Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setníng og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Móðir Teresa Raunveruleg hetja er látin. Móðir Teresa lézt á fostu- daginn í hárri elli. Hún helgaði líf sitt fátæku fólki í Ind- landi og rak þar meira en fimm hundruð heimili í átta- tíu borgum landsins. Fyrir framlag sitt til mannkyns hlaut hún friðarverðlaun Nóbels árið 1979. Milli móður Teresu og vinsælasta frægðarfólks nútím- ans er himinn og haf. Hún var fræg af stórvirkjum sín- um, rétt eins og Winston ChurchiH og Halldór Laxness, hvert þeirra með sínum hætti. Hún var ekki bara fræg fyrir að vera fræg eins og Díana prinsessa. Leiðir nunnunnar og prinsessunnar lágu einu sinni saman. Þá gaf nunnan sér stundarflórðungs frí frá mik- ilvægum störfum sínum og prinsessan gaf sér stundar- fjórðungs vinnu frá tilgangslausum frístundum sínum. Nunnan var að safna fé og prinsessan að safna frægð. Fyrir stundarfjórðungs vinnu í þágu fátækra í Ind- landi jók prinsessan við frægð sína og vinsældir. Hún var góð, segir fólk og grætur. Mun færri sýna tilfinning- ar við andlát móður Teresu, sem var raunveruleg hetja, raunverulegur mannvinur, raunveruleg persóna. Móðir Teresa var ekki fullkomin fremur en aðrir. Hún var sögð kaþólskari en páfinn, það er að segja aftur- haldssöm í trúmálum og þjóðmálum. En hún var ekki álitsgjafi í þessum efnum, heldur hélt hún sér við þá grein, sem hún kimni til fulls, fátækrahjálpina. Saga móður Teresu er bjart ljós í grimmum heimi. Hún sýndi, að mannfólkið er ekki aðeins duglegt til ill- virkja, heldur einnig til góðverka. Hún var mörgum fyr- irmynd og áreiðanlega betri fyrirmynd en þorrinn af prinsessum og öðru frægðarfólki nútímans. Nútíminn dáir innantómt fólk, svo sem Elvis Prestley, sem dó úr ólifnaði, eða Michael Jackson, sem er að deyja úr andlitslyftingum. Fólk dreymir um að vera sjálft í sporum fólks, sem er frægt fyrir að vera frægt, en dreymir ekki um að vera í sporum móður Teresu. Samt var prinsessan jafn óhamingjusöm og nunnan var hamingjusöm. Bros nunnunnar var margfalt feg- urra, enda skein þar innri maðurinn í gegn. En nútíma- fólk á erfitt með að skilja, að hamingja felist í öðru en endalausum frístundum og samneyti við glaumgosa. Sennilega á flest fólk erfitt með að skilja, að hamingja geti falizt í þrotlausu erfiði og að óhamingja geti falizt í þrotlausum frístundum. Þetta má einmitt hafa til marks um firringu nútímafólks, er leitar fyrirmynda í sýndar- veruleika þeirra, sem eru frægir fyrir að vera frægir. Blaðalesendur og sjónvarpáhorfendur hafa alltaf vilj- að vitað meira um skútulíf Jacqueline Kennedy með Onassis og um glaumagosastúss dönsku prinsanna, held- ur en um Winston Churchill og Halldór Laxness og hvað þá móður Teresu, sem aldrei fór í næturklúbb. Móðir Teresa fæddist í Makedóníu af albönsku for- eldri. Hún ákvað ung að gerast nunna og fluttist til ír- lands, þar sem hún sat í klaustri Loreto-reglunnar. Síð- an fór hún á vegum reglunnar til Darjeeling í Indlandi og var þar lengi kennari við klausturskóla. Á miðjum aldri fékk móðir Teresa köllun um að sinna fátækum í Indlandi. Henni varð vel ágengt. Nunnur flykktust til hennar og voru orðnar um 3.000, þegar húm lézt. Nútíminn má eiga það, að hann kunni að meta verk hennar og studdi þau með vaxandi fjárframlögum. Móðir Teresa sýndi, að hamingja getur falist í að ná sambandi við sinn innri og æðri mátt og gera það, sem samvizkan býður, en hafna eftirsókn eftir vindi. Jónas Kristjánsson Á skrifborðinu mínu hefur í nokkrar vikur legið ljósrit af rit- stjómargrein úr virtu bandarísku