Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 19 Margir nota Netið til að sækja um skólavist Pappírsumsóknin heyrir brátt sögunni til Margir geta sótt um skólavist um Netiö. Það hefur færst gríðarlega í vöxt að þeir sem vilja fá inngöngu í ákveðinn skóla í Bandaríkjunum sendi umsóknina um Netið í stað þess að eyða klukkustundavinnu í að fá send eyðublöð. Tækniskólinn í Virginíu er einn þeirra skóla sem hafa verið hvað duglegastir að tengjast Netinu. Þar er meðal annars rafrænt umsóknar- eyðublað þar sem hægt er að sækja um inngöngu. Einn af þeim sem komst inn á þennan hátt var Mark Gameau, 18 ára. Hann gat sótt um án þess að yfirgefa sæti sitt eða draga út ritvél. Einnig þurfti hann ekki að fara í kerfi þótt hann hefði gert eina innsláttarvillu og þurfti ekki að hugsa sérstaklega um að frágangur blaðsins væri góður. Háskólarnir vita að nú hefur heil kynslóð alist upp við vefinn. Þeir hafa reynt að bregðast við auknum kröfum um rafræn umsóknareyðu- blöð. Könnun sem gerð var um vefnotkun framhaldsskólanema sýnir aö hún hefur vaxið mjög og nú vill þriðjungur þeirra sækja um á þennan hátt. Pappírsumsóknin mun því brátt heyra sögunni til. Það að sækja um skólavist á þennan hátt sparar ekki aðeins um- Átak gegn áfengi í háskólum Um 25.000 háskólanemar frá yfir 45 háskólum i Bandaríkj- unum munu i vetur taka þátt í gagnvirku átaki sem verður að hluta til gefið út á geisladisk- um. Átakið snýr að misnotkun á áfengi innan veggja háskóla en vandamál af þess völdum fer sífellt vaxandi. Nafn átaks- ins er „Alchohol 101“. Hugmyndina að átakinu má rekja til háskólans í Illinois sem stendur hvað fremst í tæknimálum af háskólum í Bandaríkjunum. Má meðal annars rekja tilurð netvafra á borð við Mosaic og Netscape til þessa háskóla. í þessu átaki er notast við tækni eins og hún gerist best. Þegar forritið er ræst er komið inn í „sýndarpartí" þar sem hægt er að taka ákvörðun fyr- ir ýmsa sem eru í veislunni. T.d. er hægt að ákveða hvort viðkomandi fær sér i glas eða ekki og sjá hver afleiðingin verður af ákvörðun hans. Einnig er hægt að fá innsýn í líf heimavistar i háskólum og sjá hvaða freistingar geta beð- ið manns þar. Áætlað er að nota sambæri- lega tækni áfram í slíkum for- vömum. Kostimir þykja ótví- ræðir, sá helstur að tæknin er mjög sveigjanleg og nánast hægt að beita henni eins og hver vill. -HI/Business Wire LeikjanriDJar Nýr fótboltaleikur frá Sega Sega Enterntainment hefur sent frá sér nýjan fótboltaleik sem kallast Worldwide Soccer. Leikur þessi býð- ur upp á ýmsa skemmtilega mögu- leika, m.a. geta allt aö fjórir spilaö leikinn í einu um Netiö. Einnig er í leiknum þrívíddargrafík, 360 gráöa myndavél, lýsing á leiknum og hæg endursýning. Hægt er aö spila meö eöa á móti 48 bestu liöum heims og einnig má velja um fimm erfiö- leikaflokka. Ef skoruð eru sérstak- lega falleg mörk er síöan hægt aö geyma þau á haröa diskinum og skoöa þau aftur og aftur. Coby Jo- nes, bandarískur landsliösmaöur í knattspyrnu, hefur aöstoöaö viö gerö leiksins. Leikur þessi er fyrir PC-tölv- ur og þarf lágmark 16 megabæt í minni og 90 Mhz örgjörva. Dark Forces II kominn úr gæðamati Tölvuleikurinn sem svo margir hafa beðiö eftir, Jedi Knight: Dark Forces II, hefur komist í gegnum gæöamat og er því væntanlegur bráölega. Star Wars aðdáendur geta því fariö aö setja sig í stellingar. Óstaöfestar fregnir herma einnig aö einhverjir óprúttnir náungar hafi komist yfir ein- tak af leiknum og sett þaö á Netiö. Ekki er vitaö hver þaö geröi. Final Fantasy VII kominn út Leikurinn Final Fantasy VII er kom- inn í búöir. Mikil spenna hefur veriö eftir þessum leik meðal PlayStation- eigenda en nú geta þeir loksins lát- iö slag standa. Leikurinn var gefinn út I gær en nokkrar verslanir voru komnar meö hann nokkrum dögum áöur. Viðbót við QUAKE Aödáendur tölvuleiksins QUAKE eiga nú kost á skemmtilegri viöbót viö leikinn. Sú viöbót kallast QMESS og sér um aö skilaboöin komist rétt til skila