Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 Spurningin Hver er uppáhaldshljóm- sveitin þín? Gunnlaugur Már Sigurðsson nemi: Tvímælalaust Led Zeppelin. Hildur Sigurðardóttir nemi: Söng- konan Celine Dion er i uppáhaldi hjá mér. Elísa Jónsdóttir húsmóðir: Á enga uppáhaldshljómsveit en Tori Amos er góð. Guðný Ásta húsmóðir: Tori Amos er frábær. Rannveig Ásgeirsdóttir húsfrú: Ætli það sé ekki bara Lúðrasveit Reykjavíkur. Andrés Heiðarsson: Prodigy. Lesendur Fá Austfirð- ingar álver? Austfjarðadraumurinn um álver til umræðu enn á ný. - Er Reyöarfjarðar- svæðið ekki jafnákjósanlegt og af er látið? Konráð Friðfinnsson skrifar: Nýlega korn fram hjá einum ráð- herra ríkisstjórnarinnar að hann teldi það hugsanlegan möguleika að reisa næsta álver á Austfjörðum, nánar tiltekið við Reyðarfjörð. Gamli Austfjarða-draumurinn er því kominn upp á ný. - En hverjar eru líkurnar á að útlendir fjárfestar sjái sér hag í að byggja milljarðafyr- irtæki á þessum stað? Að mínu áliti eru þær hverfandi. Og þá hvers vegna? Jú, sökum ákveðinna staðreynda sem við blasa; þróunar sem átt hefur sér stað á þessari öld og er oft nefnd fólksflótti frá dreifbýlinu og fá- menninu til höfuöborgarinnar og nærliggjandi byggða. Þessi þróun einskorðast ekki við ísland. Sama vandamálið blasir við vítt og breitt um heiminn. Atvinnu- leysi er ekki alltaf orsökin heldur aðrar ástæður, eins og skortur á fé- lagslegri þjónustu, menningar- og afþreyingarstofnunum o.þ.h. Fram hefur komið í umræðunni um álver að menn teldu líkur á að fólk flyttist á svæðið ef álver yrði að veruleika. Það eru rök út af fyrir sig en ég er samt ekki trúaður á að ál- verseigendur sem hyggjast færa út kvíamar taki þá áhættu sem er því óneitanlega samfara að reisa slíka verksmiðju á stað þar sem fremur er skortur á fólki en hitt eins og raunin er í dag. Við erum að tala um vinnustað sem tekur við hund- raðum manna til að halda starfsem- inni gangandi. Leiki minnsti vafi á að fólk fáist ekki til starfa hlýtur að verða horft til þess sérstaklega. Hugsanlega ráða menn sig til starfa frá nærliggjandi kauptúnum. En þá ber að hafa í huga að vega- lengdir era talsverðar og snjóþyngsli mikil sum árin. Hins vegar kann að vera rétt að stóriðja á Austurlandi sé hagkvæmasta lausnin fyrir íslenskt samfélag, t.d. varðandi orkuöflun. Mín skoðun er þó sú að engin stór- iðja muni rísa utan þéttbýlissvæð- anna á suðvestm-horni landsins. - Að mínum dómi er því fullkomlega óraunhæft að ætla eitthvað annað í þessum efnum. Þvi miður. Drengurinn fyrir vestan: Betur settur þar en hér Hulda Guðmundsd. skrifar: Þyngd refsingar íslenska drengs- ins, sem dæmdur hefur verið í Banda- rikjunum fyrir kynferðisafbrot, hefur vakið mikla athygli hér á landi. Það gefur að skilja þvi hér á landi eru dómar vegna slíkra afbrota og ann- arra hliðstæðra, jafnvel hrottalegri, mjög vægir. Líklega hvergi vægari. Hvarvetna era líkamsárásir litnar mjög alvarlegum augum. Ganga lík- lega næst mannsmorði. í fyrstunni voru fréttir hér heima þess eðlis að verið væri að dæma ungan dreng í 10 ára fangelsi. Náttúrlega væri það þungur dómur. En allt var þetta á misskilningi byggt eða móðursýki eins og oft vill brenna við í fréttaflutningi hér fyrsta kastið. Raunin var líka sú að hér var um að ræða 3 ára gæsluvarð- hald undir eftirliti sérfræðinga á sviði hegðunarerfiðleika. Ekki 10 ára fangelsi. í viðtali við forstöðumann Barna- verndarstofnunar kemur fram að ef færa ætti drenginn að vestan hingað heim til afplánunar dómsins marg- umrædda þyrfti að vera hægt að sýna fram á að hér á landi væru hin réttu og viðeigandi úrræði til staðar fyrir svo unga afbrotamenn. - Svo er hins vegar ekki. Vísast er því drengurinn ógæfus- ami mun betur settur i sinni afplán- un í Bandaríkjunum þar sem boðið er upp á mjög fullkomna og sérhæfða meðferð í slíkum tilvikum. Eðlileg er hins vegar ósk aðstandenda drengs- ins um að fá drenginn fluttan til ís- lands til að taka út sinn dóm. Hafa verður þó til hiðsjónar hvar hinum dæmda bjóðast bestu möguleikar á að ná breyttu hegðunarmynstri. Er það ekki aðalatriðið? Starfsaldurshækkanir - eru utan almennra launahækkana 160,0 155,0 150,0 140,0 135,0 130,0 Launavísitala 1995- 1997 | í - e e (U 0) ta