Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 Fréttir Ályktun stjórnarfundar Þjóðvaka: Ekki boðið fram sjálfstætt í næstu kosningum - þarf að taka ákvörðun um sameiginlegt framboð, segir Jóhanna Sigurðardóttir Stjórnarfundur var haldinn í Þjóðvaka í gær. Þar var samþykkt einróma ályktun um stöðu Þjóðvaka og sameiningarmál jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Lagt verður til á næsta aðalfundi flokksins, sem verður haldinn í nóvember, að Þjóð- vaki bjóði ekki fram sjálfstætt í næstu kosningum heldur verði aðili að nýju framboðsafli jafnaðar- manna og félagshyggjufólks. Þannig vill hreyfmgin sýna í verki að hún vilji að samið verði um stofnun slfks afls sem allra fyrst. Jóhanna Sigurðardóttir, formað- ur Þjóðvaka, sagði ástæðuna fyrir þessari ályktun nú þá að stjórnin teldi brýnt að flokkamir sem ætli að standa að sameiginlegu framboði fari að losa um flokksböndin. „Það þarf að fara að taka þessa ákvörðun um sameiginlegt framboð til að hægt verði að hefja kosningaundir- Þingflokkur Þjóðvaka á fundi skömmu eftir síðustu alþingiskosningar. Stjórn Þjóðvaka leggur til að Þjóðvaki bjóði ekki fram sjálfstætt í næstu kosningum. DV-mynd ÞÖK búninginn. Ég held að krafan sé orð- in svo sterk í þjóðfélaginu að kveðja flokkakerfi gærdagsins að ekki verði aftur snúið,“ sagði Jóhanna. Hún segist bjartsýn á að gmnd- völlur sé fyrir slíku samstcirfi. „Ég tel að minni ágreiningur sé innan stjómarandstöðunnar en til dæmis innan Sjálfstæðisflokksins. Ef vilj- inn er fyrir hendi þá tekst þetta,“ sagði Jóhanna. í ályktuninni er frumkvæði sam- ráðsfundar Kvennalistans frá 30. ágúst um aö losa um flokksgirðing- arnar fagnað þannig að konur inn- an samtakanna geti tekið þátt í að vinna að sameiginlegu framboði. Þá er hvatt til að þeir flokkar og sam- tök sem nú taka þátt í viðræðum um sameiginlegt framboð lýsi yfir að þeir muni bjóða sameiginlega fram í næstu alþingiskosningum. -HI Vagnstjórar SVR: Funda með lögmanni BSRBí dag Trúnaðarmenn vagnstjóra SVR funda í dag ásamt Sjöfn Ing- ólfsdóttur, formanni Starfs- mannafélags Reykjavíkurborg- ar, með Gesti Jónssyni, lögfræð- ingi stéttarfélags síns, BSRB. Fundarefnið er til hvaða að- gerða vagnstjórar geta gripið tfl að mótmæla þremur nýlegum uppsögnum kollega sinna sem þeir telja óréttmætar. Einn trúnaðarmanna, Sigur- björn Halldórsson, vfldi í sam- tali við DV í gærkvöldi ekki upplýsa hvaða aðgerðir væra til umræðu. Það myndi skýrast eft- ir fundinn í dag. „Óánægja og óróleiki ríkir enn á meðal vagnstjóra. Ég veit ekki um fleiri uppsagnir en í hvert sinn sem maður mætir tO vinnu lítur maður í kringum sig tfl að sjá hvort einhvem vantar og athuga þá af hverju hann vantar. Við getum gripið til ým- issa aðgerða, þó ekki til verk- fafls. Við munum væntanlega fara löglegar en siölausar leið- ir,“ sagði Sigurbjöm. -bjb Furugrundarmál: Rannsaka á hvernig lögreglugögn týndust - segir Margrét „Það er auðvitað mjög alvarlegt að rannsóknargögn týnist innan lögreglunnar. Aö mínu mati krefst það þess að fram fari rannsókn á því hvernig gögnin gátu týnst. Ábyrgðin er auðvitað hjá lögreglu- stjóra sem er yfirmaður embættis- ins,“ segir Margrét Frimannsdótt- ir, þingmaður Alþýðubandalags- ins, um Furagrundarmálið. Málið snerist um 130 kg af hassi, auk amfetamíns, sem Franklín Steiner játaði fyrir lögreglu að hafa átt. Málið var rannsakað hjá fíkniefnadeild lögreglunnar en rannsóknargögnin týndust og hafa Frímannsdóttir aldrei fundist. „Mér fmnst eðlilegt að skýrsla Atla Gíslasonar um rannsókn hans á samskiptum fikniefnalögreglunn- ar og Franklíns Steiners verði birt, a.m.k. þingnefnd sem fjallar um málið til dómsmálaráðuneytis. Mér finnst einnig mikilvægt að dómsmálaráðuneytið og lögregluyf- irvöld setji reglur um kaup á upp- lýsingum ef á að heimOa það. Fyrr- verandi yfirmaður fikniefnadeildar fór ítrekað fram á að þessar reglur yrðu settar tO að lögreglumenn þyrftu ekki að vinna á gráu svæði," sagði Margrét. -RR 27 myndir Halldórs Péturssonar listmálara: Aðhefst ekkert frekar í