lýtalækningatímariti. Greinin heit- ir nokkuð sérstæðu nafni verandi úr slíku blaði eða „Hlið vítis“ og fjallar um þróun þjóðfélagsmála, og innan þeirra þó sérlega heilbrigðis- mála í „Guðs eigin landi". í upphafi greinarinnar segir frá því þegar læknamir á sjúkrahúsi því, sem höfundur starfar við, fá aðgang að merktum einkabílastæð- um. Þeir hafa lengi beðið eftir þess- um forréttindum og þurfa nú ekki lengur að keppa um stæði við Gælt er í alvöru við hugmyndir um einkarekin öldrunarheimili, um einka- skóla og að taka upp skólagjöld við æðri menntastofnanir, segir m.a. í greininni. Jöfnuður þar og jöfnuður hér timaritsins U.S. News and World Report, sem segir; „dettur nokkrum í hug að „Central Park“ væri til ef markaðsöflin hefðu fengið að ráða nýtingu lands á Man- hattan?" Ekki er dr. Morian (en svo heitir greinar- höfundur) sérlega hrif- inn af því sem nefnt hefur verið „stýrð læknisþjónusta" og ekki heldur s.k. ágóða- sjúkrahúsum, sem hann segir hafa leitt til þess að þjónusta al- menningssjúkrahúsa hefur versnað og að- — „Vissulega hefur verið vísir að efnahagslegri hverfaskiptingu í Reykjavík og nágrannabyggðar- lögum um árabil. Samt hefur ekki enn þá þurft passa til að komast inn í eða gegnum þessi hverfi. “ Kjallarinn Árni Björnsson læknir meinatækna, sjúkra- liða, sjúkraþjálfara eða annað óbreytt sjúkrahúslið. Það líður ekki á löngu áður en nýja bila- stæðið fyllist af lúxuskemum og menn losa sig við gömlu millistéttar- druslurnar. Breytingin í Bandarikjunum Greinarhöfundur, sem er einn af reynd- ustu og virtustu lýta- læknum Bandaríkj- anna og verður tæp- lega talinn sérlega vinstri sinnaður, fær bakþanka. Hann fer að velta fyrir sér efnahagsþróuninni í landi sínu, sem stefn- ir, þrátt fyrir bæri- legan hagvöxt, að því að breikka bilið milli ríkra og fátækra. Á árunum 1980-1993 lenti allur hagvöxtm-- inn hjá efsta flmmt- ungi bandarísku þjóðarinnar og auður ríkasta hundraðshlutans jókst úr 34 upp í 42% af þjóðarauðn- um á áratug. Munurinn á ríkum og fátækum er orðinn jafnmikill og hann var árið 1920. Það sem hefur breyst er að í stað þess að búa innan um almenning, búa hinir ríku nú í afgirtum vökt- uðum hverfum með einkarekna vaktþjónustu, einkarekna sorp- hreinsun og einkarekna gatnagerð. Einka golf- og heilsuklúbbar hafa sprottið upp en almenningsgarðar og leikvellir eru í niðurníðslu. Á sama tíma hrakar almennri þjónustu utan verndarsvæðanna. Einkaskólar blómstra en menntun almennings hrakar. Hann vitnar í Newton Minow, fyrrverandi for- mann nefndar um almannasam- göngur, sem segir: „Ef við ættum aðeins bókaverslanir en engin al- menningsbókasöfn væri þjóðin fá- tækari. Ef við ættum aðeins einka- klúbba en enga almenningsgarða, væri þjóðin fátækari" og enn vitn- ar hann í James Fallow, útgefanda gengi hinna 40 milljóna ótryggðu fátæklinga að læknisþjónustu minnkað. Að lokum veltir dr. Morian vöngum yfir siðferðislegri stöðu læknisins í þessu „frjálsa" þjóðfé- lagi. Sem hátekjumaður eigi hann völ á því að lækna aðeins þá sem eiga heima innan girðinga og halda sig innan við hliðin. En eigi hann að hlýða siðferðislegum læknis- skyldum sínum verði hann að horfast í augu við ótryggðu sjúk- lingana utan girðinganna og veita þeim þjónustu. Hann lýkur grein- inni með þessum orðum. „Bíla- stæði læknisins er enn besti stað- urinn að leggja bílnum 1. En það verður það aðeins ef þeir sem leggja bílunum sínum þar stuðla að því að almenningur hafi efni á að aka til spitalans." Gælt er viö... Ég kaus að endursegja grein hins bandaríska kollega míns að mér finnst ýmislegt svipað vera að gerast