E E OJ Q Launavísitalan hefur hækkaö um 18% frá 1995 en hún mælir ekki starfsaldurshækk- anir. Jón Björnsson skrifar: Margir virðast ekki átta sig á því að þær almennu launahækkanir sem nú eiga sér stað í þjóðfélaginu og eiga að vera 12-14% á næstu þremur árum, eða 4-5% á ári, taka ekki til starfsaldurshækkana. Al- mennu hækkanirnar eru hækkanir á töxtum, einnig færast menn upp eftir töxt- unum þegar þeir bæta starfsárum við sig. Oft era starfsaldurshækk- anir um 7% á ári fyrstu árin þannig að ekki er óeðlilegt að kaup fólks sem sýnir fyrirtækjum tryggð og starfar á sama stað hækki um eða yfir 10% á ári næstu þrjú árin. Menn mega ekki gleyma þessu, hvorki starfsmenn né vinnuveitendur. - Starfs- menn verða auðvitað verð- mætari eftir því sem þeir öðlast meiri reynslu innan fyrirtækis. Svonefnd launavísitala mælir ekki starfsaldurshækkanir þar sem gamlir starfsmenn á háum launum hætta og í staðinn koma ungir á lág- um launum. Launavísitalan sýnir aðeins almennar launahækkanir en ekki starfsaldurshækkanir. Eins og sjá má á meðfylgjandi grafi hefur launavísitalan hækkað um 18% frá ársbyrjun 1995. Frá þeim tíma ætti kaup manns sem starfað hefur hjá sama fyrirtæki að hafa hækkað um 39% ef eðlilegar starfsaldurshækk- anir hafa fengist. Til dæmis ættu laun sem vora 150 þúsund krónur í ársbyrjun 1995 að vera orðin 209 þúsund krónur nú. Hvað varð um gömlu gæðin? S.T. skrifar Ég get ekki lengur orða bund- ist og lýsi hér með eftir þokka- legu farartæki fyrir ungviði mitt sem enn er ekki farið að ganga sjálft. Til þessa hafa börnin mín tvö í framæsku sofið úti við í gömlum Silver Cross-vagni sem er vel rúmur og hefur enst að mörgu leyti þokkalega. Mér flnnst hins vegar eitt- hvað bogið við það að á þeim tveimur árum sem vagninn hef- ur verið í notkim barnanna minna er ég búin að kaupa 4 dekk undir vagninn. Hvert á 3.400 kr.! Hjólin bara bogna, snú- ast og teinarnir í gjörðinni tæt- ast i allar áttir við eðlilega notk- un. Eitthvað virðist vera farið að gefa sig í því sem ég hélt alltaf að væri aðallinn í barna- vagnaframleiðslu heimsins. Hvers konar lífvörður? Einar Ólafsson hringdi: í umræðunni um dauða þeirra Díönu prinsessu, ást- manns hennar og ökumanns hefur verið velt upp spurning- unni um það hvers vegna öku- maðurinn hafi verið allt að því ofurölvi við stýrið. Ég spyr bara: Var ökumaðurinn ofurölvi? Hef- ur það verið sannað með fullum rökum? í erlendri frétt í Mbl. sl. fimmtudag er haft eftir sérfræð- ingi í áfengismælingum að nið- urstaða framkominna mælinga á blóðsýni úr ökumanninum þurfi alls ekki að vera réttar. Blóðið geti hafa breyst í meðfór- um rannsóknarinnar. - Eftir stendur líka spumingin: Hvers konar lífvörður er það sem leyf- ir drukknum ökumanni að aka með svo dýrmæta farþega sem parið, Díana og A1 Fayed, var? Kryddsíld í vlnsósu Gunnar skrifar: Ég er mikill matmaður og þ.á.m. mjög hrifinn af að borða góða, kryddaða síld. Undanfarið hef ég ekki fengið neina veru- lega góða síld. Ég hef keypt síld sem merkt er „kryddsíld í vín- sósu“, en mér finnst hún hvergi nærri boðleg, komin angan af henni og byrjun á þráabragði. Hér á markaðinum var hægt að kaupa danska síld í glerkrakk- um, t.d. síld í sherryvínsósu, o.fl. Hún er nú ekki lengur i verslunum. Hef spurst fyrir um þetta og fengið þau svör að síld- in hafi ekki selst mikiö. Vilja ís- lendingar virkilega ekki góða síld? Hraðfrystilaug Vesturbæjar? Þorgeir hringdi: Vesturbæjarlaugin er mín eft- irlætislaug hér á höfuðborgar- svæðinu en þar er þó eitt hvim- leitt vandamál við að eiga. Starfsmenn laugarinnar hafa þann leiða sið að sprauta ísköldu vatni á gólfið í þurrk- herbergi karla. Mann verkjar upp í heila af því að stíga í þessa frystikistu sem úr verður þegar jökulkalt Gvendarbrunnavatnið læsir sig um iljar manns. Ég hef ámálgað þetta við hina ágætu starfsmenn laugarinnar en áfrám heldur ískalt vatnið að streyma. Gunnar Þorberg - leiðrétting Hér er komið á framfæri leið- réttingu á nafni sem ranglega birtist með lesendabréfi í DV sl. miðvikudag undir fyrirsögninni Frelsissvipting og persónunjósn- ir. - Rétt nafn bréfritara er Gimnar Þorberg. Höfundur bréfsins er beðinn afsökunar á mistökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.