Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 Afmæli Jón Kristinn Óskarsson Jón Kristinn Óskarsson, yfirvarö- stjóri Ritsímans í Reykjavík, til heimilis að Smyrlahrauni 26, Hafn- arfirði, varð sextugur á sunnudag- inn var. Starfsferill Jón Kristinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og i Hafnarfirði. Hann lauk loftskeytaprófi 1955 og símritaraprófi og hefur sótt fjölda námskeiða vegna starfa sinna. Jón Kristinn starfaði á stutt- bylgjustöðinni í Gufunesi 1955-65, var varðstjóri á loftskeytastöðinni og ritsímanum í Vestmannaeyjum 1965-73, hóf þá störf hjá Ritsíman- um í Reykjavík og hefur verið þar yfirvarðstjóri undanfarin ár. Jón Kristinn lék um sjötíu og fimm leiki með FH i meistaraflokki karla í handbolta á árunum 1956-61, var formaður íþróttafélagsins Þórs í Vestmannaeyjum, formaður hand- knattleiksráðs Vestmannaeyja í nokkur ár, sat í aðalstjóm FH, var varaformaður handknattleiksdeiid- ar FH, sat í stjóm handknatt- leiksráðs Hafnarfjarðar í átta ár og formaður þess í sex ár, sat i stjórn Handknattleikssambands fslands um sjö ára skeið og þá m.a. formaður móta- nefndar HSÍ, formaður landsliðsnefhdar kvenna og móttökustjóri er- lendra liða, hefur verið varaformaður Gaflara- deildar FH undanfarin ár til 1995, var formaður Vestmannaeyjadeildar Félags íslenskra síma- manna á tímabili, for- maður starfsmannadeild- ar Ritsimans í fjögur ár og starfaði þá í samn- inganefnd Félags íslenskra síma- manna, formaður skemmtinefndar FÍS i nokkur ár, er ritari stjórnar Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar, sat í áfengisvarnarnefnd Hafnar- ijarðar fyrir Alþýðuflokkinn í átta ár og hefur verið félagi í Oddfellow- reglunni sl. fimmtán ár. Fjölskylda Jón Kristinn kvæntist 3.10. 1959 Sigurborgu Hlíf Magnúsdóttur, f. 30.1. 1932, hjúkrunardeildarstjóra á Sólvangi í Hafnarfirði. Hún er dótt- ir Magnúsar Friðrikssonar, bónda á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá í Suð- ur-Múlasýslu, og Sigur- bjargar Ásgeirsdóttur húsfreyju. Börn Jóns Kristins og Sigurborgar Hlifar eru Sigríður Ósk Jónsdóttir, f. 7.3. 1960, húsmóðir og nemi í viðskiptafræði við HÍ, búsett í Hafnarfirði, en maður hennar er Ólaf- ur S. Björnsson húsa- smíðameistari og er son- ur þeirra Ólafur Snær, f. 8.9. 1993, en dætur Sigríð- ar frá fyrra hjónabandi eru Erla Dís Amardóttir, f. 13.1. 1982, Lovísa Amardóttir, f. 29.12. 1985, og Hafdís Amardóttir, f. 3.8. 1987; Magnús Rúnar Jónsson, f. 10.1. 1962, verkamaður í Hafnarfirði; Ás- dís Stefanía Jónsdóttir, f. 29.5. 1963, húsmóðir og prentsmiður í Kópa- vogi, en sambýlismaður hennar er Sigurður H. ívarsson, innkaupa- stjóri Lyfjaverslunar íslands, og era börn þeirra þríburarnir Ásrún Dóra, Dagrún Björk og Heiðrún Sunna, f. 26.1.1994, og Róbert Ingi, f. 6.12. 1995; Óskar Steinn Jónsson, f. 20.5. 1967, bústjóri Nesbús á Vatns- leysuströnd, en kona hans er Þór- hildur Ásgeirsdóttir, húsmóðir og naglasnyrtir, og eru börn þeirra Margrét Hlif, f. 6.2. 1989, og Stefán Öm, f. 12.10. 1992; Sigurbjörg Guð- rún Jónsdóttir, f. 1.10. 1971, nemi í hjúkrunarfræði við HÍ, búsett á Sel- fossi en sambýlismaður hennar er Jón Ragnar Ólafsson sölumaður og er sonur þeirra Daníel Freyr, f. 3.10. 1991. Systir Jóns Kristins er Ásdís Bjamey Óskarsdóttir, f. 13.11. 