Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 Fréttir Lesblindur nemandi í Öldutúnsskóla færður fyrirvaralaust í Víðistaðaskóla: Búið að brjóta drenginn niður - segja forráðamenn hans sem ætla að leita réttar sms Guðný Runólfsdóttir ásamt 13 ára syni sínum fyrir framan Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Drengurinn, sem er lesblind- ur, var fyrirvaralaust færður i Víðisstaðaskóla í sérdeild sem þar hefur verið komið upp. Guðný gagnrýnir skólayfir- völd fyrir að hafa ekki haft samráð við sig og hyggst leita réttar síns. DV-mynd Pjetur „Við munum leita réttar okkar því við teljum þetta skýlaust brot á grunnskólalögunum að hálfu skól- ans, hann er að bregðast skyldum sínum. Skólinn á að hafa velferð barnanna að leiðarljósi, ekki síst andlegu hliðina. Það er búið að brjóta drenginn niður með því að slíta hann frá félögum sínum. Auð- vitað skiptir það máli að gera hlut- ina í sátt og samráði við foreldra og forráðamenn bamanna en ekki á þennan hátt, með engum fyrirvara. Það er ekki hægt að gera litlum bömum þetta,“ sagði Sigurður Gíslason í samtali við DV en syst- ursonur hans, þrettán ára, var færður fyrirvaralaust úr námi í Öldutúnsskóla í sérstaka deild í Víðisstaðaskóla í Hafnarfirði. Drengurinn er með lesblindu og hefur því átt við mikla lestrarörð- ugleika að etja. Fyrir tveimur árum var hann færður úr sínum bekk í sérdeild í Öldutúnsskóla. Það gekk ekki sem skyldi og fór hann aftur í sinn bekk síðasta vet- ur. Guðný Runólfsdóttir, móðir drengsins, sagði þaö hafa gengiö mjög vel og kennarinn séð ákveðn- ar framfarir í lestrinum. Skólastarf hófsfsem kunnugt er á mánudaginn en Guðný fékk til- kynningu um það sl. föstudag að hann fengi ekki áfram inni í Öldutúnsskóla heldur yrði færður til. Nokkurra mínútna gangur er frá heimili þeirra í Öldutúnsskóla en Víðisstaðaskóli er það langt i burtu að drengurinn þyrfti aö taka tvo strætisvagna, færi hann þá leið- ina. Erfiöar aðstæöur heima fyrir Aðstæður heima fyrir hjá Guð- nýju em erfiðar þar sem hún er í átta vikna lungnameðferð á Reykjalundi og átti að vera komin þangað á sunnudagskvöld að loknu helgarfríi. Þau Sigurður gengu á fund sérkennslufulltrúa á skóla- skrifstofu Hafnarfjarðarbæjar á mánudagsmorgunn til að fá úr- lausn sinna mála. Sigurður sagði að þar hafi verið tekið vel á móti þeim og lagt til að drengurinn fengi aðlögunartíma, myndi til að byrja með ganga í Öldutúnsskóla og síð- an yrði séð til um framhaldið. Með þessi svör fór Guöný með son sinn eftir hádegi í mánudag i Öldutúnsskóla. Þar hafði hins veg- ar ekkert breyst. Drengurinn yrði í Víðisstaðaskóla. Til stóð að koma á fundi milli skólastjómenda í Öldutúnsskóla og forráðamanna drengsins í gær en þegar þetta var ritað hafði ekki verið boðað til slíks fundar. Guðný var kvödd aft- ur í meðferð á Reykjalundi í gær- morgun. „Ég trúi því að drengurinn á eft- ir að læra að lesa, ef allir leggjast á eitt. Þaö em helst löngu orðin sem hann á erfitt með. Kennarar og aðrir í skólanum hafa alla tíð talið mér trú um að þeir myndu hjálpa þessum dreng en svo brást það algjörlega núna. Það var ekkert samband haft við mig til að fá mitt álit. Fæ bara til- kynningu á föstudegi þegar skólinn á að heijast á mánudegi. Þetta brýt- ur mann alveg niður andlega," sagði Guðný við DV. Ákveöiö í síöustu viku Haukur Helgason, skólastjóri Öldutúnsskóla, sagðist ekki vilja tjá sig um þetta mál í einstökum at- riðum þegar DV hafði samband við hann. Hann sagði að ákvörðun hafi ekki legið fyrir fyrr en í síðustu viku hvar sérdeild af þessu tagi yrði í Hafharfirði. Þess vegna hafi ekki verið haft samband við for- eldra drengsins fyrr. Þeim hafi hins vegar verið sagt í vor að þetta stæði til. Ákvörðunin hafi því ekki átt að koma þeim á óvart. Unnur Halldórsdóttir, formaður samtakanna Heimili og skóli, sagði það standa skýrt í grunnskólalög- unum að gmnnskólinn væri fyrir öll böm, án tillits til fötlunar. Áhersla væri lögð á að böm væm í hverfisskóla og sveitarfélagið legði til sérkennslu heima fyrir ef með þyrfti. „Ég