Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Side 31
MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 39 Fréttir Þormóður Rammi/Sæberg: Þriðja stærsta fyrirtækið í sjávarútvegi DV, Ólafsfirði: Læknislaust veröur í Ólafsfiröi frá næstu mánaöamótum, ef nú fer sem horf- ir. íbúunum líst ekki á aö vera í læknislausum bæ og þaö meö veturinn yfir- vofandi. DV-mynd Helgi Læknislaust í Ólafsfirði Þormóður rammi-Sæberg hf. er þriðja stærsta fyrirtækið í sjávarút- vegi ef marka má nýjar tölur í upp- hafi kvótaárs. Fyrirtækið hefur alls rúmlega 19.000 þorskígildi, en þau fyrirtæki sem eru stærri eru Har- aldur Böðvarsson og Samherji, sem er talsvert stærri. Fyrir skömmu birti Þormóður rammi-Sæberg hf. afkomutölur fyrir fyrstu 6 mánuði ársins. Fyrirtækið var rekið með 186 milljóna króna hagnaði. Rekstrartekjur námu 1.850 milljónum. Fyrirtækið á 10 skip sem gerð eru út frá Siglufirði og Ólafsfirði. HJ DV, Ólafsfirði: Alvarlegt ástand er að skapast i heilbrigðiskerfl Ólafsfirðinga, en læknislaust verður frá og með næstu mánaðamótum. Bæjarbúar velta því mikið fyrir sér hvað gerist í málinu enda líst engum á að vera í læknislausum bæ og það með vet- urinn yfirvofandi. Læknir Ólafsfirðinga síðustu 10 árin, Hjörtur Þór Hauksson, flutti burt í sumar og hefur Björn Ónund- arson sinnt starfinu í allt sumar. Hann ætlaði að hætta um síðustu mánaðamót en verður sem sagt út septembermánuð. Eftir það verður læknislaust í Ólafsfirði, nema hægt verði að fá Björn til að vera lengur, en að sögn Jónínu Óskarsdóttir er hugsanlegt að hann bjargi bæjarbú- um áfram. Hins vegar sé ljóst að enginn nýr læknir sæki um a.m.k. fyrr en búið verði að ganga frá samningum lækna við ríkið, en mikil óánægja mun ríkja meðal lækna á landsbyggðinni með þá samninga sem gerðir voru síðast, ekki síst vegna bílamála. Jónína sagðist hins vegar ekki hafa stórar áhyggjur af málinu, því í Ólafsfirði væri ákjósanlegt fyrir lækni að vera í einu og hálfu stöðugildi. -HJ ferðamálafulltrúi Suöurnesja, viö eitt skiltiö sem er framleitt úr rekaviö og rekaviðarfjölum. Skiltiö, Þórshöfn-Básendar, veröur reist í Höfnum við Ósabotna. DV-mynd Ægir Már Suðurnes: Vistvænar merkingar DV, Suðurnesjum: „Við notrnn rekavið og rekaviðar- fjalir til að framleiða vistvænar og náttúrulegcir merkingar fyrir gönguleiðir, ömefni og ýmsa áhuga- verða staði. Þetta er ný aðferð við merkingar og ég veit ekki hvort hún hefur verið notuð annars staðar á landinu í þessum mæli,“ sagði Jó- hann D. Jónsson, ferðamálafulltrúi Suðurnesja, við DV. Umrædd skilti verða 30 að tölu. Þau verða sett niður út um allt Reykjanes, í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Þegar er búið að merkja nokkrar leiðir og segir Jó- hann að skiltin verði rekin niður fyrir vetur. „Skiltin hafa vakið mikla hrifningu. Þegar þú getur vakið athygli fólks á möguleikunum og stöðunum eins og við erum að gera þá eykur það alltaf umferð,“ sagði Jóhann D. Jónsson. ÆMK Hitaveita Suðurnesja: Nýr stjórnarformaður við af Ingólfi Bárðarsyni, sem var fulltrúi Reykjanesbæjar. Jón er fulltrúi Sandgerðisbæjar. Jóhann Einvarðsson, Reykjanesbæ, var kosinn varaformaður og Margrét Gunnarsdóttir, Grindavík, ritari. -ÆMK DV, Suðurnesjum: Jón Norðfjörð, forstjóri og eig- andi Skipaafgreiðslu Suðurnesja, var kosinn stjórnarformaður Hita- veitu Suðurnesja á stjórnarfundi fyrirtækisins nýlega. Hann tekur PFAFF 30, ara samstarf CANDYIMGAR Emifleiri heimitístœki Mikil verölœkkun! Mikið er um að vera. Verið velkomin, skoðið úrvalið, gerið kaup ársins. Við höldum upp á 30 ára gott samstarf PFAFF og Candy með miklum afslætti til viðskiptavina okkar á um 50 gerðum heimilistækja. Hér eru nokkur dæmi: liVOJTWÍTAR „eS 600.W mm ELDAVEl, OFN OG UPPÞVOTIAV'EL Allt í einu tæki. 94.900.- m;d EIDAVELAR Jo með helluborði og ofiii. s aet.' ,47.310.- owmvíLOGíwS. ®§oa- PFA cHeimilisUekjavet'slim Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.