Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 Fréttir Foreldri með barn bæði í leik- og grunnskóla: Mjög óþægilegt og oft erfitt - að brúa starfsdaga - bitnar beint á börnunum „Þetta er mjög óþægilegt og oft erfitt. Maður þarf að taka sér auka- frídaga og er með háifgerðan hnút í maganum. Það er t.d. ekkert langt síöan ég kom úr sumarfríi og nú eru tveir samliggjandi starfsdagar í leikskólanum, fimmtudagur og föstudagur. Við hjónin verðum að taka okkur frí sitt hvorn daginn, það kemur ekkert annað tii greina,“ sagði Ósk Gísladóttir, móðir sem bæði á bam í leik- og grunnskóla. Margir foreldrar eru ósáttir við um- rædda starfsdaga í leik- og gnmn- skólum vegna þess að þeir lenda í hinum mestu vandræðum með að fá vistun fyrir bömin. Það eiga ekki allir kost á að taka sér frí frá störf- um og þeir sem eiga böm á bæði leik- og gmnnskóla þurfa e.t.v. að brúa allt upp i 10 daga á ári vegna þessa þar sem starfsdagamir eru ekki þeir sömu á báðum stöðum. „Það er enginn sem kemur heim og passar, ömmumar eru t.d. líka að vinna. Þær eiga líka fleiri bama- börn og mundu því ekki gera annað ef allir leituðu til þeirra. Við förum ekki einu sinni fram á það,“ sagði Ósk. Málið yrði vitaskuld einfaldara ef starfsdagana bæri upp á sömu dag- ana í báðum skólunum. „Þá gæti maður e.t.v. nýtt eldri stelpuna til að gæta litla bróður síns einhvern hluta dagsins þó það sé auðvitað ekki æskilegt. Þegar frí er hjá henni hefúr maður reynt að mæta með hana í vinnuna þó þar sé engin að- staða fyrir hana og ekkert við að vera. Mér finnst þetta ástand því bitna beint á börnunum. Það losnar á öllum reglum og allt fer úr skorð- um,“ sagði Ósk. Hún sagði starfs- daga þó eiga fullan rétt á sér en þá miklu frekar á kvöldin eða um helg- „Viö hjónin veröum aö taka okkur frí sinn daginn hvort, þaö kemur ekkert ar. annaö til greina," sagöi Ósk sem hér er meö Þorbjörn, 4 ára. -ingo Starfsdagar í leikskólum valda óánægju: Ekki sanngjarnt gagnvart - segir framkvæmdastjóri Dagvistar barna „Leikskólakennarar eiga rétt á tveimur starfsdögum á ári í sínum kjarasamningum og einum nám- skeiðsdegi. Þetta eru ekki frídagar heldur vinnudagar til að skipu- leggja starfsemi leikskólanna og við teljum þetta lið í því að vera með gæðastarf á leikskólunum. Hin almenna regla er sú að taka þessa starfsdaga ekki samliggj- andi,“ sagði Bergur Felixson, fram- kvæmdastjóri Dagvistar bama. „Dagvist hefur mælst til þess við Dagfari leikskólastjórana að þeir kynni sér hvenær starfsdagar em í grunn- skólum og hafi samræmi þar á milli svo að þá beri upp á sömu daga en það eru þó eitthvað fleiri slíkir dagar í grunnskólunum. Mér finnst þetta mjög mikilvægt og mun að gefnu tilefni kanna hvort þessu sé fylgt eftir,“ sagði Bergur. í fyrra var ósamræmi þama á milli og var kvartað formlega yfir því við Dagvist. Ósanngjarnt viöhorf „Við vitum að þetta getur kom- ið sér illa fyrir foreldra en þeim er kynnt þetta þegar þeir fá leikskóla- pláss og svo er þetta auglýst með góðum fyrirvara. Ég held því að langstærsti hluti foreldra sé ekki í vandræðum með að leysa málin því flest börn eiga tvo foreldra. Hinir eru nokkuð duglegir að láta í sér heyra og mér finnst það sjón- armið ekki sanngjarnt gagnvart okkur. Leikskólar veita yfirleitt bæði mikla og góða þjónustu, skól- arnir hafa t.d. verið með meiri lok- unartíma en við.“ Aðspurður sagð- ist hann ekki vilja tíunda það hvernig fólk leysti þetta en sam- sinnti því að margir þyrftu að taka sér frí. Vilja ekki aukavinnu Bergur sagði að það hefði veru- legan kostnað í för með sér að hafa Frestum ekki frumsýningu á Djöflaeyjunni - segir Kristinn Arason „Þetta er mikið tjón fyrir okk- ur. Þjófamir stálu tölvum, prent- urum, ávísunum og bankabókum, sem era þó lítils virði, og tóku reyndar ryksuguna í kaupbæti. í tölvunum var ýmislegt efni sem tengist myndinni, t.d. í sambandi við auglýsingar og annað. Þetta er áfall fyrir okkur en við mun- um ekki fresta ffumsýningunni á Djöflaeyjunni,“ sagði Kristinn Arason hjá íslensku kvik- myndassamsteypunni en sem kunnugt er var brotist inn í höf- uðstöðvar fyrirtækisins aðfara- nótt sunnudags. Að sögn Kristins er Djöflaeyjan sjáif í fúllri vinnslu og áætlun verður haldið, að frumsýna myndina fimmtudagskvöldið 3. október. -RR Lagarfoss seldur Eimskipafélagið hefur selt Lag- arfoss en skipið hefúr