veit ekki forsendur skólans en mér finnst undarlega að málinu staðið, að tilkynna flutning með þetta skömmum fyrirvara. Ég gæti ekki sagt við mitt barn á föstudegi að á mánudegi færi það í nýjan skóla,“ sagði Unnur og benti á að í nýlegri reglugerð stæði að ef finna þyrfti sérkennsluúrræði fyrir bam þá væri það gert í samráði og með samþykki forráðamanna þess. Guðjón Ólafsson, sérkennslufull- trúi í Hafnarfírði, vildi ekki tjá sig að svo stöddu mn þetta mál, sagði það ekki þjóna hagsmunum drengs- ins að ræða það opinberlega. -bjb Dagfari Heilsa lækna í húfi Læknadeilan dregst enn á lang- inn. Ekki vegna þess að heilsu- gæslulæknar vilji ekki semja. Öðm nær. Þeir hafa verið tilbúnir til þess frá upphafi. Nei, ástæðan fyr- ir því að heilsgæslulæknar hafa lagt niður störf er einfaldlega sú að fjármálaráðherra neitar að semja við þá. Ráðherrann er ábyrgðar- laus gagnvart læknum og faglegum metnaði þeirra. Deilan snýst nefni- lega ekki um kjör læknanna, eftir því sem þeir segja sjálfir. Hún snýst um faglega stöðu þeirra í heilbrigðiskerfinu, stöðu sem þeir sætta sig ekki við og til að bæta hana þarf að laga kjörin og launin en eins og fyrr segir eru launakjörin aukaatriði í því máli. Þetta hefur íjármálaráðherra ekki skilið og neitar að semja um bætt laun af því að hann heldur að deil- an snúist um hærri laun. Nú hafa að minnsta kosti tíu heilsugæslulæknar ráðið sig til starfa erlendis og fleiri em á leið- inni og læknamir sem eftir eru eru hættir að sinna neyðarvöktum vegna þess að þaö tekur því ekki. Heilsugæslulæknar eru sem sagt hættir að hafa áhyggjur af heOsu- gæslunni og út af fyrir sig má þá einu gilda hvort samið verður við þá eða ekki. Þeir eru ýmist farnir eða orðnir áhugalausir. En það er ekki þeim að kenna heldur ráðherranum sem heldur að læknamir vilji hærri laun, þegar þeir eru alls ekki að biðja um hærri laun, heldur faglega viður- kenningu, sem hugsanlega getur síðan leitt til hærri launa en það er allt önnur saga og algjört aukaat- riði í sjálfu sér. Heilsugæslulækn- ar sem enn em í „verkfalli" hafa tekið upp á því að undanfömu að halda fundi með sjálfum sér. Þeir fundir eru ýmist haldnir fyrir sunnan eða norðan og læknarnir eru svo hart keyrðir að þeir aka um á rútum til að spara einkabíl- ana og til að sýna samstöðu. Sam- staðan var svo mikil á fundinum fyrir norðan um helgina að þar sagði enginn neitt, nema það sem hinir sögðu, og þeir töluðu allir einum rómi og einni röddu og þetta var sem einn maður á fundin- um. Hingað til hefur Dagfari haft áhyggjur af sjúklingunum sem þurfa á heilsugæslu að halda, en nú sýnist manni að læknanrir sjálfir séu ekki siðra áhyggjuefni. Þeir eru hættir að hafa skoðun á deilunni, þeir hafa lagt niður störf, nema þeir sem ætla til útlanda, og þeir segja aö það taki því ekki að sinna 5% af sjúklingum meðan 95% fá enga þjónustu. Þessi 5% geta bara átt sig undir svona kring- umstæðum, enda verða læknamir að einbeita sér að eigin heilsu þeg- ar fjármálaráðherra virðir þá ekki viðlits og sáttsemjari er hættur að kalla þá á fundi og þjóðfélagið allt lætur sér fátt um finnast þótt þeir hafi sagt upp störfum sínum. Undir það síðasta hafa menn samþykkt að skoða læknamálin í heild sinni og Læknafélagið hefur skipað menn í nefnd til viðræðna við ráðherrann en heilsugæslu- læknar taka fram að ekkert verði samið um læknamál almennt fyrr en málefni heilsugæslulækna sér- staklega eru leyst. Ráðherrann seg- ir á hinn bóginn að ekki sé hægt að semja við heilsugæslulækna fyrr en læknamálin í heild hafi verið leyst. Þetta er hnúturinn í augna- blikinu og á meðan fer heilsu heils- gæslulækna hrakandi með hverj- um deginum og spurning hvort þeir séu lengur með réttu ráði. Allt út af því að ráðherrann skil- ur ekki að það er ekki verið að gera kröfur um hærri laun heldur faglega viðurkenningu sem að sjálfsögðu leiðir til hærri launa. En þau koma þá af sjálfu sér en ekki vegna þess að læknarnir séu að gera kröfu um það. Á þessu er reg- inmunur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.