Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 36
LOTT* til mjki/s að vino0 \ » (19) (20) (27 KIN FR ETTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 Próflaus og með hass Laust eftir miðnætti í gærkvöld stöðvaði lögreglan í Reykjavík ung- ——an ökumann sem reyndist próflaus. Við leit á piltinum fannst hassmoli í bílnum. Ekki reyndist ástæða til þess að stinga manninum í steininn en lögreglan hefur með virku eftir- liti undanfarið stöðvað nokkuð marga ökumenn sem freistast hafa til þess að keyra próflausir. Vildi lögreglan vekja athygli á ábyrgðar- leysi slíks aksturs, tryggingafélögin ættu endurkröfurétt á þetta fólk vegna tjóna og ítrekuð brot gætu haft fangelsisvist í för með sér. -sv Héraðsdómur: Maður - dæmdurí öryggis- gæslu Maður, sem réðst á aldraðan stjúpföður sinn og veitti honum al- varlega áverka á augum í íbúð á Kleppsveginum í sumar, var í gær dæmdur í öryggisgæslu í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Maðurinn verð- ur vistaður í öryggisgæslu á viðeig- ’^índi stofnun og getur áfrýjun ekki breytt þeirri gæslu. Maðurinn var talinn ósakhæfur vegna geðveilu og þar af leiðandi ekki talinn ábyrgur gerða sinna. í dómnum kemur fram að hann er talinn hættulegur umhverfi sfnu og því dæmdur til vistunar í öryggis- gæslu. -RR Slys í Granda: Missti fram- an af fingri Vinnuslys varð í verksmiðju Granda á Norðurgarði í gærkvöld. hv^Piltur missti þá um einn sentímetra framan af litla frngri vinstri handar. Hann var að vinna við þrif á færi- bandi pökkunarvélar. -sv Sjúkrahús Reykjavíkur: Ljós fyrir þyrlu skemmd Átta ljósker af fjórtán á þyrlupall- inum við Sjúkrahús Reykjavíkur voru skemmd um helgina. Ljósin eru hugsuð til þess að auka öryggi í sam- bandi við sjúkraflug og hefur Ben- óný Ásgrímsson flugmaður sagt ljós- in hafa bjargað mannslífum. Hér .^•^'æri því um mjög alvarlegan verkn- að að ræða. Ljóst er að tjónið hleyp- ur á hundruðum þúsunda króna. -sv L O K I Iðnaðarmenn með kröfur um 15 prósenta kaupmáttaraukningu á 3 árum: Verkamannafélögin vilja sömu krónutöluhækkun - við það myndi launabilið minnka umtalsvert „Við erum ekki endanlega bún- ir að ganga frá okkar kröfum. En við höfum rætt um að ná upp sama kaupmætti hér og í Dan- mörku fram til aldamóta. Það þýð- ir 4-5 prósenta kaupmáttaraukn- ingu á ári næstu 3 árin. Sú tala hefur líka verið i umræðunni hjá félögunum að undanfómu enda þótt ekkert sé endanlega ákveðið," sagði Örn Friðriksson, formaður Samiðnar, í samtali við DV. Rafiðnaðarmenn eru með mjög svipaðar kröfur eða 15 prósent kaupmáttaraukningu á nokkrum árum eins og það er orðað í sam- þykkt þeirra. Sem kunnugt er eru launataxtar iðnaðarmanna mun hærri en verkamanna. Samkvæmt heimild- um DV er nú um það rætt hjá verkamannafélögunum að um- reikna kröfu iðnaðarmanna, um 5 prósent kaupmáttaraukningu á ári næstu 3 árin, yfir í krónutölu sam- kvæmt töxtum iðnaðarmannafé- laganna. Þá tölu vilja menn gera að kröfu um launahækkun til handa verkafólki. Við það myndi launabilið minnka til muna. Og krafa Hlífar í Hafnarfirði, sem samþykkt var á félagsfundi í síðustu viku, um að verkamanna- laun hækki um 21.600 krónur á næstu tveimur árum, er mjög nærri þessari tölu. Það er því ljóst, bæði af mótuð- um kröfum Rafiðnaðarsambands- ins og Hlífar í Hafnarfirði, að launakröfurnar