Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Side 33
MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 41 Myndasögur Veiðivon u 3 rH r-H 2 s HAFIÐ ÞAÐ HUGFAST, MENN: - VÍKINGAR ERU EINU FRJÁLSU MENNIRNIR Á YFIRBORPI JAR0AR! EKKI VERA OF LENGI, HROLLUR! PÚ ÁTTAÐ VERJA MEP MÉR NÝ GLUGGATJÖLD í DAG! int i-U Rangárflúðirnar í Rangánum: Risafiskur slapp af „Eg er búinn að sjá þá marga væna í gegnum árin en þetta er sá allra stærsti sem ég hef séð, þetta var rígvænn fiskur. Ætli hann hafi ekki verið vel yfir 30 pundin," sagði Pétur R. Guðmundsson en hann var að gæta Spánverja í Rangánum um helgina þegar fískurinn slapp af á Rangárflúðunum. Á fostudaginn missti þessi sami veiðimaður stór- lax í Árbæjarfossi eins og við sögð- Veiðitoppurinn: Þverá sækir á Norðurá - aflahæstu árnar „Það gæti skeð á morgun eða hinn að lax númer 2500 veiddist hérna í Rangánum. Þetta er allt í lagi núna og vænir laxar setja spennu í veiðiskapinn," sagði Þröst- ur Elliðason í gærkvöld. Við skulum þá kíkja á tíu fengsælustu laxveiði- ámar í gærkvöld en sjö þeirra fara yfir 1000 laxa. Norðurá í Borgarfirði endaði í 1867 löxum sem er aðeins slakara en í fyrra en þá gaf áin 1964 laxa. Veiði- skilyrði voru erfið á tímabili í ánni og það hefur haft sitt að segja. Þverá í Borgarfirði er komin í 1620 laxa, í þriðja sætið, og sækir á Norðurá, en veitt er í ánni enn þá. Grímsá, líka ættuð úr Borgarfirði, er í fjórða sæti með rétt um 1400 laxa. Langá á Mýr- um er í fimmta sæti með 1200 laxa. Laxá í Aðaldal er í sjötta sæti með 1150 laxa og má greinilega muna sinn fífil fegri í veiðiskapnum. Laxá i Kjós er í sjöunda sætinu og bætir sig verulega frá fyrra ári en hún hef- ur gefið 1050 laxa. Laxá á Ásum er í áttunda sætinu og er komin yfir 700 laxa. Hún ætlar að bæta sig töluvert frá fyrra ári. Vatnsdalsá er í níunda sæti með um 700 laxa. Laxá í Dölum og Selá í Vopnafmði em í tíunda sætinu saman með 680 laxa hvor veiðiá. um frá fyrir helgi. „Þessi Spánverji var að veiða á Rangárflúðunum og allt var fast, hann fór að toga og toga en þá var hann komin vel út á flúðimar. Hon- um tókst að losa eftir nokkur átök, kastar aftur spúninum og allt er fast aftur. Hann fer að toga aftur og af enn meiri krafti en fyrr. Þá fer fær- ið á fleygiferð upp eftir allri Rangár- flúðinni og skömmu seinna kemur laxinn niður aftur. Var þá fískurinn búinn og ég náði í háfinn. Laxinn var svo stór að hann komast ekki í hann og þegar ég er að reyna það tekur hann svo síðustu rokuna og sleppur. Þetta var enginn smáfisk- ur, hann var metra fyrir framan mig þegar ég sá hann síðast. Við veiddum 17 punda hæng í gær og sporðblaðkan á honum var helmingi minni en á þessum stórfiski. Það var hængur sem slapp og hann var leginn. Þetta er einn af þeim stærri löxum sem ég hef séð í gegnum all- an minn veiðiskap og hef þó séð þá þónokkra," sagði Pétur í lokin. Síðustu daga hafa veiðimenn sett í fjóra stóra laxa i Rangánum en þeir hafa allir sloppið. Þetta eru lík- lega allt hængar sem virðast hópast i veiðiárnar, eins og Selá í Vopna- firði. Til eru líka veiðiár þar sem aðeins hafa veiðst hængar og engin hrygna. Má þar nefna Giljá í Húna- vatnssýslu. Lostafullt' stefnumöí IS [5044 Eigin ugarorar 0056 91 5372 Myndvarpar •Fjölbreytt úrval •Ljósmagn 2000 - 12000 ANSI lumen •Fyrir glærur og rafeindaglærur •Hágæða þríglerja linsur •Mjög hljóðlátir xonnco <*ni' S: 565 8305 F: 565 8306 Kirkjulundi 13 210 Garðabæ http://www.skima.is/nordco Blaðbera vantar í eftirtaldar götur. Kjarrhólmi, Vallarhólmi, Starhólmi. Upplýsingar í síma 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.