Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 Eru auðlindir hafsins ekki lengur sameign þjóðarinnar? Útgerðirnar eiga auð- lindina „Það er óheiðarleg pólitík að segja sífellt við fólkið í landinu að fiskistofiiamir séu sameign þjóðarinnar og setja síðan regl- ur, sem virka þannig að hvert mannsbam sér að í raun eiga út- gerðimar þessa auðlind." Jóhann Ársælsson, fyrrv. al- þingismaður, í Degi-Tímanum. Aumingjastimpill „Ef við hefðum tapað þá hefð- um við verið stimplaðir sem aumingjar." Atli Eðvaldsson, þjátfari ÍBV, ÍDV. Ummæli Hriktir í stoðum „Menn era á því að það muni hrikta hraustlega í mörgum stoðum í vetur.“ Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands- ins, í DV. Valtað yfir Þrótt „Það er gaman að vera úr sveitinni og valta yfír borgar- bömin úr Þrótti." Valdimar Sigurðsson, fyrirliði Skallagríms, í Degi-Tímanum. Svik við aðra - svik við sjálfan þig „Ég sagði bæði við sjálfan mig og aðra: Ef þú ert að svíkja bank- ann eða aðra þá ertu að svíkja sjálfan þig.“ Aðalsteinn Jónsson (Alli ríki), ÍDV. Hitamælingar Sá sem fyrstur notaði suðu- og frostmark vatns var Daninn Ole Romer (1644-1710). Frostmarkið hafði hann við 7,5° og suðumark við 60°. Það var síðan Svíinn Anders Celsíus sem árið 1742 skipti þessu sviði í 100 gráður og er sá kvarði notaður enn þann dag í dag. Celsius setti hins veg- ar suðumarkið við 0° og frost- markið við 100°. Ári eftir að Celcius birti sínar niðurstöður sneri Carl von Linné kvarðanum við. Varmaeiningin kelvin Árið 1848 mótaði Kelvin lá- varður (Sir William Thompson) aðalkennissetningu varmafræð- innar. Með henni er kleift að skilgreina varmafræðilegt hita- stig og móta hlutlæga mæliað- ferð. 1961 valdi ráðstefha um mál og varmaeininguna kelvin (K) sem hitaeiningu, miðaða við hitakvarða þar sem þrípunktur vatns er 273,15 K (samsvarar 0°C). Við þennan tiltekna hita era ís, vatn og vatnsgufa í inn- byrðisjafhvægi. Blessuð veröldin Alþjóðlegur hitamæli- kvarði Mælingar varmalifíræðinnar em ekki hámákvæmar að mæl- ingum á kjörgasi imdanskildum. Var því gengið frá sameiginleg- um hitamælikvarða á almennri ráðstefnu um mál og vog 1925. Kvarði þessi var síðan endur- skoðaður 1948 og 1968. Víðast rigning eða skúrir Skammt suður af Reykjanesi er víðáttumikil og nærri kyrrstæð 978 mb lægð, en yfír Norður-Grænlandi er 1020 mb hæð. Veðrið í dag í dag verður austankaldi, en all- hvöss norðaustanátt á norðvestan- verðu landinu. Rigning eða skúrir víðast hvar, en að mestu þurrt norð- anlands í kvöld og nótt. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast sunnanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustankaldi og skúrir. Hiti 8 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavfk: 20.08 Sólarupprás á morgun: 07.20 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.18 Árdegisflóð á morgun: 04.43 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö 9 Akurnes rigning 11 Bergstaöir skýjað 9 Bolungarvík rigning 4 Egilsstaöir rigning 9 Keflavíkurflugv. rigning 10 Kirkjubkl. súld 10 Raufarhöfn rigning 8 Reykjavík rigning 11 Stórhöfði rigning og súld 10 Helsinki alskýjaó 8 Kaupmannah. léttskýjaó 8 Ósló skýjaö 5 Stokkhólmur skýjaö 5 Þórshöfn riging 11 Amsterdam jwkumóöa 9 Barcelona léttskýjaö 12 Chicago alskýjað 15 Frankfurt rign. á síö.kls. 11 Glasgow riging og súld 12 Hamborg skýjað 9 London þokuruöningur 5 Los Angeles léttskýjaö 18 Madrid léttskýjaö 9 Malaga léttskýjað 21 Mallorca léttskýjaö 12 París þokumóöa 10 Róm þokumóöa 13 Valencia heiöskírt 16 New York skýjaö 13 Nuuk léttskýjaö 2 Vín skúr 9 Washington alskýjaö 16 Winnipeg Haraldur Pétursson, íslandsmeistari í torfæru: Með nokkra marbletti eftir beltin „Ég er búin að vera núna á sama bílnum í fjögur ár og hefur hann reynst mér vel. Grindin eða grunn- urinn að honum er úr Bronco en síðan er allt sérsmíðað ofan á hann og undir. Þetta er meira og minna allt heimasmíðað. Kostnaðurinn við svona tæki er mestur til að byrja með en eftir að maður er far- inn að læra á gripinn og búinn að fá reynslu þá minnkar kostnaður- inn en hann er þó alltaf einhver,“ segir Haraldur Pétm-sson, torfæm- kappi sem varð íslandsmeistari í annað sinn í sérútbúnum bílum í torfæruakstri. Maður dagsins Haraldur var spurður hvort það kæmu ekki einhverjar tekjur á móti: „Ekki ennþá, en það gæti orð- ið. Nú er farið að sýna frá torfæra- keppnum hér á landi í stóram gervihnattastöðum og þótt ekki komi beinir peningar til okkar þá verður mun auðveldara að fá fyrir- tæki til að auglýsa og styrkja okkur þegar milljónir manna eru famir að horfa á torfæruna í sjónvarpi." Haraldur sagði að hann hefði tek- ið þátt í öllum keppnum sumarsins: Haraldur Pétursson. „Ég vann tvo titla, fyrst var það Heimsbikarinn og síðan íslands- meistaratitillinn. Ég byrjaði vel en missti flugið i tveimur keppnum en náði mér á strik aftur.