Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð S mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Stöðvum rányrkjuna strax íslenzk fiskiskip hafa þrefaldaö rækjuafla sinn á Flæmingjahattinum frá því í fyrra og tífaldað hann síð- an 1993. Er nú svo komið, að þau veiða um það bil helm- ing alls rækjuaflans á þessum miðum og eru einu fiski- skipin, sem stunda þar stjómlausa ofveiði. íslenzku rányrkjarnir geta ekki reiknað með stuðn- ingi ríkisins til framhalds ofveiðinnar. Öll ríki önnur en ísland hafa samþykkt veiðistjórn og kvótakerfi og munu fara að beita áhrifum sínum til að knýja íslenzk stjórn- völd til að fara að viðurkenndum leikreglum. Nú þegar er framferði íslenzkra fiskiskipa á Flæm- ingjahattinum notað gegn úthafsveiðum íslendinga á öðrum miðum, svo sem í Smugunni. Ennfremur eru að rísa sjónarmið um höft á fiskinnflutning frá ríkjum, sem neita að fallast á sjálfbært hóf á veiðum. íslendingar hafa horfið úr fararbroddi þeirra þjóða, sem vilja vernda fiskstofna til að tryggja framtíð fisk- veiða, í fararbrodd þeirra þjóða, sem engu eira í stund- argræðgi. Álit umheimsins á íslandi á þessu sviði hefur hrunið með rányrkju okkar á Flæmingjahattinum. íslenzku fulltrúarnir í Fiskveiðinefnd Norður-Atlants- hafs vildu aflakvóta á þessum miðum, en allir aðrir sóknarkvóta. Þegar sjónarmið íslands náði ekki fram að ganga, ákvað sjávarútvegsráðuneytið að hunza niður- stöðuna vegna þrýstings úthafsveiðiútgerða. Talsmenn rányrkjunnar segja, að hún leiði til þess, að í nýju samkomulagi um veiðar á Flæmingjahattinum verði að taka tillit til aukinnar veiðireynslu íslenzkra skipa á svæðinu og auka kvótann, sem kemur í hlut ís- lands. Þetta er auðvitað siðlaust með öllu. Önnur hagsmunaríki munu heldur ekki sætta sig við, að ísland kræki í aukinn kvóta með ofveiði í trássi við alla aðra. Þau munu taka saman höndum um, að hlutur íslands verði ekki meiri en hann hefði orðið, ef það hefði frá upphafi tekið þátt í veiðistjórn á svæðinu. Ekki verður séð, að það samrýmist heildarhagsmun- um íslands sem útflutningsríkis fiskafurða að fresta lengur að stöðva rányrkjuna á Flæmingjahattinum. Framhald hinna stjómlausu veiða verður fljótlega til að baka okkur meira tjón en sem svarar ávinningi veið- anna. í fyrsta lagi verður reynt að útiloka ísland með valdi frá þessum miðum og öðrum miðum, sem Fiskveiði- nefnd Norður-Atlantshafsins hefur afskipti af. í öðru lagi munu sum ríki hefja ofveiði á karfa á Reykjaneshrygg. í þriðja lagi verða sett höft á íslenzkan fiskútflutning. Miklu heppilegra er, að íslenzk stjórnvöld sjái að sér í tæka tíð, svo að ekki þurfi að standa andspænis niður- lægingunni, sem felst í samtökum annarra ríkja gegn ís- landi sem sjóræningjaþjóð. Við munum í náinni framtíð þurfa á að halda ímynd ábyrgrar fiskveiðiþjóðar. Um allan heim er að rísa hreyfing umhverfisvemdar, sem krefst þess, að jafnvægi sé í umgengni manna við náttúruna, þannig að ekki sé tekið meira en sem svarar endurnýjunargetu hennar. Slík samtök em í vaxandi mæli að beita þrýstingi á ríki og risafyrirtæki. Ofurkappsveiðar okkar stoða lítt, ef aðrar