Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 9 Utlönd Sænsk kulda- úlpa úr hland- blautu laxaroði Sænska listakonan Ann- Kristin Antman ætlar ekki að láta taka sig í bólinu þegar Vet- ur konungur gengur í garð. Hún hefur nefnilega hannað og saum- að kuldaúlpu eftir steinaldarað- ferðum. Úlpan er úr laxaroöi sem hefur verið gegnvætt í hlandi. Hlandlyktin hverfur þó þegar roðið er skolað í vatni. Úlpuna gerði Ann-Kristin úr roði af tuttugu löxum sem hver vó 33 pund. Flíkin var siðan lögð í bleyti í fimm lítrum af hlandi sem listakonan safnaði hjá fjöl- skyldunni. Ekki eru miklar likur á að úlpan skýli öðrum hverjum Svía í vetur því hún kostar um 750 þúsund krónur. Reuter SVARTI SVANURINN 10ÁRA AFMÆLISTILBOÐ: Hamborgari m/sósu og káli + fransícar 250 kr. 2m SVARTISVANURINN Netfo ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Opinská bók um kynlíf finnska þingforsetans vekur athygli: Ekkert skrýtið þótt mið- aldra kona skemmti sér „Þakka þér fyrir dásamlega helgi, fyrir alla ástina og ástarleikina. Við skemmtum okkur konunglega. Vatnsrúmið er æðislegt. Það brakar ekki í því og, vá, gutlið í því þegar við gerum það.“ Finnar standa í löngum biðröðum til að ná sér í eintak af bókinni þar sem þessi orð er að fmna. Flöktandi logi heitir hún og er eftir hina 54 ára gömlu Riittu Uosukainen, for- seta finnska þingsins. Bókin hefur vakið gifurlega athygli fyrir ber- söglina um kynlif höfundarins. Stjórnmálamenn hafa fordæmt bókina, enda fá þeir margir hverjir á baukinn, og segja hana grafa und- an virðingu almennings fyrir virð- ingarstöðunni sem Riitta Uossukainen gegnir. Almenningur hefur hins vegar tekið vel við sér og fyrsta prentun bókarinnar, sautján þúsund eintök, seldist upp á þremur dögum. Útgefendur sögðu í gær að þeir hefðu þurft að panta aukabirgð- ir af pappír til að anna eftirspurn- inni. Bókin er sett upp sem bréfaskáld- saga þar sem höfundurinn skrifar ímynduð bréf til og um félaga sína í stjómmálunum. Eitt bréfanna er til eiginmanns Riittu, háttsetts manns í fmnska hernum, þar sem hún fjall- ar af mikilli hreinskilni um helgi sem þau eyddu saman á þessu ári, eins og sjá má í upphafi greinar þessarar. Þau hjónin sjást aðeins um helgar. Uosukainen, sem er fyrrum kennslukona, nýtur mikilla vin- sælda í Finnlandi þar sem hún þyk- ir hafa náð góðu taumhaldi á þing- mönnum í embætti þingforseta. Dálkahöfundur i dagblaðinu Ilta- Sanomat sagði að hefði karlkyns þingforseti skrifað svona bók hefði hann verið stimplaður sem karl- rembusvín. Riitta segist hafa skrifað erótíska kaflann, þar sem aðeins er fjallað um kynlíf innan hjónabandsins, af því aö kynlif sé henni mikilvægt. „Það hefði verið villandi ef ég hefði sleppt kynlífskaflanum. Ég vildi sýna að erótisminn er mér orkuuppspretta svo aðrir geti séð að hann er eðlilegur þáttur lifsins. Það ætti ekki að vera neitt skrýtið við það þótt miðaldra kona geti skemmt sér,“ sagði hún í viðtali við blaðið Iltalehti. Eiginmaður Riittu hefur lítið sagt opinberlega um skrifin nema til að staðfesta það sem hún hefur sagt. „Vatnsrúmið er gott,“ sagði hann við Iltalehti. „Ekki spurning. Það er gott fyrir bakið á mér.