Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 Utlönd Stuttar fréttir i>v Læknar Jeltsíns segja að jafnvel þurfi að fresta hjartaaðgerðinni: Kommúnistar vilja að Jeltsín segi af sér Rússneskir kommúnistar hafa sett fram háværar kröfur um að Boris Jeltsín forseti segi af sér embætti sé hann of veikburða til að gangast undir fyrirhugaða hjartaaðgerð. Kommúnistinn Gennadí Seleznyov, forseti Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, sagði aö Jeltsín ætti að fara frá ef skurðlæknar hættu við hjartaaðgerðina og ráð- legðu honum að taka lífinu með ró. „Ástandið í Rússlandi er slíkt að forsetinn á ekki létt dagsverk fyrir höndum," sagði Seleznyov. Jeltsín hvarf sjónum almennings í júní, í miðri kosningabaráttu. Þar hafði hann sigur á mótframbjóðand- anum, kommúnistanum Gennadí Zjúganov. Fyrr í þessum mánuði sagði Jeltsín að hann þyrfti að gang- ast undir hjartaaðgerð vegna krans- æðastíflu og hún yrði framkvæmd í lok september. Yfirlýsing Jeltsíns kom af stað miklum vangaveltum um raunveru- legt heilsufar hans en talsmenn hans höfðu fram að því sagt að for- setinn þjáðist af ofþreytu. Ekki bætti úr skák þegar Renat Akchur- in, læknirinn sem stjórna á skurð- aðgeröinni, sagði um síðustu helgi að jafnvel yrði að fresta aðgerðinni i allt að tvo mánuði eða hætta alveg við hana. Zjúganov sagði að orð læknisins um að Jeltsín hefði líklega orðið fyr- Boris Jeltsín. ir hjartaáfalli í kosningabaráttunni sönnuðu það eitt að Kremlverjar hefðu platað kjósendur. „Það eru hreinar falsanir að leyna hjartaáfalli. Þetta voru ekki sanngjamar kosningar,“ sagði Zjúganov þar sem hann var staddur í Strassborg. Verð á hlutabréfum í Rússlandi féll verulega við fréttirnar um mögulega frestun hjartaaðgerðar- innar. Blaðafulltrúi Jeltsíns kenndi grein í dagblaðinu Financial Times um þær hreyfingar en þar var gefíð í skyn að helmings líkur væru á að Jeltsín lifði aðgerðina af og að hann gæti ekki sinnt störfum sínum nema 15 mínútur á dag. Reuter Mörg hundruð perúskir bændur þrömmuðu saman inn á San Francisco torgið í Líma í gær og léku á panflautur. Bændurnir hafa staðið í mótmælaaðgerðum síðastliðna 26 daga en þeir eru afar óhressir meö endurbætur í land- búnaði sem hygla stórum landeigendum á kostnaö smábænda. Símamynd Reuter Breska lögreglan gerði tíu tonn af sprengiefni upptæk: Fimm félagar í IRA yfir- heyrðir um vopnafund Óttast er að allar vonir um nýtt vopnahlé IRA séu að engu orðnar eftir að breska lögreglan fann mikið af vopnum og sprengiefni í gær. Þingmannasamtökin: Danir verja klámið Pálmi Jónasson, DV, Kaupmannahötn: Danir verja frelsi í útgáfu á klámi á fundi þingmannasam- takanna IPU sem haldinn er í Peking. Sex fulltrúar danska þingsins neituðu að þrýsta á rík- isstjórn stna „að banna vændi og útgáfu Jdáms meö öllum til- tækum ráðurn", eins og sagði i ályktuninni. „Við sögðum að við hefðum góða reynslu af frelsi í klámi, bæði í ræðu og riti, og við mun- um ekki standa að banni sem einungis leiðir til þess að mark- aðurinn fari í hendur glæpa- manna og í svarta atvinnustarf- semi,“ segir Björn Elmquist í gær en hann er einn þátttakend- anna. Fundinn sitja þingmenn frá 135 löndum og fyrir utan klámið er mest rætt um réttindi kvenna og bama auk þess sem jarðsprengjuvandamálið hefur verið ofarlega á baugi. -pj Gro skamm- ar Banda- ríkjamenn Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs og títt- nefndur kandídat í stöðu aðalrit- ara Sameinuðu þjóðanna, skammaði Bandaríkjamenn í ræðustóli á allsherjar- þingi SÞ í gær. í ræðu sinni sagði hún almennar endurbætur á starfi samtak- anna nauð- synlegar. Samtök sem ekki þróuðust eða breyttust væru dæmd til að lognast út af. „En við getum ekki unað þvi að vera móðguð. Að greiða ekki lögbundin gjöld til samtakanna jafngildir móögun," sagði Gro Harlem og þótti augljóslega eiga við Bandaríkin. Bandaríkjamenn skulda enn 1,6 milljarða af þeim 2,8 millj- örðum sem þeim ber að greiða til SÞ. Bandaríska þingið hefur sett ýmis skilyrði