Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 32
l«tt« tii mkil's að (g)(g)(B) FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 Bessastaöir: Fimmtán minkar skotnir - forsetinn fylgdist með „Forsetahjónin komu að okkur þegar við vorum að fanga einn minkinn og Ólafur spurði hvað við værum að gera. Hann hafði ekki fengið að vita af ferðum okkar en var hinn ljúfasti þegar við vorum búnir að upplýsa hann. Þau héldu bara áfram sínu trimmi," sagði Þorvaldur Björnsson minkabani í samtali við DV en hann og þrír félagar hans skutu 15 minka í landi Bessastaða og nágrenni á dögunum. Þorvaldur og félagar höfðu fengið leyfi hreppsins til að farga minkunum sem voru farnir að gera usla í lífríkinu við Bessastaði. Minkar hafa ekki verið skotnir skipulega á þessum slóðum í nokkur ár. -bjb Tveir handteknir: Grunaðir um rán Öldruð kona var rænd þegar hún var á gangi á Barónsstíg í gærmorg- un. Konan, sem er á sjötugsaldri, var á gangi skammt frá Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg þeg- ar maður hljóp að henni og hrifsaði af henni veskið. Að sögn lögreglu voru um 80 þús- und krónur í veskinu. Veskið fannst í húsagarði í borginni um miðjan dag en þá höfðu allir peningarnir verið teknir úr þvi. Lögreglan hand- tók tvo menn í gær sem grunaðir voru um þjófnaðinn. Þeir verða báð- ir yfirheyrðir í dag en málið er í höndum Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. -RR Hafrafellið: Sendum hon- um skeyti - segir Helgi Hallvarösson „Við getum lítið aðhafst meðan skipið er á Flæmska hattinum ann- að en senda honum skeyti,“ sagði Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, í gær þegar DV spuröi hann hvaða ráð væru til að kalla Hafrafellið tij lands. Eins og fram kom i frétt DV í gær er Hafrafellið vélstjóralaust og með hálfskipaða áhöfn að rækjuveiðum á Flæmska hattinum, og hefur Vél- stjórafélag íslands kært það til yfir- valda og farið þess á leit við Land- helgisgæsluna að færa skipið til hafnar. Helgi Hallvarðsson býst ekki við að neitt gerist í málinu fyrr en skipið kemur í höfn. -SÁ L O K I Saksóknari í Istanbúl höföar mál vegna tuga brota á umgengnisrétti: Halim ákærður í sakamáli - talinn hafa veikari stöðu 1 forsjármálinu veröi hann dæmdur í fangelsi Saksóknari í Istanbúl hefur gef- ið út ákæru á hendur „ísak Halim Al“ þar sem honum eru gefin að sök margítrekuð brot gegn um- gengnisrétti Sophiu Hansen og dætrum þeirra allt írá því árið 1994. Halim hefur nýlega verið birt ákæran og á hann að mæta fyrir dómara á miðvikudag í næstu viku. Lögfróðir menn sem hafa komið að málinu telja ljóst að nú vofi fangelsisrefsing yfir Halim - sér- staklega ef höfð er hliðsjón af þeim ítrekunaráhrifum sem menn ætla að dómari muni taka mið af þegar hann kveður dóm yfir Halim. Hann braut umgengnisréttinn í á sjöunda tug skipta eftir að Sophiu og dætrum hennar tveimur hafði veriö úrskurðað að þær mættu hittast um helgar. Sophia gætti þess á sínum tíma að viðeigandi fullnustufulltrúar og lögregla bók- uðu að hún hefði árangurslaust farið að heimili Halims til að hitta dætur sínar. Þeir sem koma að málinu telja að ef Halim verði dæmdur í fang- elsi muni a.m.k. verða hæpnara fyrir dómara að kveða upp dóm hliðhollan honum í forsjármálinu sem rekið er á öðrum vettvangi í tyrkneska dómskerfinu. í fyrri hluta júlí kom í ljós að úrskurður héraðsdóms í Istanbúl frá 13. júní um að Sophia hefði átt rétt á umgengni við dætur sínar í júli og ágúst, féll úr gildi þegar málinu var áfrýjað til Hæstaréttar I Ankara - þetta var andstætt því sem Sophiu hafði verið tjáð. í kjölfar þess fékkst hins vegar staðfest hjá tyrkneskum aðilum, framkvæmdavaldi og dómskerfi, að framangreind helgarumgengni sem henni var upphaflega úr- skurðuð, verði í fullu gildi þangað til lokaniðurstaða fæst í forsjár- málið fyrir hæstarétti. í Ijósi þess hefur á undanfómum vikum verið unnið að því aö Sophia fái að hitta dætur sínar um helgar. Tilraunum Halims A1 til aö fá þessum helgar- umgengnisrétti hnekkt að undan- fömu hefur alfarið verið hafnað af þar til bæram aðilum i Tyrklandi. Unnið hefur verið að því aö styrkja stöðu Sophiu á grandvelli helgarúrskurðarins og hefur veru- legur árangur náðst, samkvæmt upplýsingum DV. íslenska utan- ríkisþjónustan hefúr verið Sophiu innan handar að undanfomu og er staða hennar sögð aldrei hafa ver- ið styrkari varðandi umgengnis- réttinn. -Ótt Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, stóðst ekki mátiö í fjörunni í Vigur sl. sunnudag og tók aö fleyta kerlingar í gríö og erg. Sýslumaður Isfirðinga, Ólafur Helgi Kjartansson, vildi ekki vera eftirbátur forsetans og tókst báöum vel upp og höföu engu gleymt frá bernskudögum sínum, aö sögn nærstaddra. DV-mynd Hörður Þingflokkar sameinast Samkvæmt heimildum DV er það nánast frágengið að stofnaður verði sameiginlegur þingflokkur Alþýðu- flokks og Þjóðvaka. Þingmenn þess- ara flokka hafa verið boðaðir á fund í Komhlöðuloftinu síðar í dag þar sem búist er við að þetta verði til kynnt formlega. Forystumenn flokk- anna hafa síðustu vikur komið sam an á leynifundum og undirbúit sameininguna vandlega. -bjl Hvammstangi: Meirihlutinn sprunginn Meirihlutasamstarfi í hrepps nefnd Hvammstangahrepps er lokið Á fundi hreppsnefndarinnar í gæi lýsti Árni Svanur Guðbjömsson fulltrúi P-lista, því yfir aö hann sliti samstarfi við tvo fulltrúa Fram sóknarflokksins en saman hafa þeir þrír myndað meirihluta hrepps- nefndarinnar. Ástæða slitanna er, að sögn Áma Svans, samstarfsörðugleikar við oddvitann, Val Gunnarsson. Hann kveðst hafa tilkynnt Val ákvörðun sína fyrir fundinn þannig að yfirlýs- ing sín hefði ekki átt að koma hon- um á óvart. -SÁ Veðrið á morgun: Skýjað sunnan- lands Á morgun lítur út fyrir fremur hæga suðlæga átt og bjartviðri norðan- og austanlands. Sunnan- lands verður skýjað að mestu og súld eða dálítil rigning. Hiti verð- ur á bilinu 9 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands. Veðrið í dag er á bls. 44 RAFMOTORAR VíÞuMsen Suðurlandsbraut 10. S. 568 6499 Kvöld- og helgarþjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.