“ Það era mikil loftköst og margar veltur sem torfærubílamir fara. Haraldur var spurður hvort hann væri ekki blár og marinn eftir sum- arið. „Við erum mjög vel varðir og grindumar era sterkar og slys í þessum bílum þekkjast ekki þrátt fyrir veltinginn, það er helst að nokkrir marblettir sjáist á manni eftir beltin." Haraldur hefúr ekki hug á því að skipta um bíl á næstunni: „Það er búið að taka mig fjögur ár að þróa bílinn og ég ætla að vera á honum nánast óbreyttum á næsta ári. Síð- an fer þaö eftir því hvað aðrir þróa sína bíla hvort ég skipti um eða breyti mínum." Haraldur segist hafa haft áhuga á bílum frá því hann var bam að aldri: „Ég er fæddur og uppalinn í Hveragerði en fluttist síöan í sveit- ina, að Breiðabólstað í Ölfusi, þar sem ég bý í foreldrahúsum. Ég er bifvélvirki og starfa við jeppabreyt- ingar." Haraldur var spinður um erfið- ustu keppnisbrautina. „Hella hefur reynst mér erfið. Það er fyrst í ár sem eitthvað fór að ganga hjá mér þar. Þetta er fjölbreytt keppnis- braut, þama er sandur og druUa af öllum gerðum.“ Haraldur var áður mikið á hest- um og keppti á þeim vettvangi en telur sig hafa þroskast til muna þegar hann sneri sér að torfæra- akstrinum. „Ég hef fjöldann allan af öðram áhugamálum, veiðimennska og ferðalög era þar ofarlega en tor- færan hefur tekið frá mér allan tíma og peninga svo að lítið hefur orðið úr öðra undanfarin ár.“ -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1619: Ástæður DV Edda Borg syngur á Kringlu- kránni í kvöld. Djass í borg RúRek djasshátíðin heldur áfram í dag og í kvöld. Fyrir þá sem era að bíða atburða kvölds- ins er upplagt að leggja leið sína á smurbrauðsveitingastofuna Jómfrúnna en þar mun Kvartett Reynis Sigurðssonar leika kl. 17.00. Á Kringlukránni verður Hljómsveit Eddu Borg með tón- leika. Edda Borg hefur komið reglulega fram á djasskvöldum í Kringlukránni undanfarin ár, oftast með triói en nú er það hljómsveit og með henni era Bjarni Sveinbjömsson, kontra- bassi, Kjartan Valdemarsson, pí- anó, Pétur Grétarsson, trommur, og Sigurður Flosason, saxófónn. Tónleikaranir hefjast kl. 22.00. í Leikhúskjallaranum verður Tríó Bjöms Thoroddsens með tónleika kl. 21.00. Sérstakir gest- ir með tríóinu verða þeir félagar úr Stuðmönnum, Jakob Frímann Magnússon og Egill Ólafsson. Tónleikamir hefjast kl. 21.30. Á Píanóbamum leikrn- tríó Jóels Pálssonar og hefur þaö leik kl. 22.00. Bridge Sveit Landsbréfa varð um helgina bikarmeistari eftir mjög nauman sigur á sveit Samvinnuferða-Land- sýnar, lokatölur 138 impar gegn 136. í undanúrslitum höfðu Landsbréf sigur gegn Búlka í jöfhum leik og Samvinnuferðir-Landsýn unnu sveit Spéu-isjóðs S-Þingeyjarsýslu næsta örugglega. Spil dagsins er frá viðureign Landsbréfa og Búlka. Á öðra borðanna höfðu spilaramir i sveit Búlka látið sér nægja að spila 6 hjörtu á spil NS en sagnir tóku aðra stefhu á hinu borðinu. Sagnir gengu þannig með landsliðsparið Guðmund Pál Amarson og Þorlák Jónsson í NS: ♦ ÁDG1075 •e G82 4 K108 * 10 ♦ 932 44 109 ■f G96 * 76542 4 K8 44 ÁK7643 ♦ Á42 * Á8 Vestur Norður Austur Suður pass 1 4 pass 2 44 pass 2 4 pass 3 4 pass 4 * pass 4 4 pass 4 4 pass 4 Grönd pass 5 4 pass 5» pass p/h 6 4 pass 74 Tveggja hjarta sögnin var krafa í úttekt, tveir spaðar lofuðu 6 spilum og þrír spaðar lýstu áhuga á slemmu. Fjögur lauf og fjórir tíglar voru fyrirstöðusagnir og fjögur grönd-fimm ása spuming (RKCB). Fimm tiglar lýstu einum ás og fimm hjörtu spurðu um trompdrottning- una. Guðmundur Páll og Þorlákur hafa rætt vel framhald sagna í þess- ari stöðu og sex tíglar lofuðu tromp- drottningu og sömuleiðis kóngnum í tígli. Með þær upplýsingar lét suð- ur vaða í alslemmuna. Ef norður hefði átt 2 spil í hjarta hefði alslemman verið mjög góð og suður var því að vissu leyti óheppinn að norður skyldi eiga 3 hjörtu. En hann var einnig heppinn því hjörtun lágu 2-2 hjá andstöðunni. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.