Ystiklettur á toppn- um en þar veiddust 166,5 kippur í sumar. Flestar aðrar eyjar og veiði- svæði eru í besta falli hálfdrætting- ar á við þá. Lundavertíðinni lauk þann 15. ágúst sl. og var heildarveiðin þá ná- lægt 60 þúsund fuglum sem er ná- lægt meðallagi. Framan af gekk veiðin heldur illa og kenna menn um háum loftþrýstingi sem var við- varandi í um tíu daga. Eftir það komu ágætis skot og þegar tímabil- inu lauk voru menn sáttir við veið- ina í sumar. , Eins og fyrr segir var mest veiði í Ystakletti og hefur svo verið síðustu ár. Þar fengu veiðimenn 166,5 kipp- ur í sumar eða 16.650 fugla því hver kippa telur hundrað fugla. í fyrra var veiðin 223 kippur, sem er met. Ystaklettsmenn segja ástæðuna fyr- ir minni veiði vera þá að Kletturinn hafl verið verr sóttur í sumar en í fyrra. Fullt hafi verið af fugli en ekki hefði gefist meiri tími til veið- anna. Álsey kemur næst með 152 kippur sem menn þar á bæ segja að sé í góðu meðallagi. í Bjamarey veidd- ust um 100 kippur sem þeir segja í góðu meðallagi og betra en í fyrra þegar þeir náðu 88 kippum. Elliða- eyingar eru heldur óhressir með sumarið. Þar fengust um 80 kippur sem þykir með slappara móti. Brandurinn gaf 80 kippur og eru Brandsmenn ánægðir með sinn hlut í samanburði við stóra eyjarnar, Álsey, Bjarnarey og Elliðaey. Ekki fékkst uppgefíð hvað fékkst í Hellis- ey nema hvað veiðin var með treg- ara móti. Hellisey hefur súluna fram yfir hinar eyjarnar og þar gátu menn drýgt tekjumar með súlu- veiði. Er hún seld til hótela þar sem hún er borin fram sem villibráð. Sá drýgsti í Stórhöfða var með 30 kipp- ur. Auk þess eru menn sem eru að skjótast í lunda á heimalandinu og gæti veiði þeirra verið nálægt 30 kippum. Samkvæmt þessum töium er lundaveiði á vertíðinni, sem nú er að ljúka, um 60 þúsund fuglar. -ÓG 3DV Til hamingju með afmæíið 4. september 85 ára_________________ Gísli G. Jónasson, Hjúkranarheimilinu Eir við Gagnveg, Reykjavík. Jón Bjarnason, Skúlagötu 40, Reykjavík. 80 ára_________________ Polly Guðmundsdóttir, Bókhlöðustíg 2, Reykjavík. Polly er að heiman. 75 ára______________________ Sigurður O. Helgason, Álfhólsvegi 98, Kópavogi. Vilhelm Friðriksson, Hvanneyrarbraut 26, Siglufirði. Guðrún Einarsdóttir, Túni, Borgarhreppi. 70 ára __________________ Guðrún Gísladóttir, Bakkakoti U, Skaftárhreppi. Jóhann Stefánsson, Hólavegi 31, Siglufirði. Friðrik Friðriksson, Fossgötu 2, Eskifirði. Magnús Þ. Jóhannsson, Höfðagötu 2, Hólmavík. María Árnadóttir, Fannafold 225, Reykjavík. 60 ára_______________________ Jóhanna Hlíf Stefánsdóttir, Lindarbraut 21, Seltjarnarnesi. Sigm-birna Guðjónsdóttir, Hamrahóli, Ásahreppi. Friðjón B. Friðjónsson, fiármálastjóri hjá Héðni Smiðju hf, og gjaldkeri ÍSÍ. Geitlandi 11, Reykjavík. Kona hans er Svana Runólfs- dóttir. Þau taka á móti gestum í íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardai á afmælisdaginn milli kl. 17.00 og 19.00. Ragnhildur A. Theódórsdótt- ir, Akurgerði 58, Reykjavik. Dóra Sigurðardóttir, Asparlundi 2, Garðabæ. Erla Sigurmundsdóttir, Reykjaflöt, Hrunamannahreppi. 50 ára_______________________ Kristjana Larsen, Sumarhúsi við Sólheima, Grímsneshreppi. Sveinn Kristinsson, Vesturgötu 85, Akranesi. Guðrún Bjarnadóttir, Asparfelli 6, Reykjavík. Stefán Henry Lárusson, Hofgörðum 4, Seltjamarnesi. Finnbjörn Helgi Guðjónsson, Hraunholti 5, Gerðahreppi. Guðmundur Pétursson, Borgarvík 24, Borgamesi. Thulin Johansen, Sveighúsum 11, Reykjavík. Vigdis Kjartansdóttir, Eyjahrauni 29, Þorlákshöfii. Ingileif Arngrímsdóttir, Tjamarbóli 8, Seltjarnarnesi. 40 ára ______________________ Jón Haraldur Helgason, Grænavatni I, Skútustaða- hreppi. Ingólfur Hilmar Árnason, Brúnagerði 7, Húsavík. Auður Ama Höskuldsdóttir, Fjarðarstræti 55, ísafirði. Þórdís Ágústa Guðmimdsdótt- ir, Seilugranda 2, Reykjavík. Katrín Bjamadóttir, Miðengi 16, Selfossi. Guðmundur Þórðarson, Háarifi 47, Rifi. Walter M. Marteinsson, Barónsstíg 27, Reykjavík. Ingvar Kristinsson, Dverghömrum 20, Reykjavík. Sigrfður Guðrún Auðunsdóttir, Hraunbæ 188, Reykjavík. Bjame Palmquist Svendsen, Vesturgötu 40, Keflavík. es

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.