Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 Neytendur 11 Mengun í salatbar ■ Nýlega hafði kona samband við DV vegna atviks er átti sér stað við opinn salatbar í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu. Utangarðs- maður, illa þrifinn, kom að bamum, hrærði í bakka á salatbamum og át upp úr bakkanum með berum lúk- unum. Konan vildi vita hvaða regl- ur giltu i umgengni við salatbari sem þessa. DV hafði samband við verslunina sem staðfesti atvikið. Þar hefur utangarðsfólki margoft verið visað á dyr því að sögn staðgengils versl- unarstjóra vilja þeir ekki fá það inn í búðina. Hins vegar benti sami að- ili á að atvik sem þessi snúist ekki eingöngu um utangarðsmenn. Hitt væri mun algengara að vel klætt og snyrtilegt fólk gangi að salatbarn- um og tekur með lúkunum eitthvað úr skálunum sem því þykir fýsilegt. Þetta telst mengun á sama hátt og utangarðsmaðurinn mengaði bar- inn. Skálunum, sem vel klædda fólkið borðar upp úr, þarf lika að skipta út og henda innihaldinu. Rögnvaldur Ingólfsson, sviðs- stjóri matvælasviðs Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkur, sagði að sam- kvæmt reglunum ætti að vera gæsla við salatbarina en það væri vitað mál að ekki er mögulegt að koma því við samfellt. Hreinlæti skiptir miklu máli og öll efni og áhöld eiga að vera auðþrífanleg. Það á að vera ein skeið eða töng við hverja salat- skál til að forðast krossmengun og gott eftirlit þarf að vera með hrein- læti viðskiptavinanna. Ef matvæli mengast verður verslunin að skipta innihaldinu út, henda mengaða matnum og setja inn ferskt í stað- inn. -ST Löggilding mælitækja í nýjar hendur Samkvæmt nýjum reglum um löggildingu mælitækja hættir Löggildingarstofa að annast framkvæmdaþáttinn sem hefur tilheyrt hennar verksviði í tæp 80 ár. Þess í stað sinnir hún yf- irumsjón og stjómsýsluhlut- verki á þessu sviði. Framkvæmd löggildinga verður falin faggilt- um prófunarstofum sem full- nægja ströngum skilyrðum um tækjabúnað, hæfni og hlutleysi, eins og segir í fréttatilkynningu sem Löggildingarstofa hefur sentíjölmiðlum. Ein skoðunarstofa hefur feng- ið starfsleyfí til löggildinga, Bif- reiðaskoðun hf. Taktu snná nspu sikkens Viö lögum lltinn þinn og þú lagar smá lakkskemmdir á einfaldan og ódýran hátt þegar þér hentar,- meö Sikkens á úéabrúsa. Ráðgjöf og þjónusta. GÍSU JÓNSSON ehf Bildshölði 14 112 R■y kia vik Mengun af mannavöldum í opnum salatbörum er nokkuö algeng. Um leið og einhver fer meö lúkurnar ofan í salat- skál og nær sér í smakk með berum höndunum er hann aö menga innihald skálanna. líún víaldi skartgripi frá Silfurbúðinni fö) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfcerðu gjöfina - Pc - leikir Mac - leikir Frœðsluefni PlayStation Fylgihlutir Aukahlutir Landsins mesta úrval tölvuleikja? - kannaðu málið ÍTIEGn - uö — Laugaveg 96 megabud@centrum.is • 525 5066

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.