í þjóðfélaginu okkar. Bilið milli ríkra og fátækra er að breikka og það kæmi mér ekki á óvart þótt það væri að nálgast það sem var 1920. Eignatilfærsla á fárra hendur hefur aldrei verið meiri á þessari öld en á síðasta áratug. Á sama tima Qölgar þeim einstakling- um og fiölskyldum sem leita þurfa til opinberra og óopinberra hjálp- arstofnana til að hafa í og á sig og sína. Gælt er í alvöru við hugmyndir um einkarekin sjúkrahús sem skili eigendum sínum ágóða. Gælt er í alvöru við hugmyndir um „stýrða læknisþjónustu" rekna af trygg- ingafélögum eða einhvers konar eignarhaldsfélögum, þar sem lækn- arnir væru ráðnir starfsmenn fé- laganna og sjúklingarnir „innlegg í púkkið". Gælt er í alvöru við hugmyndir um einkarekin öldr- unarheimili og gælt er í alvöru við hugmyndir um einkaskóla og að taka upp skólagjöld við æðri menntastofnanir. Allar þessar hugmyndir munu stuðla að því að breikka bilið milli þeirra sem eiga og eiga ekki, þeirra sem fá og fá ekki og þeirra sem geta og geta ekki. Vissulega hefur verið vísir að efnahagslegri hverfaskiptingu í Reykjavík og nágrannabyggðarlög- um um árabil. Samt hefur ekki enn þá þurft passa til að komast inn í eða gegnum þessi hverfi. Þó gæti Eyjólfur hresst svo með vaxandi efnahagsbata að hægt verði að reisa bæði girðingar og hlið þegar kemur fram á 21. öldina. Þjóðskáldið Einar Benediktsson orti skömmu fyrir síðustu aldamót eins konar spásögn um það sem nýja öldin bæri í skauti sér. 1 henni eru þessar hendingar. „Allt skal frjálst, allt skal jafnt, réttan skerf sinn og skammt á hvert skaparans barn, allt frá vöggu að gröf. Þetta boðorð knýr fram, knýr menn brautina fram undir blikandi merkjum um lönd og um höf. - Skyldi honum vera skemmt mætti hann líta upp úr gröf sinni við upphaf 21. aldarinnar? Ámi Bjömsson Skoðanir annarra Eyjafjörðurinn „Matvælaiðnaður, sem lengi hefur verið láglauna- iðnaður á íslandi og ferðamennska útiloka ekki stór- iðju fremur en hún útiloki nefndan iðnað. Það þarf engan sérfræðing til að átta sig á að stærsta mat- vælasvæði landsins er ekki Eyjaförðurinn og mun aldrei verða, það þarf heldur engan sérfræðing til að sjá að mikill er munur á nýbyggðum stóriðjuverum og gömlum. Hvað ferðamennsku varðar, sem er auð- vitað stóriðja á sinn hátt, þarf stóriðja ekki að skaða hana heldur er hún líkleg til að styðja, a.m.k. í formi fiárframlaga." Magnús Már Þorvaldsson í Mbl. 5. sept. Kvennalistinn í þrjá farvegí? „Átökum innan Kvennalistans um hvort stefna eigi að kosningasamstarfi við A-flokkana fyrir næstu Alþingiskosningar er engan veginn lokið ... Þótt óvarlegt sé að spá langt fram í tímann i pólitík bendir margt til þess að tími Kvennalistans sem sjálfstæðs þingflokks á Alþingi sé að líða undir lok ... Kvennalistakonur virðast eyða miklum tíma í að takast á um það innbyrðis hvert eigi að stefna. Eins og fram kom í fréttaskýringu í Degi-Tímanum í gær togast hóparnir innan Kvennalistans á um þrjár gagnstæðar stefhur um framtíðina. Elías Snæland Jónsson í Degi-Tímanum 4. sept. Hagstofan og aldraðir „Aðgerðarhópur aldraðra hefur farið þess á leit við Hagstofuna, að hún endurskoði reglur um að- gang fyrirtækja að þjóðskrá vegna sölustarfsemi, sem miðaðar hafa verið við 75 ár ... Ástæða er þó í þessu sambandi til að minnast á hversu mikill ágangur er orðinn á heimilum vegna sölustarfsemi. Auk hauga af hvers kyns auglýsinga- og áróðurs- bæklingum, sem koma inn um bréflúguna, er sífellt ónæði af símhringingum sölumanna ... Friðhelgi einkalífsins fer þvi oft fyrir lítið.“ Úr forystugrein Mbl. 5. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.