Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 Stuttar fréttir Utlönd Saddam Hussein íraksforseti er borubrattur þrátt fyrir loftárásir bandaríska hersins á skotmörk í suöurhluta íraks. Hann hefur m.a. fyrirskipaö orrustuflug- mönnum sínum aö skjóta niöur bandarískar flugvélar sem eiga aö sjá til þess aö útvíkkað flugbannssvæöi yfir írak veröi virt. Símamynd Reuter Flugbannssvæðið yfir suðurhluta íraks víkkað út í morgun: Bandaríkjamenn gera nýjar flugskeytaárásir - Saddam Hussein fyrirskipar að skjóta niður bandarískar flugvélar Barist í Búrúndí Skæruliðar Hútúa réðust að vígjum stjórnarhers Tútsa í Búr- úndí I nótt, í hörðustu bardögum frá valdaráninu í lok júlí. Stjórnar- hermenn segjast hafa hrakið skæruliðana á brott. gagnrýni Bob Dole, for- setaframbjóð- andi repúblik- ana, forðaðist að gagnrýna Bill Clinton Banda- ríkjaforseta vegna árásanna á írak. Sagðist styðja hersveitir Bandaríkjamanna á Persaflóaswæðinu. Benedetti hættur Italski fjármálamaðurinn Carlo De Benedetti hefur sagt af sér sem stjómarformaður Olivetti-fyrir- tækjasamsteypunnar sem er í eigu hans. Feliibyiur ógnar Fellibylurinn Fran ógnaði svæð- inu frá miðju Flórídariki til Norð- ur-Karólínu. Unníð að fundi ísraelskir embættismenn unnu hörðum höndum að undirbúningi fundar Benjamins Netanyahus for- sætisráðherra og Yassers Arafats, forseta Palestínu. Spáðu þeir að fundurinn yrði i dag eða á morgun. í fundaherferð Alain Juppe, forsætisráðherra Frakka, fór í fundaherferð til að bæta ímynd rikisstjórnar sinnar. Ekki á þing Fyrrum vændiskona í Nevada- riki i Bandaríkjunum tapaði í kosningum meðal demókrata um laust sæti á Bandaríkjaþingi. Reuter Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Gránugötu 6, Siglufirði, mánudaginn 9. sept- ember 1996 kl. 14, á eftirfar- _________andi eignum:__________ Aðalgata 22, efri hæð, Siglufirði, þingl. eig. Bjöm Bjömsson, gerðar- beiðendur Ferðamálasjóður og sýslu- maðurirvn á Siglufirði. Hafnartún 30, Siglufirði, þingl. eig. Siglufjarðarkaupstaður, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður verkamanna. Hafnartún 32, Siglufirði, þingl. eig. Siglufjarðarkaupstaður, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður verkamanna. Hafnartún 36, Siglufirði, þingl. eig. Siglufjarðarkaupstaður, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður verkamanna. Hlíðarvegur 30, Siglufirði, þingl. eig. Eva Pétursdóttir, gerðarbeiðandi Líf- eyrissjóður verkalýðsfélaga á Norð- url. vestra. Hólavegur 10, neðri hæð, Siglufirði, þingl. eig. Bjöm Valberg Jónsson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Norðurl. vestra og sýslumaðurinn á Siglufirði. Hvanneyrarbraut 46, neðri hæð, Siglufirði, þingl. eig. Siglufjarðar- kaupstaður, gerðarbeiðandi Bygging- arsjóður verkamanna. Túngata 25, hl. neðri hæðar, Siglu- firði, þingl. eig. Jónas Þórðarson, gerðarbeiðandi Islandsbanki hf. SÝSLUMAÐURINN Á SIGLUFIRÐI Bandaríski herinn skaut stýriflaugum í annað sinn á hernað- arskotmörk í suðurhluta íraks snemma í morgun til að gera banda- rískum flugvélum kleift að fram- fylgja útvíkkun flugbannssvæðisins yfir írak. Stækkun svæðisins þar sem írösk- um orrustuvélum er bannað að íljúga átti að ganga í gildi klukkan átta í morgun að íslenskum tíma en Saddam Hussein Iraksforseti fyrir- skipaði flugmönnum sínum að skjóta niður bandariskar vélar sem Palestinskur flugræningi gafst upp fyrir lögreglu á Gardemoenflug- vellinum við Ósló í gær og fór fram á að honum yrði veitt pólitiskt hæli. Maðurinn hafði rænt búlgarskri leiguflugvél og snúið henni til Nor- egs. Norskir embættismenn sögðu ólíklegt að flugræninginn fengi hæli vegna strangrar stefnu norskra stjórnvalda þegar flugrán eru ann- ars vegar. Maðurinn rændi Tupolev TU-154 flugvélinni þegar hún var á leið frá Beirút til Varna, nærri Svartahafs- strönd Búlgaríu, og sleppti öllum 150 farþegunum áður en hann fyrir- skipaði áhöfninni að fljúga áleiðis til Óslóar. Um 45 mínútum eftir að vélin reyndu að framfylgja flugbanninu. Bandarískir embættismenn sögðu að sautján stýriflaugum hefði verið skotið í morgun frá þremur skipum og einum kafbáti og að þeim hefði verið beint að skotmörkum