I leiknum. Þessi ritill mun vera mjög þægilegur í útliti og notkun. Hægt er að ná í þennan ritil á heima- síðu Quake. Claw Ævintýraleikurinn Claw er kominn út. Þetta er ævintýraleikur í anda gömlu góöu Super Mario Brothers og Don- key Kong leikjanna. aöalpersónan í þessum leik er kötturinn Captain Claw. Þessi leikur er fyrir PC en í anda tölvuspilanna sem voru hvaö vinsælust á síöasta áratug. nsssi Playstation: 20 milljónir seldar Sony Computer Entertainment, framleiðandi PlayStation leikjatölv- unnar, hefur tilkynnt að 20 milljón- ir leikjatölva hafi verið seldar um heim allan frá því hún var fyrst kynnt í Japan fyrir tæpum þremur árum. Sony framleiðir nú tvær milljónir slíkra tölva á mánuði. Flestar tölvur hafa selst í Japan, 8,5 milljónir. 6,4 milljónir tölva hafa selst í Bandaríkjunum og 5,1 milljón í Evrópu. Einnig kemur fram að yfír 135 milljónir leikja hafa selst fyrir þessa tölvu um allan heim. -HI sækjandanum vinnu. Það lækkar líka pappírskostnað fyrir skólann. Þar að auki fær skólinn umsóknir frá breiðari hópi fólks og þar að auki hlýtur sá sem sækir um á þennan hátt að vera kominn aðeins lengra í tækninni en sá sem skilar henni á pappír. Það er allavega viss plús þegar sótt er um í tækniskóla. En þessi nýi netheimur hefur líka komið háskólum í viss vandræði. Þeir sem eru mjög vel að sér í vefn- um (jafnvel of vel að sér) geta feng- ið aðgang að upplýsingum á borð við glæpaskýrslur úr heimavistinni, einkunnir eða annað þess háttar eft- ir óopinberum leiðum. Þar að auki kemur stundum fyrir að margir senda tölvupóst í einu með ýmsum spumingum um háskólann og net- kerfi skólans er ekki tilbúið til að taka á móti þessum flaumi. Háskólar hafa hins vegar verið duglegir við að kenna nemendum að leita upplýsinga um aðra háskóla með vefnum, sækja um í nokkrum háskólum og jafnvel borga fyrir skólavistina gegnum Netið. Einnig geta nemendur leitað upplýsinga um alls konar námsstyrki sem hægt er að fá. Tölvufyrirtæki hafa einnig brugð- ist við og reynt að koma sinni þjón- ustu á framfæri. Meðal þeirra er IBM. Það er með sérstaka þjónustu sem heitir CollegeNet sem er sér- staklega gert fyrir netvædda há- skóla. Fleiri tölvufyrirtæki eru að koma með svipað kerfi. Það sem jafnvel er vonast til að þetta netkerfi muni gera fyrir há- skólana er að táningar úr grunn- skóla geti fengið leiðbeiningar til að komast í gegnum þau námskeið sem þeir þurfa að ljúka áður en þeir geta fengiö inngöngu í háskóla. Háskólar hafa oft lent í vandræðum vegna nemenda sem eru illa búnir undir háskólann og er vonast til að þetta muni bæta úr því. -HI/CNN IBM-tölvur lesa kínversku IBM hefur gefið út nýtt tölvu- kerfi sem getur „lesið“ kínversku. Það sem átt er við er að tölvan get- ur lesið úr kínverskum táknum og framkallað hljóð, sem sagt talað kínversku eins og sumar geta tal- að ensku. Þetta er fyrsti búnaðurinn sem getur framkallað kínversk hljóð. Talsmenn fyrirtækisins spá því að þessi búnaður muni njóta gríðar- legra vinsælda á kínverskum tölvumarkaði en tölvur eiga sífellt meira upp á pallborðið i Kína. Þeir búast jafnvel við að 100 þús- und eintök seljist af þessum bún- aði fyrsta árið og síðan eigi sú tala eftir að þrefaldast á næstu árum. Það sem helst þykir há sölu for- ritsins er að það krefst góðs hug- búnaðar, þ.e. 32 Mb minni og 166 Mhz. Pentium MMX örgjörva hið minnsta. Talsmenn IBM eiga þó von á því að þar sem minni og ör- gjörvar lækka sífellt verði þetta vandamál ekki til staðar í nánustu framtíð. -HI/Reuter Þið œttuð að íhuga kosti rekstrarleigu okkarl Dæmi: Rekstrarleiga í 2 ár miðað við 40.000 km akstur kr. 28.400,- á mánuði (án vsk.) OPELe COMBO - Sendiblll '98 □pel.^ Bílheimar ehf. Þýskt eðaimerki Sævarhöfða 2a • 112 Reykjavík Sími 525 9000 • Fax 567 4650 ♦ Burðargeta 550 kg ♦ Ótrúlega stórt farangursrými ♦ Þægileg hleðsluhæð ♦ Framhjóladrifinn - 5 gíra með vökvastýri Verð kr. 1.075.000,- (ánvsk.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.