Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 Préttir Lögreglumaður krefst bóta eftir að hafa blásið lifi i deyjandi flkniefnaneytanda með lifrarbólgu: Rikið segir að hann hafi vitað um áhættuna á lögregla aö staldra viö og hugleiöa hvort bjarga á deyjandi fólki, spyr lögreglumaðurinn Hans Markús Hafsteinsson, lög- reglumaður í Reykjavík, sem blés lífi í langt leiddan fikniefnaneyt- anda sem hættur var að anda, hefur stefnt ríkinu og krefst miskabóta þar sem í Ijós kom að neytandinn var með smitandi lifrarbólgu. Neyt- andinn lést þegar komið var með hann á sjúkrahús en Hans fékk ekki vitneskju um sjúkdóm hans fyrr en 2 vikum síðar. Eftir það tók við margra mánaða gríöarleg óvissa hjá honum og fjölskyldu hans auk þess sem Hans varð að víkja úr starfi tímabundiö, í „sóttkví“. Það sem er athyglisvert i málinu eru vamir ríkisins gegn 400 þúsund króna skaðabótakröfu lögreglu- mannsins. Hans telur að í vörn rík- islögmanns felist í raun sú ómann- lega afstaða að lögreglumenn eigi að staldra við og hugsa málið þegar þeir standa yfir deyjandi fólki. Lá án þess að anda í götunni „Þetta gerðist þannig að við feng- um tilkynningu um mann liggjandi á götu i vesturbænum í mjög slæmu ástandi," sagði Hans viö DV í gær. „Við lögreglumenn komum fyrstir á vettvang en kallaö hafði verið á sjúkrabíl. Þegar við komum að manninum var hann hættur að anda og við töldum hann líka kom- inn með hjartastopp. Þaö kom í minn hlut að beita blástursaðferðinni og ég notaði til- heyrandi maska sem leiðir blástur- inn niður í manninn en út um ann- að op. Það reyndist síðan ekki virka þannig að loft úr manninum fór upp í mig. Við náðum síðan að halda manninum gangandi en því miður var hann úrskurðaður látinn þegar hann kom á sjúkrahús.“ Fjölskyldan í hættu „Tveimur vikum eftir atburðinn hringdi rannsóknarlögreglumaður í mig og sagði að hinn látni hefði ver- ið með smitandi lifrarbólgusjúkdóm og ráðlagði mér að fara til læknis. Mér brá mjög - sérstaklega vegna þess að ég hafði haft eðlilegt sam- neyti við mína fjölskyldu eftir at- burðinn. Ef ég hefði smitast væru mínir nánustu líka í hættu," sagði Hans. í ljós kom að hinn látni hafði ver- ið langt leiddur af fíkniefnaneyslu - neyslu sem talin er hafa leitt til hinnar smitandi lifarbólgu sem jafn- vel er ekki hægt að lækna. Sóttkví og gríöarleg óvissa Hans sagði að næstu vikur og mánuðir hefðu liðið í mikilli óvissu. Eftir rannsókn hefði læknir reynd- ar ekki talið miklar líkur á að hann hefði smiiast en gat þó ekki útilok- að það.„En óvissan var mikil í fjöl- skyldunni og álagið gríðarlega mik- ið,“ sagði Hans. „Síðan ráðlagði læknirinn mér að hætta störfum í tvo mánuði og ég var því hafður í eins konar sóttkví." Á aö láta deyjandi fólk liggja? Varðandi dómsmálið segist Hans ákaflega undrandi á því með hvaða hætti ríkið grípur til vama: „Ég hafði starfað í yfir 20 ár hjá lögreglunni þegar þetta gerðist. Mér finnst því viðbrögð og varnir ríkis- ins mjög hastarleg. Ég vissi ekki að maskinn væri ekki verið i lagi,“ sagði Hans. í vörn ríkisins í málarekstrinum kemur fram að Hans hefði mátt vera það ljóst að hann væri að taka áhættu með búnaði sem „ekki virð- ist hafa verið í fullkomnu lagi“ - hann hefði vitað af því þegar hann hóf lífgunartilraunimar að svokall- aðan einstefnuloka hefði vantað. Þetta telur Hans i raun ekki skipta máli. Á vöm ríkisins í mál- inu megi skilja að lögreglumenn jafht sem aðrir eigi að staldra við og hugleiða hvort þeir eigi að bjarga deyjandi fólki - sú staðreynd sé sér- staklega ámælisverð. -Ótt Mál Ingólfs: Aldrei dregið neitt undan - segir formaöurinn „Af hálfu Björgunarsveitar Ing- ólfs hefur aldrei verið reynt að þagga neitt niður i þessu máli. Við fórum heim til hjónanna og drengj- anna strax um kvöldið og síðan með þeim til lögreglunnar með öll gögn sem skiptu máli, svo sem lista með nöfnum allra sem í þessa ferð fóm, bæði hinna bamanna og hjálpar- sveitarmanna," segir Sigurþór Gunnarsson, formaður Björgun- arsveitar Ingólfs, við DV. Eins og sagt var frá í DV ákvað stjóm sveitarinnar i fyrrakvöld að aðstoða hjálparsveitarmanninn sem tveir drengir saka um að hafa veist að sér í bíl sveitarinnar á leið í og úr Þórsmörk