Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 13 Menntamál í brennidepli Kjallarinn Fyrri hluta þessa árs dvaldist ég í Bretlandi, en haíði áður verið þar um skeið árið sem Margaret Thatcher komst til valda. Margt hefur breyst þar í landi, m.a. fyrir tilverkn- að jámfrúarinnar, og þjóðmálaum- ræðan er nú geró- lík. Milli Major og Blair er í raun lít- ill stefnumunur miðað við þann mun sem var á málflutningi and- stæðra fylkinga um 1980. En póli- tíkin hefur alls staðar verið að breytast, og þetta kom ekki á óvart. Efnahagsmálin, sem lengi hafa verið helsta bitbein stjómmála- manna, em nú í raun í höndum um kröfum um úrbætur í menntamálum. Vésteinn Olason bókmenntafræðingur, prófessor í íslenskum bókmenntum Vítahringur Almenningur á Vesturl- öndum er að gera sér grein fyrir að framtíð bamanna, sem nú eru að vaxa upp, er undir þvi komin að þau fái góða menntun. Á undan- fomum ámm hafa stjómmálamenn, að ráð- um hagfræðinga, keppst við að halda útgjöldum ríkisins í skefjum, og þetta hefur m.a. komið niður á menntakerfinu, frá grannskólum til há- skóla. Það er nú að koma æ betur í ljós að um vítahring er að ræða: HLa búnir og óvist- legir skólar, þar sem kennarar á sultarlaunum starfa langan vinnu- tíma við að kenna of stórum hóp- um bama og unglinga, útskrifa fólk sem er illa búið undir lífið og skilar litlu til „Áhrífaríkar og lýöræðislegar umbætur í menntamálum eru mikilvægasta pólitíska úrlausn- arefnið nú um árþúsundamótin. Almenningur er að skilja þetta á undan stjórnmálamönnum.“ hagfræðinga, og stjómmálamenn þora ekki annað en fylgja for- skriftum þeirra í meginatriðum, hvaða sýndarágreining sem þeir hafa uppi. Hins vegar kom mér á óvart ákafinn í deilum Breta um „nýtt“ efni, menntamálin. Stjómmála- menn vom í óðaönn, og reyndar hálfgerðu fáti, að reyna að móta stefnu til að bregðast við hávær- samfélagsins. Með því að leiða sam- keppni og markaðshyggju til öndvegis í skólakerfinu - sem er helsta lausnin í aug- rnn íhalds- manna - er að vísu hægt að ná góðum árangri með hluta nemendanna. Þeir eiga síðan greiða leið til valda og bæri- legra efna, en annar hópur tapar og kemur út úr skólanum illa menntaður og ráðvilltur og verður annaðhvort lélegt vinnuafl, dýrir viðskiptavinir velferðar- og heil- brigðiskerfis eða - því fleiri sem opinberri þjónustu hrakar meira - enn dýrari viðfangsefhi réttarkerf- isins. „Menntunin er ekki aöeins forsenda fyrir velgengni einstaklingsins held- ur samfelagsins alls.“ Hátæknisamfélagið • í samfélagi hátækni, sem nú blasir við á Vesturlöndum, efnast margir og leyfa sér mikla neyslu, en hópm- atvinnulausra og utan- garðsfólks stækkar. í þessu samfé- lagi er ekki langt frá bjargálnum tii örbirgðar. Þótt hjón hafi komið sér vel fyrir, geta þau sjaldnast tryggt fjárhagslega framtíð bama sinna. Það besta sem þau geta gert til þess er að sjá þeim fyrir góðri menntun. Þannig horfir málið við ein- staklingnum, og slík viðhorf hafa vafalaust átt mikinn þátt í að vekja kröfur um úrbætur í menntamálum hjá millistéttinni. En margir hafa víðari sýn og sjá lengra. Menntunin er ekki aðeins forsenda fyrir velgengni einstak- lingsins heldur samfélagsins alls - og þá er átt við starfsmenntun ekki síður en fræðamenntun. Há- tæknisamfélag