sem eyðilögðust ekki í flugskeyta- árásinni í gærmorgun. Þá skutu Bandaríkjamenn 27 stýriflaugum á suðurhluta Iraks. I morgun höfðu ekki borist neinar fréttir af viöbrögðum iraskra stjórn- valda við síðustu flugskeyta- árásinni. lenti gekk maðurinn út á landgang- inn, gaf sig á vald lögreglu og var færður í fangageymslu. Enginn varð fyrir meiðslum. „Hann hefur ekki gefið upp neina pólitíska ástæðu,“ sagði lögreglufor- inginn Asbjörn Gran við frétta- menn. „Hann hefur aðeins farið fram á að fá lögfræðing, sem var auövelt að verða við, og að fá póli- tískt hæli. Hann vildi kannski bara koma hingað. Áhöfninni líður vel.“ I samræmi við norskar reglur neitaði Gran að nafhgreina flugræn- ingjann en búlgörsk yfirvöld sögðu hann heita Nadir Abdulah. „Hann er palestínskur og milli tvítugs og þrítugs. Hann talar lélega ensku,“ sagði Gran. Reuter Vínbændur full- ir efasemda Bændur í helstu vínræktar- héruðum Frakklands segja að uppskera þessa árs mun ekki gefa af sér nema meðalgóð vín. Það sé þó háð því að veðrið verði gott fram að uppskeru sem hefst upp úr miðjum mánuðin- um. Þurrkar og rigningar geti þó alveg eyðilagt vonir manna um þokkaleg vín. Reuter Loftvarnaflautur kváðu við í Bagdad, höfuðborg íraks, snemma í morgun á meðan flestir fjögurra milljóna íbúanna voru enn í fasta- svefni. Nokkrar hræður voru á göt- unum en enginn hraðaði sér til að leita skjóls eða hafði fyrir þvi að spyrja hvers vegna flautað var. William Perry, landvarnaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær- kvöld að skemmdir af völdum sprengjuárásarinnar í gær væru umtalsverðar. Hann sagði hins veg- ar afskaplega ólíklegt að óbreyttir borgarar hefðu fallið, eins og írakar héldu fram, og benti á að skotmörk- in hefðu verið á afskekktum stöðum. Clinton Bandaríkjaforseti fyrir- skipaði loftárásirnar þegar Saddam Hussein lét það sem vind um eyrun þjóta þegar bandarisk stjórnvöld sögðu honum að halda hersveitum sínum utan svæða Kúrda í norður- hluta íraks. Bandarískir embættismenn sögðu að nágrönnum íraks stafaði hætta af Saddam og að hann ógnaði öryggi heimsins. Reuter Frá Borgarholtsskóla Innritun í kvöldnám Þeir nemendur sem hyggjast stunda kvöldnám í málmiðnaði og hafa ekki enn skráð sig geta gert það í skólanum fimmtudaginn 5. september kl. 17.00 -19.00. Um er að ræða verklega og fagbóklega áfanga í vélsmíði og rennismíði ásamt félagsfræði 102. Athugið að þetta er síðasti innritunardagur. Skólameistari Tsjernomyrdín með samningum Lebeds - en Jeltsín snuprar hann meö orðuveitingu Viktor Tsjemomyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, lýsti því op- inberlega yfir í gær að hann styddi samninga þá sem Alexand- er Lebed, sendifulltrúi Borís Jeltsíns forseta í Tsjetsjeníu, hefði gert í lýðveldinu um vopnahlé og pólitíska framtíð þess. Sagði hann samninga Lebeds vekja áhyggjur en i heild væm þeir réttlætanleg- ir. „Við ættum að vinna sam- kvæmt skilmálum samninganna og halda þá,“ sagði Tsjernomyrdín á fundi í Kákasus. Tsjemomyrdín sagði einnig að ákvæði samninganna um að bíða með ákvarðanir um pólitíska framtíð Tsjetsjeníu viðkvæmasta deiluefnið, væru skynsamleg. „Það ætti að vera mögulegt að leysa þá hlið mála á næstu fimm árum, jafnvel efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu." Tsjernomyrdín sagði innrás herliðs Rússa í Tsjetsjeniu hefði ekki borið tilætlaðan árangur og haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Yrði að „finna lausn á þeirri smán“. Borís Jeltsín, sem er í sumar- leyfi utan Moskvu, hefur enn ekki gefið Lebed færi á að hitta sig að máli en Lebed fékk í ágúst óskor- Alexander Lebed. að umboð til samningagerðar í Tsjetsjeníu. Batt hann enda á 20 mánaða ófrið sem kostað hefur um 80 þúsund manns lífið. Jeltsín sá hins vegar ástæðu til að veita Anatoly Kulikov innan- ríkisráðherra orðu fyrir störf í þágu föðurlandsins. Kulikov er svarinn óvinur Lebeds. Var orðu- veitingin túlkuð sem svo að forset- inn væri að snupra Lebed en hann lagði til að Kulikov yrði rekinn vegna meints klúðurs í málefnum Tsjetsjeníu. Reuter Foröast Flugræningi gafst upp á Gardemoen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.