Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 11 I>V Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra: Ekki áhugi á yfir- töku heilsugæslu DV, Fljótum Á ársþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), sem haldið var fyrir skömmu, urðu tals- verðar umræður um yfirtöku sveit- arfélaganna á rekstri grunnskólans og einnig á frekari tilfærslu verk- efha frá ríki til sveitarfélaga. Á þinginu kom berlega fram, að sveit- arstjórnarmenn hafa vemlegar efa- semdir um tilflutning heilsugæsl- unnar í landinu yfir til sveitarfé- laga, en hugmyndir þar að lútandi hafa verið í gangi um hríð. Var m.a. bent á að sveitarstjóm- armenn hafi verið svo uppteknir af yfirfærslu grannskólans undanfarin misseri, að umræða um breytingu á rekstri heilsugæslunnar sé nánast ekki hafin. í þessu sambandi kom m.a. fram að viða séu heilsugæslu- stöðvar og sjúkrahús samrekin og ljóst að óhagkvæmt og kostnaðar- samt verði að skilja þar á milli. Með aukinni tæknivæðingu og uppbygg- ingu hátækni sjúkrahúsa aukist mikilvægi þess að öll heilbrigðis- þjónusta lúti sömu yfirstjórn. Þannig verði jafhræði þegnanna best tryggt ásamt rekstrarlegri hag- kvæmni. I lok þingsins var seunþykkt sam- hljóða tillaga þar sem skorað var á stjóm SSNV að leita samráðs við stjóm Sambands íslenskra sveitar- félaga og önnur landshlutassamtök sveitarfélaga um endurskoðun á framkomnum hugmyndum um yfir- töku sveitarfélaga á rekstri heilsu- gæslu í landinu. -ÖÞ „Það hefur bjargað okkur að hér er læknir á neyöarvakt. Paö hefur komiö í veg fyrir alvarleg tílfelli," segir Helga Þor- bergsdóttir, hjúkrunarfræöingur á heilsugæslustööinni í Vík í Mýrdal. DV-mynd ÞÖK Hjúkrunarfræðingurinn í Vík á vaktinni allan sólarhringinn: Neyðarvaktin komið í veg fyrir alvarleg tilfelli - segir Helga Þorbergsdóttir i Vík í Mýrdal „Það hefur bjargað okkur að hér er læknir á neyðarvakt. Það hefur komið í veg fyrir alvarleg tilfelli. Það ríkir fullkomlega óviðunandi ástand í þessum málum hér og á öllu Suðurlandi," segir Helga Þor- bergsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustööinni í Vík í Mýrdal. Helga, sem jafhframt er héraös- hjúkrunarfræðingur á Suðurlandi, er eini hjúkranarfræðingurinn á heilsugæslustöðinni og er því á vakt allan sólarhringinn. Héraðslæknir- inn er einn þeirra sem sögðu upp störfum en er á staðnum og sinnir neyðarvakt. Helga segist ekki sjá fyrir neina lausn í deilunni. Hún segist engan veginn anna öllu þvi sem heilsugæslan sinni að öllu jöfiiu. „Það er eðli heilsugæslunnar að þetta er hópvinna. Læknirinn kem- ur með sína þekkingu, hjúkrunar- fræðingurinn með sína og svo fram- vegis. Ef allt á að ganga upp verður öll þessi þekking að koma saman. Það era ýmsir hlutir sem sitja á hakanum meðan þetta ástand var- ir,“ segir Helga. „Það er ótrúlegt að horfa upp á það í hvaða farveg þessi deila er komin. Hjúkrunarfræðingar um allt Suðurland hafa miklar áhyggjur af þessari deilu. Þetta er slíkt niður- brot á starfsemi heilsugæslustöðva aö það er áhyggjuefni," segir Helga. „Allar ráðstafanir sem gerðar hafa verið síðan deilan hófst era bráðabirgðaráðstafanir sem leysa engan vanda en fresta honum ein- göngu. Það er líka ljóst að það tekur langan tíma aö vinna upp þann skaða sem hlýst af þessu ástandi," segir Helga. -rt Prúðbúnir í fótbolta Oft getur veriö erfitt fyrir unga drengi aö sitja á sér í veðurblíðunni - sól, gras og bolti úti í garöi. Þessir prúöbúnu drengir, Ríkaröur Schmidt og Andrés Garðar Andrés- son, voru staddir í brúökaupsveislu bróöur síns á Bíldudal nýlega og laumuöu sér út í garö úr veislunni í fótbolta. Sumariö er stutt og ungir drengir nota sólina og blíöuna óspart hvort sem þeir eru í brúö- kaupi eöa ööru. DV-mynd RS _____________________________Fréttir Nýja slökkvibíla fýrir „fornbílana" - og Eyþing vill niðurfellingu „vasksins“ landinu sé víða óviðunandi. Uppi- staðan í bifreiðaeign margra slökkviliða séu fornbílar sam- kvæmt almennri viðmiðun og sama sé að segja um annan bún- að. Þá segir í greinargerðinni að fram undan hjá mörgum slökkvi- liðum landsins sé að kaupa nýja slökkvibíla til að leysa af hólmi gömlu Bedford bílanna en 56 slík- ar bifreiðir munu enn vera í notk- un víðs vegar um landið. -gk DV, Akureyri: Aðalfundur Eyþings, samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, samþykkti á aðalfundi sín- um að skora á Alþingi og ríkis- stjóm að beita sér fyrir breyting- um ó lögum og reglum þannig að endurgreiddur verði virðisauka- skattur af kaupum slökkviliða á tækjum og búnaði ætluðum til björgunar- og slökkviliðsstarfa. í greinargerð með ályktuninni segir að tækjakostur slökkviliða í Nyja fimman til sölu! BMW 520ia, árg. 1997, til sölu, ssk., ABS, airbag o.fl., vínrauöur metallic. Verö 3.800.000 stgr., ath. skipti á ódýrari. Til sýnis og sölu á staðnum. Litla bílasalan, Skógarhlíð 10 - sími 552 7770 KARATE ReykiavSl' Reykjavik-Vesturbæ Byrjendanámskeið eru að hefjast!!! Barnaflokkar frá fimm ára Unglingaflokkar Fullorðinsflokkar Karatedeild HK Karatefélag Vesturbæjar Símar: 555-3435 og 555-3436

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.