Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 Fréttir Fjármagn fengið til að hreinsa nikkelsvæðið í Njarðvík DV| Suðurnesjum: „Varnarliðið mun hreinsa svæð- ið á sinn kostnað og hefur tryggt fjármagn til að hreinsa öll mann- virki ofan- og neðanjarðar á neðra nikkelsvæðinu. Þá er verið að vinna að rannsóknum á mengun á svæðinu. Við erum fyrir löngu búnir að skipuleggja svæöið undir íbúðahverfi og mannvirkjagerð," sagði Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, við DV. Varnarliðið á Keflavíkurflug- velli mun á næstunni vinna í því á fullu að hreinsa svokallað neðra nikkelsvæði sem er milli Reykja- nesbrautar og Hólahverfis í Njarð- Nikkelsvæðiö sem á að hreinsa. DV-mynd ÆMK vík. Á svæðinu eru eldgamlir elds- neytistankar ofanjarðar, sem Bandaríkjamenn notuðu á stríðsár- unum, og nýrri mannvirki. Olíu- stöðin í Helguvík leysti síðan tankasvæðið af. Að sögn Ellerts hefur verið reynt í mörg ár að fá Vamarliðið til þess að tryggja fjármagn til að hreinsa svæðið og skila því til bæjaryfir- valda. Hann segist ekki vita hvenær þeir fái svæðið í hendumar. „Þetta svæði hefur verið mikil lýti að sjá og því fagnaðarefni að loksins er séð fyrir endann á því. Þá er þörf fyrir byggingarsvæði í bænum,“ sagði Ellert Eiríksson. -ÆMK Unniö viö nýja leikskólann - Brynjubæ á Flateyri. DV-mynd Guömundur Flateyri: Leikskóli byggður fyr- ir gjafafé Færeyinga DV, Flateyri: „Þetta gjörbreytir öllum aðstæð- um við leikskólann, ég veit að vísu ekki hvort ákveðið hefur verið að byggja upp útiaðstöðu við húsið. En það verður bylting i inniaðstöðu," segir Gróa Haraldsdóttir, leikskóla- stjóri á Flateyri. Bygging nýs leikskóla á Flateyri er vel á veg komin og mun skólinn verða tekinn í notkun nú í haust. Leikskólinn er byggður fyrir gjafafé frá Færeyingum. Húsið sjálft, sem er finsksmíðað bjálkahús, er stað- sett í svonefndum Grænagarði neð- an félagsheimilisins og því utan allra hættusvæða á Flateyri. „Búist er við því að húsið verði tekið í notkun 10. nóvember, tveim- ur mánuðum síðar en ráðgert var. Ef haustið verður gott á það ekki að koma að sök. Ef fer að snjóa er litla húsið okkar fljótt að fara í kaf en þá förum við eins og áður með börnin í félagsheimilið. Við bíðum spennt- ar eftir að geta byrjað í nýja húsinu því þetta breytir öllu, bæði fyrir bömin og starfsfólkiö," sagði Gróa. GS Grunnskólinn á ísafirði: Nemendum fjölgar - um 75% kennara með fuil réttmdi DV, ísafiröi: Nýr skólastjóri grunnskólans á ísafirði, Kristinn Breiðfjörð Guð- mundsson, hóf störf við skólann í fyrra og hefur hann afráðið að vera áfram. Tæplega 600 nemendur munu stunda nám við skólann í vet- ur sem er að sögn Kristins ívið fleiri en á síðasta vetri. Þar af bæt- ast 10 nýir nemendur í hópinn frá ríkjum fyrrum Júgóslavíu. Sagði Kristinn að svo skemmti- lega vildi til að þessir nemendur dreifðust í alla aldursflokka nema í 12 ára bekk, en tveir eru í 11 ára bekk. Kristinn telur að það verði ekki hvað síst skemmtilegt fyrir is- lensku krakkana að fá þessa viðbót. Frá því í vor hefur að sögn Krist- ins gengið erfiðlega að fá réttinda- kennara til starfa við skólann, utan sex leiðbeinendur sem starfað hafa