Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 41 tj) tj) •rt U1 => O 0 Hvernig \r Alltaf það sama. gengur, y^Annan daginn spila vinurinn?^ ^g vel og hinn daginn miður vel! C NAS/D.«ir BUltS Hvers vegna spilar þú ekki annan hvorn dag? Hinn daginn gætum við spilað bingo, farið í búðir1 eða eitthvað! f Þetta er lífið. Maðurinn i sátt við náttúruna. Kyrrðin er i jafnvægi við taugarnar. 0, hve þetta er friðsælt. . f Ég sem hélt að ég væri V fæddur veiðimaður en ég verð aðl horfast i augu við það að hægt er að veiða það sem er of stórtl -y ©PIB CINIlHO mt Heit tómatsúpa getur valdið slæn^um bru Veiðivon Laxveiöi í Langá á Mýrum hefur gengiö mjög vel í sumar og veiöi veriö mun betri en í fyrra. Þessi veiöimaöur kastaöi flugu fyrir laxa árinnar og fórst það vel úr hendi. DV-mynd GJ Mokveiði í Fljótaá í Fljótum: Methollið með 527 bleikjur og 5 laxa Bleikjuveiöi hefur gengið mjög vel í Fljótaá í Fljótum í sumar og á land eru komnar um 6 þúsund bleikjur af stærðinni 1-3 pund. Reiknað er með að veiðin fari í um 8 þúsund bleikjur. „Það hefur gengið mjög vel í bleikjunni en minna verið um lax- inn. Það eru komnir um 60-70 lax- ar á land. Næst síðasta holl hér veiddi mjög vel, fékk 527 bleikjur og 5 laxa. Þessir snjöllu veiði- menn, sem komu frá Borgarnesi, eru vanir menn hér og sögðu ána hreinlega krauma af fiski. Það bar mikið á bleikjunni enda var mikið af flugu. Ég held að bleikjugengd sé svip- uð og i fyrra en hún er mun vænni bleikjan en síðasta sumar. Fiskur er enn að ganga í ána og ég á von á góðum viðbótargöngum í sept- ember þó nóg sé til,“ sagði Trausti Sveinsson, bóndi á Bjarnargili í Fljótum, í samtali við DV í gær- kvöldi. Veitt er á íjórar stangir í Fljótaá í hverju holli og eins stöng að auki, en veiðisvæðið er 7 kíló- metra langt. Ódýrasta veiðileyfið kostar 5-6 þúsund krónur í sumar en dýrasti tíminn 15 þúsund krón- ur. Þá eiga veiðimenn eftir að greiða fyrir gistingu. Boðið er upp á tvö 150 fermetra veiðihús sem í eru fimm 2ja manna herbergi og geta veiðimenn komið degi fyrir veiðitíma og farið daginn eftir að veiði lýkur. Gistingin kostar 8 þúsund fyrir sólarhringinn. „Það finnst mörgum þetta frek- ar dýrt og þá kannski sérstaklega vegna þess að minna er af laxi en bleikju. Ég held samt að allir veiðimenn hafi farið ánægðir héð- an og sömu veiðimenn koma hing- að til veiða ár eftir ár. Það hefur komið til tals að fjölga stöngum og lækka verðið á hverri stöng vegna þess hve laxveiðin hefur verið dræm. Það gæfi fjölskyldum enn meiri möguleika á veiði þar sem börn gætu þá einnig stundað bleikjuveiðina. Það hefur þó ekk- ert verið ákveðið í þessum efnum ennþá," sagði Trausti og bætti við: „Þrátt fyrir þetta verðlag hefur sala veiðileyfa gengið mjög vel og þegar er búið að panta rúmlega tuttugu holl fyrir næsta sumar.“ Veiði hófst í Fljótaá þann 20. júní og henni lýkur þann 1. októ- ber. Uppselt er í ána til 26. septem- ber. -SK Laxá í Dölum: Mun betri veiði en síðasta sumar og laxarnir eflaust á annað þúsund Veiði hefur glæðst mikið síð- ustu dagana í Laxá í Dölum og ljóst er að upp úr ánni þetta sum- arið koma mun fleiri laxar en í fyrra. Enn eru eftir um tuttugu dagar af veiðitímanum í Laxá og veiðin þegar orðin um 200 löxum meiri en allt sumarið í fyrra. „Það er gott hljóð í okkur. Það er gott vatn í ánni og fiskur er enn að ganga. Það er skiptar skoðanir á meðal veiðimanna um hve mik- ill flskur er í ánni. Þeir sem veiða vel segja að nóg sé af flski en þeir sem ekkert fá segja að lítið sem ekkert sé af fiski í ánni,“ sagði Gunnar Björnsson, kokkur i veiði- húsinu að Þrándargili í samtali við DV í gærkvöldi. „Veiðimenn fengu rúmlega 700 laxa í fyrra en áin er nú komin í um 920 laxa. Það er því ljóst að veiðin verður mun betri en i fyrra og útlit er fyrir góða veiði hér næstu daga enda veður og vatn hagstætt," sagði Gunnar. Hollið sem nú er við veiðar í Laxá hafði í gærkvöldi verið í ánni í tvo daga og fengið 40 laxa. Stærstu fiskarnir í sumar eru þrír 20 pund fiskar. -SK/-G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.