Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 ÚtgSfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Opinber verndun kláms Fyrir svo sem tveimur áratugum komst sú kenning á kreik, aö klám væri fremur hagstætt, af því að það héldi órunum á ímyndunarstigi og minnkaði líkur á, að þeir brytust út á öfgafullan hátt og sköðuðu annað fólk. Þetta var eins og hver önnur kenning, sem reis og hneig. Dönsk stjórnvöld tóku kenninguna fremur alvarlega fyrir tveimur áratugum og fóru að leyfa klámviðskipti af ýmsu tagi. Miðbær Kaupmannahafnar fylltist af klám- búðum, þar sem seldar voru bækur og tímarit, hljóð- snældur og myndbönd, svo og kynóratól af ýmsu tagi. Niðurstaðan var ekki sú, sem ætluð var. Kynferðis- glæpum fjölgaði, þegar frá leið. Miðbær Kaupmanna- hafnar varð fremur fráhrindandi á tímabili. Síðan hurfu Danir frá kenningunni og ástandið hefur aftur færzt í það horf, sem var fyrir misheppnuðu byltinguna. Svo virðist sem síðari tíma frumvarpshöfundar á ís- landi hafi verið við nám í Kaupmannahöfn við upphaf klámtímans, flutzt síðan heim til íslands og frosið hér inni með úrelta kenningu um gagnsemi kláms. Þessa sér stað í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um barnaklám. Frumvarpið greinir á milli grófs bamakláms, sem eigi að vera ólöglegt, og löglegs bamakláms, sem sé ekki eins gróft. Dómsmálaráðuneytið fylgist lítið með því, sem er að gerast og hyggst leggja frumvarpið fram að nýju í haust, þrátt fyrir daufar viðtökur í vor. í ruglingslegri greinargerð frumvarpsins segir: „Því hefur verið haldið fram, að í einstaka tilvikum geti efni með bamaklámi, sem kynferðislega misþroska menn hafa í vörzlu sinni, hugsanlega að einhverju leyti komið í veg fyrir kynferðisafbrot gagnvart bömum.“ Þetta er lítt sannfærandi texti, sem vísar í óskilgreind- ar fullyrðingar um einstaka tilvik og einhvers konar hugsanlegar hömlur, sem felist í klámi. Sem röksemda- færsla fyrir ríkisstjómarfrumvarpi um aukið klám er hún ónothæf með öllu og raunar forkastanleg. Við eigum við allt önnur vandamál að stríða á þessu sviði en skort á klámi. Augljósi vandinn er, að dómstól- ar í landinu taka ekki mark á forskriftum laga um þyngd dóma við kynferðisglæpum. Niðurstöður þeirra hafa oftast verið nálægt vægari enda lagarammans. Refsingar við kynferðisglæpum eiga að vera þungar, þótt vitað sé, að þær hafi sjaldan mannbætandi áhrif. Tilgangur refsinga er í rauninni allt annar, eins og sést af orðsins hljóðan. Þær hafa líka þann kost að taka hættulegt fólk úr almennri umferð um tíma. Mikilvægt er, að ríkisstjómir sem flestra landa taki saman höndum um gagnkvæmt upplýsingaflæði um framleiðslu og sölu barnakláms og annars afbrigðilegs kláms, svo að unnt sé að elta glæpamennina uppi. Þetta má gera á vegum lögreglustofnunarinnar Interpol. Fjölþjóðlegt samstarf er orðið mikilvægara núna en áður, af því að dreifing kláms er að færast í stafrænt form. Tæki á borð við símann og netið em notuð til að komast framhjá landamærum. íslenzk lög ná ekki til þeirra, sem gera barnaklám aðgengilegt á netinu. Hins vegar er hægt að rekja, hvaðan klámið á netinu kemur og hvetja viðkomandi yfirvöld til að grípa í taum- ana. Þannig er unnt að hrekja klámið úr einu víginu í annað og einangra þau ríki, sem halda verndarhendi yfir því. Þessar vamir eru enn ekki hafnar. Gott væri, að dómsmálaráðuneytið íslenzka hætti að vernda klám og færi í staðinn að hafa frumkvæði að al- þjóðlegu samstarfi um verndun fólks gegn klámi. Jónas Kristjánsson „Nýjustu óskir fjölmiölamanna um nýtt stríö til aö hjáipa Kúrdum meö tilheyrandi æsifréttum runnu út í sand- inn um helgina." - Á myndinni fundar Saddam Hussein meö herforingjaráöinu á sunnudag. Kúrdar eru Kúrdum verstir Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaöamaöur skyld indóevrópskum málum. Þeir eru alls um 20 milljónir, búa á há- lendinu þar sem fyrr- nefnd riki mætast og eru langfjölmennastir innan Tyrklands, þar sem líka er þrengt mest að þeim. Allt frá því sögur hófust, fyrir um 4000 árum, hafa Kúrdar í fjöllunum barist við alla utanaðkomandi og svo er enn. Utanaðkom- andi eru allir sem ekki tilheyra þeirra eigin ættboga, höfðingjaveldi eða frændgarði. Meðal þeirra innbyrðis hefur í aldir ríkt Sturlungaöld með tilheyrandi blóð- „Kúrdar eru ekki ein þjóð frekar en arabar. Þeir búa á stóru svæði allt frá íran, írak og Tyrklandi til Azerbajdzhan og njóta hvergi fullra mannréttinda..." Öll stefna Banda- ríkjanna frá upp- hafi hefur byggst á þeirri óskhyggju George Bush að Saddam væri svo voðalegur óvættur, ekki aðeins gagn- vart Sabah-hysk- inu í Kúveit, held- ur gegn sínum eig- in