Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 Forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson segir aö togstreitu landshluta dagi uppi. Togstreita „Togstreitan milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, sem ein- kennt hefur umræður og ákvarð- anir á vettvangi þjóðmála um marga áratugi, er að daga uppi í umbroti breytinga sem umskapa heiminn allan.“ Hr. Ólafur Ragnar Grímsson i Mbl. Hugmyndaflug „Engu að síður var töluverð til- breyting að klassísk mótaðri róm- antík þessa yndislega kammer- verks frá því er franskt og tékk- neskt hugmyndaflug óðu á súðum innan um Lakagígamyndir Arn- gunnar Ýrar Baldursdóttur í Hafn- arborgarsalnum skömmu áður.“ Ríkarður Ö. Pálsson i Mbl. Ummæli Storka um- heiminum „Þrátt fyrir að aðgerðir Sadd- ams gegn Kúrdum breyti i sjálfu sér ekki valdajafnvæginu í þessum heimshluta eru mörg dæmi um það í sögunni að hættulegt geti reynst að leyfa harðstjórum að storka umheiminum með þessum hætti.“ Leiðari Morgunblaðsins. Óbótamenn „Þeir menn sem þumbast við og verja hið rangláta og siðlausa kerfi geta ekki kallast annað en pólitískir óbótamenn. Ekkert rétt- lætir hina gríðarlegu eignatil- færslu - frá þjóðinni til sægreif- anna.“ Leiðari Alþýðublaðsins. Vinsældir forseta Þeir sem fylgjast með stjórnmál- um í Bandaríkjunum vita að Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur jafnan verið talinn með vin- sælli forsetum Bandaríkjanna. En þrátt fyrir almennar vinsældir hans er hann þó fjarri því vinsæl- asti forseti Bandaríkjanna frá upp- hafi.Geröar hafa verið mælingar á meöaltalsvinsældum Bandaríkja- forseta i embætti - og einnig á vin- sældum þeirra nú á tímum, eftir að þeir hafa gegnt embætti. Vinsæl- asti forseti . Bandaríkjanna frá upphafi er John F. Kennedy sem hafði stuðn- . Clinton er ing 70% þjóðar- v'nsæl1 íor' innar að meðal- setl- tali á stjórnartíma sínum. í dag mælist þessi tala vera 78%. Næst- ur á eftir honum er Franklin Roos- evelt og síðan Dwight Eisenhower. Blessuð veröldin Lyndon Johnson var meðal vin- sælli forseta Bandaríkjanna í emb- ætti, meðaltalsfylgi hans var 55%. Hann fær hins vegar ekki góða einkunn í sögunni og í dag hefur þessi tala dottið niður í 35%. Harry Truman naut aðeins 43% meðaltals fylgis í embætti en fær góðan dóm sögunnar og í dag er þessi tala 68%. Vaxandi suðaustanátt Við Hvarf er kyrrstæð lægð sem fer minnkandi en víðáttumikið og vaxandi háþrýstisvæði austur af landinu. í dag er gert ráð fyrir suð- Veðrið í dag austan- og sunnanátt á landinu, all- hvassri eða hvassri sunnan- og suð- vestanlands í fyrstu en hægari ann- ars staðar þegar líður á morguninn. Þá gengur meira i suðrið og lægir töluvert. Sunnan- og vestanlands verða skúrir en úrkomulítið annars staðar. Hiti verður 9-16 stig, hlýjast norðanlands. Sóla^lag í Reykjavík: 20.33 Sólarupprás á morgun: 06.22 Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.37 Árdegisflóð á morgim: 12.11 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 15 Akurnes þoka í grennd 9 Bergstaóir skýjaö 15 Bolungarvík Skúr á síó. kls. 12 Egilsstaóir hálfskýjað 9 Keflavíkurflugv. rigning og súld 12 Kirkjubkl. þoka í grennd 10 Raufarhöfn skýjað 11 Reykjavík rigning 13 Stórhöföi þoka 11 Helsinki hálfskýjað 11 Kaupmannah. Ósló skýjað 13 Stokkhólmur hálfskýjaó 12 Þórshöfn skýjað 13 Amsterdam þokumóða 14 Barcelona þokumóða 14 Chicago þokumóða 19 Frankfurt léttskýjað 14 Glasgow mistur 15 Hamborg súld 13 London rign. á síó. kls. 16 Los Angeles þokumóða 18 Madrid alskýjað 14 Malaga þokumóða 20 Mallorca léttskýjaó 12 París heiðskírt 13 Róm þrumuveöur 17 Valencia alskýjað 19 New York heióskírt 26 Nuuk skýjað 3 Vín skýjað 15 Washington alskýjað 22 Winnipeg heióskírt 11 Pétur Einarsson leikstjóri: Draumaheimur mannsins „Nýja leikritiö, Ef væri ég gull- fiskur, er saga um mann sem hef- ur uppgvötvað að hann er mjög stabíll og gegnumheill maður sem er heiðarleikinn uppmálaður,“ sagði Pétur Einarsson leikstjóri. Leikfélag Reykjavíkur frumsýn- ir þetta nýja leikrit Árna Ibsens fóstudaginn 13. september. „Þrátt fyrir þessa mannkosti