Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 Spurningin Hvaða merkingu hefur haustið í þínum huga? Hrafn Pálsson deildarstjóri: Eftir svona gott sumar hlýtur að koma góður vetur. Agnar Daníelsson: Slátur og berj- amó. Jón Bjarmi nemi: Skemmtanir og skóli. Davíð Reynisson nemi: Marglit, folnuð tré. Bjarni Reynisson nemi: Skóli og skemmtun. Már Valþórsson nemi: Vont veð- ur. Lesendur Fræða þarf fólk um brennivínið Hér reyna krakkarnir jafnvel að verða sér úti um óþverra eins og landa til þess eins að verða blindfullir, segir bréfritari meðal annars. - Lögreglan hef- ur hér gert upptæk bruggtæki og landa. Áhyggjufullur faðir skrifar: Mér hefur verið hugsað til þess á undanfórnum vikum hvert okkar ágæta þjóðfélag stefni. Varla líður sá dagur að ekki sé sagt frá því að einhver sé rændur, brotist sé inn í íbúðarhús og eigur fólks skemmdar eða þeim stolið, bílar séu brotnir upp og öllu stolið úr þeim sem hægt er og svona mætti áfram telja. Allt er þetta sprottið af einum og sama meiðinum þótt greinamar séu kannski tvær eða fleiri. Ein greinin er sýnu hættulegust og það eru fíkniefnin. Ég fagna reyndar viðleitni lögreglunnar til sinna verka en spyr um leið hverju þau verk skili. Kannski er það rétt sem forsvarsmenn lögreglunnar hafa haldið fram að með því aö vakta þessi svokölluðu fikniefna- bæli og leita á öllum sem þar fara um sé yngsta fólkinu haldið frá þeim. Ég vil leyfa mér að draga það í efa. Unga fólkið veit nefnilega ná- kvæmlega hvemig fara á að til þess að verða sér úti um þessi viðbjóðs- legu efni. Ég skal þó viðurkenna strax að ég hef ekki lausnina á reið- um höndum. Ég hef aðeins miklar áhyggjur af því hvað fikniefnaneysl- an er farin að hafa alvarlegar afleið- ingar í for með sér. Þetta fólk þarf að fjármagna kaupin og það gerir það örugglega ekki með því að vinna heiðarlega vinnu, a.m.k. ekki í langflestum tilvikum. Hin greinin á áðurnefndum meiði er að sjálfsögðu áfengið. Er það ekki undanfari fikniefnanna í flestum til- fellum? Mér finnst að umræða um áfengi mætti vera miklu meiri. Við byrjum á því að fræða bömin um reykingar í barnaskólanum og ekki skal ég mæla gegn því að það sé gert. Hins vegar finnst mér brenni- vínið ekki síður vera mikill skað- valdur og þess virði að um það sé talað. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að ef meira væri talað um vínið, það væri selt á fleiri stöðum og ef það væri ekki svona dýrt, þá væra vandamálin miklu færri. í öðrum löndum era léttvín mikið á borðum og þar eru vandamál vegna drykkju sterks áfengis ekki eins mikil og hér. Hér reyna krakkarnir jafnvel að verða sér úti um óþverra eins og landa til þess eins að verða blindfullir, jafnvel þótt hamrað sé á þvi að landinn geti verið hættuleg- ur. Við þurfum nauðsynlega að fara að einbeita okkur að því að fræða ungt fólk um áfengi. Ef við gætum fækkað drykkjumönnum áfengis um einhver prósent myndi fíkni- efnaneytendum án efa fækka að sama skapi og þá um leið glæpum og ofbeldisverkum. Haraldur Pálsson skrifar: Við hjónin höfum sótt danstíma í Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar einu sinni á viku á veturna í yfir 30 ár og nú langar okkur til þess að láta alla vita af þvi hvað þetta er skemmtilegt. Við höfum haft mikla ánægju af þessum tímum og hefur næstum sama fólkið verið í okkar hópi frá byrjun. Stuttu eftir að við byrjuðum á dansskólanum gengum við í klúbb sem heitir Dansklúbbur Hvetjum alla í dansinn Heiðars Ástvaldssonar. Hann er orðinn 33 ára og starfar enn. Dansinn hefur þróast mikið síð- astliðin ár og má segja að nú í dag skiptist dansinn í tvær greinar, keppnisdansinn, þar sem pör æfa oft i viku og stunda þetta sem íþrótt, og svo almenna dansinn, þar sem dansinn er stundaður einu sinni í viku og kenndir eru dansar fyrir alla aldurshópa. Þar kemur fólk saman og lærir létt og skemmtileg spor sem nýtast þeim svo á dans- leikjum. Við höfum kynnst báðum þessum greinum því við eigum tvær dætur sem eru lærðir danskennarar og önnur þeirra rekur dansskóla. Barnabörnin hafa náð góðum ár- angri. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á dansi að drífa sig af stað því það er mikil upplyfting og góð lík- amsrækt fólgin í danslistinni. Sement eða sænskt drullumall? Skarphéðinn H. Einarsson skrif- ar: Um 1970 kom hér maður sem hafði lengi búið i Bandaríkjunum og unnið við vegagerð m.a. í Kali- forníu. Hann boðaði nýja aðferð við vegagerð, „MIT ON PLACE“. Allir sem komið hafa til Bandaríkjanna vita að þar er gott vegakerfi og þeir eru þjóða- fremstir við lagningu vega. Þessi fyrrnefndi maður vildi innleiða þessa þekkingu hér á landi en íslendingar voru á öðru máli. Áróður og fáviska, reyndar ásamt illgimi, kom af stað ýmsum sögmn. Menn héldu að með þessari aðferð væri hægt að aka um moldarflög og mela og hræra sementi saman við og útkoman yrði hraðbraut. Um síðir var flutt aflóga vél frá sima 0 lli kl. 14 og 16 l_____’ Á þjónusta allan Enginn efast nú um aö nota eigi íslenskt sement við vegageröina í staöinn fyrir sænskt drullumall, segir Skarphéöinn. - Hér er unnið aö því aö malbika Höföabakkabrúna. DV-mynd JAK Kanada, gerð var tilraun við vondar aðstæður, rigningu og kulda, uppi í Kjós. Allir lögðust á eitt, Vegagerð- in, ráðuneytið og fleiri, við að gera þessa tilraun erfiða fyrir þennan mann. Menn sögðu að við hefðum ekki neitt að sækja vestur um haf. Síðan þetta var hafa íslendingar notað sænska aðferð þar sem kaldri tjöru er sprautað á vegina og möl síðan borin yfir. Síðan er umferðin látin pressa þetta og hefur margur bíleigandinn orðið fyrir tjóni vegna þessa. Nú sá ég í fjölmiðlum um daginn að íslenskir aðalverktakar ætla í samvinnu við Sementsverksmiðj- una og Vegagerðina að gera tilraun með vél frá Þýskalandi og leggja sement á 5 km kafla við Blönduós. Aðferðin er sú sama og kynnt var hér 1970 og Bandaríkjamenn hafa notað sl. 40 ár. Enginn dregur nú í efa að við eigum að nota íslenskt sement við vegagerð en ekki sænskt drullumall sem kostað hefur is- lenska bileigendur milljónir í formi skemmda á lakki, rúðum og ljósum. DV Margir læknar við Sigurjóna hringdi: Ég hef legið heima í viku og frétti það fyrir tilviljun að lítið mál væri fyrir mig að fara til læknis því allir þeir heimilis- læknar sem ekki væru ráðnir af heilsugæslustöðvunum væru við á stofum sínum. Þetta sann- reyndi ég með því að hringja í lækninn minn og fá tíma innan klukkustundar frá því að ég hringdi. Stofan var gersamlega tóm og ég furða mig á því af hverju landlæknir auglýsir ekki hvar fólk geti leitað læknis. Ég skora á fólk að kynna sér hvar lækna er að finna. Út að ganga Sigurður hringdi: Við höfum haft það fyrir sið hjónin í bráðum eitt ár að reyna að fara í göngutúr á hverju kvöldi, áður en við fáum okkur léttan kvöldmat eöa strax á eftir. Þetta er að vísu engin kvöð á okkur og það skiptir okkur engu sérstöku máli þótt eitt skipti falli út i viku hverri eða svo. Eftir að við byrjuðum þessar göngur okkar finnst okkur við bæði vera léttari í skapi á daginn og ég tala nú ekki um hvað við erum léttari á fætur á morgnana. Við látum veðrið ekki hafa áhrif á göngurnar og klæðum okkur eftir því hvernig viðrar hverju sinni. Það er fátt jafn gott og að fá sér góðan göngutúr í rigningu og jafnvel roki. Maður er svo hress á eftir. Ég vildi bara fá að hvetja fólk til þess að fara út að ganga. Það kostar ekkert nema ágæta skó og þá þarf maður að eiga hvort sem er. Skólinn í vanda Gamall kennari hringdi: Ég er að vísu hætt að kenna vegna aldurs en það breytir því ekki að ég fylgist náið með því sem er að gerast í skólunum. Mér finnst eins og viðvörunar- bjöllurnar hafi aldrei glumið jafn hátt og ég verð mjög hissa ef stjómvöld bregðast ekki við. Hvemig má það vera að yfirvöld geti sætt sig við að skólar, kannski aðallega úti á landi, hafi aðeins um helming af kennurum sínum með réttindi. Það sjá allir sem vilja sjá að ekki tekst að manna kennarastöður vegna þess hversu launin eru hræði- lega lág. Við skulum muna hverjir eru við stjóm og minnast þeirra ef þeir ekki bregðast við hættunni sem blasir við skóla- kerfinu. Hraðakstur Jónina hringdi: Jónína hringdi og vildi vekja athygli bílstjóra á því að fara sér hægar í þröngum götum í bam- mörgum hverfúm borgarinnar. Hún sagðist hafa orðið vitni að því í síðustu vikum að ungt bam hefði hlaupið út á Bollagötuna og næstum orðið fyrir bíl. Bam- ið hefði hlaupið út á milli tveggja bíla og ekki gáð að sér. Mjög litlu hefði munað að illa færi því ekið hefði verið of hratt ekið miðað við aðstæður. Ekki væri víst að næsta bam yrði eins heppið. Jónína sagði að hver kílómetri á hraðamælinum skipti máli þegar menn þyrftu að nauðhemla, t.d. vegna þess að barn hlypi í veg fyrir bíl. Bið í bíó Eiríkur hringdi: Ég brá mér í eitt af bíóhúsum borgarinnar til þess að berja augum hina geysivinsælu mynd, Independence Day, og mér blöskraði hvað ég þurfti að biða lengi eftir því að myndin byrj- aði. Mér finnst of mikið að þurfa að hanga i 20 mínútur í bíósaln- um meðan verið er að kynna næstu myndir. Manni finnst al- veg nóg að sitja yfir löngum myndum fram að miðnætti kannski þótt ekki sé verið að lengja tímann en frekar meö leiðinlegum auglýsingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.