þegnum, jafhvel verri en Hitler, að hann hlyti að falla. Þessu trúði al- menningur um skeið í móðursýkis- floginu mikla 1990-91. Þegar bráði af fólki og væntingarnar brugðust féll Bush en stefha hans blíf- ur. Clinton getur ekki slakað á, því að einhvem óvin verður bandaríska þjóðin að eiga. Nýj- ustu óskir fjöl- miðlamanna um nýtt stríð til að hjálpa Kúrdum með tilheyrandi æsifréttum runnu út í sandinn um helgina, eftir mik- ið írafár og vopnaskak út af Irbil. Um það má fara nokkrum orðum. Kúrdistan Kúrdar eru ekki ein þjóð frekar en arabar. Þeir búa á stóru svæði allt frá íran, írak og Tyrklandi til Azerbajdzhan og njóta hvergi fullra mannréttinda, nema þeir sem vilja i írak. Þeir tala tvö að- skilin en náskyld tungumál, sem era í ætt við farsi í íran, og því hefndum. Þessar ættir í fjöllunum hafa þó síðustu áratugi sameinast í tvo meginflokka. Annars vegar er það ættasamsteypa Talabanis, PUK, sem íranir styðja af haturs- hug til Iraks, og hins vegar Barzanis, PDK, sem vill frið við stjórnina í Bagdad og sem Irakar styðja. Utan beggja stendur PKK í Tyrklandi. I borgum og þéttbýli íraks hafa Kúrdar öll sömu rétt- indi og aðrir, sem hvergi þekkist annars staðar. Þeir eiga m.a.s. sæti í byltingarráði Baathflokks Saddams Husseins. Valdabarátta Barzaniættin í írak hefur barist fyrir sjálfstæði allra Kúrda síðan 1964. Talabaniættin, sem er tengd Kúrdum í íran, vill ekki að Barzani ráði. Einn angi af þessu er Irbil, sem Talabcmi náði af Barzani fyrir 2 áram. íranir hafa lengi stutt Talabani gegn Barzani til að ná höggi á Saddam. Barzani vill ganga að tilboðum Iraka frá 1968 um heimastjóm og sjálfræði Kúrda undir yfirstjórn frá Bagdad. Talabani og fleiri ættir vilja ekki meiri völd Barzanimanna. Um þetta snerist árásin á Irbil. Saddam var að hjálpa Barzani, að hans eigin ósk, gegn Talabani og írönum, stuðningsmönnum Tala- banis. Hann var sem sagt að reyna að setja niður deilur til að koma á friði við Kúrda fyrir milligöngu Barzanis. Allur æsingurinn er út í hött, Bandaríkjamenn koma þessu máli ekkert við og eru vita mátt- lausir að hjálpa einum eða nein- um. Þeir eiga um að velja að ráð- ast á Kúrda Barzanis, sem hefur miklu meira fylgi en Talabani, og þar með hjálpa klerkastjórninni í írsm, sem er eitur í þeirra beinum, eða hins vegar sprengja Kúrda Talabanis og þar með hjálpa Saddam Hussein. Vitanlega gera þeir ekki neitt nema skaka vopn sín og hrista höfuðið yfir þeim ógöngum sem stefna Bush gagn- vart írak hefur komið þeim í. Hún bitnar mest á Kúrdum sjálfum, því að það er valdaflkn Talabanis sem stendur í vegi fyrir að samningar um sjálfstjórn Kúrdasvæðanna takist. En þá hefðu Vesturlönd vitaskuld misst glæpinn. Gunnar Eyþórsson Skoðanir annarra Ganga erinda sægreifa „Talsmönnum veiðileyfagjalds fer sífellt fjölgandi, en því miður eru þau öfl við landsstjórnina sem eru málsvarar rikjandi kerfis. Sjávarútvegsráðherra hef- ur jafnan meö blygðunarlausum hætti gengið erinda sægreifanna og aldrei ljáð máls á neinum breyting- um. Sjálfstæðismenn geta hinsvegar ekki til eilífðar- nóns staðið í vegi réttlætisins, og málið hlýtur að verða tekið upp á landsfundi flokksins í október. Þá hefur upp á síðkastið örlað á vitrænni umræðu um þessi mál innan Framsóknarflokksins, og heyrir til tíðinda." Úr forystugrein Alþýðublaðsins 3. sept. Saddam yfir mörkin „Þessi árás íraska stjómarhersins er hrein ögran við umheiminn og það gæti reynst afdrifaríkt að láta Saddam komast upp með hana óáreittur. Eftir að írakar biðu ósigur í Persaflóastríðinu fyrir fimm árum var því lýst yflr af Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra að svæðið norðan 36. breidd- argráðunnar væri griðasvæði fyrir Kúrda. Þrátt fyr- ir að ekki hafi verið amast við því til þessa að íraks- her athafnaði sig á þessu svæði hefur Saddam með árásinni á Arbil farið langt yfir þau mörk sem þjóð- ir Vesturlanda geta sætt sig við.“ Úr forystugrein Mbl. 3. sept. Forsetinn mótar embættið Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók enn skref áfram um helgina í þá átt að móta embættið póli- tískt. Tvisvar hefur hann rætt eldfím þjóðmál í mik- ilvægum ræðum. Nú um helgina vék hann að byggðastefnu og kaus til þess hæfilegan vettvang: Vestfirði, þar sem lengi hefur horft til mannauðnar. I innsetningarræðu sinni vék hann að lífskjarajöfn- un með þeim hætti að eftir var tekið ... Vigdís forseti tók skógrækt og málrækt upp á sína arma, þörf en hættulaus umræðuefni. Ólafur Ragnar fer ótrauður inn á háhitasvæði stjórnmálanna, og hefúr ekki brennt sig enn.“ Úr forystugrein Dags-Tímans 3. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.