Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 Fréttir Nýtt vélinda búið til úr flipum úr hægri handlegg sjúklingsins: Hlakka mest til að tala og borða aftur - segir Ágúst Jónsson sem þjáðist af krabbameini í raddböndum Ágúst Jónsson í stofu sinni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur f gær. Hann tjáöi sig í gegnum svonefndan tjáboöa þar sem hann getur ekki talaö enn um sinn. DV-mynd ÞÖK „Þetta hefur gengið vonum fram- ar. Mér líður vel og sé nú loks fyrir endann á þessu. Ég bíð spenntastur eftir að geta borðað aftur alvörumat en ég held að ég hafi borðað síðast á sumardaginn fyrsta hjá systur minni. Síðan þá er ég búinn að fá alla næringu í gegnum æð,“ skrifar Ágúst Jónsson, 52 ára gamall Norð- flrðingur, á tölvuskjá á svokölluð- um tjáboða þar sem hann liggur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ágúst, sem var sjómaður, veiktist í fyrra þegar hann kom heim af skipinu Beitir NK sem var við veið- ar í Smugunni. Hann greindist með krabbamein í raddböndum og var búinn að missa röddina nær alveg. Barkakýlið var fjarlægt og aðgerðin gekk vel því með henni tókst að fjar- lægja krabbann í burtu. En sjúkrasaga Ágústs var þar með ekki öll, því 11. september sl. gekkst hann undir mjög sérstaka aðgerð vegna þess að vélinda hans var ónýtt. Þá voru teknir flipar úr hægri handlegg hans og úr þeim var búið til nýtt vélinda. Aðgerð sem þessi mun aldrei áður hafa veriö framkvæmd á íslandi. Aðgerðin tókst vel og Ágúst er nú á batavegi þó að sýking hafi aðeins tafið fyrir batanum. Blaðamaður og ljósmyndari DV heimsóttu Ágúst á deild A5 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í gær. Hann getur ekki talað sem stendur en tjáir sig með fyrrgreindum tjá- boða, sem er tölva, og á hana getur hann skrifað að vild. Fékk staup af serríi „Ég er farinn að hlakka mikið til að tala og borða aftur. Ég mun fá talventil sem gerir mér kleift að tala aftur. Mér skilst að það séu margir með slíkan ventil. Það er ekki alveg vitað hvenær ég get byrjað aö tala en það verður eftir að ventillinn hefur verið settur í. Líklega þurfa þó að líða einhverjir dagar í viðbót. Þá getur talmeinafræðingurinn, hún Bryndís Guðmundsdóttir byrj- að að kenna mér. í sambandi við matinn þá er ég búinn að vera svo spenntur að ég hef safnað ótal mat- aruppskriftum. Ég held að ég sé með marga tugi af þeim og þær fylla tvær dágóðar bækur. Fyrst um sinn verð ég þó víst að láta mér nægja að borða súpu,“ skrifar Ágúst á tjárit- ann fyrir blaðamann DV. Læknamir og hjúkrunarfólkið hér eru algerir snillingar að láta að- gerð sem þessa heppnast svona vel. Hjúkkurnar hafa látiö mér líða mjög vel hér og héldu meira að segja upp á 52 árá afmælið mitt um daginn. Þær buðu aðstandendum mínum í kökur og serrí. Ég mátti auðvitað ekki boröa köku en fékk fingurbjörg af sérríi í staðinn. Að öðru leyti er ég stálhress og hef reynt að byggja mig upp líkamlega. Ég hef t.d. hjólað töluvert þegar ég hef fengið að skjótast heim af og til. Ég tel krabbann alfarið hafa komið út af reykingum og ég er ákveðinn í að reykja aldrei aftur. Kannski á sjóinn aftur Hvað framtíðin ber í skauti sér er óráðið. Ég hefði ekkert á móti því að fara á sjóinn aftur ef ég fengi pláss á góðu skipi. En fyrst þarf ég að ná heilsu og kröftum. Ég er full- ur bjartsýni og það á ég líka að þakka hinu frábæra