“ Riitta ver skrif sín með þvi að fullyrða að mestu nautnaseggirnir komi frá Karelíuhéraði eins og hún. í áðumefndu bréfi skrifar hún um konur frá Karelíu sem spyrja eigin- menn sína þegar þeir koma heim: „Viltu eta, drekka, fara i gufubað eða ríða. Við erum í þessari stöðu vikulega og við höfum breytt til eins og okkur hefur hentað best. En best af öllu var þegar við riðum fyrst," segir í bók ftnnska þingforsetans. Reuter Danskar baðinnréttingar í miklu úrvali. Falleg og vönduð vara á vægu verði. iFOnix HÁTÚNI6A REYKJAVlK SÍMI 552 4420 Geimfarinn Shannon Lucid lauk veru sinni í geimstöðinni Mir í nótt en þá hélt geimferjah Atlantis áleiðis til jarðar. Lucid hefur dvalið 188 daga í geimnum eða lengur en nokkur annar Bandaríkjamaöur. Á myndinni, sem tekin var skömmu fyrir brottför, skoðar Lucid hveitiplöntur sem ræktaðar eru um borð í geim- stööinni. Símamynd Reuter Geimferjan Atlantis aftur til jaröar: Á heimleið eftir mettíma í geimnum Shannon Lucid, bandarfskur geimfari, fann bæði fyrir tilhlökkun og eftirsjá þegar geimferjan Atlantis yfirgaf rússnesku geimstöðina Mir skömmu eftir miðnætti í nótt og hélt áleiðis til jarðar. Lucid hefur dvalið 188 daga eða um sex mánuði i geimnum sem er lengur en nokkur annar bandarískur geimfari og einnig lengur en nokkur kona. „Þetta hefur verið stórkostlegur tími en auðvitað er ég spennt yfir að vera á leið heim til Texas,“ sagði Lucid á blaðamannafundi i geim- ferjunni í nótt. Við stöðu hennar í geimstöðinni Mir tók landi hennar, geimfarinn John Blaha. Hann er annar sex bandarískra geimfara sem dvelja munu í stöðinni fram til 1988. Blaha mun dvelja í geimnum í fjóra mán- uði en með honum þar eru rúss- nesku geimfaramir Vaeri Korzun og Alexander Kalerei. Geimstöðim Mir svífur 400 kiló- metra yfir jörðu. Geimferjan var tengd stöðinni í fimm daga og var sá tími notaður til að flytja um 2,7 tonn af vamingi á milli. Kom geimferjan með 900 lítra af vatni og endurnýj- aði bæði súrefnis- og köfnunarefnis- birgðir geimstöðvarinnar. Geimferjan Atlantis lendir vænt- anlega á jörðu niðri á fimmtudag en hún svífur tvisvar umhverfis jörðu áður en haldið verður heim á leið. Búist er við að hún lendi í Kennedy geimstöðinni í Flórída en vegna veðurskilyrða getur verið að lend- ing fari fram í Edwards geimstöð- inni í Kaliforníu. Reuter AUKIN ÖKURÉTTINDI Vilt þú öðlast réttindi til aksturs: leigubifreiða? hópbifreiða? vörubifreiða? Allt námiö á 25 dögum. Okuskóli S.G., Suöurlandsbraut 16 fyrirhugar að halda námskeið til aukinna ökuréttinda í Reykjavík þann 25. september nk. og á Akureyri þann 1. október nk. Skráning í símum: 581-1919 og 89-24124. Hagstætt verð og góö greiðslukjör. Visa/Euro-raðgreiðslur eða skuldabréf. ÖKUSKÓLI SfMI 581191» UlilliljnilMI 171 H J AIIKIN LGIGUBIKHklD - VÖHUBIFHhTI) IIÚPBIFHGID

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.