Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 Viðskipti Handsal býður frönsk skuldabréf Handsal hefur hafið sölu á skuldabréfum útgefnum af franska bankanum SGA. Bank- inn er með sömu áhættuflokkun og íslenskra ríkið. Skuldabréfm eru til fjögurra ára, verða gefm út í íslenskum krónum og bund- in heimsvísitölu hlutabréfa í mis- munandi hlutföllum. Síöasti áskriftardagur bréfanna er 12. september næstkomandi. Ásókn í Kanaríferðir Hátt í 40% sæta Flugleiða til Kanaríeyja i vetur seldust upp á einni viku. Alls bjóða Flugleiöir upp á 3.600 sæti til Kanarí en lík- legt er að þeim muni fjölga síðar í vetur. Álflutningar vikulega Álflutningar Eimskips fyrir ísal í Straumsvík tóku breyting- um í síðustu viku þegar ál var í fyrsta sinn lestaö um borð í Detti- foss á nýrri siglingaleið til Bret- lands og Hollands. Þar með eru álflutningar hluti af vikulegum siglingum Eimskips en síðustu ár hefur ál farið héðan hálfsmánað- arlega með Lagarfossi. Samsýn með ráðstefnu Samsýn, umboðsaðili fyrir kortagerðarhugbúnað m.a., hefur flutt í nýtt og stærra húsnæði að Háaleitisbraut 58-60 þar sem Prenttæknistofnun var áður til húsa. í tilefni þessa standa Sam- sýn og Arcís- félagið fyrir ráð- stefnu 13. september þar sem ýmsar hugbúnaðarnýjungar verða kynntar. Úttekt á Áburöar- verksmiðjunni Framkvæmdanefnd um einka- væðingu, fyrir hönd landbúnað- arráðuneytisins, hefur falið Handsali að annast úttekt á Áburðarverksmiðjunni í Gufu- nesi. í úttektinni verður lagt mat á sóknarfæri verksmiðjunnar. Handsal þarf að ljúka úttektinni fyrir 1. október. -bjb Ár síöan skattsvikamál ÞÞÞ fór frá RLR til saksóknara: Skattágreiningur enn hjá Yfir- skattanefnd - embætti skattrannsóknarstjóra ósátt meö seinaganginn Eitt stærsta skattsvikamál sög- unnar, hjá Bifreiðastöð ÞÞÞ á Akra- nesi, er enn til meðferðar hjá sak- sóknara ríkisins. Þangað fór málið frá Rannsóknarlögreglu ríkisins, RLR, fyrir um ári síðan. Saksóknari hefur ekki getað kveðið upp úr- skurð, þ.e. hvort gefin verði út ákæra eða ekki, þar sem skattá- greiningur í málinu er til umfjöllun- ar hjá Yfirskattanefnd. Þar á bæ fengust ekki upplýsingar um hvenær málið færi á ný til saksókn- ara. Formaður nefndarinnar væri í sumarfríi. Skattágreiningurinn felst i því að forráðamenn ÞÞÞ sætta sig ekki við hækkaða álagningu á virðisauka- og tekjuskatti og vilja fá ákveðinn kostnað viðurkenndan á móti, sem ekki var haldið utan um þegar meint skattsvik fóru fram. Kæra skattrannsóknarstjóra á ÞÞÞ kom til eftir ítarlega rannsókn fyrir tæpum tveimur árum. Grunur lék á að tekjuskatti og virðisauka- skatti hafi verið skotið undan um 150 milljóna króna skattstofni. Kraf- an nú á hendur ÞÞÞ, sem er í inn- heimtu sýslumanns á Akranesi, mun hins vegar vera upp á svipaða upphæð, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Samkvæmt heimildum DV ríkir óánægja hjá embætti skattrann- sóknarstjóra með seinagang í mál- inu. Áhersla var lögð á að hraða rannsókn, bæði hjá skattrannsókn- arstjóraembættinu og RLR, en nú er liðið ár frá þvi RLR skilaði af sér til saksóknara. í flestum skattsvika- málum fer mesti tíminn yfirleitt í frumrannsókn og ítarlegum gögn- um skilað til saksóknara. Þegar haft var samband við Skúla Eggert Þórðarson skattrannsóknar- stjóra vildi hann ekkert tjá sig um þetta mál. -bjb Áttunda Metró-verslunin Metró-veldið heldur áfram að stækka því á dögunum var bygg- ingavöruverslun undir merki Metró opnuð að Þverholti 5 í Mosfellsbæ, sú áttunda í röðinni. Fyrir eru tvær í Reykjavík; í Hallarmúla og Skeif- unni, og síöan á Akranesi, í Borgar- nesi, á ísafirði, Akureyri og á Sel- fossi í samstarfi við SG-búðina. Þá er heildsala Metró til húsa að Lyng- hálsi í Reykjavík. Aðaleigendur Metró lána nafnið með sérstöku rekstrarleyfi sem á ensku kallast „franchise". í Mos- fellsbæ er það Arinbjöm Guðbjöms- son málarameistari sem rekur verslunina. Að sögn Arinbjöms hef- ur versluninni verið vel tekið enda eftirspurn eftir þjónustu af þessu tagi. -bjb Siguröur Arinbjörnsson er verslunarstjóri Metró í Mosfellsbæ. DV-mynd SHH Asókn í útgerðirnar Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku um Verðbréfaþing og Opna tilboðs- markaðinn vom einkar lífleg. Sjáv- arútvegsfyrirtæki á hlutabréfa- markaði voru langvinsælust eða með 180 af 252 milljóna heildarvið- skiptum. Aðeins