Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 Spurningin Hvaða hlut langar þig mest til að eignast? Siguröur Jónsson sjómaður: Pylsu með öllu. Jens Brynjólfsson sjómaður: Ég á allt sem mig langar í. Jenný Lind Árnadóttir húsmóðir: Nýtt hjólhýsi. Vilmundur Sigurðsson rafeinda- virki: íbúð. Eyþór Eiðsson sjómaður: Bát. Lesendur íslensk kirkja, hvar ertu? Jóhann Guðmundsson skrifar: Við vorum bjartsýn og full gleði þegar við unnum að kirkjunni okk- ar er reis upp fögur og tignarleg. Vígsla hennar verður okkur ógleymanleg. Við áttum kirkju sem var byggð Drottni til dýrðar og framtíð hennar var lögð i hans hendur. Seltjarnarneskirkja, hvar ertu í dag? Niðurlæging þín er mikil í huga okkar margra. Hjá þér finn ég ekk- ert skjól, enga huggun, enga upp- örvun eftir að mannlegur breysk- leiki tók völdin. Og nú hellir biskup enn salti í sárin með því að skipa núverandi eiginmann prestsins hér- aðsprest. Og nú predikaði hann í Seltjamarneskirkju hinn 8. sept. sl. Hvar em takmörk þess sem siðlegt er? Eigum við ekki að vænta þess frá kirkjunni að hún sé fyrirmynd okkar, hrein og heilög? Var ekki nóg komið? Við kepptumst við að reisa kirkj- una en nú er hún einnig notuð til þjónustu fyrir kvennakirkju. Við hefðum mörg ekki lagt hönd á plóg- inn til þess að byggja yfír það starf sem miðar að því að skapa sundr- ungu innan kirkjunnar. í bók sinni Karamazov bræður segir Dostoevski: „Ef enginn Guð er til þá er allt leyfilegt." Upp í hugann kemur spuming: Hvemig bréf myndi Jesús rita til engils biskups- ins yfir Islandi? Til engils safnaðar- ins á Seltjarnarnesi og annarra safnaða í landinu? En safnaðarbréf- Seltjarnarneskirkja, hvar ertu í dag? sþyr bréfritari m.a. in era í upphafsköflum Opinberun- arbókarinnar. Allir markaðsfræð- ingar heimsins geta ekki breytt ís- lenskri kirkju og afstöðu hennar til fólksins í landinu eða afstöðu fólks- ins til hennar. Kirkjan á mikið verk að vinna. Hún hefur tapað því trausti sem hún átti meðal margra og hún bygg- ir það aðeins upp með því að sýna í verki að Drottinn er hennar hirðir. Hún verður að taka upp baráttu gegn því valdi sem afvegaleiðir ís- lenska þjóð. Nýaldarhreyfing, spír- itismi, heilun, reiki og annað sem sækir að auk ásóknar austur- lenskra trúarbragða. íslendingar eru í dag menntuð þjóð þannig að kirkjan getur ekki lengur nýtt sér fáfræði fólksins. Skinhelgi og siðleysi eiga ekki að vera til innan hennar. Biskupar hennar og prestar verða að ganga á undan og vera fyrirmynd til að við finnum og vitum að þar fari þjónar Drottins. Kirkjan ber ábyrgð á boð- un Guðs Orðs sem segir skýrt að ef við ekki trúum á Jesú Krist sem frelsara okkar þá glötumst við. Trú- ir íslensk kirkja því ekki? Afríkubúi - ekki Norðurlandabúi Kristinn Sigurðsson skrifar: Nýlega var Afríkubúi einn sem dvalist hefur á Vestfjörðum hand- tekinn, sakaður um nauðgun. Þetta fréttist til Finnlands, og þar í landi könnuðust dómsvöld við manninn, sem var ákærður fyrir sama glæp og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Maðurinn hafði hins vegar yfirgefið Finnland án vegabréfs. Inn í landið komst hann vegna þess að hann kom frá öðru norrænu landi. Ég hélt að þetta gilti eingöngu fyrir Norðurlandabúa, að þeir gætu ferðast á milli án vegabréfs. Hér hlýtur að vera galli í kerfmu og hann alvarlegur. En það sem vakti athygli mina var að þingmaður svo og þekktur lögmaður voru bæði mjög hissa á Finnum, að ætla að sækja meintan nauðgara til íslands. Öll samúðin var með honum en ekki minnst á fórnarlömbin fyrir vestan eða í Finnlandi. Ég vona bara að síðar meir verði vegabréf fylgikonu mannsins ekki látið gilda fyrir hann líka. Frumvörp og lagasetningar - gæluverkefni þingmanna og þrýstihópa Gunnar Sigurðsson skrifar: Það er ekki nýtt í íslenskri stjóm- sýslu að þrýstihópar og sterk lands- samtök hafi þar undirtökin á kostn- að þjóðarheildarinnar. Landsþekkt er þjónkun þingmanna við þá er á bak við þá standa, þ.e. kjósendur. Mest er það áberandi í dreifbýlinu og einstaka byggðakjömum og bæj- um. Raunar eru það þingmenn Reykjavikur einir sem hafa staðist þrýsting um sértækar aðgerðir að beiðni kjósenda. En allir eiga þing- menn það sameiginlegt að hafa til- hneigingu