starfsfólki hér og fjölskyldu minni sem hefur stað- ið vel við bakið á mér á þessum erf- iða tíma,“ skrifar Ágúst á tjáboðann góða. -RR Hin umdeildu lög um stéttarfélög og vinnudeilur: Meinleg villa slæddist inn í lögin á lokastigi - varla ástæða til að breyta þessu í haust, segir Kristján Pálsson alþingismaður Nokkuð meinleg villa slæddist inn í texta laganna um stéttarfélög og vinnudeilur i vor. Þetta mun hafa gerst við innslátt texta í loka- frágangi lagatextans. Þetta varðar ákvæði um vinnustaðasamninga og atkvæðagreiðslu um kjarasamn- inga. í upphaflega frumvarpinu var sagt að ef tvö eða fleiri stéttarfélög væru á vinnustað væru þau skyldug að hafa sameiginlega atkvæöa- greiðslu um samninga. í textanum, sem Alþingi síðan afgreiddi sem lög, stendur hins vegar: „Ef fleiri en tvö stéttarfélög ..." Þetta þýðir að ekki er skylda að hafa sameiginlega at- kvæðagreiðslu nema stéttarfélögin séu 3 eða fleiri. Hér mun vera um hreina innsláttarvillu að ræða. „Ég held að þetta sé í raun nær óskum ASÍ en upphaflegi textinn enda munu menn þar á bæ ætla að láta kyrrt liggja að sinni að minnsta kosti. Ég tel því ólíklegt að farið verði með látum í einhverjar breyt- ingar á lögunum í haust. Ég tel að það verði skoðað hvemig þetta reynist í komandi kjarasamningum. Ef menn telja að það reynist illa er alltaf hægt að breyta þessu siðar,“ sagði Kristján Pálsson, alþingismað- ur og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í félagsmálanefnd Alþingis. Lögin um stéttarfélög og vinnu- deilur, sem samþykkt voru í júní, eru í raun breyting við vinnulög- gjöfina frá 1938. Og í þeim er getið um að fella gömlu lögin inn í nýju lögin og gefa þannig út nýtt laga- númer. Þar með væru lögin ekki lengur frá 1938 heldur 1996. „Til stóð að prenta þessi lög sam- an í sumar en hætt var við það vegna villunnar. Hins vegar komast menn ekki hjá því að taka ákvörðun um hvað gera skuli alveg á næst- unni,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona og formaður félagsmála- nefndar Alþingis. Hún sagði það sitt álit að stjórn- arliðar muni kviða þvi mjög að taka þessi umdeildu lög upp aftur á Al- þingi í haust. Þess vegna verði mál- ið látið kyrrt liggja fyrst í stað að minnsta kosti. -S.dór rödd FOLKSINS 904 1600 Á að takmarka kattahald og binda leyfum? Stuttar fréttir Menningarstofnun lokað Flest bendir til þess að Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna á íslandi verði lokað. Fimm starfs- menn starfa þar nú. Alþýðublað- ið segir frá. Stöð 3 Stöð þrjú tókst ekki að safna 300 milljónum króna fyrir fram- haldsaðalfundinn sem haldinn var í gær, segir Dagur-Tíminn. Jónshús fær nýjja stjórn Sendiherrann í Kaupmanna- höfn verður ekki lengur sjálf- krafa formaður hússtjórnar Jónshúss. Ný stjórn verður senn skipuð. Morgunblaðið segir frá. Milljarðs sparnaður Ef bílatryggingar lækka al- mennt til jafns við verð FÍB trygginga spai-a bíleigendur um milljarð króna á ári, að mati FÍB. Morgunblaðið segir frá. Þjóðmenningarhús Safnahúsinu við Hverfisgötu verður breytt í þjóðmenningar- hús ef vilji menntamálaráðherra nær fram að ganga. Stöð 2 segir frá. Hæstiréttur rifinn Umsýsla ríkisins vill láta rífa gamla hæstaréttarhúsið, þar sem það sé stórskemmt vegna raka og óhentugt til annars brúks. Stöð 2 greindi frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.