við skólann og útskrifuðust á dög- unum með kennarapróf eftir fjög- urra ára fjarnám. Þetta em 13% af starfsliðinu. Þrátt fyrir að erfiðlega gangi að ráða réttindakennara út á landsbyggðina hefur hlutfallið batn- að hvað Grunnskólann á ísafirði varðar. Þannig er hlutfall réttinda- kennara við skólann í vetur um 75% sem er töluverð breyting frá því sem áður var. -HK Göngustígur upp á Klausturheiði DV, Kirkjubæjarklaustri: Sjálfboðaliðasamtök um náttúru- vernd gengust nýlega fyrir lagfær- ingu á Gjótunni sem er göngustígur upp á Klausturheiði. Þetta var þarft átak því margir ferðamenn leggja leið sína upp stíginn. Þegar upp á fjallið er komið er merkt gönguleið sem liggur austur yfir heiðina og niður Bjamarklif sem er skammt frá Stjórnarfossi að tjaldstæðinu á Kleifum. Svo virðist sem Systravatn, kyrrðin og fjalla- sýn til Öræfajökuls hafi góð áhrif á ferðamenn enda kallast gönguleiðin orðið Ástarbrautin meðal heima- manna. EAV Göngustígarnir lagðir. DV-myndir Elín markaskrár að koma út Nýjar DV, Hólmavík: Þessa dagana eru að koma út markaskrár í öllum markaumdæm- um landsins, átján að tölu. Stefnt er að því að þær verði tiltækar í rétt- um þessa hausts. Að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar hjá Bændasamtökum íslands, sem hefur eftirlit og umsjón með útgáfu þeirra, er undirbúningsvinnunni þannig háttað að markaverðir ann- ast söfnun marka og útgáfu hver á sínu svæði. Mörkin eru tölvuskráð hjá Bændasamtökunum og afhent prentsmiðjum í tölvutæku formi. Það starf hefur að mestu verið unn- ið af Guðlaugu Eyþórsdóttur, starfs- konu þeirrar deildar. Markaskrár eru gefnar út eigi sjaldnar en átt- unda hvert ár samkvæmt lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986 og reglugerð um búfjármörk, markaskrár o.fl. nr. 579/1989. Fyrir útgáfuna árið 1988 var gert átak við að útrýma óleyfilegum sammerkingum. Því tókst ekki að ljúka þá en þess er vænst að með út- gáfu markaskráa 1996 sé því verki lokið. Auk markavarðanna hefur markanefnd unnið mikið og vel að þessum málum og tekið til úrskurð- ar nokkuð á annað hundrað ágrein- ingsmál á þessum árum, oftast þau sem nær ógerlegt reyndist að leysa úr heima í héraði. Formaður þeirr- ar nefndar er Jón Höskuldsson í landbúnaðarráðuneytinu og með honum í nefndinni eru Ólafur R. Dýrmundsson hjá Bændasamtökun- um og Sigurður Sigurðarson, dýra- læknir á Keldum. í flestum markaskrám verða birt- ar fjallskilasamþykktir en á því hef- ur verið tröppugangur í undanförn- um útgáfum. Á þessu ári hefur ver- ið gert mikið átak víða um landið við að endurskoða þær og jafnvel endurskrifa þær frá grunni í sam- ræmi við breytingar sem orðið hafa á fjallskilamálum á seinni árum. Landbúnaðarráðherra staðfestir þær eftir að þær hafa farið um hendur Jóns Höskuldssonar í því ráðuneyti. Til nýmæla verður að teljast að nú verða í fyrsta sinn birt fastnúm- er hrossaræktenda í nýrri marka- skrá, þ.e. þeirra sem skráð eiga mörk í viðkomandi markaskrá. Að lokinni útgáfu markaskráa á þessu ári er áformað að gefa út nýja lands- markaskrá, sem er mörgum, líka búlausum, áhugaverð lesning. -GF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.