Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 2
2 MANUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 Fréttir DV við útför Díönu prinsessu í London: Hjartadrottningin Milljónir manna komu saman í Lundúnum til aö fylgja Díönu prinsessu til grafar á laugardaginn. Líkfylgdin fór um 6 kílómetra leiö gegnum miöborgina og mikil örtröö var á leiö hennar. Hér sést líkfylgdin fara um Kensingtonstræti. DV-mynd kbb Milljónir manna söfnuðust saman í miðborg Lundúna á laugardag og syrgðu prinsessuna sem átti sér þá ósk heitasta að rikja sem drottning í hjörtum fólksins þegar ljóst var að hún yrði aldrei drottning í augum bresku hirðarinnar. Prinsessuna óraði hins vegar aldrei fyrir því á hve dapurlegan hátt ósk hennar átti eftir að rætast. Skyndilegur dauði hennar opinberaði í liðinni viku hvílík drottning hún var sannarlega í hjörtum manna og í hugum þeirra milljóna sem fylgdu henni til grafar, ýmist á götum Lundúna eða annars staðar i heiminum, lifir hún í minn- ingunni sem slík drottning um ald- ur og ævi. Fjölmenni í morgunsáriö Þegar blaðamaður DV kom að Kensingtonhöll, klukkan fjögur að- faranótt útfarardagsins var þar mikill mannfjöldi saman kominn. Sterk blómaangan mettaði loftið við höllina þar sem um milljón blómvendir höfðu verið lagðir til minningar um prinsessuna, ásamt skeytum, kortum og ljóðum sem fólk hvaðanæva úr heiminum hafði komið með. í morg- unkyrrðinni sat fólk, spjallaði saman og drakk kaffi en veitingasalar í Hyde Park. Um fimmtíu þúsund manns höfðu þegar komið sér fyrir við leið líkfylgdarinnar og settu það ekki fyr- ir sig að sofa á harðri gangstéttinni í svefnpokum. Upp úr klukkan sex fór fólk að streyma að úr öllum áttum og fljótlega var orðið þröngt með fram vegi líkfylgdar Díönu. Fáninn í hálfa stöng Það var síðan klukkan 9.08 stund- víslega að líkfylgdin kom út úr Kensingtonhöll með kistu Díönu. Morgunkyrrðin var skyndilega rof- in af snökti og ekkasogum. „Guð geymi þig, Diana, Guð geymi þig,“ hvíslaði fólk úr öllum áttum. Ein kona gat ekki hamið tilfinningar sínar og hljóðaði upp yfir sig: „Hvers vegna ertu farin, Díana?“ og féll í yflrlið. Fyrir utan þetta eina tOvik sýndi fólk furðumikla still- ingu og mikill virðuleiki var yfir líkfylgdinni. Likfylgdin hélt siðan áfram að Al- bertsminnismerkinu og að horni Hyde Park. Þvi næst kom hún að Buckinghamhöll þar sem konungs- fjölskyldan vottaði virðingu sína. Þegar drottningarfáninn var dreg- inn niður á Buckinghamhöll og fána Bretlands flaggað í hálfa stöng brut- ust út gríðarleg fagnaðarlæti meðal mannfjöldans - einna líkast því að mark hefði verið skorað í fótbolta- leik. Margir virtust hafa tekið drottinguna í sátt við þetta en hún hafði hikað við að leyfa að fáninn yrði hafður í hálfa stöng þar sem það væri brot á hirðsiðum. „Ég vissi að hún ætti til hjarta," sagði gamall maður sigrihrósandi. Rafmagnað andrúmsloft í Hyde Park voru vel á annað hundrað þúsund manns saman komin til að fylgjast með guösþjón- ustunni á tveimur risastórum sjón- varpsskjám. Töluvert fát kom á fólk þegar þjóðsöngurinn var leikinn. Örfáir stóðu strax upp en flestir horfðust augnablik í augu og virtust tvistígandi um hvort þeir ættu að standa upp fyrir drottningunni. Smám saman tóku menn þó við sér og fyrr en varði stóðu um 160 þús- und manns og kyrjuðu þjóðsönginn. Eftir það voru sungnir sálmar, syst- ur Diönu fluttu ljóð og Tony Blair las óðinn til