Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 Fréttir Endurbætt verksmiðja Nord-Morue, dótturfyrirtækis SÍF i Frakklandi, opnuð um helgina: Fullkomnasta verksmiðja sinnar tegundar í Evrópu - aukin vöruþróun á ferskum afurðum og SÍF ætlar sér stærri bita af markaðnum Ný og endurbætt verksmiðja Nord-Morue í Jonzac, dótturfyrir- tækis SÍF í Frakklandi, var opnuð formlega um helgina að viðstöddu fjölmenni. Frá íslandi komu um 150 manns úr hópi framleiðenda, stjóm- armanna og starfsmanna SÍF og fjölda annarra gesta. Meðal við- staddra voru og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra, Sverrir Hauk- ur Gunnlaugsson, sendiherra ís- lands í Frakklandi, stærstu við- skiptavinir Nord-Mome í Evrópu og þá var sjávarútvegsráðherra Frakk- lands, Didier Quentin, viðstaddur hátíðarkvöldverð daginn fyrir opn- unina. Að loknum endurbótum, sem staðið hafa yfir í ár, er verksmiðja Nord- Mome orðin ein sú fullkomn- asta sinnar tegundar í Evrópu. Hún var stækkuð úr 9.500 í 13.500 fer- metra auk þess sem tækjabúnaður og framleiðslulínur voru endumýj- aðar. Stækkunin skiptist nokkuð jafnt á milli kæli- og vinnnslurýmis annars vegar og dreifingarstöðvar SÍF hins vegar. Þrátt fýrir stækkun og endurbætur lagðist vinnsla fyrir- tækisins aldrei niður, þvert á móti jókst framleiðslan milli áranna 1994 og 1995 um 10%. Heildarkostnaður SÍF vegna fram- kvæmdanna er á bilinu 280 til 300 milljónir króna. Að þeim loknum uppfyllir Nord-Mome ítrastu kröfúr samkvæmt heilbrigðisreglum Evr- ópusambandsins. Afköst verksmiðj- unnar aukast um 40-50%, úr rúmum 10 þúsund tonnum í nær 15 þúsund tonn á ári. Nýjar vélar em komnar til framleiðslu og pökkunar á fiski. Nýtt vinnslurými gefur kost á að stórefla vöruþróun, s.s. þróun fer- skra og kældra fiskafurða. Staðsetn- ing fyrirtækisins á markaðssvæði ESB opnar ýmsa möguleika til sölu á kældum sjávarafurðum. Fyrirtæki í örum vexti Nord-Morue var stofnað árið 1953 í bænum Jonzac í Suðvestur-Frakk- landi. SÍF keypti Nord- Mome af sænsku dótturfyrirtæki ABBA árið 1990. Síðan þá hefur fýrirtækið verið í örum vexti. Það selur um helming framleiðslu sinnar í Frakklandi en auk þess flytur fyrirtækið út vömr til 25 landa. Um 45% af framleiðsl- unnar er þurrkaður saltfiskur en blautverkaður saltfiskur kemur þar næst á eftir með um 25%. Auk þess eru framleidd söltuð flök, reykt síld og tilbúnir réttir, aðallega úr salt- fiski. Heildarvelta Nord-Morue á síð- asta ári var um 3,6 milljarðar króna. Um 140 manns starfa hjá fyrirtæk- inu að jafnaði. Þar af eru þrír íslend- ingar, þau Birgir Sævar Jóhannsson framkvæmdastjóri, Unnar Þórðar- son framleiðslustjóri og Hafdís Vil- hjálmsdóttir skrifstofustjóri. Auk þeirra starfar einn íslendingur, Jón Þór Hallgrímsson, í dreifingarstöð SÍF í Jonzac. Nord-Mome er einhver stærsti atvinnurekandi á þessu svæði í Frakklandi þar sem ríkir að jafnaði um 20% atvinnuleysi. Verka- fólkið hefur að meðaltali um 82 þús- und krónur í mánaðarlaun miðað við 170 tíma vinnu. Stjórnvöld geta greitt götu Eins og áður sagði var Þorsteinn Pálsson viðstaddur opnunina um helgina. Hann sagði í samtali við DV að eftir að hafa skoðað verksmiðj- una væri einkum tvennt efst í sín- um huga. Annars vegar væri það endurnýjuð verksmiðja sem full- nægði tæknilega öllum heilbrigðis- reglum eins og þær væru strangast- ar og væri að framleiða hágæða- vöru. Hins vegar væri verið að nálg- ast markaðinn á nýjan hátt. Byggja Framkvæmdastjóri Nord-Morue, Birgir Sævar Jóhannsson, fyrir