Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 37 I>V Bubbi Morthens heldur tónleika í íþróttahúsinu i Hverageröi í kvöld. Bubbi í Hveragerði Bubbi Morthens heldur áfram landsreisu sinni og í kvöld kl. 21.00 heldur hann tónleika i íþróttahús- inu í Hveragerði. Danski saxófón- kvartettinn Ny dansk saxofonkvartet mun halda tónleika í Listasafiii Sig- uijóns í kvöld kl. 20.30. Á verkefna- skrá kvartettsins eru verk eftir Bach, Astor Piazzolla, Per Nargárd og Lárus H. Grímsson. Tónleikar St. Matteus kórinn í Digraneskirkju Þriðju tónleikar St. Matteusar kórsins frá Stokkhólmi verða í Digraneskirkju í kvöld kl. 20.30. Kórin mun aðallega syngja sænska kórtónlist en einnig eru verk eftir Bach og Johan Helmich Roman. Mexíkóskir dag- ar í Grillinu í dag og fram til 29. september verða haldnir mexíkóskir dagar í Grillinu á Hótel Sögu. Alejandro Calcola, yfírmatreiðslumaður Krys- tal hótelsins í Cancun, verður gesta- kokkur. Einnig koma þrir tónlistar- menn sem munu skemmta gestum með þjóðlegri tónlist frá Mexíkó. Fræðslufundur CCU-samtakanna verður haldinn i kvöld kl. 21.30 í íþróttamiðstöðinni Laugardal, kaffi- teríu, 3. hæð. Bjami Þjóðleifsson meltingarsérfræðingur heldur er- indi. Háskólafyrirlestur Juliana Roth heldur fyrirlestur í stofu 101 í Lögbergi kl. 17.15 í dag. Nefnist hann: Can East Meet West? European Intercultural Commun- ication Problems after the „End of Systems“. ITC-Irpa Fundur verður í kvöld kl. 20.30 í Sjálfstæðissalnum, Hverafold 5. All- ir velkomnir. Samkomur Kynningarfundur Hjálparsveitar Kynningarfundur Hjálparsveitar skáta í Hafharfirði verður haldinn að Hraunbrún 57 kl. 20.30 i kvöld. Allir sem hafa náð 17 ára aldri og hafa áhuga á að starfa með sveitinni eru velkomnir. Heilbrigðisráðherra á opnum fundi Ingibjörg Pálmadóttir mun tala á opnum fúndi á vegum Framsóknar- félaganna í Reykjanesbæ í kvöld kl. 20.00 í Framsóknarhúsinu, Hafhar- götu 62. Dansæfing Sigvaldi kennir kúrekadans kl. 18.30 í Risinu. Dansæfing kl. 20.00. Hvar standa einkaaðilar í samkeppni við rík- ið? er yfirskrift morgunverðarfúnd- ar Verslunarráðs íslands í Sunnusal Hótel Sögu í fyrramálið kl. 8.00. og þykir mörgum það miður. Þá er austan vatnsins Prestshöfði sem nú er nefndur Prestshæð. á Efstadalsfjall Gönguleiðin eins og hún er sýnd á kortinu er nálægt 12 kílómetrum og tekur 3-4 tíma að ganga hana. Gengið Hinn mikli ferðamannastaður Laugarvatn býður upp á margs konar afþreyingu fyrir náttúru- unnendur og í nágrenni vatnsins eru skemmtilegar gönguleiðir sem reyna misjafnlega mikið á göngu- fólkið. í nágrenninu er meðal ann- ars Efstadalsfjall og ofan af því er mjög gott útsýni suður og austur yfir byggðina og því er verulegur ávinningur að leggja leið sína þangað á góðum degi og ekki skemma fallegir haustlitir í nátt- úrunni fyrir. Umhverfi Gönguna má byija upp eftir veg- arslóðanum í Miðdalsfjall og sveigja síðan austur á Efstadals- ftall. Gott er að ganga nokkum hring uppi á fjallinu til að fá betra útsýni norður yfir Vatnsheiðina norðan við Efstadalsfjall. Þar er allstórt stöðuvatn, sem á eldri kortum heitir Prestsvatn, en nú er farið aö kalla það Vatnsheiðarvatn Bítslag '96 í Loftkastalanum: Slagverksveisla í kvöld verða nokkuð sérstakir tónleik- ar í Loftkastalanum sem nefnast Bítslag ’96. Er um að ræða slagverksveislu sem er á vegum RúRek og hljóðfæraverslunar- innar Samspil. í aðalhlutverki eru fjöl- margir trommuleikarar og munu þeir leika verk fyrir þrjú trommusett, dúetta, sóló og fleira. Þarna gefur að heyra allt frá hárfinum krúsídúllum upp í magnaða pólýrythma, latín slagverksorgíur og takt- fræðilegar tilraunir á mörkum hins óframkvæmanlega. Þá er til sýnis í and- dyrinu stærsta trommusett á íslandi. Skemmtanir Meðal þeirra trommuleikara sem koma fram eru Pétur Östlund, Gunnlaugur Briem, Halli Gulli, Ólafur Hólm, Jóhann Hjörleifsson, Einar Scheving, Guðmund- ur Steingrímsson, Skapti Ólafsson, Þór- hallur