og ríkan vilja til að ganga í sjóði ríkisins með þeim óbeina hætti að styðja vitavonlaus lagafrumvörp, oftar en ekki skaðleg fyrir efnahagslífið. Þrjú dæmi eru mest áberandi um þessar mundir. Fyrst lög um sölu og verðlagningu búvara, þá lögin um Á almenningur ekki upp á pallborðið hjá löggjafarsamkomunni nema sem féþúfa til framtiöar? grunnskólana og loks hin tilgangs- lausu lög um varnir gegn snjóflóð- um sem munu kosta svimandi háar fjárhæðir um ófyrirsjáanlegan ald- ur. í Viðskiptablaðinu síðasta kem- ur raunar fram mjög góð skiigrein- ing á þessum íjáraustri öllum og fullyrt þar að 14 lagasetningar á síð- asta þingi kalli á um tæpa 3 miilj- arða króna útgjaldaauka til alda- móta. Það má taka undir það með Við- skiptablaðinu að óviðunandi er að alþingismenn skuli almennt komast upp meö að leggja fram frumvörp án þess að gera nokkra grein fyrir hvað viðkomandi lagasetning kost- ar. Það er þeim mun sárara hvernig þessi mál hafa þróast á seinni árum, að hvað eftir annað og ár eftir ár hafa heilu stjórnmálaflokkarnir samþykkt það sem aðalstefnumál sitt að afnema tekjuskattinn að fuliu og öllu en svikið það jafnharð- an. Það er eins og almenningur í landinu sé sérstaklega hannaður til að lemja á, skattpína og svíkja - á kostnað sérstakra vildarvina stjóm- sýslunnar. Þrýstihópanna og hinna aðgangshörðu tengiliða dreifbýlis- ins við Alþingi. i»v Milljónir í refadráp Helga Pálsdóttir skrifar: Fi-éttamat fjölmiðla er stund- um með ólíkindum. Við stöndum ráðþrota gagnvart síauknu of- beldi en ódæði aumkunarverðra hjóna er slegið upp í fréttum sameiginlegra rása RÚV. Vitan- lega ber umsjónarmaður efnis- ins ábyrgð á því. Enginn tjölmiö- ill sér ástæðu til að fara í saumana á yflrlýsingu Tófuvina- félagsins, að 40-60 milijónir króna séu árlega lagðar í herferð gegn íslensku tófunni á sama tíma og sjúkrahúsdeildum er lokað um allt land. Hvílíkt blint og ástæðulaust hatur forpokaðra ofstækismanna er hér á ferð? Og þá kemur að athyglisverðri full- yrðingu: „Gerði það sem hver einasti bóndi hefði gert í mínum sporum," segir Jón Þórarinsson, hetjan þjóðkunna, á forsíðu Dags-Tímans 18. þ.m. Hvað finnst bændum um þau orð? Til hvers eru refaskyttur, hvað finnst þeim? Reisn yfir Hæstarétti Ólafur Pálsson hringdi: I fréttum Stöðvar 2 sl. fimmtu- dag var greint frá því að fyrsti dómurinn í nýju húsi Hæstarétt- ar væri nýgenginn. Uppkveðinn dómur var sagður hafa fallið Eimskip hf. í vil, en ekkert getið um gegn hverjum. Þar féli botn- inn úr fréttinni úr því á annað borð var verið að geta þessa fyrsta dóms í nýju húsi Hæsta- réttar. Vonandi bætir fréttastof- an um betur og getur þess hver dómþolinn var. Varla hefur það verið einhver lítilmagninn sem leiddur var á höggstokkinn í nýju húsi Hæstaréttar. Það er reisn yfir þessum fyrsta dómi Hæstaréttar í nýju húsi. Hunda- og kattabann Björn Halldórsson hi'ingdi: Nú hefur borgarstjóm Reykja- víkur stigið tímamótaskref varð- andi lög um hundahald í borg- inni. Auðvitað er rétt að halda þeim reglum sem settar vora um hundahald. Og nú þarf líka að setja sömu reglur gagnvart kattahaldi í borginni. Kettir eru orðnir hvimleið plága víða og mikið af útigangsköttum og dýr- um sem fá ónóga gæslu og um- hirðu. Hér þarf sannarlega að setja strangar reglur. Ólætin í Rimahverfi Sigurbjöm hringdi: Þessar þrálátu frétth um ólæti og ofbeldi í Rimahverfl era orðn- ar ógnvekjandi og spurning hvort ekki eigi að taka þetta sí- vaxandi ofbeldi upp í ríkisstjóm til umræðu. Hér er ekkert til- fallandi mál á ferð. Ofbeldið gengur yflr alla landsbyggðina ef ekki er tekið hart á málinu. Vilj- um við láta þetta malla svona eða ætla yfhvöld að koma fólki til hjálpar? Það er einfold spurn- ing. Einokun RÚV á handbolta Bjössi og Sibbi skrifa: Við héldum nú í einfeldni okk- ar að Ríkisútvarpið gæti einfald- lega ekki og mætti ekki einoka einhverja iþrótt svona gjörsam- lega eins og nú hefur orðið raun- in með samningi þess og Stöðvar 3 (er hún nokkuð til?) um að fá einar að sýna frá handbolta HSÍ næstu 4 árin! Við mótmælum þessu gerræði Ríkisútvarpsins fyrir okkar leyti, og teljum að einkaréttur RÚV sé nægur fyi'ir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.