verið í millilandasiglingum síðan það var keypt árið 1983, nær einvörð- ungu fýrir ÍSAL, og hefur flutt um eina milljón tonna af áli frá ís- landi á þessum tíma. Flutningar fyrir ísal era nú hluti af vikulegum siglingmn Eimskips á svonefndri Suðurleið félagsins en hin nýju gámaskip, Dettifoss og Bakkafoss, þjóna henni. Tíu skip eru nú i milli- landasiglingum hjá Eimskip. -SÁ okkur þessa starfsdaga að kvöldlagi eða um helgi. „Sumir starfsmenn okk- ar eru heldur ekki hrifnir af því að koma um helgi til að vinna og við getum ekki neytt þá til þess. Þessi umræða hefur komið upp ár eftir ár en þessu verður ekki breytt í einni svipan. Mér finnst fólk verða svolítið kröfuharðara eftir því sem við veitum meiri þjónustu og betri, það er svo. skrýtið,“ sagði Bergur. -ingo Slegist um útfarirnar Markaðslögmálin blómstra í voru landi. Ekkert er lengur heil- agt í heimi. Við höfum fylgst með því að undanfómu að kirkjan og biskupinn yfir íslandi hefur sett sig í samband við markaðsráðgjafa til að bæta ímynd kirkjunnar, enda telja guðsmennimir að þeir nái betra sambandi við lífs heldur en liðinna og eiga meira erindi við þá. Markaðsráðgjöf, sem kirkjan kann að fá, snýr sem sagt að því að afla sér vinsælda og vina meðal þeirra sem enn era ofar moldu. Það mun sjáifsagt stafa af því að Útfararstofa Kirkjugarðanna og Kirkjugarðar Reykjavíkur, sem báðar era stofn- anir á vegum kirkjunnar og krist- indómsins í landinu, hafa skapað sér sterka stöðu meðal hinna látnu. Það jaðrar viö að Útfararstofan njóti einokunar á jarðarföram og útförum og hafa raunar staðið yfir málaferli vegna þeirrar forgangs- stöðu sem Kirkjugarðamir hafa tryggt sér gagnvart keppinautum sínum. Samkeppnisráð hefur fjallað um málið og gefið Kirkjugörðunum fyrirmæli og skýringar á því hvað telst til heiðarlegrar samkeppni þegar látnir eru annars vegar. Vandinn í því máli er nefnilega sá að hinir látnu geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér eða dáið í anda sam- keppnislaganna og engan veginn látið grafa sig án þess að eiga það á hættu að lög séu brotin. Þetta er gallinn við að deyja. Maður ræður engu um það hver sér um greftrunina og græðir á henni. Og Kirkjugarðamir era sak- aðir um að misnota aðstöðu sína og mala gull í krafti þeirrar vissu að enginn rifi kjaft úr kistunni eft- ir að útför er hafin. Þannig hefur kirkjan tögl og hagldir eftir að menn era gengnir fyrir ættern- istapann og hefur betur í orrast- unni um líkin, enda þótt halli und- an fæti meðan þetta sama fólk er enn á lífi. Sá hlær best sem síðast hlær. En það er ekki nóg með að kirkj- an og Útfararstofa kirkjugarðanna slái eign sinni á útfarimar og greftrunina með öllum þeim pen- ingum sem því er samfara. Nú er Útfararstofan sökuð um að mis- muna blómaverslunum og skipta bara við þær blómaverslanir sem þeim era þóknanlegar. Útfarirnar eru með öðrum orðum skreyttar með blómum frá þeim verslunum einum sem Útfararstofan mælir með. Mætti ætla að kirkjunnar menn hafi þannig myndað sér skoðanir á því hverjir séu i þeim hópi blóma- kaupmanna sem Kristur hefur vel- þóknun á. Eða er jafnvel að segja Kristi hverjum hann eigi að hafa velþóknun á! Eða mega þeir bara græða á blómaverslun í kringum jarðarfarir sem Útfararstofan hef- ur ákveðið að græði? Og hvaðan kemur sú ákvörðun? Að ofan eða að handan? Eða er Útfararstofa kirkjugarðanna að gefa það í skyn að sum blóm séu kristilegri en önn- ur? Hefur hinn heilagi andi lagt blessun sína yfir þessa verslunar- hætti eða biskupinn eða þjónar kirkjunnar? Er kannske skipt út umboðslaunum af þessum viðskipt- um til presta sem jarða og signa yfir hinn látna í blómabeði hinna réttlátu blómakaupmanna? Já, það er margt sem angrar kristindóminn sem neyðist nú til að temja sér verslunarhætti í anda samkeppnislaga eftir að mark- aðslögmálin og markaðshyggjan hafa rutt sér til rúms í guðsríki. Nú er sem sagt bannað að notast við blóm i jarðarförum nema þau séu boðin út og jarðarfarirnar boðnar út og greffrunin boðin út og brátt kemur að því að kirkjan þarf að auglýsa útboð á dauðsföllum til að hún brjóti ekki lög og hinir látnu fari að settum reglum. Það er ekki heiglum hent að lifa og stairfa í anda trúarinnar og sam- keppninnar þegar menn geta ekki einu sinni komið sér saman um hvaða blóm á að nota! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.