Skúlason, Steingrimur Guðmunds- son og Halli úr Botnleðju ásamt Adda bróður sínum úr Stolíu. Kynnir á tónleik- unum, sem hefjast kl. 21.00, er Jónatan Garðarsson. Færð víðast góð Vegir eru víðast hvar í góðu ásig- komulagi, þó eru vegavinnuflokkar enn að störfum á nokkrum stöðum og ber að virða hraðatakmarkanir og sýna aðgát. Á Suðurlandi er ver- ið að lagfæra leiðina Suðurlands- vegur-Galtalækur og á Snæfellsnesi eru einnig vegavinnuflokkar að störfúm við leiðina milli Grundar- fjarðar og Ólafsvíkur og Heydals- veg-Búðir. Færð á vegum Ágæt færð er á hálendinu og eru allar leiðir færar, en vert er að taka fram að margar leiðir eru aðeins færar jeppum og fjallabílum, má þar nefna Fjallabaksleiðir, Arnarvatns- heiði og Sprengisandur-Bárðardal- ur. Astand vega m Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir LokaörSt°ÖU ^ Þungfært (g) Fært fjallabílum Systir Snæfríðar og Þorgeirs Þessi litla fallega stúlka sem er á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítalans 6. septem- ber kl. 7.44. Hún var viö Baxn dagsins fæðingu 3575 grömm að þyngd og 51 sentímetra íöng. Foreldrar hennar eru Sædís A. Gunnars- dóttir og Lúðvík Þorgeirs- son. Hún á tvö systkini, Snæfríði Birtu, sem er fjögra ára, og Þorgeir sem er eins árs. Keanu Reeves og Rachel Weisz leika tvö ungmenni sem eru á flótta. Keðiuverkun Háskólabíó frumsýndi um síö- ustu helgi spennumyndina Keðjuverkun (Chain Reaction). í byijun fylgjumst við með þar sem hópur vísindamanna við há- skólann í Chicago er að gera til- raunir með orku sem á að leysa gas og olíu af hólmi. Eftir mikla vinnu hafa þeir náð hinum ótrú- lega árangri að vinna orku úr vatni. Meðal þeirra sem vinna að tilraununum eru Eddie Kasali- vich og Lily Sinclair sem Iifa af mikla sprengingu í tilraunstof- unni. Áður en þau geta áttað sig á hlutunum eru þau ákærð fyrir morð og hundelt af FBI og þeim aðilum sem orsökuðu sprenging- una sem varð vísindamanni að bana. Kvikmyndir Það eru Keanu Reeves og Rachel Weisz sem leika flótta- fólkið en í öðrum hlutverkum eru Morgan Freeman, Fred Ward, Kevin Dunn og Brian Cox. Leikstjóri Chain Reaction er Andrew Davis sem hefúr sérhæft sig í spennumyndum. Sú mynd sem hefúr hingað til haldið nafhi hans á lofti er The Fugitive sem hann gerði 1993. Nýjar myndir: Háskólabíó: Keðjuverkun Laugarásbíó: Hættuför Saga-bíó: Stormur Bíóhöllin: Eraser Bíóborgin: Fyrirbærið Regn- boginn: Independence Day Stjörnubíó: Svaðilförin Krossgátan T~ 2 T~ f ^— ? n r far* )Ö ii w* . 1 r >? ll 1 \ J b' 1 10 J Lárétt: 1 öndunarfæri, 6 ofri, 8 flakk, 9 þjóta, 10 óvild, 11 fyrirhöfn, 13 fugl, 14 þijósk, 15 vinningur, 17 borðaði, 18 skelfur, 20 fóðrað, 21 bandvefúr. Lóðrétt: 1 dvelst, 2 kjarkur, 3 fimt, 4 krafs, 5 viðkvæm, 6 trylltar, 7 átt, 12 glaðan, 13 ákafa, 14 þjark, 16 gijót, 17 púki, 19 gangflötur. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 bylta, 6 tó, 8 elja, 9 tap, 10 gálaus, 12 gjá, 14 arga, 16 þunnt, 19 of, 21 Adam, 22 læri, 23 kar. Lóðrétt: 1 belg, 2 ylgju, 3 ljá, 4 tal- andi, 5 atar, 6 tau, 7 óp, 11 sakir, 13 ánar, 15 góma, 16 þol, 17 tak, 20 fæ. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 207 24.09.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 66,710 67,050 66,380 Pund 103,820 104,350 103,350 Kan. dollar 48,750 49,050 48,600 Dönsk kr. 11,4800 11,5410 11,6090 Norsk kr 10,3220 10,3780 10,3430 Sænsk kr. 10,1130 10,1680 10,0220 R. mark 14,7240 14,8110 14,7810 Fra. franki 13,0210 13,0950 13,0980 Belg. franki 2,1426 2,1554 2,1795 Sviss. frankí 54,0400 54,3400 55,4900 Holl. gyllini 39,3500 39,5800 40,0300 Þýskt mark 44,1300 44,3500 44,8700 ÍL lira 0,04376 0,04404 0,04384 Aust sch. 6,2690 6,3080 6,3790 Port. escudo 0,4330 0,4356 0,4377 Spá. peseti 0,5241 0,5273 0,5308 Jap.yen 0,60780 0,61150 0,61270 írskt pund 106,820 107,480 107,600 SDR 96,29000 96,87000 96,83000 ECU 83,9200 84,4200 84,4200 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.