fyrir frekari flárframlögum og stjóm Clint- ons hyggst koma í veg fyrir að Boutros Boutros-Ghali aðalritari verði endurkjörinn til næstu fimm ára. Þar á bæ hafa menn ekki kynnt mótframbjóðanda í starfið. Gro Harlem kom ekki inn á kjör aðalritara í ræðu sinni. Reuter Breska lögreglan yfirheyrir nú fimm félaga í írska lýðveldishernum (IRA) sem voru handteknir í lög- regluaðgerðum í London í gærmorg- un. Lagt var hald á meira af vopnum en áður hefur gerst í Bretlandi. Rannsóknarlögreglumenn, sem telja sig hafa á síðustu stundu kom- ið í veg fyrir sprengjuherferð IRA um land allt, era að reyna að bera kennsl á sjötta manninn sem var skotinn til bana í aðgerðunum. Hinir grunuðu eru í haldi í rammgirtri lögreglustöð í London. Handtaka mannanna var mikið áfall fyrir IRA og um leið gerði hún að engu vonir um að samið yrði um vopnahlé í bráð. Lög gegn hryðju- verkastarfsemi heimila lögreglunni að halda mönnunum í heila viku án þess að ákæra þá. Einn hinna handteknu er vél- stjóri hjá flugfélaginu British Airways og starfaði á Gatwickflug- velli. Talsmenn flugfélagsins segja að það þýði á engan hátt að árás hafi verið fyrirhuguð á flugvöllinn. Lögreglan var mjög kát yfir góss- inu sem hún lagði hald á. Þar á meðal voru tíu tonn af sprengiefni, Kalashníkov rifflar, gildrusprengjur fyrir bíla og gangsetningartæki. Lýðveldissinnar óttuðust að menn innan sinna raða kynnu að bera ábyrgð á því að lögreglunni tókst svona vel upp. Sérfræðingar í öryggismálum telja nú að IRA Símamynd Reuter kunni að svara fyrir sig til að sýna að enn séu töggur í félagsmönnum. Fjölmiðlar höfðu uppi vangavelt- ur um að meðal fyrirhugaðra skot- marka IRA væri konungsfjölskyld- an og göngin undir Ermarsund. Reuter Benazir í sorg Benazir Bhutto, forsætisráð- herra Pakistans, sem syrgir myrtan bróður sinn, bíður nú það verk að reyna að stöðva átök trúarhópa í landinu. Nýr foringi Kongressflokkurinn á Ind- landi hefúr kjörið sér nýjan leið- toga til bráðabirgða. Simitis breytir til Costas Simitis, for- sætisráðherra Grikklands, sem fór með sigur af hólmi í þingkosning- unum um helgina, ætlar að kynna nýja stjórn á næstu dögum en þar munu sitja umbótamenn sem eiga að hrinda í framkvæmd breytingum á efnahagsstefn- unni. Tyrkir og Kanar saman Tyrkir og Bandarikjamenn ætla í sameiningu að reyna aö hafa hemil á aðgerðum íraks- stjórnar í norðurhluta íraks. Viðunandi útlit Háttsettur embættismaður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum segir að útlit sé viðunandi í efnahagsmálum heimsins. Frestur framlengdur Lögregla Bosníu-Serba hefur framlengt frest sem byssumönn- um múslíma var veittur til að yfirgefa eyðilagt þorp í austur- hluta Bosníu. Levy fundar David Lewy, utan- ríkisráðherra ísraels, hefur boðað sendi- herra Egypta- lands, Mo- hammed Bassyouni, á sinn fund í dag vegna gagnrýni á Ísraelsríki sem egypsk stjómvöld höfðu í frammi. Einörð afstaða Frelsissamtök Palestínu hvöttu þjóöir heims til að taka einarða afstöðu gegn landnema- stefnu ísraelskra stjómvalda. Clinton með forustu Bill Clinton Bandarikjaforseti hefur tólf prósentustiga forskot á Bob Dole, forsetaefiii repúblik- ana, samkvæmt nýrri skoðana- könnun. Clinton vísaði í gær á bug fullyrðingum um að hann væri frjálslyndur. Hittir Dalai Lama Forsætisráðherra Ástralíu hefur fallist á að hitta Dalai Lama, útlægan trúarleiðtoga Tí- betbúa, Kínverjum til mikillar armæðu. Hillary í vondum málum Skjöl yfir lögmanns- reikninga Hillary Rod- ham Clinton, forsetafrúr í Bandaríkjun- um, virðast benda til þess að hún hafi tekið þátt i svikamyllu sem varð til þess að sparisjóður vina for- setahjónanna komst hjá því að fara eftir settum reglum. Rússar dauðir Sex rússneskir hermenn týndu lífi í morgun þegar bryn- varinn bíll þeirra ók á jarð- sprengju í Dagestan, nágranna- lýðveldi Tsjetsjeníu. Havel á ferð og flugi Vaclav Havel Tékklandsfor- seti er í Chile þar sem hann ræðir viðskiptamál við ráða- menn. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.