þjóðir neita að kaupa sjávarafurðir okkar. Við þurfum vegna útflutn- ingshagsmuna okkar að halda friðsamlegu sambandi við ríki og risafyrirtæki. Það getum við ekki með því fram- ferði, sem við höfum sýnt á Flæmingjahattinum. Nú þegar ber stjómvöldum að stöðva hinar skamm- sýnu veiðar íslendinga og gerast aðili að Qölþjóðlegu samkomulagi um veiðistjórn á Flæmingjahattinum. Jónas Kristjánsson Við heyrum það oft að fjölmiðl- arnir séu alltaf að verða frjálsari og óháðari, léttari og skemmti- legri. Höfuðforsendan fyrir þessari yndislegu þróun er talin sú að rík- ið sé ekki lengur einrátt í ljósvak- anum og tök pólitiskra flokka á blaðaútgáfu séu orðin hverfandi lítil. Mótþrói Þessi vísa er svo oft kveðin og af svo miklum fyrirgangi að það fer ekki hjá því að maður fyllist mót- þróa og segi sem svo: Vont getur Sjónvarpið verið en hinar stöðv- amar eru svo herfilegar að ekki er um ræðandi - nema þá fréttadeild Stöðvar 2. Eða spyrji: Hver var skemmtilegri í útvarpi en Stefán Jónsson, Jökull Jakobsson og aðr- ir dagskrármenn á gömlu Guf- unni? Sem voru margfróðir sjálfir og höfðu vit á að tala við menn sem höfðu eitthvað fleira að segja en að þeir væru eldhressir, bjart- sýnir og skelfilega virkir í vöru- þróun og gæðastjórn. Og ef við nefnum blöðin: Alþýðublaðið, sem er síðasti flokkssnepillinn og bara átta síður, það getur hæglega ver- ið bragðmeira en Morgimblaðið með sínar áttatíu síður. En ég ætl- aði ekki að tala um bragð og skemmtun. Ég ætlaði að tala um frelsið og sjálfstæðið. Ein helsta meinloka tímans er sú að þeir fjölmiðlar séu frjálsir og óháðir sem hvorki tengjast ríkinu né pólitískum hreyfingmn. Þetta er náttúrlega bull. Þeir eru vitan- lega háðir eigendum sínum og Fjölmiðlaflokkurinn: Allir atburðir verða stórkostlegir og frábærir, þeir brjóta blað, verða upphaf nýrra og betri tíma, segir Arni m.a. í greininni. Fjölmiðlaflokkurinn tillitssemi í þeirra garð og selur þeim oftar en ekki sjáifdæmi í mati á því sem þeir sýsla. Fjár- festar eru heilagar kýr eða viðskotaillir tarfar sem enginn vill styggja. Skúrkarnir eru svo þeir sem geta truflað fjár- magnseigendur í þeirra háleita markaðsstarfi og það eru helst stjóm- málamenn og verkalýðs- foringjar. Þeir fá að vísu ekki allir jafnslæma út- reið í fjölmiðlum en grunntónninn er þó sá að þetta séu þær mann- tegundir sem koma í veg fyrir að kaupið hækki „Eitt ert þaö svo sem Fjölmiöla- fiokkurinn á sameiginlegt meö gömlu flokkunum. Hann hefur mikla þörf fyrir aö segja sögur af sjálfum sér. Hann er sjálfur mál málanna.u Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur hagsmunum þeirra. Reyndar sýnist mér fram- vindan sú að í stað hinna fyrri pólit- ísku blæbrigða á fjölmiðlum (eink- um dagblöðum) komi einn sam- nefnari í aðferð og viðhorfum sem spannar obbann af fjölmiðlum og fjöl- miðlafólki. Eins konar andlegt eins- flokkskerfi sem ég vil kenna við Fjöl- miðlaflokkinn. Hetjur og skúrkar Stefna Fjölmiðla- flokksins er næsta einföld. Fiölmiðla- flokkurinn trúir því aö óhindrað spil markaðslög- mála muni leysa hvem vanda samfé- lagsins. Hetjur flokksins eru því þeir sem