Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 18
34 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 Sviðsljós Liam Neeson undir hníf- inn á Ítalíu írski kvikmyndaleikarinn Liam Neeson var fluttur í skyndingu á sjúkrahús á Ítalíu um liðna helgi og gekkst undir skurðaðgerð vegna þarmastíflu. Liam var staddur á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum á frumsýn- ingu myndarinnar „Michael Collins" þar sem hann leikur aðalhlutverkið þegar hann kenndi sér meins. Aðgerðin var gerð á sjúkrahúsi I borginni Padua og tókst hún með ágæt- um. Ofangreind mynd fjallar um samnefndan írskan byltingar- mann frá fyrri hluta þessarar aldar og leikstjóri hennar er hinn rómaði Neil Jordan. De Niro í hnífaleik Leikarinn Robert De Niro er þekktur fyrir að búa sig vel und- ir hlutverk sín. Hann gerði enga undantekningu fyrir myndina The Fan þar sem hann leikur klikkaðan hnífasölumann. De Niro kynnti sér hnífamálin svo vel að hann var sífellt að skera sig í fingurna svo framleiðend- um myndarinnar þótti nóg um og létu slæva kutana. Gwyneth Paltrow orðuð við óskarsverðlaun eftir leik sinn í Emmu: Efst á óskalistanum að eignast barn með Brad Gwyneth Paltrow hefur til þessa verið þekktari fyrir kærastann sinn en afrek sín á hvíta tjaldinu. En eft- ir frammistöðu sína í kvikmyndinni Emmu, sem byggð er á verki bresku skáldkonunnar Jane Austen, má bú- ast við að dæmið snúist við. Þykir Gwyneth standa sig með þvílíkum áægtum í Emmu að margir búast við að hún hreppi óskarsverðlaunin í mars á næsta ári. Einhver Bretinn kann að verða hvumsa þegar rætt er um að veita ungri konu, sem ólst upp á götum New York, óskarsverðlaun fyrir túlkun á einni söguhetju Jane Aust- en en breskur framburður Gwyneth þótti svo góður að maður nokkur spurði af hverju hann hefði aldrei séð þessa stórkostlegu bresku leikkonu. En þrátt fyrir velgengnina hefur Gwyneth áhuga á öðru og meiru en að verða aðalleikkonan í Hollywood. Hún óskar þess heitast að eignast barn með kærastanum, leikaranum Brad Pitt. „Við viljum bæði eignast barn. Brad er einstakur og yndislegur maður og verður örugglega góður pabbi. En ég er frekar gamaldags og vil helst að við giftum okkur fyrst. Brad er á sama máli,“ segir Gwy- neth og bætir við: „Við vorum alin upp i þeirri trú að hjónaband væri afar mikilvægt og gefandi fyrir tvær manneskjur." Gwyneth, sem er 23 ára, kynntist Brad, 32 ára, við tökur á sakamála- myndinni Seven fyrir tveimur árum. Hafa þau verið óaðskiljanleg síðan. Engu að síður furðar Gwy- neth sig á hvemig þau byrjuðu að vera saman. „Það hvarflaði aldrei að mér að daðra við nokkurn mann þó svo ég væri skotin. Brad sagði mér að sér hefði strax líkað við mig en ég vissi ekki að hann væri annað og meira en bara vinalegur. En svo fór ég að verða yör við tilfinningar i hans garð og hugsaði sem svo: Ertu brjál- uð, manneskja, að vera skotin í Brad Pitt. Taktu þig taki.“ En Gwyneth var fljótlega kynnt til sögunnar sem kærasta Brads Pitts og kynntist strax öllu því furðulega sem slikri stöðu fylgir. „Þetta hefur verið eins og sirkus síðan við byrj- uðum saman og afls kyns vitleysa verið sögð um okkur. Til dæmis sú að Brad hafi klæðst nærfatnaði af mér við óskarsverðlaunaafhending- una sem eins konar lukkugripum. En svona er lífið i Hollywood.“ Gwyneth segir að óttinn við um- sátur ljósmyndara og að verða af- hjúpaður geri að verkum að hún sé mjög varkár. Þannig hafl þau viljað slappa af í heita pottinum á verönd- inni eitt kvöldið eftir erflðan dag. En af ótta við að einhver vitleysing- ur væri á gægjum með infrarauða myndavél ákváðu þau að klæðast sundfótum. „Og eftir að Brad lék í Twelve Monkeys gaf Bruce Willis honum pappírstætara. Svo virðist sem fólk fari í ruslið hjá manni í leit að fóðri fyrir slúðurblöðin," segir Gwyneth Paltrow. Gwyneth Paltrow og Brad Pitt. Manley-systurnar eru nú allar giftar konur og ekki annað aö sjá en þeim líki þaö vel. Alex í brúðkaupi litlu systur Alexandra prinsessa, eiginkona Jóakims Danaprins, var frá sér num- in af gleði þegar hún horfði á litlu systur sína ganga í hjónaband í Vín- arborg í síðasta mánuði. Hún hafði verið við mörg brúðkaup síðan hún sjálf giftist prinsinum sínum en eng- in athöfn var henni kærari en þessi, að hennar eigin brúðkaupi undan- skildu. „Til hamingju, litla systir. Þetta er stórkostlegt brúðkaup," sagði Alex- andra við hina 26 ára gömlu Mart- inu. Og nú eru allar Manley-systum- ar þrjár búnar að gifta sig. Brúðhjónin ungu, Martina og Andrew Bent, buðu 130 manns til veislunnar og komu gestirnir frá öll- um heimsins hornum. Foreldrar brúðarinnar komu að sjálfsögðu frá Hong Kong, svo og Nicola systir með mann og barn, foreldrar brúðgu- mans og amma komu frá Englandi, Alexandra og Jóakim komu frá Dan- mörku og nokkrir vinir brúðhjón- anna og ættingjar frá Austiuríki. Hjónavígslan fór fram I hinni ka- þólsku Salvatorkirkju í miðborg Vín- ar. Brúðurin kom til kirkjunnar í hvítum Rolls Royce glæsivagni en þá höfðu fjórir vinir brúðgumans, þar á meðal Jóakim, vísað gestum til sætis og afhent þeim sálmana sem sungnir voru. Jóakim og hinir vinirnir þrír voru allir klæddir í gullbróderað vesti sem var sérstaklega saumað í Hong Kong. Þar var brúðarkjóllinn einnig saumaður, krítarhvítur með stutt slör. „En hvað þú ert falleg," sagði Alexandra þegar hún sá systur sína í kjólnum, með rósavönd I hendi. Og víst er allir viðstaddir gátu tekið undir með henni. Misstu ekki af besta tíma dagsins Hringdu núna! ÁSKRIFTARSÍMINN E R 800 70 80 -besti tími dagsins! Marcelo Costa knúsar hér Ijónynjuna Lúmu sem haldiö hefur veriö sem gæludýri í bakgarðinum heima hjá honum í Rio de Janeiro sl. átta ár. Fjöl- skyldan keypti Lúmu fyrir 100 grömm af gulii þegar hún var 24 daga gömul. Fjölskyldan hýsir einnig 24 viiliketti og 12 hunda en enginn etur meira en Lúma eða 3-8 kg af kjöti á dag. Engin lög eru til sem banna fjölskyldunni aö hafa Lúmu hjá sér en hún hefst við í búrí í bakgaröinum. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.