Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 íþróttir unglinga Pepsí-mótið fyrir 6. flokk i knattspyrnu á Akranesi: Um sex hundruð manns mættu uppi á Skaga - Valur, Akranes og Keflavik sigruðu - og veðrið lék við þátttakendur Valsstrákarnir í A-liði 6. flokks stóðu sig mjög vel á Akranesi og urðu Pepsí-meistarar 1996. DV-myndir DVÓ DV, Akranesi: Hið árlega og stórglæsilega 6. flokks mót Skagamanna, sem í fyrra hét Fantamótið og á þessu ári Pepsí- mótið, fór fram helgina 16.-18. ágúst og sendu 12 félög 38 lið til mótsins. Munu hafa verið um 350 keppendur í mótinu og um 170 foreldrar komu í grill og kaffl á laugardeginum þannig að á milli 500 og 600 manns hafa verið saman komin á Skag- Umsjón Halldór Halldórsson anum þessa helgi. Þau félög sem tóku þátt í mótinu auk gestgjafanna voru Keflavík, Hamar (Hveragerði), Njarðvík, Valur, Breiðablik, Stjarn- an, Skallagrímur. Grótta og Týr og Þór úr Vestmannaeyjum. Mótshaldarar og keppendur voru aldeilis heppnir með veður því góða veðrið og sólskinið léku við þá þessa helgi. Þetta er annað mótið í sumar sem Skagamenn fá drauma- veður með sólskini og tilheyrandi á svona móti. Mótinu var skipt í tvennt. Á föstudeginum var hraðmót og á laugardeginum og sunnudeginum fór aðalmótið fram. Stjarnan sigraði í hraðmótinu í A-liði og Akranes varð í öðru sæti. Njarðvík vann í flokki B-liða og Stjarnan varð í öðru sæti og Stjarnan sigraði í flokki C-liða og Akranes varð í öðru sæti. Keppni í aðalmótinu Urslitaleikur A-iiða: Akranes-Valur................0-2 Þðrður Hreiðarsson, Val, var v.ilinn leik- maður úrslitaleiks A-liða. Lokastaðan varð þessi: Pepsi-meistari Valur, 2. Akranes, 3. Stjaman, 4. Haukar, 5. Breiðablik, 6. Keflavík, 7. Þór, V., 8. Týr, Vestmanna- eyjum. Úrslitaleikur B-liða: Haukar-Akranes....................0-5 Jón Valur Einarsson, Akranesi, var vai- inn ieikmaður úrslitaleiks B-liða. Loka- staðan varð þessi: Pepsí-meistari varö Akranes, 2. Haukar, 3. Valur, 4. Stjarnan, 5. Keflavik, 6. Njarð- vík, 7. Týr, V., 8. Breiðablik, 9. Grótta, 10. Hamar, 11. Þór, V., 12. Skailagrlmur. Úrslitaleikur C-liða: Keflavik-Akranes..................4-3 Ragnar Magnússon, Keflavík, var valinn leikmaður úrslitaleiks C-liöa en hann er enn einn efnilegur strákur úr Keflavík Lokastaðan í flokki C-liða varö þessi: Pepsí-meistari varð Keflavík, 2. Akranes, 3. Breiðablik (1), 4. Valur, 5. Haukar, 6. Keflavík (2), 7. Hamar, 8. Akranes (2), 9. Stjaman, 10. Njarðvík, 11. Akranes (3), 12. Haukar (2), 13. Breiöablik (2), 14. Týr, V., 15. Breiðablik (3). í lokin fékk lið Gróttu verðlaun fyrir að vera prúðasta lið mótsins. Öll verðlaun voru afhent af þeim Steinari Degi Adolfssyni, Sturlaugi Haraldssyni, Loga Ólafssyni og Steindóru Steinsdóttur. Efnilegir strákar Guðjón Guðjónsson, þjálfari 6. og 7. flokks Skagamanna, virðist vera að gera góða hluti í unglingastarf- inu á Skaganum. Lið hans léku alla úrslitaleikina í Pepsi-mótinu og B- liðið varð Pepsí-meistari. „Skýringin á því hversu vel gekk er sú að þetta eru áhugasamir og góðir strákar og svo leggur maður áherslu á að þeir reyni að spila góða knattspyrnu og þá ekki síst að knatttæknin sé í lagi. Okkur hefur gengið nokkuð vel í sumar, A-liðið varð í 6. sæti í Shell-mótinu og B- og C-liðið í 13. og 14. sæti og í pollamóti KSÍ varð B-liðið í 5. sæti. Ég hef njög gaman af þvi að þjálfa þennan aldursflokk og skemmtilegast er að sjá hann í leikjunum. Þessir pollar leggja sig alla fram því áhuginn er svo mikill. Liðin í þessu voru mjög góð,” sagði Guðjón. Landsliðið-pressulið Á Pepsí-mótinu voru valin lands- lið og pressulið. Eftirtaldir leik- menn voru valdir til að leika á laugardagskvöldið. Landsliðið: Markmenn: Jóhann Á. Ólafsson, Njarðvik, Guðm. Hreiðarss., Akranesi. Aðrir leikmenn: Ólafur Berrí, Tý, Vestmeyjum. Þorsteinn