kærleikans. Kerti í vindinum Þá var komið að þætti Eltons Johns sem flutti lag sitt, Candle in the Wind. Það er ekki til orð til að lýsa þeim viðbrögðum sem flutning- ur hans á laginu vakti meðal þeirra hundruð þúsunda sem samankomin voru í Hyde Park þennan dag. Mannfjöldinn reis á fætur, allir sem einn, alls staðar féllst fólk í faðma og enginn gat haldið lengur aftur af tárunum. „Ég gat ekki grátið þegar móðir mín dó fyrir 12 árum en gerði það nú,“ sagði Ben Lydon, 40 ára smiður frá Leicester. „Líklega er ég fyrst núna að gera mér grein fyrir því sem ég upplifði fyrir öllum þess- um árum.“ Dominic Robinson há- skólanemi átti ekki bágt með að dylja tilfinningar sinar: „Þessi mikla þjóðarsorg og samúð sem við höfum tekið þátt í hefur sýnt mönn- um einkasorgir sínar í nýju ljósi. Þess vegna hafa flestir grátið í dag.“ Bróðir Díönu fann réttu orðin Næst var komið að þætti Spencers jarls, bróður Díönu. Óhætt er að full- yrða að ræða hans hafi veriö sá hluti athafnarinnar sem snerti fólk dýpst. Spencer var opinskár í ræðu sinni og fór ekki leynt með reiði sína í garð fjölmiðla. í Hyde Park var þrí- vegis klappað sérstaklega fyrir orð- um hans. Mestur var þó fögnuðurinn þegar hann sagði Díönu ekki hafa þurft konunglegan titil til að halda hinni sérstöku tegund útgeislunar sinnar. Allt ætlaði bókstaflega um koll að keyra, allir stóðu á fætur og hrópuðu ákaft húrra. „Hann sagði nákvæmlega þau orð sem við höfð- um öll árangurslaust leitað eftir,“ sagði Jessica Thompson, sextug kennslukona. í lok guðsþjónustunn- ar í Westminster var mínútu þögn um alla Lundúnaborg. Var það mál manna að aldrei hefði önnur eins þögn ríkt í heimsborginni. Mikil ör- tröð myndaðist við austurenda Hyde Park þar sem kista Díönu fór fram hjá á leiðinni til Althorp þar sem Díana var lögð til hinstu hvílu. Margir köstuðu blómum fyrir bílinn og notuðu síðasta tækifærið til að votta prinsessunni virðingu sína á þessum einstaka degi í Lundúnum þar sem einstök kona hafði fengið einstaka útför. -kbb Framtíð konungdæmis í Bretlandi: Vonir allra bundnar við Vilhjálm Miklar vonir eru bundnar við Vilhjálm prins í Bretlandi þessa dagana. Margir telja hann þann eina sem bjargað geti konungdæminu. Reuter DV, Lundúnum: Sviplegt fráfall Díönu prinsessu hefur ekki aðeins vakið sorg meðal bresku þjóðarinnar heldur einnig reiði í garð konungsfjölskyldunnar. Konungsfjölskyldan þótti ekki hafa brugðist rétt við í því að láta form- festu og venjur aftra sér frá því að taka opinberlega þátt í sorgum þjóð- arinnar framan af vikunni. Og jafn- vel þótt Elisabet Bretadrottning hafi á fostudag loksins látið tilleiðast að tjá sig opinberlega um andlát Díönu voru flestir á því að ávarp hennar hefði komið of seint. „Almenningur stillti henni upp við vegg og hún hefur líklega talið þetta bestu leið- ina til að bjarga andliti konungsfjöl- skyldunnar," sagði ung kona frá Newcastle sem var að koma fyrir blómsveig við Kensingtonhöll. Dauði Díönu ýfði einnig upp gömul sár. Margir Bretar eru konungsfjöl- skyldunni reiðir vegna framkomu hennar í garð Díönu og sú reiði blossaði aftur upp í vikunni. „Þau notuðu hana til undaneldis. Um leið og hún hafði átt strákana fleygðu þau henni á dyr,“ sagði fullorðin verkakona frá Sheffield. Karl hefur samúð Þótt undarlegt sé virðist Karl Bretaprins vera sá eini í konungs- fjölskyldunni - fyrir utan syni Díönu - sem hlotið hefur samúð almenn- ings. „Ég