verða háar að þessu sinni. Það er líka ljóst af ummælum Guðmundar Gunnars- sonar, formanns Rafiðnaðarsam- bandsins, og fleiri verkalýðsleið- toga að 60 þúsund króna launa- hækkun ráðherranna og fleiri embættismanna í fyrra er notuð sem viðmiðun. -S.dór Þorsteinn Pálsson með Alain Juppé, forsætisráðherra Frakka, sem jafnframt gegnir stöðu borgarstjóra Bordeaux. DV-mynd Jón Hákon Magnússon Keflavíkurflugvöllur: Leikfang en ekki sprengja Lögreglan á Keflavíkurflugvelli fékk tilkynningu um torkennilegan poka sem skilinn hefði verið eftir uppi í fríhafnarsvæði Leifsstöðvar i gær. Þegar í stað var svæðið rýmt og sprengjusérfræðingar Landhelg- isgæslunnar kallaðir á vettvang. Ótti manna reyndist ástæðulaus því saklaust barnaleikfang reyndist í pokanum. Enginn fannst eigandinn og það er því í vörslu lögreglunnar. -sv Vaxtahækkun Seðlabankans: Fullharkalegar aðgerðir - segir hagfræðingur ASÍ „Þarna er verið að grípa til full harkalegra aðgerða. Menn eru að vinna út frá veikum vísbendingum. Vextir eru mjög háir þannig að að- hald í hagkerfinu er þegar í gangi. Við hefðum talið eðlilegra að takast á við verðlagið í tengslum við úti- standandi loforð ríkisstjórnarinnar vegna GATT-samninganna. Það er athyglisvert að bankinn hafnar skýringum Þjóðhagsstofnunar á auknum viðskiptahalla. Bankinn virðist vera meira sammála okkur í að þetta sé skammtímagusa," sagði Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, við DV um vaxtahækkun Seðlabankans í gær um 0,4% í við- skiptum við innlánsstofnanir. Seðla- bankinn ákvað jafnframt að hækka lausafiárhlutfall banka og spari- sjóða úr 10 í 12% frá næstu mánaða- mótum. Með vaxtahækkuninni segist Seðlabankinn vera að draga úr þenslu í efnahagslífinu og verð- bólgu, sem orðin sé meiri en í við- skiptalöndum okkar. -bjb Þorsteinn Pálsson hitti Alain Juppé: Sýndi áhuga á aukn um samskiptum „Við ræddum um samskipti Is- lands og Frakklands. Það kom vel fram hjá honum sem öðrum að það er mikill áhugi á auknum samskipt- um landanna, bæði í sjávarútvegi og á öðrum sviðum. Það var ánægjulegt að finna að frönsk stjómvöld sýna þennan vilja," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra en um helgina hitti hann óvænt að máli Alain Juppé, forsæt- isráðherra Frakklands, í tilefni af heimsókn sinni til dótturfyrirtækis SÍF í Suðvestur-Frakklandi, Nord- Morue í Jonzac. Verksmiðja Nord- Morue var opnuð formlega eftir gagngerar endurbætur en frásögn af því er í öðmm stað í DV í dag. Þorsteinn talaði við Juppé í ráð- húsi Bordeaux þegar hann átti að hitta aðstoðarborgarstjóra borgar- innar. Borgarstjóri er nefnilega Juppé sem gegnir þeirri stöðu þrátt fyrir að vera forsætisráðherra. Þorsteinn hitti sömuleiðis í Frakklandsferðinni kollega sinn, Di- dier Quentin, og bauð honum að koma í opinbera heimsókn til ís- lands á næsta ári. -bjb Veðrið á morgun: Allhvasst norövest- anlands Á morgun er búist við austan- og norðaustankalda en allhvössu norðvestanlands. Skúrir verða einkum sunnan- og austanlands og einnig á Vestfiörðum. Á Norð- ur- og Vesturlandi verður lengst af þurrt. Hiti verður á bilinu 4 til 12 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 Kvöld- og helgarþjónusta NSK kúlulegur Poulxen Suðurlandsbraut 10 - Slmi 568 6499

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.