miðju á myndinni, sýnir með aðstoð Sighvats Bjarnasonar, stjórnarformanns SÍF, Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráöherra eitt af þúsundum saltfiskflaka sem eru í þurrkun í verksmiðjunni í Frakklandi. DV-myndir Björn Jóhann Björnsson Vinnslustöðvarinnar í Eyjum, er stjómarformaður SÍF en hann var á sínum tíma framkvæmdastjóri Nord-Mome. Hann sagðist í samtali við DV vera, líkt og aðrir félags- menn SÍF, stoltur yfir þeirri upp- byggingu sem fram hefði farið und- anfarin sex ár hjá Nord-Morue. „Þetta er fýrsta skrefið sem við þurfúm að taka í okkar markaðs- málum í Evrópu. Stefna SÍF er aö fara lengra inn í markaðinn. Það er eina leiðin til að hækka framleiðslu- verðmæti á íslenskum sjávarafurð- um. Við munum fjárfesta meira á þessu sviði á næstu árum. Við eig- um mikla möguleika í framleiðslu og dreifingu á ferskum afúrðum. Framtíðin er að vera sem næst við- skiptavininum með þær vörur sem hann vill,“ sagði Sighvatur. Portúgal næsta takmark Aúk Nord-Mome er SÍF með dótt- urfélög í Noregi, sem nefnist Nor- Mar, og á Spáni er Union Islandia. SÍF á 40% hlut í Icebrit í Bretlandi og rekur söluskrifstofú í Mílanó á Ítalíu. Saman era þessi félög ásamt Saltkaupi á íslandi stærstu seljend- ur á saltfiski í heiminum með 12-13% markaðshlutdeild. Aðspurð- ur hvort SÍF hygðist á frekari út- breiðslu erlendis sagði Sighvatur það ekkert vafamál. „Það er ljóst að við munum færa okkur nær í markaðslöndin og ég held að Portúgal hljóti að vera okk- ar næsta takmark. Fyrst munum við klára okkar mál á Spáni. Portúgal er stærsti saltfiskmarkaður í heimi og Birgir Sævar bauð gesti velkomna á opnunarhátíð Nord-Morue í bænum Jonzac í Suðvestur-Frakklandi. Fánar blöktu við hún fyrir utan nýja og endurbætta verksmiðju Nord-Morue þegar hún var formlega tekin í notkun sl. laugardag. Tveir af um 150 starfsmönnum Nord-Morue að störfum við flokkunarvél frá Marel sem er einhver sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. brú nær neytandanum og skapa skil- yrði firir meiri verðmætasköpun. Aðspurður hvort stjómvöld gætu á einhvern hátt stutt við starfsemi íslenskra fyrirtækja af þessu tagi er- lendis sagöi Þorsteinn mikilvægt að greiða götu fyrir þessari sókn sjáv- arútvegsins. „Hins vegar verður framkvæmdin að vera í höndum fyrirtækjanna sjálfra. Við eram ekki með ríkisrek- inn sjávarútveg og það er reginmun- ur á okkar stöðu og þeirri sem er t.d. hér í Frakklandi og víðar í Evrópu. Á vissan hátt er jpetta aðstöðumunur en sýnir líka á hinn bóginn hversu geysilega sterkur íslenskur sjávarút- vegur er að geta keppt við fiskiðnað og sjávarútveg í Evrópulöndunum á þessum grundvelli," sagði Þor- steinn. Fyrsta skrefið að stærri markaöi Sighvatur Bjamason, forstjóri það er mjög óeðlilegt að við látum hann afskiptalausan,“ sagði Sighvat- ur. Mikilvæg verksmiðja fyrir Frakka Til stóð aö Didier Qentin, sjávar- útvegsráðherra Frakka, yrði við- staddur opnunarhátíð Nord-Morae á laugardag, en vegna anna varð hann að láta nægja hátíðarkvöldverð dag- inn áður. Þar sagði hann á óformleg- um blaðamannafundi að verksmiðja Nord-Morae væri afar mikilvæg fyr- ir þetta atvinnusvæði Frakka þar sem atvinnuleysi væri mikið. At- vinnusköpun verksmiðjunnar og stækkunin nú væri fagnaðarefni. Qentin vonaðist eftir auknum sam- skiptum íslands og Frakklands. Möguleikar væra á auknum verk- efnum fyrir íslendinga í Suður- Frakklandi á fleici sviðum sjávarút- vegs. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.