vorkenni Karli. Hann getur ekkert gert í stöðunni án þess að það verði lagt út á versta veg,“ sögðu flestir sem DV ræddi við aðfaranótt laugardags. Karl þótti einnig standa sig með miklum sóma á útfarardag- inn þar sem hann gekk við hlið sona sinna á eftir kistu fyrrverandi eigin- konu sinnar. „Hann hlýt- ur að vera afskaplega óhamingjusamur maður," sagði fólk sem sá þá feðga ganga á eftir kistunni. „Það var gula pressan sem eyðUagði hjónaband Díönu og Karls. - Hún gaf þeim aldrei frið tU leysa ágreining sinn með eðli- legum hætti,“ sagði WiUi- am Tanner, fyrrverandi hermaður, sem horfði á líkfylgdina. Fólk sem varð vitni að því þegar Karl og synir hans heUsuðu upp á syrgjend- ur og tóku við blómum fyrir utan KensingtonhöU á fóstudag var djúpt snortið. „Hann er aftur orðinn gamli, góði KaUi sem öUum viU vel,“ sagði miðaldra kona frá Exeter og þerrði tár af auga. Allra augu á prinsunum Flestra augu hafa þó beinst að prinsunum ungu, sonum Díönu, þeim Vilhjálmi og Harry. Liklega hafa engir tveir drengir í heiminum nokkru sinni átt samúð jafnmargra og þeir eiga þessa daga. „Guð blessi ykkur, VUhjálmur og Harry,“ hróp- aði mannfjöldinn þegar prinsarnir hófu gönguna á eftir kistu móður sinnar fyrir utan St. JakobshöU. Ekki hafði verið tilkynnt um það fyrir fram að prinsarnir myndu slást í fór með líkfylgdinni. Vil- hjálmur prins drúpti höfði aUan tímann sem hann gekk á eftir kistu móður sinnar. Þegar líkfylgdin nálgaðist Westminster Abbey köU- uðu margir hvatningarorð tU VU- hjálms. „Hertu upp hugann, VU- hjálmur!“ „Við stöndum öU með þér, Vilhjálmur!“ „Þið gangið aldrei einir, strákar!“ Breskir fjölmiölar voru almennt sammála um að láta vangaveltur um hugsanlegt konungshlutverk hins unga VUhjálms bíöa betri tíma og ýmsir vegfarendur létu sömu skoðun í ljós. Ekki þurfti þó að leita langt tU þess að finna það sem flest- um bjó í brjósti. Sjötugur maður sem ekki vUdi láta nafns síns getið sagði: „Nú skiptir mestu máli að hann fyUist ekki reiði eöa biturð í kjölfar þess sem hann er ganga í gegnum. Ef hann stenst þessa þol- raun og heldur áfram að líkjast móður sinni - þá er ég ekki í nokkrum vafa um að hann verður besti konungur sem Bretland hefur nokkru sinni átt.“ -kbb Stuttar fréttir Sameining á Héraði Fimm sveitarfélög á Héraði verða sameinuð á næsta ári. Sameiningin var samþykkt með yfmgnæfandi meirihluta atkvæða í öUum sveitarfélögum í atkvæða- greiðslu sem lauk í fyrrakvöld. Kjörsókn var á bUinu 70-90% nema í EgUsstaðabæ þar sem hún var tæp 42%. Barnabætur óháðar Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, telur að bamabætur eigi að vera óháðár tekjum. Það sé ranglátt að bama- fólk búi við verri kjör en bamlaust fólk í sömu tekjuhópum. Afnám tekjutengingar bamabóta yrði stórt skref tU lækkunar jaðarskatta. Sparisjóður Ólafsfjarðar Stofnfjáraðilum Sparisjóðs Ólafsfjarðar var fjölgað á sfjórnar- fimdi i gær en fram tU þessa hefur Ólafsfjarðarbær verið eini stofn- fjáraðili sparisjóðsins. Sparisjóð- urinn tapaði nær 250 mUljónum fyrstu sex mánuði ársins. Stofnfé hefur verið aukið um 200 mUljónir. Óteljandi skór Stórum skósöfnunargámi hef- ur verið komið fyrir bak viö Þjóðleikhúsið. Ástæðan er sú að í leikmynd að Grandavegi 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur, sem frum- sýnt verður í lok október, er gert ráð fyrir óteljandi skóm. -VÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.