Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 Sviðsljós Taylor skuldar Tyson stórfé Umvatnsdrottningin og leik- konan fyrrverandi Elizabeth Ta- ylor skuldar leikkonunni Ciceiy Tyson nálægt fjörutíu milljónum króna fyrir að hafa rekið hana úr leiksýningu. Fyrirtæki Elizabeth- ar stóð að sýningunni sem gagn- rýnendur voru afar óhressir með. Cicely tók sér frl eitt kvöldið fyr- ir að sækja athöfn til heiðurs manni sínum, djasssnillingnum Miles Davis, og var rekin fyrir vikið. Cicely fór i mál og vann. Claudia ekki lengur í takt við tímann Þýska ofurfyrirsætan Claudia Schiffer uppfyllir ekki lengur þær kröfur sem gera verður til kvenna í hennar starfi. Hún er ekki leng- ur í takt við tímann og tíðarand- ann og ætti að snúa sér að ein- hverju öðru. Ekki fallegt, en þetta er að minnsta kosti álit taglhnýt- ingsins og tískukóngsins Karls Lagerfelds. Þýska blaðið Bild hafði þetta eftir honum. John F. Kennedy yngri gekk að eiga kærustuna um helgina: John F. Kennedy yngri, sonur forsetans sáluga, og kærasta hans, Carolyn Bessette, gengu í þaö heilaga viö leyni- lega athöfn um helgina. Þessi mynd var tekin fyrr á árinu þegar þau sóttu góögeröarsamkomu í New York. Caroline Kennedy var í brúökaupi litla bróöur. síðan upp veislu í risastórum tjöld- um. Meðal viðstaddra voru Caroline systir og öldungadeildarþingmaður- inn Ted Kennedy, foðurbróðir brúð- gumans. Ted Kennedy vildi ekki staöfesta á sunnudag hvort bróðursonur hans hefði gengið í það heilaga en sagði aðeins að fjölskyldan hefði skemmt sér konunglega yfir helgina. Dagblaðið Florida Times-Union flutti fréttir af því að óvenjuströng öryggisgæsla hefði verið á Cumber- landeyju um helgina en þangað eru ferjusiglingar frá bænum St. Mary’s í Georgíu. Blaðið sagði að öryggis- verðir hefðu snúið forvitnum frá og að noröurenda eyjarinnar hefði ver- ið lokað fyrir allri almennri umferð síðdegis á laugardag. Hluti Kennedyfjölskyldunnar dvaldi á Greyfields Inn, litlu gisti- húsi þar sem veislan var haldin. John F. Kennedy yngri og Caro- lyn hafa verið lengi saman þótt á ýmsu hafi gengið í sambúðinni. Þau sáust m.a. í hávaðarifrildi í Mið- garði í New York fyrr á árinu. John gefur út stjómmálatímaritið George en Carolyn starfar að kynningar- málum fyrir fatahönnuðinn Calvin Klein. Kynþokkafyllsti maður heimsins genginn út Kynþokkafyllsti maður heimsins og um leið eftirsóttasti piparsveinn- inn er ekki lengur á lausu. John F. Kennedy yngri, sonur forsetans sál- uga og Jackie, gekk í hjónaband um helgina, ef marka má vangaveltur og fréttir fjölmiðla í Bandaríkjun- um. Sú lukkulega heitir Carolyn Bessette, kærasta hans til nokkurra ára. Hjónavígslan fór fram á hinni af- skekktu Cumberlandeyju undan ströndum Georgíufylkis og hvíldi afar mikil leynd yfir athöfhinni, reyndar svo mikil að enginn úr fiöl- skyldunni hefur enn fengist til að staðfesta að atburðurinn hafi átt sér stað. Sjónvarpsstöð í Jacksonville í Flórída skýrði frá því að Kennedy og Bessette hefðu heitið hvort öðm eilífri ást og trúnaði í lítilli kapellu á norðurhluta eyjarinnar og slegið Aukablaö AMERÍSKIR DAGAR Miðvikudaginn 9. október mun aukablad um ameríska daga fylgja DV. Aukablað þetta verbur helgað Ameríku og amerísku atvinnu- og mannlífi. Auk þess verðurfjallað um það sem í boði verður á ,^Amerískum dögum“ í Kringlunni og víðar. Umsjón efnis hefur Svanur Valgeirsson blaðamaður í síma 550-5814. Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlegast hafi samband við Guðna Geir Einarsson í síma 550-5722 hið fyrsta. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 3. október. Þaö er ekki oft sem hundar eöa kettir mæta til frumsýningar í Hollywood en þaö geröi hundurinn Mark um helgina. Hann leikur f myndinni „2 Days in the Valley" eöa Tveir dagar f dalnum. Fjallar myndin um líf 10 fbúa í Los Angel- es í tvo sólarhringa og meðal leikara í henni er Teri Hatcher, sú er leikur blaöakonuna Lois Lane í þáttunum um Súperman. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.