Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 16
i6 tilveran ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996-1 Hjónalíf ÖU könnumst við við það | þegar samskipti kynjanna reyn- | ast hin mæðulegustu og valda bæði miklum heilabrotum og í töluverðum vandræðagangi. ÍÞetta vandamál er jafngamalt mannkyninu og má líklegt telj- ast að fommaðurinn hafi átt í I sömu samskiptavandamálum | við kellu sína og nútímamaður- inn á í dag. IEn ekki þýðir að örvænta. Tilveran rakst á kver nokkurt sem reyndist innihalda hafsjó af hollráðum, misgóðum þó, og I má ætla að mörgum þætti erfitt að fylgja áðumefndum hollráö- | um í dag. Þetta eðalkver nefnist „Hand- j bók hjóna“, er gefið út af Bóka- fjelaginu nýja árið 1922 og kall- ar höfundur sig Madömu Tobbu. Þama er konum og körlum kennd hin rétta hjóna- bandshegðun en er þó öllu meiri athygli beint að hlutverki konunnar. Grípum hér niður i nokkur þeirra gullkoma sem bókina prýða. „Hin góða kona ræktar stöð- uglega anda ánægjunnar, snýr öllu til betri vegar og leitast við af megi að ljetta þá byrði sem eiginmaður hennar hefir að bera.“ „Góð kona forðast það sem í daglegu tali er kallað að sýnast. Plága er það að verða hjer, hversu margt er öðru visi en það sýnist. Konur era t.d. marg- ar með falskt hár, falskar tenn- | ur og falskan hörandslit. Sje nú gætt að því, af hverju þetta fals stafar, kemur það í ljós, að í mörgum tilfellum era það heit krullujárn, krullupinnar og ým- iskonar hárelexírar, sem hafa eyðilagt hárið; sætindi og hirðuleysi hafa valdi skemmd- um í tönnum, en hörundslitinn falsa konur eingöngu til að sýn- ast. Góð kona má um fram alt ekki vera hjegómagjörn eða . „pjöttuð", eins og það kallast á Reykjavikurmáli. En hreinleg á hún að vera, vel búin og hirðu- söm.“ „Heimilið er að mestu kon- unnar verk, það er hennar verkahringur og akur. Hennar fyrsta áhugamál á því að vera það, að heimili hennar sé gott heimili. Og heimilið á að vera eins og náttúran, full af sam- ræmi og fegurð. En til þess að gera þau þannig, þarf eigi litla andlega hæfileika, listhæfileika og smekkvísi, sem konan verð- ur að vera gædd. Hún hefur rjett og enda skyldu til að nema þessa list, listina að skapa heimili, og gera hana dýrðlega og ekki hvað síst nú á þessum breytingartímum, þegar eitt er tíska í dag og annað á morgun. Engin vitur kona eltir tískuna á röndum; og enginn á að gera það, það er blátt áfram heimskulegt. Það sem til þæg- inda má verða, það sem er nyt- samt og það sem fellur fólki vel í geð, það á meiri tilverarjett heldur en hitt sem er „móðins" en að öðru leyti verðlítið." ' Unglingalækningar: Unglingar eru sér- hópur með sárþarfir Tengist flest áhættuhegðun Hvaða kvillar hrjá helst þennan - hefur faa malsvara, segir Steingerður Sigurbjörnsdottir barnalæknir Dagana 12. og 13. september sl. hélt Félag íslenskra barnalækna ráðstefnu um unglingalækningar en þær era einn partur af bamalækn- ingum sem lítið hefur verið haldið á lofti hér á landi, a.m.k. enn sem komið er. En í Bandaríkjunum er t.d. hægt að sérhæfa sig í unglinga- lækningum sem undirgrein innan bamalækninga. Hugarfarsbreyting nauðsynleg Tilveran hafði áhuga á að fræðast meira um hvað fælist í unglinga- lækningum og talaði því við Stein- gerði Sigurbjömsdóttur bamalækni sem var einn íslensku sérffæðing- anna á ráðstefnunni. - Hverja era áherslumar? „Heilbrigðisþjónusta fyrir ungl- inga þarf að miðast við að mæta þörfum unglinganna sem era aðrar en þarfir fullorðinna eða yngri bama. Við höfum líka séð að ung- lingar nýta sér ekki þessa hefð- bundnu heilbrigðisþjónustu. Ung- lingar gera t.d. ekki mikið af því að fara til heimilislæknis með einhver vandamál heldur fara þeir frekar í einhverjar miðstöðvar sem era þá frekar sérstaklega fyrir þá. Þær era ekki til hérna nema kannski mót- taka fyrir kynsjúkdóma." Hvað vill Steingeröur sjá gerast hér í heilsugæslumálum unglinga? „Byrjunin er að viðurkenna að unglingar hafi öðravísi þarfir en aðrir og ég held að þar skorti tölu- vert á, það þarf kannski fyrst og fremst hugarfarsbreytingu, þá bæði hjá yfirvöldum og öðram. Þá þarf maður náttúrlega að horfa á reynslu annarra landa og hverju hún hefur skilað sér. Síðan þegar sá sigur er unninn, ef hann vinnst einhvem tímann, þá er gott að skoða hvemig sé best að gera þetta.