eiga fyrir- tæki og fjármagn. Þeir eru nokkurn veginn stikkfrí í gagnrýni (nema einstaka bjáni sem ekki kann að fela ljósfælnar hliðar sinna um- svifa). Meira en svo: Fjölmiðla- flokkurinn er fullur af kurteisi og en verðlag lækki á kartöflum, kjúklingum og gallabuxum. Pólitísk þreyta Fjölmiðlaflokkiminn vill lækka skatta og stórlækka opinber út- gjöld. En hann vill um leið auka ríkis- útgjöld til allra hinna bestu mála (skólar, gamalt fólk, fatlaðir, sjúk- ir, vímuefnavamir, snjóflóðavam- ir). Þetta er gert með því að hólfa allt í sundur: allir samþykkja að skera niður útgjöld yfirleitt en hver og einn tekur að sér að heimta aukin útgjöld til mála sem honum liggja helst á hjarta. Dæm- ið gengur alls ekki upp og er þá stjórnmálamönnum um kennt. Þeir era að sínu leyti svo hégóm- legir að þeir taka fúslega að sér alla sök - en vísa málum um leið frá sér með því að benda á næsta pólitíkus: Ég hefði gert þetta betur en hann. Niðurstaðan er svokölluð pólitísk þreyta sem gengur kannski af lýðræðinu dauðu þótt síðar verði. Eitt er það svo sem Fjölmiðla- flokkurinn á sameiginlegt með gömlu flokkunum. Hann hefur mikla þörf fyrir að segja sögur af sjálfum sér. Hann er sjálfur mál málanna. Allir atburðir sem inn- an hans verða (stofnun sjónvarps- stöðvar, samruni blaða, jafnvel byrjun á nýjum framhaldsþætti) eru stórkostiegir og frábærir, þeir brjóta blað, verða upphaf nýrra og betri tíma og lenda á næstu hillu við fyrstu tunglferðina, hrun Sovétríkjanna eða nýtt lyf gegn krabbameini. Ámi Bergmann Skoðanir annarra Þjóöernisvitund að hverfa? „Eitt af hlutverkum þjóðerniskenndarinnar er að sætta okkur við að fórna hluta af hagsmunum okk- ar fyrir heildina. Hyrfum við inn í stærri einingu yrði þessi vitund um sameiginlega hagsmuni að vera til; vitund um eitthvað sameiginlegt með þeim sem eiga fullveldið með okkur. Ef til vill er æskileg- ast á þessu stigi málsins að samband Evrópuþjóð- anna sé fyrst og fremst efnahagssamband hvað sem síðar veröur." Guðmundur Hálfdanarson í Mbl. 22. sept. Bónusbanki - ekki bankahöll „Með hagstæðum erlendum tryggingum kemur upp spuming um þörf á erlendum banka. Bónus- banka, ekki bankahöll með milljón prósent menn á milljón prósent launum við að reikna úr milljarða afskriftir. Ætii það geti verið að útiendur bónus- banki á annarri hæð í iðnaðarhverfi geti komist af með lægra færslugjald af debetkorti en íslensku bankamir hafa komið sér saman um að þeir þurfi? - Síðan berast böndin að erlendum samgöngufyrir- tækjum." Stefán Jón Hafstein í Degi-Tímanum 21. sept. Aðild að Norðurskauts- ráðinu „íslendingar eiga nánast allt sitt undir því að spornað verði gegn mengun hafanna, viðkvæmt um- hverfi norðurhjarans verndað eins og kostur er og sjálfbær og ábyrg nýting auðlinda hafsins tryggð, en þetta þrennt er á meðal mikilvægustu markmiða hins nýstofnaða ráðs. Með aðild að Norðurskauts- ráðinu fjölgar líka tækifæram íslands til að koma sjónarmiðum sínum og hagsmunamálum á framfæri við tvö af voldugustu ríkjum heims, Bandaríkin og Rússland." Úr forystugreinum Mbl. 21. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.