Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 7 DV Sandkorn Héraösfrétta- blaðið Austur- land í Neskaup- stað á 45 ára af- mæli um þess- ar mundir. Fyrsti ritstjóri þess var sá frægi bæjar- stjóri í Nes- kaupstað, Bjarni Þórðar- son. Hans er minnst í blað- inu vegna afmælisins. Til eru niarg- ar góðar sögur af Bjama. Eitt sinn í bæjarstjóratíð hans var gamall sjó- maður í Neskaupstað talinn vera orðinn óhæfur að sjá um sig sjálfur og vildu ættingjar koma honum á elliheimilið. Bjarni hjálpaði til við að fá pláss og síðan var sá gamli fluttur þangað. Honum líkaði vistin illa og kenndi Bjarna um allt sam- an. Síðan strauk hann. Honum var aflur komið á elliheimilið og enn strauk hann og fór beint á fund Bjarna Þórðarsonar á bæjarskrif- stofunni. Hann ruddist inn á Bjama og lamdi í borðið og sagði þetta ekki ganga lengur, hann vÚdi ekki vera á elliheimilinu. Bjami sagði að hann yrði að vera þar. Þeir deildu um þetta þar til sá gamli sagði að þeir skyldu bara heyja einvígi út af þessu. Þeir skyldu fá sér byssur og fara út á Bakkabakka og berjast. „En það er svo assskoti langt þang- að,“ sagði Bjarni. „Hvað ert þú að kvarta sem bara þarft að ganga aðra leiðina," svaraði sá gamli. Einvígið Slæm prentvilla Varla mun sú bók hafa verið gefin út að ekki fmnist í henni prentvilla. í nýjustu slma- skránnieru prentvillur og sumar slæmar. Þar segir að símanúmer Hagkaups sé 563-1000. Þetta er hins vegar símanúmer læknasetursins í Domus Medica. Og þegar þangað er hringt svarar rödd af stmsvara sem segir að maður sé kominn í samband við Domus Medica og verði stmtöl af- greidd i réttri röð. Síðan er farið að segja frá hvert sé símanúmerið í Hagkaupi. Slæm mistök þetta þar sem margir þurfa að hafa samband við þessi fyrirtæki. Góð kirkja í bókinni Þeim varð á i mess- unni segir frá lítilli stúlku sem átti heima beint á móti Háteigskirkju. Hún kom eitt sinn að máli við sóknarprest sinn eftir bamaguðsþjón- ustu og sagði alvörugefm. „En hvað það er sniðugt að hafa svona kirkju þar sem konur geta skipt á eiginmönnum." „Hvaö áttu við, bam?“ spurði klerkurinn for- viða. „Jú, ég hef oft séð ungar kon- ur í brúðarkjól vera leiddar upp kirkjutröppumar af gömlum mönn- um og svo koma þær út hálftíma síðar með miklu yngri mönnum." Hegningin Við sögðum frá vísunni hans Egils Jónasson- ar um hvanna- rótarbrennivín- ið og magasárið í siðasta Sand- komi. Það var bara fyrri helmingur sög- unnar. Áður en Egill varð góð- ur af magasár- inu flutti lækn- ir hans, Daníel Daníelsson, burt frá Húsavík. Eitt sinn fór Egill að heimsækja hann og dvaldi hjá honum nokkra daga. Meðan á dvölinni stóð komu vinir Daníels í heimsókn eitt kvöldið. Læknirinn náði I sjeneversbrúsa og skenkti gestum sínum í staup. Líka Agli. Hann sagðist hafa smakkaö á fyrst þaö var sjálfur læknirinn sem bauð honum. Um nóttina fékk hann slæmsku í magann og orti þá aðra vísu til Drottins. Enn ertu herra að hegna mér, hart er að búa við öfund slika. Átt’ekki sjálfur sjenever, svo að þú getir bragðað lika. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir Kvótasvik í rannsókn: Settu ýsu og f latfisk ofan á þorsk við vigtun „Það er rétt að bæði lögfræðingur okkar og lögreglan á ísafirði rann- saka nú kvótasvik sem komst upp um fyrir skömmu. Báturinn sem landað var úr er Mímir ÍS en við- takandi aflans er Norðurtanginn hf. Málið er enn á rannsóknarstigi," sagði Þórður Ásgeirsson fiskistofu- stjóri í samtali við DV í gær. Þetta kvótasvindl var framkvæmt með þeim hætti að ýsa annars veg- ar og flatfiskur hins vegar voru sett efst í kör þegar vigtað var á hafnar- voginni. „Rannsóknin beinist nú ekki bara að þessu tiltekna meinta broti sem við þykjumst hafa staðið menn að. Lögreglan á ísaflrði rannsakar það. Við munum svo skoða bókhald um fyrri landanir þessa sama báts og frystihússins sem tók við aflanum. Þess vegna getur maður ekki á þess- ari stundu sagt til um það hve mik- inn afla er um að ræða,“ sagði Þórð- ur Ásgeirsson. -S.dór Rangárvallahreppur: Hestur sparkaði í höfuð vinnukonu Ung vinnukona á bænum Ármóti í Rangárvallahreppi var flutt á sjúkrahús í Reykjavík á mánudag eftir að hestur hafði sparkað í höfuð hennar. Stúlkan var að lúsaþvo hestinn og ætlaði að bera á hann efni í fax og tagl þegar hann sparkaði skyndilega í hana. Hún var talsvert kvalin og fór hún í rannsókn. Kom þá í ljós að betur hafði farið en á horfðist í fyrstu þvi hún slapp við beinbrot og fékk að fara heim eftir meðferð á sjúkrahúsinu. -Ótt Akureyri: Margir teknir án öryggisbeita DV, Akureyri: Lögreglan á Akureyri kannaði á mánudaginn notkun öryggisbelta í bifreiðum í bænum. Á ákveðnum stað í bænum voru allar bifreiðar sem áttu leið um stöðvaðar og belta- notkunin könnuð. Niðurstaðan varð sú að 10 ökumenn og farþegar reyndust „óspenntir" og verða þeir að greiða sekt vegna þess. Magnús Axelsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir að þrátt fyrir þetta sé ástandið þokka- legt varðandi öryggisbeltanotkun- ina þegar á heildina sé litið. Öku- menn bera ekki ábyrgð á því að far- þegar þeirra spenni beltin þannig að farþegar, sem eru „óspenntir", eru ábyrgir fyrir því og verða að greiða sektir verði þeir staðnir að því. -gk Ávísanaheftum stoliö í innbroti Tveimur ávísanaheftum var stolið af skrifstofu Fiskverkunar Sigvalda Þorleifssonar að nætur- lagi. Talið er að farið hafi verið inn um glugga en síðan voru dyr brotn- ar upp með hamri á skrifstofunni. Heftin eru frá Sparisjóði Ólafs- fjarðar og Landsbankanum á Akur- eyri. Lögreglan er með málið í rann- sókn. -Ótt afsláttur af öllum notuðum bílum ef um bein kaup er að ræða. Lyklarnir okkar aanga aðeins að góðum notuðum bílum. Mikið úrval af góðum notuðum Hyundai, Renault, Lada og mörgum öðrum tegundum. Þú getur því verið viss um að gera góð kaup. NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT12 SÍMl: 568 1200 BEINN SlMI: 581 4060 Áskrifendurfá /0% aukaafslátt af smáauglýsingum DV oWmil lihirr,,^ "cl Smáauglýsingar ■té I oi+A 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.