þar sem sumir hafa vinnu, góð lífskjör og menntun, en aðra skortir bæði líkamlegt og andlegt viðurværi, ber dauðann í sér. Þetta skynja nú fleiri og fleiri. Áhrifaríkar og lýðræðislegar um- bætur í menntamálum eru mikil- vægasta pólitíska úrlausnarefnið . nú um árþúsundamótin. Almenn- ingur er að skilja þetta á undan stjómmálamönnum. Þeir verða dæmdir eftir því hvemig þeir bregðast við. Vésteinn Ólason Hin neysluóða þjóð Eg hef undanfama mánuði ver- ið að lesa hinar og þessar greinar. Höfundamir em ekki af verri end- anum, þingmenn, hagfræðingar, læknar og ritstjórar og allir em þeir sammála um að skuldaaukn- ing sé tilkomin vegna annarlegrar neyslufíknar þjóðarinnar. Við emm svo framsýn og bjartsýn á að góðærið læðist til okkar að við hlaupum upp til handa og fóta og „Er til eitthvað hjá öðrum vestræn- um þjóðum sem heitir lánskjara- vísitala og er með þegna sína sem skulda í skrúfstykki? Þetta er álíka skelfilegt og skattheimta fógetans í Nottingham á dögum Hróta hattar!!“ leggjumst í kaupæði. Já, sem sagt, við emm búin að eyða góðærinu fyrirfram. En dettur engum í hug að kanna samhengi skulda heimila og láns- kjaravísitölu. Skrýtið að skuldir heimilanna skyldu stóraukast um leið og laun hækkuðu um áramót! Hækkuðu ekki skuldir heimilanna um 500 milljónir af því að kartöfl- ur hækkuðu? - Island - Danmörk Vegna landflótta íslendinga til Danmerkur lét forsætisráðherra gera skýrslu til Alþingis um sam- anburð launa og lífskjara á íslandi og í Danmörku. Þar er í hnotskum verið að sannfæra hina „neyslu- óðu“ þjóð um að munurinn á lífs- kjörum í Danmörku og hér sé ekki ýkja mikill. Þar koma fram tekjur, skattar og verðlag á neysluvörum og sýnt fram á „þegar tekið hef- ur verið tillit til allra þessara þátta í laimum og framfærslu- kostnaði“ séu ráðstöfunartekj- ur ekki nema 14,9% hærri í Danmörku en á íslandi. Gleymdist ekki eitthvað? Hvað um húsnæðismál. Það kom hvergi fram í skýrslunni að fólk þyrfti þak yfir höfúðið. Ekki svo lítill þáttur og helsta forsenda þess að fólk setur sig í skuldir. Hefur ver- ið gerður samanburður á láns- kjaravísitölu eða verðbótaþátta- lánum á íslandi og Danmörku annars vegar eða launaskriði hins vegar undanfarin 15 ár?? Er til eitthvað hjá öðrum vestrænum þjóðum sem heitir lánskjaravísitala og er með þegna sína sem skulda í skrúf- stykki? Þetta er álíka skelfilegt og skattheimta fógetans í Nottingham á dög- um Hróa hattar!! í öllum þeim greinum sem ég hef verið að lesa er viðkvæðið eins. Jú, skuldasöfn- unin er tilkomin vegna þess að ís- lenska þjóðin er neysluóð. Fórn fyrir verö- bólgubál Skuldir íslenskra heimila hafa sjöfald- ast að raungildi 1980-1995. Samkvæmt upplýsing- um OECD eru íslensk heimili þau sem hvað mest skulda í heimin- um!!!! Dettur einhverjum í hug að kanna tengsl milli skuldaaukning- arinnar og t.d. myntbreytingar, lánskjaravísitölu, verðbólgu, okur- vaxta, afnáms vísitölu á laun, þjóðarsáttar eða misgengis? Nei, sennilega ekki, það er miklu auð- veldara að skella skuldinni á neysluna. Verðtryggingin varð til þess að Kjallarinn Laufey Kristjánsdóttir húsmóöir í Kefiavík a arunum stöðva verðbólgubálið. En það krafðist fóma. Á þessum árum varð gífurleg eignatilfærsla í þjóðfélaginu. Það fólk sem átti