1939, húsmóðir í Keflavík, gift Gísla Jóns- syni, starfsmanni við íþróttahúsið í Keflavík, og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Jóns Kristins vora Jón Guðmundur Óskar Jónsson, f. 25.12. 1900, d. 8.12. 1958, togarasjómaður í Reykjavík og Hafnarfirði, og Guð- rún Sigríður Stefánsdóttir, f. 27.3. 1907, d. 13.1. 1987, húsmóðir. Jón Kristinn heldur upp á afmæl- ið í veitingahúsinu Hraunholti, Dalshrauni 15, Hafnarfirði, þann 27.9. kl. 20.00. Vonast þau hjónin eft- ir að sem flestir frændur, frænkur, vinir og kunningjar sjái sér fært að mæta. Jón Kristinn Óskars- son. Geir Benediktsson Geir Benediktsson, starfsmaður hjá Dún- og fiðurhreinsuninni, Vatns- stíg 3, Reykjavík, til heimilis að Háteigsvegi 6, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Geir fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp, fyrstu árin að Miklubraut 16 sem þá var kölluð Bræðrahöllin en húsið var byggt af sex systkinum í lok seinni heimsstyrjaldarinnar og var faðir Geirs eitt systkinanna. Geir flutti svo níu ára með foreldram sínum að Kirkjuteigi 29 þar sem hann átti heima fram á unglingsár. Snemma á ævinni kom í ljós að Geir átti ekki samleið með jafnöld- ram sínum við hefðfundið bóknám en naut smíðakennslu á barnaskólaaldri. Er foreldrar hans stofn- settu Dún- og fiður- hreinsunina á sjötta ára- tugnum hóf hann störf við fyrirtækið og hefur starfað þar síðan. Hann hefur um þrjátíu ára skeið sett svip sinn á miðborg Reykjavíkur á ferðum sínum í fyrirtæki og stofnanir en viðmót hans og framkoma hafa aflað honum fjölda vina í Reykjavík og víðar. Vegna stálminnis á nöfn og persónur er hann óvenju trúr vinum sínum og kunningjum þótt leiðir skiljist um langan tíma og er jafnan viðbúið að hann hitti vini og kunningja hvar sem leiðir hans liggja, innanlands sem utan. Eftir að Geir flutti af heimili for- eldra sinna bjó hann um skeið hjá bróður sínúm, Ólafi, en átti að öðru leyti heima í Breiðholti hjá systur sinni, Lilju, og hennar fjölskyldu þar til hann flutti í sambýlið að Há- teigsvegi 6, Reykjavík, þar sem hann býr nú. Á síðari árum hefur Geir notið fullorðinsfræðslu í Brautarskóla og verið virkur meðlimur í leikhópn- um Perlufestinni. Fjölskylda Hálfsystur Geirs, samfeðra, eru Magdalena Benediktsdóttir, f. 12.1. 1932, búsett í Jacsonville í Flórída, gift William Wood; Ólöf Benedikts- dóttir, f. 11.4. 1933, búsett í Reykja- vík, gift Höskuldi Jónssyni. Hálfsystkini Geirs, sammæðra, eru Susanna Kristinsdóttir, f. 13.7. 1935, gift Kristni K. Ólafssyni; Reyn- ir Kristinsson, f. 2.10. 1937, búsettur á Stokkseyri, kvæntur Pálínu Jóns- dóttur. Alsystkini Geirs eru Lilja Bene- diktsdóttir, f. 23.12. 1939, búsett í Snæfellsbæ, gift Guðjóni Petersen; Ólafur Benediktsson, f. 4.2.1944, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Ólöfu Ólafsdóttm-. Foreldrar Geirs: Benedikt Ólafs- son, f. 19.8. 1910, forstjóri Dún- og fiðurhreinsunarinnar, Vatnstíg 3, og Svava Ámadóttir, f. 16.4. 1914, d. 17.11. 1971, húsmóðir. Þriðja kona Benedikts Ólafssonar er Þórunn Sigurjónsdóttir, f. 12.2. 