Georgsson, Keflavík. Stefán Þórðarson, Val. Grétar Þór Eyþórsson, Þór, V. Hafþór Vilhjálmsson, Akranesi. Bjarki Eysteinsson, Stjömunni Hilmar T. Amarsson, Haukum. Bjaimi Kristmarsson, Skallagr. Pressuliðið: Markmenn: Guðmundur Þórðarson, Keflavík. Fannar Freyr, Breiðabliki. Aðrir leikmenn: Sigurður Eiríksson, Gróttu. Þorfmnur Gunnlaugsson, Þór, V. Daníel Laxdal, Stjörnunni. Heimir Guðbjörnsson, Hamri. Knútur Jónsson, Val. Torfi Hilmarsson, Val. Kristján Sigurðsson, Njarðvík. Ingþór Guðmundsson, Haukum. -DVÍ Norðurlandamót unglinga í frjálsíþróttum í Noregi: Fjögur íslandsmet Helgina 7. og 8. september var háð í Fredrikstad í Noregi árleg unglingalandskeppni Norðurland- anna í frjálsum íþróttum og sendu Danir og íslendingar sameiginlegt lið til mótsins að venju. Mörg góð afrek vora unnin í þessari keppni og mörg met sett, bæði landsmet og persónuleg met. Eins og svo oft áður sigraðu Finn- ar af öryggi, bæði í karla- og kvennakeppninni. Svíar urðu í 2. sæti, heimamenn i 3. sæti og það varð síðan hlutskipti hins sam- einaða liðs íslands og Danmerkur að reka lestina. Þrátt fyrir að á brattann væri að sækja fyrir landann voru sett 4 ný íslensk aldursflokkamet og fleiri góð afrek unnin. Sunna tvisvar á verölaunapall Sunna Gestsdóttir, USAH, vann til tvennra verðlauna í einstakl- ingsgreinum, varð 2. í 200 m hlaupi á 24,48 sek. og 3. í 100 m hlaupi á 12,15 sek. Mótvindur var í báöum hlaupunum. íþróttahetjan Vala Flosadóttir, ÍR, sem komin var frá Svíþjóð, náöi 2. sæti í hástökki, 1,82 m, og setti nýtt íslenskt stúlknamet, eldra metið, 1,80 m, átti Þórdís Gísladóttir, ÍR. Hún varð og í 8. sæti í kúluvarpi, 12,08 metra. Hinn 17 ára Hafnfiröingur Sveinn Þórarinsson bætti veru- lega sinn fyrri árangur og drengjametið í 400 m grindahlaupi þegar hann kom 4. í mark af 8 keppendum á tímanum 54,07 sek. Þessi tími Sveins er jafnframt nýtt unglingamet. Fyrri metin í þessum aldursflokkum átti Borg- þór Magnússon, KR, 55,9 sek.' í drengjaflokki og 54,7 sek. í ungl- ingaflokki. Þetta var sérlega glæsilegt hlaup hjá Sveini. Skagflrðingurinn Sveinn Mar- geirsson gerði sér lítið fyrir og bætti eigin drengjamet í báðum keppnisgreinum sínum. Hljóp hann 5000 m á 15:15,13 mín. og 3000 m hindranarhlaup á 9:25,35 mín. þar sem hann varð 4. eftir mjög vel útfært hlaup. Tíminn í hindrunarhlaupinu er einnig örlítil bæting á unglingametinu, sem var 9:25,40 mín. og í eigu hins þekkta hlaupara á árum áður, Kristleifs Guðbjömssonar úr KR. Eldri drengjamet Sveins voru 15:16,97 í 5000 m og 9:33,95 í hindr- unarhlaupinu. Aðrir keppendur íslands vora Borgfirðingarnir Hanna L. Ólafs- dóttir, 5. sæti í kringlu, 41,62 m, Hcdldóra Jónasdóttir, 5. í kringlu, 45,26 m, Jónas Páll Jónsson, 8. sæti í 200 m, 23,04 sek., Guðný Eyþórsdóttir, 8. sæti í 400 m, 58,76 sek., og Einar Karl Hjartarson, 6. sæti í hástökki, 1,95 m. Ólafur Sveinn Traustason hljóp 100 m á 11,83 en meiddist. Laufey Stefánsdóttir varð í 8. sæti í 800 m á tímanum 2:20,83 mín. og Rakel Tryggvadóttir náði 6. sæti í þrí- stökki, stökk 12,26 m. Theódór Karlsson stökk 6,93 m í langstökki og varð í 5. sæti. Am- ar Vilhjálmsson varð í 6. sæti og setti persónulegt met í þrístökki þegar hann stökk 13,84 m og Jón Ásgrímsson kastaði kúlu 12,09 m og varð í 8. sæti og spjóti kastaði hann 49,14 m og varð í 8. sæti en hann setti fyrr í sumar nýtt drengjamet í spjótkasti, 59,48 m. Ferðin var öllum ungmennun- um til mikils sóma í hvívetna og vonandi góð hvatning tfl frekari afreka á íþróttabrautinni. Fararstjórar voru Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, stjórnarmað- ur FRÍ, og Unnar Vilhjálmsson í- þróttakennari sem jafnframt var þjálfari liðsins. Keflavíkurdrengirnir stóðu sig vel og uröu Pepsí-meistarar C-liða 1996.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.