innstæður 1 bönkum og sparisjóð- um hoppaði hæð sina af gleði um hver ára- mót yfir verðbótunum, en hinir sem skulduðu horfðu skelfingu lostn- ir á eignarhlutann sinn í húsunum hverfa. Þetta hefur ekkert leiðrést. Láns- kjaravísitalan heldur áfram að hækka skuldir, um leið og kauphækkun verður ““^“ eða neysluvömr hækka. Við erum ein af þeim sem voru svo óheppin að vera að stækka við okkur húsnæði á þessum tíma. Við eigum erfitt með að sætta okk- ur við þá staðreynd að vera orðin eignalaus eftir 20 ára búskap. Við erum ekki ein. Okkar kynslóð ber byrðina og gerir það stehiþegjandi og hljóðalaust. En þegar misvitrir þingmenn, hagfræðingar, læknar og ritstjórar taka sér penna í hönd og ásaka okkur líka fyrir neyslu- fikn þá er mælirinn fullur!!! Laufey Kristjánsdóttir Reynir Guönason, aöstoöarskóla- stjóri Lækjarskóla Neyðar- ástand í grunnskólum Um mitt ár 1993 var tekinn upp virðis- aukaskattur á bækur. Náms- bókakvóti til grunnskóla árið á undan var að meðal- tah 4.215 kr á nemanda í 1. - 10. bekk. í sparnaðar- skyni var þessi upphæð lækkuð í 3.957 kr. fyrir árin 1993 og 1994. Ekki var heim- ilt að endurgreiða virðisauka- skatt á námsbækur til skólanna frá Námsgagnastoíhun. Þessi ráðstöfun olli nokkurs konar neyðarástandi í grunnskólum landsins og allra leiða var leitað til þess að endar næðu saman. Ein þeirra var að láta nemendur í 10. bekk sem völdu sér valgrein sem væri um leið áfangi í fram- haldsskóla greiða námsbóka- kostnað sinn. Margir grunnskól- ar era í góðu samstarfi við ná- læga framhaldsskóla og taka að sér kennslu í ýmsum áfongum þeirra til þess að gefa nemendum tækifæri til að stytta nám sitt þegar þangað kemur. Nú verður grunnskólum mjög erfitt að bjóða þessar valgreinar ef allur bókakostnaður þeirra verður tekinn af naumum námsbóka- kvóta skólanna sem er í ár 4.750 kr. að meðaltali auk 130 kr. af sérkvóta á nemanda en kennslu- bók í vélritun kostar 1.900 kr.“ Grunnskóla- nám á að vera ókeypis „Nám i grunnskóla skal vera nem- endum að kostnaðar- lausu. Um- boðsmaður Al- þingis kvað upp úrskurð um þetta árið 1990. Löggjaf- inn undir- strikar þessa stefnu í grunn- skólalögum og reglugerð um val- greinar. I haust þurftu nemendur í að minnsta kosti einum gmnn- skóla að koma með ritvélar í skólann, dæmi eru um kaup á stærðfræðibókum í 10. bekk og málfræðibókum í 8. bekk. Þegar við bætast kröfur um ákveðnar tegundir af orðabókum, reikni- vélum og pennum er kostnaður heimilanna orðin ansi mikill og miðað við skuldastöðu íslenskra fjölskyldna er slíkt tæpast verj- andi. Einstakir kennarar geta ekki einhliða ákveðið að nem- endur kaupi bækur frekar en hjúkrimarfólk tilkynni sjúkling- um að þeir skuli koma með plást- ur og magnyltölfur með sér á sjúkrahúsið. Skólanefndin í hverju sveitarfélagi á að tryggja allt- sem þarf til lögboðinnar kennslu og hún verður að móta stefhuna um hvaða námsgögn bömin fá, þar má ekki vera mis- munur milli skóla innan sama sveitarfélags. Raunhæf framlög til menntamála nást aldrei á Is- landi ef kostnaði við nám í grunnskóla er velt yfir á foreldra sem þegar hafa greitt skatta til að standa í þessum rekstri." -JHÞ Unnur Halldorsdott- ir, framkvæmda- stjóri Heimilis og skóla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.