sína, uppgötvar aðalpersónan, Binni, allt í einu að þaö eru allir í kring- um hann að gera það með öllum nema hann, allir eru að græða nema hann og hann ætlar loks að fara að gera eitthvað í málunum. Maður dagsins Binni uppgvötvar að veröld gull- fisksins er í rauninni drauma- heimurinn okkar eins og við vilj- um hafa hann. Hann syndir hring eftir hring í þægilegu vatni og fæð- an hans kemur með reglulegu millibili að ofan. Gullfiskurinn hefur skammtímaminni, sem er ekki nema nokkrar sekúndur. Þeg- ar hann hittir gullfiskakerlinguna, Pétur Einarsson. sem er með honum í búrinu, þá er hann alltaf að hitta nýja konu í hvert sinn. Þetta er þessi augsýni- legi draumaheimur okkar,“ sagði Pétur. „Höfundur verksins er Árni Ib- sen og hann er reyndar enn þá að skrifa verkið. Verkið er sífellt að breytast, styttast eða atriðum bætt inn í. Þetta er gamanleikrit og á köflum alger farsi en samt með fullgildum söguþræði. Leikararnir í verkinu eru landsliðiö af kómi- kerum. Eggert Þorleifsson er í að- alrullunni, en aðrir leikarar eru Halldóra Geirharðsdóttir, Þórhall- ur Gunnarsson, sem starfað hefur á Norðurlandi undanfarin tvö ár, Ásta Arnardóttir, Guðlaug Elísa- bet Ólafsdóttir, Helga Braga Jóns- dóttir, Kjartan Guðjónsson og Rósa Guðný Þórsdóttir." Pétur Einarsson hefur ekki mik- inn tíma til að sinna öðrum hugð- arefhum sínum. „Ég er að vinna sem leikari, leikstjóri og kennari í leiklist. Svo er ég að „leika“ for- mann í tveimur félögum, Félagi leikstjóra á íslandi og Félagi um Listaháskóla íslands. í þetta fer mestallur minn tími, en ég hef reyndar eitt brennandi áhugamál - silungsveiði. Uppáhaldsveiði- staðurinn minn er Veiðivötnin, en ég hef ekkert komist í silungsveiði í sumar. Ef ég er heppinn kemst ég kannski einhverja helgina í sjó- birtingsá," sagði Pétur. Bömin komin á legg Myndgátan hér aö ofan lýsir orötaki Fjórir leikir verða í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu. Fyrsta deild kvenna Fjórir leikir fara fram í fyrstu deild kvenna í boltanum í dag og hefjast þeir allir klukkan 18.00. Á Akureyri keppa lið ÍBA og meistara Breiðabliks sem þegar hafa tryggt sér sigurinn í deild- inni. í Garðabænum keppa Iþróttir Stjarnan og ÍBV, Á Hlíðarenda keppa lið Vals og ÍA og í Mos- fellsbænum lið Aftureldingar og KR. Rétt er að minna á það að í dag klukkan 15 að íslenskum tíma munu Tékkar og íslending- ar eigast við 1 vináttulandsleik í knattspymu karla í Tékklandi. Bridge Þeir eru oft skrítnir topparnir sem fást í tvímenningskeppnum. í sumarbridge síðastliðið mánudags- kvöld fengu AV hreinan topp í þessu spili. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og AV á hættu: 4 KG108 44 K10983 ♦ D5 4 73 4 ÁD97532 * DG5 * 4 * G9 4 4 »4 Á6 4 Á10972 4 ÁD862 Vestur Norður Austur Suður pass pass 34 44 pass 4* p/h Austur hugsaði sig lengi um áður en hann ákvað að opna á þremur spöðum. Það er hættuleg sögn á hættu gegn utan og hefði getað far- ið illa. Suður var í vanda staddur og gat ekki doblað, því sú sögn lofar oftast nær lengd i hjarta. í stað þess að velja pass sem skástu sögn gat hann ekki stillt sig um að segja sterkari láglitinn. Norður skaut þá á fjögur hjörtu sem vom pössuð út. Austur spilaði í upphafi út einspili sínu í tígli og sagnhafi setti lítið spil eftir nokkra umhugsun. Vestur fékk slaginn á kónginn og spilaði einspili sínu í spaða. Austur drap gosa norð- urs á drottningu og spilaði laufgosa. Sagnhafi drap á ásinn og spilaði nú tígli á drottningu í þeirri von að austur hefði átt tvíspil í upphafi. Austur trompaði með hjartafimmu og spilaði laufníu sem fékk að eiga slaginn. Þá kom spaðaás, trompsexa úr blindum, yfirtrompað á sjöu vest- urs og laufkóng spilað. Sagnhafi trompaði með hjartaáttu, austur yf- irtrompaði og spilaði spaðaníu. Sagnhafi trompaði nú með ásnum í blindum og spilaði tigli sem hann trompaði heima með níu. Austur yf- irtrompaði enn og gaf félaga enn eina spaðastungu. Fimm niður og 250 stig í dálk AV dugði í toppinn. ísak Öm Sigurðsson 4 6 44 742 ♦ KG863 4 K1054

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.