“ aldurshóp? „Það er minna um þessi líkam- legu vandamál sem hrjá fyrstu ald- ursárin, sýkingar, kvef og eyma- bólgur, það er allt horfið. Við hefur tekið það sem hefur verið kallað „hin nýja sjúkdómsalda“ þar sem um er að ræða geðrænar truflanir og ýmsa sjúkdóma sem tengjast áhættuhegðun, það eru þá kynsjúk- dómar, áfengi og fikniefni, slys, of- beldi, umferðaróhöpp og allt er þetta fyrst og fremst tengt hegðun. Unglingurinn tekur sér eitthvað fyr- ir hendur sem hefur í for með sér áhættu." - Lærðuð þið margt á ráðstefh- unni? „Já, t.d. um heilsugæslumiðstöðv- ar þar sem starfa þverfagleg teymi. Ein er í Gautaborg nálægt mennta- skóla og þar vinna saman barna- læknar, hjúkrunarfræðingar, sál- fræðingar og félagsráðgjafar og þar er leitast við að sinna „öllu bam- inu“ en ekki bara einstökum líkam- legmn vandamálum, öllu því sem viðkemur einstaklingunum.“ -ggá Steingerður Sigurðardóttir barnalæknir segir að ýmis hegðun unglinga bjóði upp á áhættu. Barnakvillarnir séu að baki en við taki ár umróts og á því þurfi að taka. Góð ráð sem Alagsaðstæður: nýtast í námi Hefur þú þurft að standa upp og halda ræðu og ffosið samstundis, ekki munað neitt, svitnað og stam- að? Eða kannast þú við að hafa mætt í próf, talið að þú sért þokka- lega undirbúinn en ekki munað neitt þegar á hólminn var komið? Kannski þú hafir líka lent í því að kannast við andlit, vera á leiðinni að heilsa en nafhinu á viðkomandi verið gjörsamlega stolið úr þér? Sennilega hafa allir lent í atvik- um svipuðum þessum á lífsleiðinni. Tilveran hefur nokkur ráð við þess- um kvillum sem þau dr. Judith og dr. Aron T. Beck, sem eru banda- rískir prófessorar í sálfræði, segja að geti hjálpað. Að halda ræðu - Mundu að áheyrendumir eru ekki að bíða eftir að þú gerir mistök eða sýnir taugaveiklunareinkenni. Þeir hafa bara áhuga á því sem þú ert að fara að segja. - Stundum getur verið gott að segja áheyrendum strax í upphafi að þú sért stressaður og þurfir því að nota minnismiða. Fólk er al- mennt skilningsríkt og kannast sjálft við vandamálið. - Ef þú stressast upp þegar áheyr- endur fara að spyrja spurninga er snjallt að snúa spurningunni upp á þá og spyrja hvað þeim finnist sjálf- um. Éinnig er hægt að grípa á lofti og starfi þann hluta spurningarinnar sem þú veist eitthvert smáræði um og vinna út frá því. Að taka próf - Undirbúðu þig andlega undir próf. Ef þú reiknar með þeim mögu- leika að þú fáir hræðslukast eru minni líkur að af því verði. - Ef þú stíflast í prófi lestu það þá allt yfir og byrjaðu á svara þeim spumingum sem þú kannt svörin við. Það byggir upp sjálfstraustið og eykur líkur á að svörin við öðrum spurningum komi aftur. - Ekki bara lesa yfir til upprifjun- ar. Skrifaðu niður helstu atriði og stikkorð á spjöld og nýttu þau til að hrista upp í minninu. Að muna nöfn - Minntu sjálfan þig á að heimur- inn ferst ekki þó svo að þú munir ekki eitthvert nafn. - Þegar þú ert kynntur fyrir ein- hverjum í fyrsta sinn er gott að end- urtaka nafnið strax. Þegar þú ert kynntur fyrir einhverjum og sagt er „Þetta er Sigríður" svaraðu þá strax til baka „Sæl Sigríður". - Notaðu kímnigáfuna til að breiða yfir minnisleysið. Ef þú gleymir nafni skaltu bara brosa og segja „Ég er nú bara að verða eins og hann afi gamli,“ þá hlær fólk og verður ekki móðgað. -ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.