þann 1. júní sl. en maðurinn hefur dvalist í Danmörku síðan snemma í sumar og hefur ekki enn verið tekin af honum skýrsla í tengslum við lögreglurann- sókn málsins og ekki hægt að ljúka rannsókn þess af þeim sökum. Kon- an, sem fór utan með honum í sum- ar, dvelur hins vegar hér á landi og samkvæmt heimildum blaðsins hef- m- verið tekin af henni lögreglu- skýrsla í málinu. Sigurþór segir að bæði maðurinn og konan hafi starfað í sveitinni um þriggja ára skeið og sé saga þeirra beggja innan sveitarinnar og utan á þeim tíma flekklaus. DV óskaði eft- ir því við konuna í gær að fá henn- ar sjónarmið í málinu. Hún óskaði ekki eftir því að tjá sig um málið. -SÁ I Vík Guömundur Elíasson, oddviti í Vfk, stendur hér í fjöruboröinu. Engin höfn, en nú er mikill vilji fyrir því hjá fbúunum aö bæta úr þvf. Draumurinn er höfn sem geti tekiö viö fiskiskipum og stærri skipum. DV-mynd ÞÖK Möguleikar á byggingu hafnar í Vík kannaöir: Höfum hug á höfn - segir Guömundur Elíasson oddviti DV.Vík í Mýrdal: „Því er ekki að neita að hugur okkar hefur lengi staðið til þess að ÞO getur svarað þessari spurningu með þvf að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Ji Nel rödd KSINS 904 1600 Er of vægt tekið á kynferðisafbrotum gagnvart börnum? fá nýja höfn. Það var hér útgerð fyrr á öldinni og menn drógu hér björg í bú. Við höfum fullan hug á því að hér verði komiö upp höfn. Það mál er reyndar til skoðunar hjá Vita- og hafnamálastofnun þessa dagana," segir Guðmundur Elíasson, oddviti í Vík í Mýrdal, um möguleika þess að gerð verði höfn í byggðarlaginu þar sem nú er hafnleysa og hjólahát- um einum fært að róa. Margir horfa nú til þess að gerð verði höfn í Vik í Mýrdal. Rökin fyr- ir þeirri framkvæmd segja menn vera þau að þar með sé hægt að landa loðnu á staðnum og skipa út vikri. Bent er á að hægt yrði að frysta loðnu og hrogn á staðnum þann stutta tima sem sú vertíð stendur. „Það er alveg ljóst að höfnin myndi gjörbreyta öllu hér í atvinnu- legu tilliti og viö hljótmn að stefna aö þvi,“ segir Guðmundur. -rt Hæstarettarlogmenn móðgaðir Á gestalista Þorsteins Pálssonar dómsmálaráöherra fyrir vígslu nýja Hæstaréttarhússins á morgun er hvergi að finna hæstaréttarlögmenn. Samkvæmt heimildum DV ríkir mikil óánægja í þeirra hópi með þetta og sagði einn lögmannanna að þeir væru í raun móðgaðir. Hæstaréttarlögmenn gagnrýna að þingmenn og héraösdómarar væru t.d. teknir fram fyrir þá. -bjb Stuttar fréttir Sauðnaut flutt inn Til athugunar er á Austur- landi að flytja sauðnaut inn til landsins. Samkvæmt RÚV hefur tillaga þess efnis frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins veriö sam- þykkt í bæjarstjóm Eskifiarðar. Ólafur hættir Ólafur Tómasson hefur óskað eftir því að hætta sem póst- og símamálastjóri um næstu ára- mót þegar Pósti og síma verður breytt i hlutafélag. Guðmundur Bjömsson, sem verið hefur að- stoðarpóst- og símamálastjóri, verður forstjóri hlutafélagsins. Endurskoðaö kerfi Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgaiTáði vilja að nýtt leiða- kerfi SVR verði tekið til endur- skoðunar. Þeir telja að ekki sé hægt að hunsa athugasemdir vagnstjóra. Deilt í Mosfellsbæ Hatrammar deilur em á milli íbúa í tvíbýlishúsi í Mosfellsbæ. Samkvæmt RÚV er m.a. deilt um gluggafiöld, lóð og rafmagnstöflu og hefur þurft að kalla til lög- reglu. Matfrekir þorskar Rannsóknir Hafrannsókna- stofnunar benda til að þorsk- stofninn á íslandsmiðum éti á bilinu 1-3 milljónir tonna á ári. Þetta kom fram á RÚV. Svavar Gests látinn Hinn landskunni og dáði tón- listarmaður og útvarpsmaður með meiru, Svavar Gests, er látinn, sjötugur aö aldri. Halldór fordæmir Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra fordæmir aðgerðir íraka og segir Saddam Hussein bera fulla ábyrgð á því sem er að gerast. Þetta kom fram á RÚV. Ný salmonella Folöld hafa fundist dauð í girðingum á þremur stöðum á landinu. Samkvæmt Sjónvarp- inu er óttast að salmonellu sé um að kenna. Ólafur fjárfestir Ólafur Jóhann Ólafsson hefur ásamt risafyrirtækjunum Sony og Microsoft fiárfest í bandar- ísku fyrirtæki fyrir á annan milljarð króna. Þetta kom fram í Sjónvarpinu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.