sl. fóstudag voru viðskiptin upp á 110 milljónir, sem er með mestu dagsviðskiptum í langan tíma. Af einstökum félögum urðu við- skiptin mest með bréf Síldarvinnsl- unnar í Neskaupsstað eða fyrir rúmar 40 milljónir. Næst kom Hrað- frystihús Eskifjarðar með 38 millj- óna viðskipti, þá SÍF með 31 milljón og loks Haraldur Böðvarsson á Akranesi með rúmar 19 milljónir sem skiptu um eigendur. Að útgerð- um undanskildum urðu hlutabréfa- viðskipti mest í Jarðborunum fyrir tæpar 17 milljónir og í Flugleiðum fyrir 12,5 milljónir. Ef marka má þingvísitölu hluta- bréfa fór hlutabréfaverð hækkandi í síðustu viku, náði sögulegu há- marki upp á tæp 2125 stig. Hins veg- ar varð örlítil lækkun nú á mánu- dag. Athygli vekur hvað gengi Eim- skipsbréfanna var sveiflukennt í síðustu viku. Þá hafa Flugleiðabréf- in náð að rétta úr kútnum eftir hrap í kjölfar neikvæðs milliuppgjörs á dögunum. Dræmt úr Smugunni Einn Smugutogari landaði afla sínum í Englandi í síðustu viku, Scimkvæmt upplýsingum frá Afla- miðlun LÍÚ. Dagrún ÍS seldi sl. mið- vikudag 105 tonn af þorski fyrir 9,3 milljónir króna. Hluturinn verður að teljast rýr miðað við þorskverð ytra að undanfömu. í gámasölu í Englandi seldust 320 tonn fyrir tæpar 39 milljónir króna. Þar af seldust 144 tonn af ýsu fyrir 14 milljónir. Gámaýsan hefur hækk- að aftur í verði eftir fall vikuna áður. Þrátt fyrir lækkandi verð á kopar og stóraukinn útflutning Rússa á áli að undanfórnu er vonast eftir hækk- andi álverði á heimsmarkaði á næstunni. Álverð hækkaði lítillega í síðustu viku en lækkaði aftur á mánudag þegar kopar féll í verði. Óverulegar breytingar urðu á gengi gjaldmiðla í síðustu viku nema hvað nokkur lækkun hefur orðið á japanska jeninu. Sölugengi jensins í gærmorgun var 0,6090 krónur. -bjb S.00 8,5 Olíufélagið Pingvísit. hlutabr. 2100 - hlutfall vinnufærra kvenna '94 -\ ísland 80% Svíþjóð | 74 % Danmörk 1 74 % Noregur I 71 % Bandaríkln 71 % Finnland 70% Kanada ' 68 % Svlss 68 % Bretland 65 % Nýja-Sjáland 65% Konur á vinnumarkaði: Hvergi fleiri Atvinnuþátttaka kvenna er líklega hvergi meiri í heiminum en á íslandi, miðað við ríkin inn- an OECD. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Vísbendingar. ís- lenskar konur hafa sótt mjög fram á vinnumarkaði hér á landi síðustu tíu árin. Árið 1984 voru 63% vinnufærra kvenna útivinn- andi en árið 1994 var sama hlut- fall komið í 80%. Þessar tölur eru enn athyglis- verðari þegar í ljós kemur að ís- lenskar konur eiga að meðaltali fleiri böm en kynsystur þeirra innan OECD, ef Mexíkó og Tyrk- land eru undanskilin. Fæðinga- tíðnin árið 1994 var 2,2 börn á hverja konu á aldrinum 15-44 ára. Til marks um aukna sókn kvenna á vinnumarkaðinn þá voru konur í 3.900 af 5.100 nýjum störfum árin 1992-1995. Þar af voru háskólamenntaðar konur 3 þúsund. í Vísbendingu segir að þessi harðfylgni kvenna haldi uppi lifskjöram þjóðarinnar. Brimborg kaup- ir Þórshamar Brimborg hefur keypt bíla- verkstæði Þórshamars á Akur- eyri af Flutningamiðstöð Norð- urlands, sem nýlega keypti verk- stæðið af KEA og VÍS. Nafni fyr- irtækisins hefur verið breytt í Brimborg-Þórshamar. Þetta er í fyrsta skipti sem bílaumboð opn- ar fullbúið útibú utan Reykjavík- ur sem er að fullu i eigu þess. Miklar breytingar verða gerðar á húsnæði til að auka þjónustu við bíleigendur norðan heiða. Samvinnuversl- anir og Kaup- mannasamtök í samstarfi Samtök samvinnuverslana, SSV, og Kaupmannasamtökin hafa gert með sér samstarfs- samning. Samningurinn gildir í eitt ár og tekur til faglegrar sam- vinnu þessara samtaka. SSV fær fulltrúa í ýmsar nefndir sem starfa innan Kaupmannasamtak- anna og nýtur auk þess hiunn- indasamninga sem hafa verið gerðir fyrir félagsmenn. Kjara- mál lenda þó utan samstarfsins enda era samvinnufélögin í Vinnumálasambandinu en kaup- menn í VSÍ. Styttist í sjávar- útvegssýningu Nú styttist óðum í íslensku sjávarútvegssýninguna, þá 5. í röðinni, sem fer fram í Laugar- dalshöU 18. til 21. september næstkomandi. Sýningin var fyrst haldin 1984 og síðan á þriggja ára fresti. Hún hefur náð að festa sig í sessi í sjávarútveg- inum, jafnt innanlands sem utan. Tólf þúsund manns sóttu sýninguna 1993 og búist við enn fleiri í ár. Að þessu sinni taka 180 fyrir- tæki þátt, þar af ríflega 60 frá ís- landi. -bjb DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.