1930, húsmóðir. Geir tekur á móti gestum í félags- heimili múrara að Síðumúla 25, Reykjavík, milli kl. 18.00 og 20.00. Geir Benediktsson. Fréttir Minjasafnið á Hnjóti í Örlygshöfn: Á fimmta þúsund gestir í sumar Hátt í fimm þúsund gestir hcifa komið i sumar í Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn í Vestur-Barðastrandarsýslu. EgiU Ólafsson safnvörður vonast tU að á næsta sumri verði hægt að taka í notkun nýbyggingu safnsins. Aukning er á gestafjölda frá síð- asta sumri og segir EgiU að aðsókn- in vaxi jafnt og þétt. Minjasafnið á sér sögu allt frá árinu 1946 þegar Eg- Ul hófst handa við að safna munum og sögulegum verðmætum sem minna á lífsbaráttu og atvinnusögu Vestur- Barðastrandarsýslu og þjóð- arinnar í heUd. Þá var EgiU nýkom- inn úr búfræðinámi, 25 ára að aldri. Upp úr árinu 1960 var hann kominn með vísi að byggðasafni á loftinu í íbúðarhúsi sínu á Hnjóti. Á áttunda áratugnum gaf EgiU Vestur-Barða- strandarsýslu safnið og á meðal skilmála sem fylgdu gjöfinni var að sýslan tæki að sér að byggja yfir safnið og var það gert. Fyrir fjórum árum var hafist handa við stækkun þeirrar byggingar og eru fram- kvæmdir vel á veg komnar. EgiU, sem er fyrrverandi flugvall- arvörður á Patreksfjarðarflugvelli, er einnig mikUl áhugamaður um flugsögu íslendinga. Það leiddi til þess að hann stofnaði á Hnjóti Flug- minjasafn EgUs Ólafssonar sem nú er í eigu Flugmálastjórnar og sam- gönguráðuneytisins. Meðal muna þar er gamalt flugskýli og flugstöð og sérstaka athygli vekur flugvél af Antanovgerð en það er tvíþekja af stærstu gerð einshreyfUsvéla sem framleiddar hafa verið í heiminu. Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti Minja- safn Egils Ólafssonar á laugar- daginn var ásamt fríðu föruneyti í opinberri heimsókn til sunnan- verðra Vestfjarða. -jþ Egill Olafsson safnvörður í minjasafninu sem við hann er kennt. DV-myndir Jón Þórðarson Til hamingju með afmælið 24. september 90 ára Björg Haraldsdóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. Daníel Daníelsson, DvalarheimUinu Höfða, Akranesi. 80 ára Valdemar Gíslason, Norðurgötu 21, Sandgerði. Kristján Pálsson, Hlíf, Torfnesi, ísafirði. 70 ára Dóróthea Marteinsdóttir, Vitastíg 17, Reykjavík. Marinó Davíðsson, Gnoðarvogi 66, Reykjavík. Hann er að heiman. Guðmundur Sigurðsson, Bárðarási 5, HeUissandi. Magnús K. Randrup, Sörlaskjóli 22, Reykjavík. Ingvi Sæmundsson, Borðeyrarbæ, Bæjarhreppi. 60 ára Pétur Þ. Sveinsson, Grenigrund 3, Kópavogi. Erna Pálsdóttir, Skólagerði 25, Kópavogi. Auðiu- Bergssveinsdóttir, Lindargötu 57, Reykjavík. Margrét Hallgrímsdóttir, Seljalandi 3, Reykjavík. Halldóra Guðbjartsdóttir, Stóra-Múla I, Saurbæjarhreppi. Ólöf E. Gísladóttir, Útgarði, EgUsstöðum. Áslaug Jónína Sverrisdóttir, Bárugötu 40, Reykjavík. 50 ára Ólafur Jónsson, Neðstabergi 18, Reykjavík. Kristín Þórhallsdóttir, Lækjarhvammi 15, Hafnarfirði. Margrét Dóróthea Maronsdóttir, Engjaseli 69, Reykjavík. Sigurjón Pálsson, Brimhólabraut 35, Vestmannaeyjum. Gylfi Gunnarsson, Árholti 5, ísafirði. Guðbrandur Gústafsson, Ártúni 4, Siglufirði. 40 ára Danuta Cieciera, Fjarðargötu 13, Þingeyri. Sigurbergur Björnsson, Blönduhlíð 9, Reykjavík. Gissur Þór Grétarsson, Norðurtúni 6, Sandgerði. Haraldur Erlendsson, Aðalstræti 37, Þingeyri. Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, Beykihlíð 6, Reykjavík. Haraldur Auðunsson, Hvassaleiti 155, Reykjavík. Hulda Katrín Ólafsdóttir, Auðbrekku 2, Kópvogi. Davíð Aðalsteinn Sverrisson, Þórðargötu 14, Borgamesi. Ásdis Eiðsdóttir, Kálfagerði, Eyjafjarðarsveit. Derek Þór Penning, Hjarðarhaga 36, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.