málinu - segir Fjóla Sigmundsdóttir, ekkja Halldórs Prestaskólinn 150 ára „Ég ætla ekki að aðhafast neitt frek- ar varðandi þessar myndir," sagði Fjóla Sigmundsdóttir, ekkja Halldórs Péturssonar, við DV. Búið er að taka niður sýninguna á 27 myndum Halldórs Péturssonar listmál- ara í Gallerí Fold. Myndimar 27 eru írummyndir að myndum sem á sínum tíma voru gefhar út á jólakortum og Fjólu og eiganda kortaútgáfúfyrirtæk- isins Edda Fótó greinir á um eignar- hald á frummyndunum. Frá þessu var sagt í forsíðufrétt DV sl. fimmtudag. Knútur Bruun hæstaréttarlögmað- ur, sem er sérfróður um höfundarrétt- armál myndlistarmanna, segir að dóm- ur í hugsanlegum málaferlum vegna eignarhalds á myndunum gæti fallið hvorum aðila sem er í vfl nema að annar hvor aðfli geti framvísað skýr- um gögnum tfl stuðnings máli sínu. Styttu stolið Stytta, grá úr steini, 120 sm á hæð og um 60 kfló að þyngd, hvarf úr garði Vífilfells, að Stuðlahálsi 1. Styttan er af konu sem ber hendur við höfuð. Talið er að styttan hafi horfið 24. ágúst síðastliðinn. Ef einhver hefur orðið styttunnar var þá er hann beðinn að láta lögregluna í Reykja- vik vita. -RR Hins vegar sé höfundarréttur Fjólu skýlaus. Fjóla hefúr gagnrýnt að ekk- ert samband hafi verið haft við hana sem höfundarrétthafa áður en sýning- in var sett upp. -SÁ Viö setningu guðfræöideildar Háskóla íslands í Dómkirkjunni í gær var þess minnst aö 150 ár voru liöin frá því að Prestaskólinn í Reykjavík tók til starfa. Prestaskólinn var undanfari Háskóla íslands og starfaði sem slíkur í 50 ár. í hátíöarguöþjónustu flutti forseti deildarinnar, Pétur Pétursson prófessor, predikun sem og herra Ólafur Skúlason biskup. Meöal viöstaddra voru forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Guörún Katrín Þorbergsdóttir, sem hér eru á fremsta bekk. Fyrir aftan þau má sjá Sigurbjörn Einarsson biskup. DV-mynd Guölaugur Tryggvi Fornleifarnar að Neðra-Ási í Hjaltadal: Frásögn Kristni- sögu virðist rétt - segir Þór Magnússon þjóðminjavörður „Við teljum að það sé nokkuð merkilegt sem er að koma í ljós og staðfesti það sem menn grunaði að þarna væri að finna,“ segir Þór Magnússon þjóðminjavöröur um fomminjarnar að Neðra-Ási i Hjaltadal i Skagafirði sem sagt var frá í forsíðufrétt DV í fyrradag. Þjóðminjavörður skoðaði sjálfur staðhætti að Neðra-Ási árið 1987 og gróf lítillega á þeim stað þar sem fomar heimildir greina frá að kirkja hafi verið. Uppgröfturinn nú í sumar er frekari staðfesting þess sem þá fannst og þess að ritaðar heimildir, t.d. í Kristnisögu, eru réttar hvað varðar kirkju að Neðra- Ási. „Menn vissu ekki nákvæmlega hversu áreiðanlegar heimOdimar kynnu að vera en það var ljóst þeg- ar staðhættir vora skoðaðir árið 1987 að þarna gæti verið kirkju- garður. Þegar við síðan gerðum smákönnun komu í ljós grafir sem staðfestu að þama hefur verið bæði kirkja og kirkjugarður," sagði Þór Magnússon í samtali við DV. Þór Magnússon segir að ekkert hafi enn komið í ljós sem veikir þá tilgátu að um sé að ræða mannvirki frá því fyrir kristnitöku. Öskulag úr Heklugosi 1104 sé yfir öllum mannvirkjum og allur umbúnaður þeirra sýni að þau séu talsvert eldri. í Kristnisögu er talað um íjórar kirkjur í landinu fyrir kristnitök- una árið 1000. Þær voru auk Áss, í Hjaltadal, eða Neðra-Áss að Esju- bergi á Kjalamesi, að Holti í Ásmn og í Vestmannaeyjum. -SÁ Golfvöllurinn í Tungudal: Þrisvar holaí höggi Þau merkilegu tíðindi gerðust á golfvellinum í Tungudal við Skuls- fiörð um og eftir síðustu helgi að þrír golfleikarar fóra holu í höggi á aðeins fiórum dögum. Er það einsdæmi á þessum velli og þykir gott ef slíkt gerist einu sinni á ári. Hófst þessi fágæta skorhrina laugardaginn 23. ágúst en þá setti Daníel Karl Egilsson kúlu niður í einu höggi á 6. braut. Mánudaginn 25. ágúst var það Baldur Geir- mundsson (BG og Ingibjörg) sem átti slíkt meistaraskot á 7. braut og Kristín Karlsdóttir, sem er nýliði í greininni, lék það eftir þriðjudag- inn 26. ágúst og þá á 6. braut. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.